Norðurland - 02.11.1912, Page 1
NORÐURLAND.
47. blað.
Akureyri, 2. rjóvember 1912.
XII. ár.
Símfréttir til „Nls“
frd Reykjavík í dag.
Tyrkir eru á heljarþremi .Peir biðu
ósigur fyrir Búlgörum við Luleburg-
as suður og austur af Adrianópel i
orustu sem 400 þúsund hermanna
tóku þátt í; 20 þús. Jyrkirféllu og
sœrðust og 500 urðu handteknir.
Flóttinn var rekinn af Búlgörum á-
leiðis til Miklagarðs. Makedónia er
á valdi Serba og Epirus á valdi
Grikkja.
Helzt er útlit fyrir að löndum
Tyrkja í Evrópu verði skift að
mestu.
*
»Austri« og »Vestri« eru seldir.
Sameinaða gufuskipafélagið hefir
sagt upp samningnum um millilanda-
ferðirnar. Pað kvað kenna því um,
að Alþingi hefði lagt gjald á kol,
(vörugjald) sem ekki hefði verið
búist við er samningurinn var gerð-
ur.
Sa/nuinna í landsmálum.
Eitt af allra helztu skilyrðunum fyr-
ir velgengni og farsæld hvaða heim-
ilis, sem vera skal, er eindrægni og
friður meðal þeirra, er saman búa.
Hugsum oss tvö heimili. A öðru
þeirra er gott samlyndi og allir eru
samtaka og fullir áhuga um það, að
heimilisstörfin fari sem bezt úr hendi
og að búskapurinn geti blómgast og
tekið framíörum. Hver um sig reynir
að létta öðrum verkin og gera lífið
léttbært. Á hinu heimilinu er þetta alt
öfugt. Þar ríkir agg og illindi, hver
höndin er uppi á móti annari, og einn
reynir að spilla annars verkum. Á hvoru
heimilinu er nú hollara andrúmsloft?
Á hvoru heimilinu eru meiri Iíkur til,
að búskapurinn blómgist? Á hvoru
þeirra munu meiri líkur til, að heimil-
isfólkið verði frjálst og sjálfstætt í
hugsunum, orðum og verkum? Því
munu allir svara einum rómi. Heimil-
isfriðurinn og héimilisánægjan leiða af
sér happadrjúga samvinnu, dugnað og
framtakssemi, f fám orðum sagt: sanna
menningu. Afleiðingar ófriðar og sund-
urlyndis á heimili er allskonar búskap-
arólag og tréfótagangur.
Nú ætti öllum að vera það slciljan-
legt, að þetta á alveg eins við um
hið sameiginlega heimili allrar þjóð-
arinnar, landið sjálft. Þar scm ófriður
og illvígar innanlandsdeilur eiga sér
stað um landsmálin, er ekki von um
heppileg úrslit. Hagfeld afdrif nauð-
synjamála þjóðarinnar eru svo mjög
komin undir einhuga samvinnu og sam-
tökum landsmanna, að enginn trygg-
ari grundvöllur e r fáanlegur. Þetta
vottar saga allra þjóða. Innanlands-
deilur og Sokkadrættir hafa komið
margri þjóðinni í koll og jafnvel vald-
ið tortímingu sumra þeirra. Þetta ætti
að vera hið brýnasta umhugsunarefni
allra, er vilja kalla sig ættjarðarvini.
Ættjarðarástin á meðal annars að sýna
sig í því, að vera sáttfús og umburð-
arlyndur við skoðana-andstæðinga sína,
reyna að miðla málum, þar sem því
verður með nokkru móti við komið,
og láta ekki blindar haturstilfinningar
eða ofsafengna hefnilöngun hafa yfir-
tökin í orðum o g athöfnum. Boðorð-
ið: Auga fyrir auga og tönn íyrir tönn,
sem margir stjórnmálamenn hafa um
of bundið sig við, er hið háskalegasta
eitur fyrir frelsi þjóðarinnar og sjálf-
stæði, auk þess að þetta boðorð er
frámunalega ókristilegt. Fyrir þessu
mætti færa áþreifanleg rök, bæði með
dæmum úr mannkynssögunni og okk-
ar eigin sögu.
Enginn má misskilja þetta á þann
veg, að mismunandi skoðanir á lands-
málum og stjórnmálum megi ekki og
eigi ekki að eiga sér stað. Ágreinings-
málin hljóta ávalt að vera fleiri e a
færri, á meðan allir hugsa ekki eins
og líta ekki sömu augum á hlutina.
