Norðurland


Norðurland - 24.03.1914, Blaðsíða 2

Norðurland - 24.03.1914, Blaðsíða 2
m 40 Þræla-uppeldið. Sú stefna sem nú virðist vera einna ríkust í löggjöf alþingis íslendinga er vcildboðs- eða bann-stefnan, sú stefna, að þingið vasist í öllu atferli þjóðarinnar, hversu smátt sem er, í þeim tilgangi að banna eða va!d- bjóða eitthvað einskorðað, varast alla miðlunarvegiog heimildarlögen hrifsi undir sig verksvið sveitástjórna, sýslunefnda og svo að segja hús- bændanna á heimilunum, Þeim sem um þetta atferli þings- ins hugsa og þeitn sem gera sér ljóst hvert hér er verið að fara, dylst ekki hvílíkt glapræði ea á ferðum- Að hér er verið að kippa fótunum undan persónuleguathafnafrelsi þjóð- arinnar, að fulltrúar hennar á þingi eru á góðum vegi með að skipa henni á bekk óþroskaðra skrælingja sem verði að hafa vit fyrir í hví- vetna. Stefnan er í raun og veru sú, ef að svo heldur áfram sem byrjað er, að hér er um verulegt þrœla-uppeldi að ræða, en ekki lagasetning fyrir frjálsborna siðaða þjóð. Upptökin að þessu endemi eru hjá feðrum laganna um aðflutningsbann áfengis enda var því spáð þegar í öndverðu af andstæðingum þess að bannmenn mundu ekki láta þar stað- ar numið. í sambandi við þetta vill ritstjóri kN1s." nota tækifærið til að geta þess, að eins og nú er komið, telur hann réttast að aðfl.bann áfengis fái að sýna sig til fullnustu, svo að reynslan skeri úr um það, hvort þjóðinni sé það holt, og hvort það miði til þjóðþrifa eða ekki. Bara að það verði ekki þjóðinni ofdýrt að fá þá reynslu! Bæði heildinni og einstaklingunum, siðferðislega og efnalega. Haldist það launpukur á- fram eftir næstu áramót, sem nú leikur orð á, að eigi sér stað, um innflutning áfengis, þá er ver farið en heima setið með „aðflutnings- banniögin" eins og mótstöðumenn þeirra hafa ávalt haldið fram. En reynist það á annan veg, reynist svo að allri vínnautn verði lokið í landinu, en ekki verði drukkið eft- ir sem. áður, aðeins með þeirri breyt- ingu að landsjóður sé „snuðaður" um áferigistollinn — þá mun „Nl.« játa að sér hafi yfirsést, (jafnvel þó það engu síður sé andvígt öllum bannlögum hverju nafni sem nefn- ast). En það hefir enga trú á að svo muni fara. Það er óbifanleg sann- færíng ritstjóia blaðsins að áfengis- bannlögin færi þjóðinni — því mið- ur — aldrei neina blessun heldur þvert á móti. Þau féfletta iandssjóð, auka skatta og álögur á þjóðina, valda því að bindindisstarfsemi í holla átt minkar, drykkjuskapur eykst og spilla hugsunarhætti þjóðarinnar á ýmsum svæðum. Með s's »Vesta« og sjs Meðal annars okkar mjög gardínutau og margt fleira. Ferming- arföt í gríðarstóru úrvali. Eins og allir vita eru fermingarfötin í Brauns verzlun svo miklu betri, fallegri og ódýrari en hjá öðrum, vegna þess, að við saumum þau sjálfir. »Vendsyssel« komu ósköpin öll af vörum í Brauns verzlun. mikið eftirspurða dömuklæði og dömukamgarn, boldang, tvisttau. Af sérstökum ástaeðum gátum við komist að ágætum tækifæriskaup- HJ2? á Karlmannsregnkápum (Water- proof) sem eru seldar 25°j0___300'0 ódýrara en slíkar kápur áður hafa ver- ið seldar á Akureyri. — Ennfremur, beint frá Berlín,ljómandi fallegar dömu- og telpu-ullarkápur frá 20° 0- 33° 0 ódýrara en nokkur önnur verzlun get- ur selt jafngóðar kápur. Brauns verzlun. * * * JVlikið