Norðurland


Norðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 2

Norðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 2
Nl. 136 sum hrossin ínuni hafa notið af þeirri gjöf. Duglegustu hrossin ein hafa ef til vill getað etið nokkuð af heyinu, áður en það varð niður troðið og skemt en hin mjög lítið eða jafnvel ekkert; og svo hlýtur helmingur gjaf- arinnar að ónýtast, því að hrossin ný- komin úr grænum haganum, munu ekki hafa góða lyst á velktu og skítugu heyi undan fótum sér, ekki sízt ef vatn skortir líka og þau eru þyrst. Meðan skipið lá hér og lestarrúmin voru opin, var loftið að vísu sæmi- lega gott þar sem hestarnir voru, en ekki var sýnilegt, að um loftræsingu gæti verið að ræða þar, er lestarop- unum væri lokað. »NI.« hefir spurt fleiri menn, sem um skipið gengu og sáu hestana, hvern- ig aðbúð þeirra og umbúnaður á skip- inu hafi verið, og hefir þeim öllum borið saman um það. Hvernig verða nú hrossin á sig kom- in, er þau koma á markaðinn úr þess- ari ferð, þótt þau kunni að komast þangað lifandi? Markaðurinn fyrir fslenzka hesta verður aldrei góður, meðan svo er farið með hestana við útflutninginn, sem hér er sagt; og því miður mun það ekki vera eins dæmi. Alls ekki! Og eru allir skeytingarlausir um með- ferðina á skepnunum ? Eru bæði sel- jandinn og kaupandinn hér á landi, og allir sem með hrossin fara, skeyt- ingarlausir um þau, eins og það væru dauðir, verðlausir hlutir? Og hvar er eítirlit útflutningsstjóra ? Er enginn útflutningsstjóri á Sauðár- krók, einum helzta útflutningsstaðnum á Iandinu? Eða hvernig stendur á, að hann gætir ekki skyldu sinnar? Oft hafa heyrst umkvartanir um það áður, að illa færi um útflutnings- hesta í skipunum, og alveg eins síðan lögin um útflutning hrossa urðu til. Hefir þeim aldrei verið hlýtt? vcrður mönnum ósjálfrátt að spyrja, er menn sjá þau svona algerlega að engu höfð, og með cngri leynd. Svo segja sumir, að ákvæðinu um að binda hrossin í skipunum muni aldrei hafa verið hlýtt, og stafi það meðfram af'því, að hrossin séu alls ekki bandvön, og það þvf naumast til- tök. En það er sök eigendanna sem selja. Þeir eiga alls ekki að selja hross, sem ekki eru bandvön, samkvæmt út- flutiiingslögunum og reglugerðinni. En hinum öðrum ákvæðum reglu- gerðarinnar hefir þá líklega ekki ver- ið fylgt stranglega heldur, tyrst sum- ar voru brotnar, og áhugi hrossa- eigenda (sem ættu að hafa einna næmasta tilfinningu fyrirmeðferð þeirra) mun hafa verið alt of lítill, að hafa eftirlit með því, að lögunum væri fylgt, um góða meðferð á hrossunum í skipunum. Það er ekki nóg að hafa góð lög, ef þeim er ekki fylgt. Og það stendur brossaeigendunum næst að mynda samtök, til þess að reyna að ráða bót á þessari illu meðferð á hrossunum og brotum á lögunum um útbúnað skipanna, sem þau flytja, úr því eftirlit útflutningsstjóra og lög- reglunnar er ckkert eða ónógt. Þetta má ekki lengur svo búið standa. Það er eigi aðeins ómetanlegt peningatjón fyrir landið, heldur er það og allri þjóðinni álitshnekkir, því að það sýnir átakanlegan siðmenn- ingarskort hennar, hversu hún er tii- finningarlaus fyrir skepnunum og skeyt- ingarlaus um lög sín. 1 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1911—1912 er nýlega komið út. Þetta er efni ritsins: Moritz Fraenckel (stutt grein um hann með mynd). Fundargerð aðalfundar 