Sjóndeildarhringur manna verður alla
jafna misjafn, og jafnvel þó að mönn-
um komi að öllu saman um takmark-
ið, sýnist sitt hverjum um leiðirnar að
því. Fullkomið ágreiningsleysi um þjóð-
armál, sem nokkru skifta, er óhugsandi
og heldur ekki æskilegt; það mundi
vera afleiðing af blindu fylgi þjóðar-
innar við einn leiðtoga eða fleiri. Á-
greiningsatriðin koma mönnum til að
hugsa um málin, tala um þau og mynda
sér skoðun á þeim. Það, sem mestu
varðar, og menn verða að temja sér,
er að ræða málin sjálf, en rugla ekki
saman mönnum og málefnum. Þegar
þeirri reglu er fylgt, hætta persónu-
legu skammirnar og hatursfullu árás-
irnar, sem hefir gætt svo mjög hér f
landi á síðari tfmum, og sem áreið-
anlega hafa valdið nokkurri spillingu f
þjóðfélaginu.
Það, sem einkum veldur því, að
stjórnmáladeilurnar eða flokkadeilurn-
ar hafa orðið svo beiskar, sem raun
gefur vitni, er sá mikli misskilningur,
að skoðanaandstæðingar í einhverju
stórmáli geti ekki skoðað sig álfka
tengda samverkamenn eins og skoðana-
bræður eru. Að réttu lagi ætti ágrein-
ingsmál, er mjög skiftir hugum manna,
einkum að skoðast sem samvinnumál
þeirra, er hafa ólíkar skoðanir um það.
Fyrir engan mun má annar eða einn
skoðanaflokkur telja það óyggjandi
vissu, að allur sannleikurinn hljóti að
vera fólginn í sínum skoðunum, en
ekkert annað en vitskortur í skoðun-
um andstæðinganna. Óðara og sá hugs-
unarháttur er útilokaður, ættu skoð-
anaandstæðingar að geta litið svo á,
að þeir væru samverkamenn f sam-
eiginlegri leit eftir sannleikanum, ekki
aðeins í eigin skoðunum, heldur og í
skoðunum mótstöðumanna sinna.
”Alt þetta er mikið íhugunarefni og
mætti um það rita margar og langar
blaðagreinar. Hér eru mönnum aðeins
gefnar bendingar til athugunar.
%
jón alþm. Jónsson '
frá Múla.
Eins og getið hefir verið um hér
í blaðinu, andaðist hann að heim-
ili sínu á Seyðisfirði laugardaginn
5. október síðastliðinn.
Háum aldri náði hann ekki, var
57 ára á síðastliðnu vori.
Sjúkdómurinn, er dró hann til
dauða, var krabbamein undir hægri
hendinni. Kendi hann þeirrar mein-
semdar snemma í vor, og reyndist
hún banvæn þrátt fyrir lækningatil-
raunir bæði í Reykjavík og Englandi.
Jón var fæddur að Grænavatni í
Mývatnssveit 23. apríl 1855. Faðir
hans er Jón Hinriksson, gáfumað-
ur mikill og skáld. Er hann enn á
lífi og dvelur hjá syni sínum, Sig-
urði skáldi á Arnarvatni í Mývatns-
sveit. Jón Hinriksson er þrígiftur,
og átti hann Jón með fyrstu konu
sinni, Friðrikku Helgadóttur.
Tveggja ára gamall fluttist Jón
með foreldrum sínum að Stöng í
Mývatnssveit. Þar misti hann móð-
ur sína, 10 ára gamall. Ári síðar
fluttist hann með föður sínum að
Litluströnd í sömu sveit; þar bjó
Jón Hinriksson í 10 ár, og dvaldi
Jón sonur hans þar hjá honum. Að
því búnu flutti Jón Hinriksson sig
búferlum að Hólum í Eyjafirði og
bjó þar í 3 ár. Fór Jón sonur hans
þangað með honum, og þar giftist
hann eftirlifandi ekkju sinni, Val-
gerði Jónsdóttur frá Reykjahlíð. Mun
Jón Jónsson hafa búið á parti af Hól-
um, síðasta árið, er hann var þar
Síðan fluttust þau hjón að Arnar-
vatni í Mývatnssveit og bjuggu þar
8 ár, þar næst á Skútustöðum 1 ár,
þá á Reykjum í Reykjahverfi 4 ár,
og loks 7 ár í Múla í Aðalreykja-
dal, sem Jón er síðan kendur við.