úrval af ný" kómnuin afar góðim* 1 drengjafötuni Og frökkum, fjarska ódýrun1’ Bald. Ryel. undirbúning fengið, eða bændur þingsins vissu, hverjar undirtektir alþýðu yrðu um þau. Hefir svo flokkurinn hrósað sér á eftir fyrir það, hve mörg(!I!) lög þeir félagar hafi fengið samþykt á þinginu. Hitt er þagað vandlega í hel, hver stefn- an var í þessum landbúnaðarlögum og hve þau þjökuðu kosti bænda. Meðal hinna allra illræmdustu af- reka Bændaflokksins eru lögin um stofnun bjargráðasjóðs. Alþýða ís- lands hefir fengið svo^ smér-þefinn af nefskatts-álögum löggjafa sinna á síðustu árum, að þar er þolinmæði bænda og annara kjósenda ofboðið. Enda er von að bændum sárni, þeg- ar þeir sjá að fulltrúi þeirra, bónd- inn, sem þeir kusu á þing, hefir brugðist trausti þeirra og þrátt fyr- ir fögur loforð við kösningar og á þingmálafundum fyllir enn þann flokk er leggur nýjar byrðar á sár- ar og sligaðar herðar alþýðu. Svo má brýna deigt járn að bíti, segir gamall málsháttur, sem er sann- ur, og enginn efi er á, að bændur og aðrir kjósendur, þeir þekkja sína og segja nú með kosningunum við þá menn er hafa brugðist trausti þeirra, runnið frá öllum loforðum og léð fylgi sitt illræmdum skatta- álögum og þræla-uppeldi: Eg trúi þér ekki lengur ýyrir að fara með umboð mitt. Eg vil vita hvort ekkier hægt að Já annan sem reynist skár en þú. Eg vil þú sitjir nú kyr heima og gef þér þvi ekki atkvœði miiý. Burt með þræla-uppeldis-stefnuna úr löggjöf íslendinga! Kjósið engan til þingfarar sem fylgt hefir slíku endemi undanfarið og krefjist þess af þeim er hljóta kosningu, að þeir berjist af alefli gegn öllum nefskött- um og öllum þrælalögum. Siifsisprjónn úr gulli, með inngreypfri perlu hefir tap- ast. Skilist til ritstj. „Nls.“ gegn góðum fundarlaunum. Vinum og vandamönnum tilkynnist að okkar elskulega dóttir og nafna, /tnna, andaðist 22. þ. m. JarðarFör- in fer fram frá heimili okkar Norð- urgötu 15 þriðjudaginn 31. þ. m. og hefst kl. 12 á hádegi. Oddeyri 24. marz 1914. Ólafia Einarsdóttir, Brynjðlfur/ðnsson Anna Jónsdóttir Á síðasta þingi óð þessi þræia- uppeldis-stefna uppi svo aldrei hef- ir kveðið jafn ramt að. Hinn ný- stofnaði Bændaflokkur, sem mörg- um finst að hafi verið stofnaður „út í loftið", fann á sér að eitthvað þurfti að gera, og þá varð það fyrir, að hugsunarlítið var flanað út í ýmsa lagasetning, sem snertir landbúnað, án þess þau lög hefðu nokkurn Harðinda-útlit er hér nyrðra um þessar mundir. Snjó dyngir niður dagiega og fannfergi orðið ákaflega mikið. Bændur samt vel heybirgir enn og nægar fóðurbirgðir einnig hægt að fá í kaupstaðnum (sbr. auglýsingu hér í blaðinu). Það ættu menn að athuga í tíma, áður en heyin minka mikíð. Kornmatur og nauðsynja- vara er svo mikil f öllum verzlunum hér nyrðra, að öllu er óhætt í þetta sinn, þó hafís leggist að landi, en til þess eru f augnablikinu engar sérstak- ar líkur segja sjómenn, og hvergi sést til hans af Vestfjörðum. Vatnsveita Akureyrar. Vatnsleiðslunefndin hefir samið við Guðmund Bfldahl á Siglufirði um að hann grafi skurðinn fyrir vatnspípurn- ar alia leið frá vatnslindunum og nið- ur á brekkubrún og svo ber honum að moka niður ( skurðinn aftur þegar bú- ið er að leggja niður pípurnar. Einnig ber honum að hlaða nauðsynlegar stýflur til að halda