Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 02.11.1912, Qupperneq 3

Norðurland - 02.11.1912, Qupperneq 3
NI, * 79 I Sápubúðinni fœst rauður ÁVAXTALITUR méðvitund mannsins þroskist á þann hátt, að hann lifi upp aftur og aftur hér á jörðu (re-inkarnation). Þessi framþróun manns- ins byggist á orsakalögmálinu (karnia). Svið það, sem framþróun mannanna er markað, eru þrír heimar: efnisheimurinn (fysisk), svipaheimurinn (astral) og and- legi heimurinn (mental), eða með öðrum orðum: jörðin, miðheimurinn og himin- Jnn. Og að síðustu, að til séu guðdóm- legir leiðtogar eða kennarar, sem standi ofar öllum mönnum,—í öllum trúarbrögð- um eru þessar kenningar, eða hafa að minsta kosti verið; þó að sumar þeirra hafi fallið í gleymsku við og við, þá rísa þær alt af upp á ný. Þannig er því farið um endurfæðingarkenninguna (re-inkarna- tionen), sem kristna kirkjan glataði á tímabili, en sem nú bólar á að nýju. Það er hlutverk guðspekingafélagsins (Teosofisk Samfund), að kunngera öllum þjóðum þessi sannindi, enda þótt hver sérstakur félagi sé ekki skyldur að viður- kenna þau öll. Sérhver félagi hefir leyfi til að rannsaka hvað sem honum sýnist, að velja og hafna eftir eigin geðþótta; en ef félagið i heild sinni hætti að viðurkenna og flytja þessar kenningar, þá hlyti það að leysast upp. Öll trúarbrögð eru stofnuð af einhver- jum kennara úr hinu guðdómlega bræðra- félagi, sem geymir hina æðstu guðspeki; þess vegna er það, að öll trúarbrögð hafa svo margt sámeiginlegt. Frá þessu bræðrafélagi koma við og við sendiboðar, sem stofna ný trúarbrögð. Kenningar þeirra eru ávalt þær sömu, en þeir klæða þær í þann búning, sem bezt á við samtíð þeirra, eftir menningarástandi þjóðarinnar, sem þeir koma til, þjóðerni hennar, þörfum og hæfileikum. Kjarninn í kenningunni er altaf sá sami, en aukaat- riðin eru breytileg. Þetta samræmi trúar- bragðanna sést á því, að allir trúarbragða- höfundar hafa kent í líkingum; táknin og likingarnar eru mál þeirra. Hringurinn, þríhyrningurinn, krossinn, augað, sólin, stjarnan o. m. fl. eru þegjandi vottar um sameiginlegan uppruna trúarbragðanna. Af því að guðspekingafélagið veit þetta, vinnur það fyrir sérhver trúarbrögð á þeirra eigin grundvelli og vill draga þau saman í eina bræðraheild. Siðfræði guðspekinga byggist á bróð- erniskenningunni. Af því að þeir vita, að hið sama líf er í öllum, þá viðurkenna þeir þann sannleika, að það, sem skaðar einn, skaðar alla. Sá, sem gerir ilt, spýtir eitri í lífsblóð mannkynsins og skaðar með því heildina. Ouðspekin hefir ekkert sið- ferðislögmál, því að hún er sjálf ímynd hins æðsta siðgæðis; hún bendir félögum sinum á fullkomnustu siðfræðiskenning- arnar í öllum trúarbrögðum, og safnar þannig saman ilmsætustu blómunum úr aldingörðum allra trúarbragða. Félagið sjálft hefir engin siðferðislög, af því að þau lög, sem hægt er að fyrirskipa öllum, yrðu að vera sniðin eftir almennum hugs- unarhætti, en félagið vill hefja félagsmenn sína yfir það stig, með því að sýna þeim fegurstu fyrirmyndirnar og vekja hjá þeim hinar göfugustu hvatir. Það vill lifa í anda Krists og Buddha, en yfirgefa lögmál Mó- sesar. Það vill þroska lögmál samvizk- unnar innra með manninum, en gefur engar ytri lagasetningar. Félagið rekur engan frá, hve ófullkominn sem hann er, heldur vili það hjálpa honum til þess að taka framförum. Félagið vill verða hlekkur | þeirri festi, sem tengir saman himin og jörð — andlega heiminn og efnisheiminn, sýnilegt tákn innri andlegrar náðar, vitnis- burður um guð innra með manninum. (Þýtt.) Erlend