Árið 1899 brá Jón búi og flutt-
ist til Seyðisfjarðar og tókst þar
á hendur forstöðu Pöntunarfélags
Fljótsdalshéraðs; hafði hann lengi
áður verið við riðinn kaupfélags-
störf nyrðra fyrir þá L. Zöllner og Jón
Vídalín.Árið 1801 varð hann aðalum-
boðsmaður Zöllners hér á landi og
gegndi hann því starfi til dauða-
dags.
Til Akureyrar fluttist hann 1905
og var þar í 3 ár; síðan var hann
önnur 3 ár í Reykjavík, en fluttist
þá aftur til Seyðisfjarðar.
Pingmaður Norður-Pingeyinga var
Jón frá 1886 til 1891. Náði hann
ekki kosningu þar aftur 1892, sök-
um þess að hann hafði aðhylst miðl-
unina frá 1889, en féll fyrir Bene-
dikt Sveinssyni. Nokkrum dögum
síðar náði hann þó kosningu í Eyja-
fjarðarsýslu, en heita [varð hann
Eyfirðingum því, að halda eigi fram
miðlunarstefnunni. Þingmaður Ey-
firðinga var hann frá 1893 —'99.
Bauð hann sig svo eigi fram fyr
en haustið 190 4; var hann þá kos-
inn þingmaður Seyðfirðinga, og var
þingmaður þeirra á þingunum 1905
og 1907. Loks var hann þingfull-
trúi Sunnmýlinga á þingunum 1909,
1911 og 1912, en tók þó lítinn þátt
í þingstörfum í sumar vegna sjúk-
leika síns. Jón frá Múla var að mestu
sjálflærður maður. Gáfur hans voru
miklar og fjölhæfar. Skilningurinn
var óvanalega skarpur og hugsunin
einkar skýr. Svo var hann vel máli
farinn, að hann var þess fullfær að
etja kappi við hina mestu mælsku-
menn, er með honum voru á þingi.
Hann talaði ekki hátt, en röddin
var dimm og sterk og tilkomumik-
il, eins og hann var sjálfur í sjón.
Hann var ekki fríður maður, en svo
tilkomumikill og gjörfulegur, að
allir, er sáu hann, hlutu að veita
honum eftirtekt. Áhugamaður var
hann mikill og hamhleypa til allra
starfa, -jafnt líkamlegra sem and-
legra. Örlyndur var hann nokkuð,
en stilti þó vanalega skap sitt vel.
Hann var fjörmikill, glaðvær og
skemtinn, svo að oft var unun að
vera með honum. Hann var skör-
ungur í orðum og athöfnum, bæði
á þingi og heima í héraði. Aldrei
var hann auðmaður, en sýndi þó
af sér hina fylstu rausn, enda gat
hann ekki fátækur heitið. Augu hans
voru skörp og dimm, en
»nú eru köld og komin í mold
Kórmáks augun svörtu".
K
Nýtt safn af sálmum,
150 að tölu, er kostar, 50 aura, er nú
komið út frá nefnd þeirri, er kjörin
var á Synodus 1910. í henni eru þeir
síra Sig. Sívertsen dósent, síra Gfsli
á Stórahrauni Skúlason og síra Krist-
inn Daníelsson. Síðan bættust við síra
Bjarni á Siglufirði og síra Geir vígslu-
biskup. Álit biskups á þessu nýja safni
er heldur dauflegt, enda vill hann ekki
aðþaðberi nafniðl//dfeœ//r,segirað »veru-
legur fengur geti einungis talist í ein-
um 25 sálmum, og f þeim úrvalshluta
eigi þeir sinn þriðjunginn hvor, sfra
Matthías og sfra Valdemar.* En hver-
jir eiga þá þessa 893 er fara ( skakk-
ann? Þvf verður líklega ekki svarað
til eilífðar.
Que vent-ildans oe galére? »Það má
ekki ganga að sálmagerð eins og hverri
annariiðn,* segir biskupinn, og er það
dagsanna; að syngja guði nýjan söng
má enginn dauðlegur ætla sér að gera
að gamni sfnu. Menn segja um börnin,
að þeim sé ekki bjóðandi nema hið
bezta, en hvað má þá segja um þau
ljóð, sem leika skal fyrir »föður alls
þess er barn kallast á himni og jörðu?«
Og hér vil eg geta þess, að þetta
viðbætis-uppátæki skoðaði eg sem
ReikningsbóK
Jónasar Jónassonar I. hluti, 2. útgáfa
bundin 1.50, II. hluti bundinn 1.00.
Fæst hjá bóksölum,