vatnsrensli frá skurðinum. Sprengingar er kann að þurfa að gera á leiðinni ber Guðmundur, allan kostnað við, á alt að 20 metra löngu svæði, en verði sprengingar nauðsynlegar á lengra svæði kostar bær- inn þær. Dýpt skurðsins er ákveðin 1,50 meter á leiðinni frá brekkubrún og upp að Glerárþró, en milli þrónna 16 cm. grynri. Bærinn greiðir Guð- mundi kr. 090 fyrir hvern meter í skurðinum en hann setur kr. 1000,00 til Oyggingar fyrir framkvæmd verks- ins. Tvö önnur tilboð um verkið lágu fyrir nefndinni, annað frá H. Friðjóns- syni (kr. 1.10 fyrir meterinn) og hitt frá Verkamannafélaginu (kr. 1.35 fyrir meterinn) og gat nefndin vitanlega ekki sint þeim. Svohljóðandi tilboð hefir nefndin fengið frá. innbœjarvalnsleiðslufélaginu: 1. »Að bærinn taki að sér allar skuld- ir sem á vatnsleiðslunni hvíla þegar hún er afhent. 2 Að þau hús sem nú hafa vatn úr vatnsleiðslu þessari, fái 10% af- slátt af hinum almenna vatnskatt um næstu 10 ár frá 1. jan. 1915 að telja. 3. Að ekki verði jafnað hærri vatn- skatt á þessu ári en sem nægir til venjulegra afborgana og vaxtagreiðslu af skuldum þeim sem á vatnsleiðsl- unni hvíla og niðurjöfnun gjaldanna fari fram, eftir sömu reglu og verið hefir í þessu félagi«. Vatnsleiðsunefnd- iú leggur til að bæjarstjórnin taki þessu tilboði óbreyttu. Yfirleitt er nú vatn® leiðslunefndin búin að koma ffláliflU ' gott horf og á þakkir skilið fyrir Utan úr heimi. Radíumvatn. Eins og kunnugt e<’ eru til vatnslindir sem mikið af uffl er í. Vatn úr þessum linduffl ir hafa mjög styrkjandi áhrif og ist rfkisfólk sem þreytt er orðið a ýmiskonar nautnum þangað og þaU1 3^ vatnið. Það er ekki hægt fyrir fjölB»nn að njóta þessarar heilsubótar v«íu* ferðakosnaðar og svo er mjög dyr1*, vera á þessum vatnsdrykkjustöðun1» gistihúsin sem þar hafa verið <e'S eru eingöngu búin út handa ríkisf01^ Reynt héfir því verið að flytja v>t0' til ýmsra staða og selja það eo hefir þann ókost í för með séf 3 vatnið tapar radíumefnunum á skö|1,n' um tíma eftir að það er tekið úr |ind‘ unuin. Nú hefir tekist að búa til vat° sem hefir sömu efni og umrætt kflidU vatn, sem heldur sér árum satnan- er Södrings sódavatnsverksmiðja < ^ höfn uppfyndninguna hefir gert. Alberli er með lasnara móti þessar mundir og telja dönsk blöð ^ uP1 legt að hann eigi ekki langt eft'r lifað. Um það leyti er hann var inn fastur vóg hann um 300 pufl uú 138 pund. tck- d «n Bankasvikin í Aalborg. Eins 06 s ur hefir verið getið um í símfrá1* »Nls.« urðu stórkostleg bankasvik W vís við »Aalborgs Diskontóbank* f. m. Það eru tveir af bankaþj^^ um, Larsen og Burmester, seffl ^ stolið af bankanum rúmum ðoOi krónum. Þjófnaðinn hafa þeirað»|c^ framið á þann hátt, að þeir vísunum og vfxlum sem bankaflU,Ují0< sent til innheimtu og gáfu út *V ir á aðra banka. Það eru tvö an þeir byrjuðu þjófnaðinn n& undravert hve lengi þeir h»ía h#f3 hulið hann. Hina stolnu Pen'a^I1íslegt þeir mest megnis brúkað 1 ý vgrJ. gróðabrafl. Bankinn átti fflikinn^ ^ sjóð svo útlánendur b'ð* c'c^Ct upp. Það var bankastjórinq er fyrstor^^^a götvaði svikin. Síðustu fregnir .jajf að tveir af bankaþjónuflU,n *^U . við þjófnaðinn, hafi hylmað m®^ unum og tekið nokkurt fe (*r*' ^ eru þeir gjaldkeri bankans, Hammershöy skrifari.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.