Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 12.07.1913, Side 1

Norðurland - 12.07.1913, Side 1
NORÐURLAND. 28. blað. j Akureyri 12. júlí 1913. j XIII. ár., Cai Isbeig Biyggei Lm mæla með Carlsberg MLörk Skattefri —------áfengislítið — efnisvandað — bragðgott — endingargott. — — — — Carlsberg Skattefri Porter efnismestur af öllum Porter-tegundum Carlsberg Mineralvand áreiðanlega bezta sódavatn. Komið inn í vefnaðarvörudeildina í verzluninni smr PARÍS tp* á Ákureyri. Aldrei hefir komið hér í nokkra verzlun f einu, eins mikið og fjölbreitt úr- val af tilbúnum karlmannafatnaði. (Verð frá kr. 9.50 fyrir alfatnað) drengjafatnaði, erfiðisfötiim, jökkum, Waterproofkápur handa körlum konum og börnum. Nýmóðins yfirfrakkar mikið úrval. Nærfatnaður alskonar, stærsta úrval í bænum. Skófatnaður afarmikið úrval, þar á meðal nýmóðins dömuskór, sandalar, »Hedebo«-skórnir frægu, sjóstígvél o. fl. o. fl. Fataefni fást hvergi á Norðurlandi jafn fjölbreitt og ódýr. Ennfremur mjög fjölbreytt og ódýr önnur vefnaðarvara. Gjörið svo vel að koma inn og skoða vörurnar. Það borgar sig. í matvöru- Og járnvörudeildinni fæst flest það er menn þarfnast. Flestar íslenzkar vörur teknar með hæsta verði. Virðingarfylst. Sigvaldi Þorsteinsson. Hjúkrunar og lækningaáhöld nýkomin í verzlun Jóþ. Þorsteinsson Hamborg. Svo sem: Umtúðir, bindi, sprautur, útskolunartæki, sjúkra- og bakstra- dúkur, hitamælar, kviðslitsumbúðir o. fl. þessh. Ennfremur margar teg. af öli frá »De forenede Bryggerier«, maltextrakt með og án járns. Frumvarp til laga um hagstofu íslands. (Lagt fyrir alþingi 1913.) 1. gr. Það skal falið sérstakri stofnun að safna skýrslum um landshagi íslands, vinna úr þeim og koma þeim fyrir al- mennings sjónir. Stofnunin nefnist hag- stofa íslands, og stendur beint undir ráðherranum. 2. gr. Meginatriði landshagsins, þau, er hagstofunni ber sérstaklega að afla sannfróðleiks um, teljast þau er nú skal greina: 1. Fólksfjöldinn: a, manntöl, b, fæð- ingar, hjónabönd, mannslát og fólks- flutninga. 2. Löghlýðni: dómsmál, þar með einka- mál, sáttanefndarmál, sakamál og lögreglumál. 3. Atvinnuhagir landsins: a, landbún- aður, b, iðnaður, c, fiskiveiðar alls- konar, d, iðnaður og verzlun, þar með viðskifti banka og sparisjóða og annara opinberra lánsstofnana. 4. Stjórnmálaástand: a, fjárhagur lands- ins, sýslufélaga og sveitarfélaga, b, notkun kosningarréttar til alþingis. 5. Efnahagur og fjárhagsleg kjör lands- manna: a, tekjur af eign og atvinnu, b. virðingarverð jarðeigna og þing- lesnar veðskuldir á þeim, c, virð- ingarverð húseigna mað lóðum og veðskuldir á þeirn, d, verð skipa og báta og veðskuldir á þeim. 6. Opinberar eignir til almennings- nytja, a, vegir og brýr, b, ritsím- ar og talsímar, c, póstflutningar. Auk skýrslna um framangreind at- riði vinnur hagstofan að skýrslum, sem hér eftir kunna að verða lögboðnar eða fyrirskipaðar af landsstjórninni, eða hagstofan sjálf óskar eftir í sam- ráði við hlutaðeigandi stjórnarvöld. 3- gr- Hagstofan á að aðstoða landsstjórn- ina með hagfræðisútreikningum og skýringum, er hún óskar eftir, og gefa henni álit og upplýsingar, þegar þess er leitað. Landshagsskýrslur skulu koma út svo fljótt sem unt er, jafnóðum og þær eru tilbúnar frá hendi hagstof- «nnar. Arlega skal gefa út stuttan útdrátt úr landhagsskýrslum sfðasta árs, með þýðingum á eitthvert hinna þriggja aðal-mentamála. 