1911. Reikningar R. N. 1910. Fundargerð aðalfundar 1912. Reikningar R. N. 1911. Áburðartilraunir, eftir Sig. Sigurðs- son. Eldsneyti bænda, eftir Jón Jónsson. Ræktun jarðarávaxta, eftir Pál Zóph- óníasson. Garðræktarfél. Reykhverfinga 1911, eftir Baldvin Friðlaugsson. Smælki, eftir Pál Zóphóníasson. Yfirlit uro starfsemi R. N. 1911 til aðalfundar 1912 (með tveim mynd- um: trjáreit R. N. og húsi fél. með blómgarði). Starfsmenn R. N. 1911. Skrá yfir nýja æfifélaga. Merkust er skýrslan um áburðar- tilraunirnar. Þar er skýrt frá árangri af tilraununum með tilbúnum áburði og mykju í tilraunastöð Ræktunarfé- lagsins og víðar. Gefa þær nokkra bendingu um það, hversu það borgi sig að nota tilbúinn áburð, og margar tilraunirnar sýna, að það getur borg- að sig sæmilega. Æskilegt hefði verið, að skýrslan hefði verið samandregin að síðustu og gerð gleggri fyrir almenning að átta sig á henni. Skýrslan um starfsemi Ræktunar- félagsins 1911, eftir Jakob H. Líndal, er og fróðleg, og ritgerðirnar eftir þá Jón Jónsson lækni og Pál Zóph- óníasson eru þarfar og vekjandi. Reikningar fél. sýna, að við árslok 1910 hefir skuldlaus eign þess verið 40357 kr. 55 aurar en við árslok 1911 43573 kr. 87 aura eða 3222 kr. 32 aurum meiri seinna árið; munar það mestu hvað æfitillaga-sjóðurinn hefir vaxið; 1910 var hann 2212 kr. 44 aurar, en 1911 3387 kr. 44 aurar. Skuldir fél. hafa minkað um nál. 1500 krónur (tillagaskuldir og verzl- unarskuldir, sem fél. átti útistandandi) árið 1911, eða nær því um þriðjung frá því sem þær voru [910. Það er ánægjulegt að sjá, að þessi nytsemdarstofnun er í sííeldri fram- för. \ Kirkjan Hádegismessa á niorgun. Skýring. Þegar einhver segir eitthvað, sem »Heimastjórnarúlfunum« kemur illa, þá yglast þeirogæpa: »Ósannindi!« »lygi!« þó að það, sem um er að ræða, sé óhrekjandi. Heimastjórnarútburðurinn á Eyrinni telurþað,ósannindilog »lygi« aðHeima- stjórnarflokkurinn sé lagður niður, og slíkt hið sama segir »Gjallarhorn«, sem kallað hefir verið »skilnaðarvið- rinið« af þvf, að það lofaði skilnaðar- stefnu, er það gekk aftur hérna um árið, en fylgir þó Heimastjórninni að málum. Ekki skal hér þrætt um þetta, en aðeins birt, málinu til skýringar, sam- þykt Sambandsflokksins á stofnfundi hans, eins og »Lögrétta« birtir hana 7- þ. m. Samþyktin, sem gerð var á stofn- fundinum, er svohljóðandi: »að þeir þingmenn úr báðum hin- um gömlu flokkum og flokksleysingjar, sem vinna vilja að framgangi nýrra sambandslaga milli íslands og Dan- merkur, gangi saman í nýjan þing- flokk, með þeim skilyrðum: 1. að flokkurinn skuldbindi sig til þess að vinna í sameiningu að því, að sambandsmálið verði sem fyrst til lykta leitt, og fylgi því fram, eftir at- vikum með þeim breytingum á frum- varpi millilandanefndarinnar 1908, sem ætla má að verði til þess að sameina sem mestan þorra þjóðarinnar um mál- ið, og jafnframt eru lfklegar til þess, að um þær náist samkomulag við Dan- mörk. 2, að flokksmenn séu ekki öðrum flokkasamtökum bundnir á þessu þingi«. Svö bætir »Lögrétta« við: »Lögr. er sagt, að þeir Eiríkur Briem og Júltus Havsteen gangi báðir í Sambandsflokknum, svo að f honum eru þá orðnir 33 þingmenn af 40.