tiðindi. Höfn 11. október 1912. Styrjöldin hafin á Balkanskaganum. Nú er ófriður byrjaður á Balkanskaga, og voru það Svartfellingar, er fyrstir urðu til og sögðu Tyrkjum strlð á hendur; talið er víst, að þar komi fleiri á eftir, og að Serbar, Búlgarar og Grikkir muni og hefja ófrið við Tyrki. Stórþjóðirnar ætluðu sér að eyða ófriðarblikunni, en urðu eigi nógu fljótt ásáttar; einkum gefa Rússar og Aust- urríkismenn hvor öðrum óhýrt auga og hafa mikinn viðbúnað. Það eru einkum Frakkar, er mest- an hafa þáttinn átt í því, að stórveld- in skærust í leikinn og reyndu að hindra, að friðurinn yrði slitinn, þótt að litlu gagni hafi komið sakir sam- takaleysis. Þenna tvíveðrung í framkomu stór- veldanna hafa smáríkin á Balkanskag- anum séð, og því eigi farið eftir til- lögum þeirra. Aðalorsök ófriðarins er ástandið í Makedoníu. í Makedoníu og þeim öðrum hér- uðum, sem til hennar teljast, búa ýmsar þjóðir: Albanar og Tyrkir, Grikkir og Búlgarar, Serbar og Rúm- enar, »Sígaunar« og Gyðingar; mæla þeir á ýmsar tungur, og hafa ólíka siðu, háttu og átrúnað. í héruðum þessum hafa um langan tíma verið ó- eirðir og óánægja útaf stjórn Tyrkja; lofuðu Tyrkir jafnan bót og betrun, en efndir urðu engar. Samsæri og smá- uppþot voru því daglegir viðburðir.— Enn höfðu og Tyrkir lofað réttarbót- um, cn nú voru menn orðnir svo lang- þreyttir á þjarkinu, trúðu eigi Tyrkjans orðum, og gripu til vopna. Það er eigi gott að segja, hversu ófriði þessum lyktar. Mótstöðumenn Tyrkja eru um io miljónir. í löndum Soldáns í Evrópu eru 6 miljónir en 17 miljónir f Asíulöndunum. Hinsveg- ar er ástandið í ríki Tyrkji þannig, að þeir eru varla taldir meira en jafn- ir til vfgs við hina En hallist nú Rúmenía á sveifina tyrknesku, þá er hinum hætt. Prðfessor K. Berlín og Jarlinn. Pró- fessor Knud Berlfn ritar í »Politiken« 5. þ. m. um jarlsstjórn á íslandi. Hann minnist þess íyrst, er »milli- landa-frumvarpið« — »alt of frjálslegl* í vorn garð — var felt, og hann rit- aði í »Gads danske Magasin< um jarlsstjórn á íslandi, og það hagræði, er af því leiddi ef hún kæmist á, bæði fyrir Dani og íslendinga. Því næst getur hann um undirtektir íslendinga, er hafi verið alt annað en góðar, bæði í ísatold og Andvara (ritgj. dr. J. Þ.). En 1911 tók að kveða við annantón, segir hann, er einhver hygnasti stjórn- málamaður íslendinga (En af Isiands klogeste Politikerei, dr. Valtýr Guð- mundsson, núverandi þingmaður Seyð- firðinga, notaði kænlega tækifærið (100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar), og rit- aði um Jón Sigurðsson og jarlsdæm- ið í Eimreiðinni, og félst alveg á þessa uppáhaldshugmynd Jóns Sigurðssonar (sluttede sig ganske til Jon Sigurds- sons Yndlingstanke): jarlsstjórn á ís- landi. Hann minnist því næst á rit- gerð E. Hjörleifssonar í Andvara 1912, þar sem E. sé kominn á sama mál að nokkru leyti. Eg efast eigi um, að hann við nánari athugun verði sam- þykkur jarlshugmyndinni í öllum at- riðum, einnig þvf, hvernig hann skuli skipaður, því að Einar er »en meget uaviKiingsaygtig Mana«, segir Beriin. Hann kveður það gersamlega rangt hjá Einari H., að danskur jarl á ís- landi mundi verða afskiftasamari um sérmál íslendinga, sem og hitt, að sérmál íslands Komi eigi danska rfkis- ráðinu við. Það er beinlínis skylda ríkisráðsins, segir hann, að gæta þess að íslenzk löggjöf eigi brjóti bág við alríkislögin (Rigets Forfatning) og skyldur gagnvart öðrum rfkjum, og tel- ur upp þrent, er nú nýlega hafi sýnt, hversu þessi gæzla Dana sé nauðsyn- leg: úrfelling rfkisráðsákvæðisins, kola- einokunina