Norðurland


Norðurland - 05.01.1914, Blaðsíða 1

Norðurland - 05.01.1914, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Akureyri. 5. janúar 1914. XIV. ár. Vetrarmorgun. Nceturhiminn hreinn og fagur hýran vetrarmorgun boðar. Fjalls við brúnir blikar dagur, bjarminn fyrsti loftið roðar. Nóttin saman vœngi vefur, veifar dagur Ijósatrafi; alt er kyrt, hver andblœr sejur, engin bára rís á hafi. Fcerist skín af árdagseldi yfir skörð og fjallatinda; hnjúkar klceddir fannafeldi fagurt gull að enni binda. Svellabreiðu skygðir skildir skarta vel á björtum klœðum. Ljósir skuggar mjúkir, mildir marka gil og drög frá hœðum. * * * kjósið burtu harmi hryndi, hverfi andans myrkrið svarta. Fagri morgun, frið og yndi fcerðu hverju döpru hjarta! 9áll Jónsson. i llm láð og lög. Simfréttir i dag. •— Sigurður Nordahl magister hef- r fengið heimspekisstyrkinn úr sjóði ^Qnnesar Árnasonar, 2000 krónurá i fjögur ár. — Ráðherra hefir nefnt i „fána- nefnd“ til þess að athuga og gera 'dlögur um hvernig islenzki fáninn (,Si aðverða, þá: Guðmund Björns- °n landlœkni, fón fónsson sagn- ^ceðing, Matthías Pórðarson forn- ^njavörð, Ólaf Björnsson ritstj. og ýr- B. Porláksson málara. Nefnd- ’n hefir kosið Guðrnund formann og ^ntthias fyrir skrifara nefndarinnar. — Guðm. Magnússon skáld („Jón ‘rausti“) er orðinn aðstoðarmaður Q Þriðju skrifstofu í stjórnarráðinu. ~~ Blaðið „Reykjavík“ hætti að ýnta út um áramótin. Verður að UiSn sameinað „Lögrétiu.“ ~~ Hagstojan tóktil siarfa 1. jan. ~~ Dráttur i lotteriinu um „Ing- ‘fshúsið“ fór fram annan dag jóla. ntteríseðillinn 8665 hrepti húsið. ^gandi seðilsins erPórhallur Bjarna- *°n biskup. ~~ Ólafur Magnússon bókhaldari l° Ásgeirssons verzlun á ísafirði Qndaðist i Reykjavik 3. þ. m. ,~~~Á gamlaárskvöld strandaði °tnvörpungur frá Hull í Kollavík lstra- Mannbjörg varð með miklum vsháska. . ~~~ >,Force“ eimskip mikið er Zöll- *rkonsúll í New-Castle hejir haft /ýrum undanfarin ár strandaði á i'ð fQnesi ° nýársdag. Pað var hlað- ^Pskifrá „Miljönafélaginu. “ Farm- i$Urn Varð bjargað að mestu en skip- jkkga með öllu ónýtt. bevir- kjörskrá til bœjarstjórnar í MJavlk eru 3964 kjósendur. Cailsbeig Jerne mæla með Carlsberg MLörk Skattefri — — — —■ áfengislítið — einisvandað — bragðgott — endingargott. — — — — Carlsberg Skattefri Porter efnfsmestur af öllum Porter-tegundum. Carlsberg Mineralvand áreiðanlega bezta sódavatn. — Á pósthúsinu í Reykjavik voru um áramótin 600 óskilabréf. Á gaml- ársdag og nýársdagsmorgun bar bæjarpósturinn í Rvik út um bæinn 11619 bréf og kort. — Nýárssundið fór fram 1. jan- úar eins og að undanförnu. Sund- kóngur varð Erlingur Pálsson og synti 50 stikur á 3395 sekúndu. Pað er i þriðja skifti sem hann vinnur sundbikarinn svo hann fékk hann nú að fullu til eignar. Keppendur voru 6. Erlingur fer fljótlega til Lund- úna (með 500 kr. styrk úr lands- sjóði) og ætlar að búa sig undir heimskappsund i sundhöllunum þar. — Dómkirkjuprestarnir í Rvik söfnuðu fyrir jólin 1300 kr. og fri- kirkjupresturinn 