« Á þessu geta menn séð sannleik- ann. Allir gömlu Heimastjórnarmenn- irnir voru gengnir í Sambandsflokk- inn, nema Eirfkur Briem og Júlíus Havsteen; varla hafa þeir haldið Heima- stjórnarþingflokknum uppi, og allra sízt ef þeir hafa gengið í Sambands- flokkinn rétt eftir að hann var stofn- aður. Þá eru allir þingmenn Heima- stjórnarflokksins t Sambandsflokknum, og myndun hans er þeim skilyrðum bundin, „að flökksmenn séa ekki öðr- um flokksböndum bundnir á þessu þingi". Auðvitað getur flokkurinn risið upp síðar að nýju, en ekki með öðru móti en að rjúfa Sambandsflokkinn. Annars hefir »N1.« enga ánægju af að hælast um að flokkurinn sé lagð- ur niður, og það hefir andstygð á að eiga orðastað við þau blöð sem sí- ljúgandi brigzla öðrum um lygi. 5» Gunnar Gunnarsson, ungur maður íslenzkur, sem nokkuð hefir fengist við skáldskap, hefir sam- ið nýlega sögu bæði á íslenzku og Dönsku,sem heitir »Ormur Orlygsson«. Gyldendalsbókaverzlun í Kaupmanna- höfn ætlar að gefa bókina út í haust, og sagt er að hún muni og koma út á íslenzku í Reykjavík. Gunnar er í Danmörku, og er hann trúlofaður þar danskri stúlku, Fransisku Jörgensen, systur unnustu Einars Jóns- sonar myndhöggvara. 46 hann mundi sakna hennar, meðan htin væri í burtu! — En hann hafði bara hlegið að henni og sagt, að hún væri viðkvæm barnakerling, Sveinn litli og hann gætU Vél verið án hennar, barnssorgin væri æfinlega SVo áköf, en svo væri það gleymt eftir litla stund, sem þau hefðu syrgt, á morgun mundi Sveinn ef til vill alveg hafa gleymt »elsku mömmu«. Hatin hafði sagt að hún skyldi ekki vera að setja þetta fyrir sig, heldur fara glöð og kát að skemta sér hjá foreldrum sínum, þeir mundu vel geta verið án henn- ar um tíma. Og svo hafði hann kyst hana með þessum undar- lega umsýslubrag, sem hún hataði. Nei, hann mundi ekki sakna hennar! Hann mundi alls ekki gera það — alls ekki! En Sveinn, skyldi hann geta gleymt »elsku mömmu«? Skyldi hann spyrja föður sinn eftír henni? Og hverju mundi svo Krabbe svara litla, móður- lausa drengnum sínum! Hugsanir og myndir komu óðfluga fram í huga hennar og gerðu hana kvíðandi; hún gat ekki hrund- ið þeim frá sér. Hún óskaði að Ólafur væri nú kominn til þess að tala við hana og gera hana rólega aftur, segja henni að hún hefði breytt rétt gagnvart honum, sem 47 hún elskaði, og gagnvart föður barnsins síns, með því að vera algerlega hreinskilin við hann. Gagnvart honum, sem hún elskaði! En elskaði hún hann þá? Hún hafði ekki verið í minsta vafa um það áður. En nú — ó, guð almáttugur! Var það ekki leiðsla, langur — langur draumur? Var hún nú að vakna, einmitt nú, er það var um seinan? Mamma, mamma, elsku matma! Hún gat hljóð- að upp yfir" sig af angist, er hún hugsaði um, að hún hafði afsalað sér réttinum til þessa nafns fyrir nokkrum klukkustundum síðan. Hún vildi fara með bainið með sér; hún átti það engu síður en hann. Hún ætlaði að taka barnið frá honum, ef hún gæti, — svo að heimili hans yrði sem eyðimörk, rænt sólskini og barnsbrosi! Nei, hann elskaði dreng- inn sinn. Pað var þún, sem brást barninu sínu, og hún varð að láta undan . . . Herbergisþernan kom inn í þessu og færði Ester bréf frá Ólafi. »Eg kem hálfum tíma á undan hinum gestunum í dag, til þess að geta talað við þig í næði«, stóð í bréfinu. Ester hafði verið svo sokkin niður í hugleiðingar sínar, að hún hafði alveg gleymt því, að það átti að hafa miðdegisheimboð og dansleik fyrir Lilju þá um daginn.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.