og happdrættið (lotterfið). Annars kveðst próf. Berlín eigi munu taka sér nærri, þótt ísl. neiti þessu kostaboði, sem öllum öðrum vinsemd- arboðum Dana. Enda er eigi nú á þetta að lfta sem boð frá Dönum, enn- þá að minsta kosti; en eigi mun hyggi- legt, segir hann, að hrinda frá sér hvað eftir annað vinsamlega framréttri hönd Dana, og svara stöðugt með ný- jum kröfum um frekari skilnað. En um E. Hjörleifsson segist hann hafa góða von, og virðist byggja það á þvf, að E. sé fljótur að draga úr kröfum sfn- um eða falla alveg frá þeim, er hann mæti mótspyrnu; hyggur hann þess eigi munu langt að bfða, að E. H. verði jafn ákveðinn með jarlsstjórninni, og hann var 1906. Þrumuveður var í Reykjavík og í sveitunum þar austurfrá fyrir miðjan október. Veðrátta um þær mundir var sögð óstilt sunnanlands, sunnanstormar og úrkomur miklar. Lazastaðfestlnaar- 22. október staðfesti konungur öll lögin frá síðasta þingi, nema »lotterí«- lögin. Um þau var óútkljáð, en hafði ekki verið neitað um staðfestingu. 108 En Lilja vildi alls ekki taka þátt í neinum sam- kvæmum allan veturinn. Hún haði tekið sér mjög nærri veikindi systur sinnar og hún reyndi lengi það sem hún gat, til þess að fá leyfi foreldra sinna að fara yfir á Jótland til Krabbe til þess að stunda Ester í veikindum hennar; en það mætti strax algerðri mótspyrnu beggja foreldra hennar. Móðir hennar fanst, að það væri sama sem að senda hana í opinn dauðann, að láta hana ferðast yfir á Jótland að vetrarlagi. Henni fanst sem hún sæi sig barnlausa - Ester mundi að líkindum deyja^ og lítih vafi væri á þvi, að Lilja dæi, ef hún færi þessa hættulegu för! - Lengra komst frú Hólm aldrei. Þá fékk hún krampagrát og önnur lík taugaflog, og það fékk |oks svo á Lilju, að hún hætti alveg við að fara. Hún reyndi þá að stytta sér tímann með því að vinna eitthvað til gagns á heimilinu. Hún stundaði sjálf móðir sína, þegar hún fékk veikindaköstin, sem ekki var svo sjaldan. Þá las hún fyrir hana, eða gekk út með henni, og oft sat hún að tafli við foreldra sína á kvöldin meðan þau buðu ekki gestum heim til sín vegna sorgar sinnar. Þetta rólega líf átti svo vel við viðkvæmni og alvöru hennar þá. Henni fanst svo gott, að vera útilokuð frá heimsgjálífinu og frá hinni skilnings- lausu hluttekningu annara, á þessum sorgartímum. Nokkrum dögum eftir að Ester fór heim. hafði 105 »Vertu ekki hugsjúkur vegna Ester; ef hún lifir, ætla eg að verja hana og vernda eins og tryggan vin. Eg dæmi engan — ekki hana — ekki þig. — Krabbe.« * * • Ester var sem milli lífs og dauða í langan tíma. Þegar komið var undir vor, fór henni loks að batna; en batinn var ekki þannig, að hann væri til mikillar gleði. Veikindin höfðu lamað hana bæði á sál og líkama. Hún heyrði illa og hafði mist mjög minnið, og svo virtist, sem hún hefði ekki áhuga á neinu. Hún var nærri því orðin lík vofu, því að hún var há og grönn vexti og orðin mjög mögur, og höf- uðið sýndist svo undarlega lítið, eftir að alt hárið hafði verið klipt af henni; það var eins og barns- höfuð með stór, dapurleg augu, sem hún leit hræðslu- lega á þá, sem yrtu á hana. Eftir leguna var hún orðin alveg viljalaus æins og hlýðið, einfalt barn. Hún fór á fætur, gekk úti og háttaði nákvæmlega á sama tíma og Krabbe sagði henni, og hún át og drakk það sem henni var borið, án þess að láta í Ijós löngun eða ólyst. Hún vildi helzt vera ein. Hún sat oft tímunum saman þegjandi og aðgerðalaus. Það var eins og hana dreymdi með opin augun, og henni féll illa,

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.