650 kr. et var skift milli 500 fátœklinga til jólaglaðn- ings. X Fáninn í Höfn. Símað er í dag frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkurblaðanna: Bluhme gamli kommandör (var hér í konuugsförinni 1907) hefir skrifað langa ritgerð i „Hovedstaden“ um fánamálið og fylgir þvi fast fram að fáni íslands eígi að verða alveg ó- breyttur framvegis eins og að undan- förnu þrátt fyrir konungsúrslcurðinn. Tekur skarpt fram eðlismismun stað- arflaggs eða krossfánans með Grikkja- merkinu og islenzka fánans sem eigi að verða. Átelur rœðu Hafsteins i rík- isráðinu. Likir saman Dannebrog og hinum vœntanlega íslandsfána eftir konungsúrskurðinum. Retta skeyti er nokkuð óljóst en það sýnir þó að Danir eru íllir í skapi yf- ir úrslitum fánamálsins. Annars er ritstj. Nl. persónulega kunnugt um að Bluhme flotaforingi er velviljaður íslandi og ís- lendingum og segist unna þeim alls réttlætis. . X Heimastlörnarfélaz Akureyrar hélt fjölmennan fund miili jóla og nýárs. Fundarmenn lýstu eindregið trausti sfnu á núverandi ráðherra, en hinsvegar kom það greinrlega fram að menn þóttust enga ástæðu sjá til að kasta hinu gamla flokksheiti sínu til þess að ganga í Sambandsflokkinn þó menn væru höfuðstefnum hans sam- mála. Var álitið að oddvitar Sambands- flokksins gerðu réttara f að ganga í Heimastjórnarflokkinn en halda hinum til streitu, vegna þess að Sambands- flokkurinn væri »liðlaus foringjaflokk- ur« eins og Björn ritstjóri Norðra komst heppilega að orði. — Að lok- um var samþykt þessi tillaga með 52 atkvæðum: >'Með þvf að Heimastjórn- arfélag Akureyrar er í öllum höfuð- málum sammála Sambandsflokknum er stofnaður var á síðasta þingi, heitir félagið Sambandsflokknum samvinnu við næstu þingkosningar.* Akureyri. Brúðkaup sitt héldu á gamlárskvöld ungfrú Margrét Valdemarsdóttir leik- kona og Jón Þorvaldsson kennari á Hólum f Hjaltadal. Látin er á sjúkrahúsinu Guðríður Egilsdóttir kaffisölukona móðir Þor- kels Klemenz vélfræðings í Reykjavík. Á gamlárskvöld var flugeldum skot- ið vfða í bænum eins og nú tíðkast um hver áramót og verja bæjarbúar til þess talsverðu fé. Ennfremur höfðu ýmsir yngri menn brennu mikla á Krókeyrinni innan við kaupstaðinn. Kosningar í bæjarstjórn Akureyrar fóru fram á laugardaginn og var tals- vert kapp um þær. Tveir listar komu engum fulltrúa að og var »kvenna«- listinn annar þeirra Kosningu hlutu: Asgeir Pétursson kaupmaður, Otto Tulinius konsúll, Björn Jónsson ritstj. og Bjarni Einarsson skipasmiður. Bjarni fónsson útbússtjóri íslands- banka hefir fengið lausn frá bæjarfull- trúastarfi sfnu frá 1. þ. m. og verður því kosinn fulltrúi f hans stað bráð- lega fyrir þann tíma er hann átti eft- ir að sitja í bæjarstjórninni. Afiansöng hafði Geir vfgslubiskup Sæmundsson á gamlárskvöld, eins og hann er vanur. Þar voru hátíðatón- ljóð séra Bjarna á Siglufirði sungin (og einnig við allar guðsþjónustugerð- ir hér um hátíðina.) Kirkjan á Akur- eyri er svo lítil að hún tekur ekki helming þeirra er þangan vilja