4- gr- Öll þau störf viðvíkjandi söfnun og móttöku landhagsskýrslna, samkvæmt gildandi lögum, reglugjörðum o. fl. er nú hvíla á stjórnarráði íslands, hefir hagstofan á hendi eftirleiðis. Heimilt er hagstofunni að fyrirskipa, að skýrslur, sem hingað til hafa verið sendar frá hreppstjórnarvöldum eða einstökum mönnum til sýslumanns, séu sendar beint til hagstofunnar, og getur hún endursent til leiðréttingar skýrslur, er henni þykja ófullnægjandi, heimtað frekari upplýsingar, með þeim viðurlögum, sem lög greina um vanrækslu í því, að inna af hendi lögmæt skýrslu- skil. 5- gr- ' Hagstofunni stýrir forstjóri, skipað- ur af konungi, og hefir hann sér við hönd 1 aðstoðarmann, sem skipaður er af ráðherra. Forstjóri hagstofunnar hefir að byrj- unarlaunum 3000 kr., er hækka um 200 kr. þriðja hvert ár upp í 4200 kr. Aðstoðarmaður hefir að byrjunar- launum 2000 kr, er hækka um 200 kr. þriðja hvert ár upp í 3000 kr. 6. gr. Til stofnsetningar hagstofunnar veit- ast alt að 3000 kr. af landssjóði. Arskostnaður til húsaleigu, ljóss og ræstingar, svo og til aukavinnu, prent- unarkostnaðar og venjulegs skrifstofu- kostnaðar veitist á fjárlögunum fyrir hvert ár. 7- gr- Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1914. Stúdentar urðu ekki færri en 29 nú um mán- aðamótin. Þeir fengu þessar einkunnir: Einar Guðmundsson . . stig 66 Eiríkur Albertsson ... — 54 Erlendur Þórðarson ... — 72 Halldór Gunnlaugsson . . — 70 Haraldur Thorsteinsson . . — 52 Hinrik Thorarensen ... — 68 Jakob Einarsson .... — 66 Jón Benediktsson .... — 74 Jón Bjarnason..................— 78 Jón Dúason ...... — 67 Jón Sveinsson..................— 55 Karl Magnússon .... — 59 Kristján Arinbjarnarson . . — 58 Kristmundur Guðjónsson . — 57 Leifur Sigfússon .... — 69 Páll Ólafsson..................— 63 Páll Skúlason..................— 71 Ragnar Hjörleifsson ... — 60 Sigurgeir Sigurðsson ... — 57 Snorri Halldórsson ... — 70 Valgeir Bjarnarson. . ■ . . — 68 Utan skóla: Gunnar Jóhannsson . • . stig 55 Helgi Hermann .... — 65 Kjartan Jónsson .... — 57 Páll Guðmundsson ... — 58 Rögnvaldur Waage ... —55 Sigfús Blöndal.............— 67 Tryggvi Hjörleifsson ... — 54 Þorkell Erlendsson ... —62 Einn piltur gat eigi gengið undir stúdentspróf vegna veikinda. Vinnubækur, tvenskonar, bæði fyrir vinnuveitendur og verkamenn, Vinnusamningar, Vinnuskýrslur, Vikuseðlar fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. Við undirritaðir umráðendur af- réttanna í Suður-Fnjóskadal tök- um þetta sumar og framvegis f hagatoll 5 aura fyrfr hverja kind, sem er tekin eftir rúning en 7 aura fyrir hverja kind, sem rekin er fyrir rún- ing og 2 krónur fyrir hvert trippi. Fylgi ekki áreiðanleg tala fénu til afréttar, þá verður hagatollur og gangnaskil miðað við framtal fjáreig- enda á vorhreppaskilum. Sörlastöðum, Snæbjarnarstöðum, Tungu og Reykjum. 21. júní 1913. Ouðm. Ólafsson, Ólafur Pálsson, Jón Ólafsson, Siglryggur Jónatansson, Gunnar Jónatansson. 4 botnvörpuskip hafa nýskeð verið sektuð f Vest- mannaeyjum. Það var »Islands Falk« sem skipin tók, en eftir tilvísun manna úr landi. Alls námu sektirnar og fé það, er fékst fyrir afla og veiðarfæri, um 12 þús. kr. Hér með er öllum stranglega bannað að fara inn í mat- jurtagarðinn við Glerárfoss að viðlögðum sektum. Bændagerði 14. júní 1913. Eigendur matjurtagarbsins. Sklptapl- Bátur fórst í fiskiróðri 19. f. m. á boða undan Hafnarnesi við Fáskrúðs- fjörð, skamt frá landi. Voru á þrír Reykvíkingar og týndust allir: Bjarni Hannesson formaður, af Grettisgötu 50; lætur eftir sig aldraða móður; Tómas Halldórsson (kennara Guð- mundssonar) skósmiður; ekkjumaður, átti mörg börn og aldraða móður; og Sveinn Einarsson unglingspiltur frá Bergstaðastíg 27, átti hér foreldra og systkyni. (Vísir.)

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.