kom- ast á hátíðum og er orðin megn óá- „o-gjo yfir því meðal bæjarbúa, og einnig er hún á óheppilegum stað í bænum. A gamlárskvöld var bezta veð- ur og bæjarbúar fúsir til að hlýða á aftansöng, en margir fóru fýluferð vegna þrengsla í kirkjunni — urðu að snúa aftur við dyrnar. Edvald Möller fór héðan á mánu- daginn á vélarbát til Haganesvíkur til þess að taka þar við forstöðu verzl- unar »De forenede Islands Forretn- inger«. Brauns verzlun (Baldv. Ryel) sendi á gamlársdag til viðskiftamanna sinna laglegt dagatal fyrir 1914. Söngskemtun hélt Kr. Möller frá Blönduósi, hér í leikhúsinu, á sunnu- daginn milli jóla og nýárs og var hún vel sótt. Hann söng 12 lög og varð að tvítaka sum þeirra vegna áheyrenda er »klöppuðu hann fram« hvað eftir annað. Möller hefir mjög góða rödá, hljómmikla og þýða en hefir ekki enn fengið næga æfingu. Með góðri kenslu og hæfilegri æfingu er vafalftið að hann gæti skipað sess meðal beztu söngvara vorra. Aúkafundur er í sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu þessa dagana, til þess að koma á fastan grundvöll stofnun korn- forðabúrs með styrk úr gjafasjóði Jóns Sigurðssonar. Það var Guðm. Guð- mundsson dbrm. á Þúfnavöllum er fyrstur kom hreyfingu á það mál, með ritgerð hér í blaðinu í fyrra. X Farið vægilega með sKepnur! Nú þegar snjónum hleður niður á göturnar og veðrið er altaf vont og gerir sérstaklega hestunum lífið súrt, ætti hverjum þeim sérstaklega sem á hest, að liggja þungt á hjarta að þess- um þolinmóðu ágætis-skepnum líði ekki ver en í hæsta lagi er nauðsyn- legt. En það eru sorgleg sannindi að það er eins og margir þeir sem fara með hesta viti ekki að hestarnir hafa næma tilfinningu og þekkja sársauka eins og menn. Alt of oft sjást t. d. ökumenn lemja veslings hestana af öllum kröftum, þegar sleðinn situr fastur í snjósköflunum og það sem verra er, rykkja í taumana svo nærri eru undur að hestarnir skuli ekki vera snúnir úr hálsliðunum. Og þó menn hljóti að sjá að hestinum sé alveg ómögulegt að þoka sleðanum áfram hamast þessir níðingar við misþyrm- inguna í 10 — 15 mínútur í stað þess að ganga í næsta hús, fá þar lánaða reku og moka snjóinn frá sleðanum svo hann losni. Til allrar hamingju eru hér margir umhyggjusamir og nærgætnir hesta- eigendur og ökumenn sem láta sér altaf ant um hestana, en þrátt fyr- ir það er full nauðsyn á — fyrir hestaeigendur — fyrir hestana — og fyrir dýravini — að brýna sem bezt fyrir öllum að vera nærgætinn við hestana og að fara eins með þá og menn vilja láta fara með sig. Ef öll- um væri þetta hugfast, sem ekki að- eins fara með hesta, heldur og öll dýr og skepnur, mundu bæði menn yfir- leitt og ekki síður mállausu vesaling- arnir gleðjast yfir breytingunni. Ennfremur er þess að vænta að lögreglan taki í taumana og hafi aug- un vel opin ef hún sér misþyrmingar eiga sér stáð við varnarlausu skepn- urnar — og sem hún, því miður, líklega hlýtur að verða vör við. «/12 >9>3' Dýravinur,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.