Norðurland


Norðurland - 03.10.1914, Blaðsíða 1

Norðurland - 03.10.1914, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. 38. blað. Akureyri 3. oKtóber 1914. XIV. ar Gjalddagi »norðurlands« var fyrir i. maí. Kaupendur eru beðn- ir að muna eftir að borga blaðið.. Sérstaklega eru þeir sem enn skulda fyrir síðasta árgang ámintir um að láta það ekki dragast lengur. Símfréttir af strtðinu. Fimtudag 10. sept. Varakonungur Indlands símar að hann hafi sent fjölda herliðs til 1 styrktar Bretum og eina miljón sterlingspunda til herkostnaðar. Búið er að kjósa nýjan páfa í stað Píusar X. Fyrir valinu varð ítalskur kardináli og kallar hann sig Benedikt XV. London. Símað er fr» Róm, að einn hershöfðingi Serba, Vukowitch að nafni, hafi tekið borgina Togi í Bosníu og rekið paðan á flótta 10,000 af herliði Austurríkismanna, en tek- ið nokkuð til fanga Þessi borg var afar-ramlega víggirt og er talið að taka hennar hafi mjög mikla hern- aðarlega þýðingu fyrir afstöðu hers 1 Bosníu. Símað var frá París í nótt, að þrátt fyrir það þó Þjóðverjar auki herlið sitt í Frakklandi afskaplega, sé þó afstaða sambandshersins viðunandi Þjóðverjar láta undan Frakkaher um miðja herlínuna. Framsókn Breta og Frakka sækist hægt, en sígandi. Hægra megin í herlínunni hafa ó- vinirnir (Þjóðverjai) ekki gert nein áhlaup. í Vogesafjöllunum og yfirleitt í Elsass er engin veruleg breytíng í afstöðu hersins. Eitt af stærstu kaupförum heims- ins wOceanic" eign White-Starlín- unnar strandaði í nótt við norðaust- drströnd Skotlands Skipið fórst með öllu en allri skipshöfninni varð bjargað. London, föstudaginn 11. septbr. Opinberlega er tilkynt frá flota- málastjórninni að brezki flotinn hafi sópað yfir alian Norðursjóinn í gær °g dag. Fjandmennirnir (Þjóðverjar) gerðu ekki neina tilraun til að hefta tl>r brezka flotans. Þýzk skip voru %gi sjáanleg á hafinu. Opinberlega er tilkynt, að í fram- “aldsorustunni í gær, milli Sam- bandshersins og Þjóðverja, hafi fjand- hiennirnir (Pjóðverjar) verið hraktir ^tur á bak eftir allri herlínunni. Jíetar tóku 12 fallbyssur af Þjóð- ^fjum og fjölda herliðs til fanga ^er þjóðverja sagður nær úrvinda Þeytu. Asquith forsætisráðherra Breta, Vsti yfjr pvf f enska þinginu í dag, ® Bretland gæti hæglega sent eina f^bjón hermanna yfir til meginlands- 'ns ennþá, ef á þyrfti að halda og þó landvarnarlið alt ósnert enn. ?.Ins og nú stæði væru Bretar að- 'ns búnir að kveðja til herþjónustu ^ þús. manns síðan stríðið hófst. London, laugardaginn 12. sept. Símað er frá Róm, að Serbar hafi brotist inn yfir landamæri Austur- ríkis við Semlín. Herlið Austurríkis- manna virðist orðið mjög kjarklaust og vera á tvístringi yfirleitt. Alsherjarorustan í Frakklandi held- ur enn áfram. Fjandmannaherinn (Þjóðverjar) hörfar hratt undan og í nokkurri óreglu fyrir austan Sois- sons (skamt frá Reims) Bretar hafa tekið þar til fanga 1500 af þýzku riddaraliði, margar fallbyssur og skotvopn og mikinn vistaforða. Ennfremur hafði mikið af þýzku herliði falið sig í skógum, fundu Frakkar það þar óvörum og gafst strax upp er það fanst. Ymisleg önnur merki eru talin til þess að Þjóðverjar séu að missa kjaikinn. Bretar sækja á eftir af miklu kappi. London, sunnudag 13. sept. Brezkar hersveitir hafa farið frá Mourza og voru í morgun á hraðri ferð á eftir óvinunum (Pjóðverjum). f einum stað tóku þeir 200 Pjóð- verja til fanga er höfðu numið stað- ar dauðþreyttir til að hvíla sig. Pjóðverjar hörfa í norðaustur frá Vitry. Fyrsti aðalher Frakka hefir tekið alt stórskotalið fyrsta þýzka hersins. Flugmenn sambandshersins hafa flogið yfir alt ófriðarsvæðið og meðfram landamærunum og segja að Pjóðverjar hörfi hratt undan al- staðar á Frakklandi. Brezkur herflokkur af Ástralíulið- inu tók í gær eftir mikla orustu eyna Herbertshohe. Hún var stærst af Bismarks-eyjunum. London mánudag 14. sept. í morgun var símað frá París: Opinberlega er tilkynt: Pjóðverjar hafa yfirgefið Amiens og halda í norðaustur. Fyrsti — annar og þriðji aðalher Pjóðverja hraðar mjög undanhaldinu. Fjórði aðalherinn byrjaði að hopa í gær. Herirnir þýzku, skilja alstaðar eftir á vígvell- inum, særða rrienn og veika og mik- ið af hergögnum. Rússar og Austurríkismenn hafa barist í 17 sólarhringa samfleytt í Oalizia af mikilli grimd. Orustunni lauk á föstudaginn með eindregn- um sigri Rússa. London þriðjudag, 15. septbr. Frá Gent er símað: Her Belgja gerði fádæma harða atlögu á sunnu- daginn að her Pjóðverja við Court- enber er liggur milli Bryssel og borgarrústanna. Louvain (sem Þjóð- verjar brendu). Belgir voru mörgum sinnum liðfærri en gengu fram svo ekki stóðst við og skeyttu ekki um líf né dauða. Orustunni lauk svo að Belgir klufu her Pjóðverja í tvent og mannfallið af Pjóðverjum var gríðar mikið. J\Æeð því i)ú er orðin næg þörf til innanlandsvið- sKifta fyrir seðla þá, sem landssjóður þefir gefið út handa LandsbanKanum og þægur nærri fyrir menr) að senda fjárhæðir til útlanda á annag hátt, þá verða þess- irseðlar ekKi eftirleiðis innleystir erlendis fyrir reikn- ing Landsbankans. Reykjavík, 3. septbr. 1914. Bankastjórnin. A|s KÖBENHAVNS MARGARINEFABRIK framleiðir hið vandaðasta smérlíki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, ög litar alls ekki margarínið, en selur það hvítt eins og ásauða- smér, svo allir geti fullvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað í það. — Margarínið fæst í i og 2 punda skökum, 5 °g 10 punda öskjum og stærri dunkum og er þrátt fyrir gæði sín eitt ódýrasta smérlfki sem flutt er til lands- ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár frá ári. Áreiðanlegir kaupendur fá lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist annaðhvort beint til verksmiðjunnar, Brolægg- erstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns Stefánssonar Akureyri. / bókaverzlun Sig- Sigurðssoiw Akureyri er nýkomið. Stgr. Matthfasson: Heilsufræði 3.00 JakobThorarensen Snæljós Ljóðm. 1.00 Ferðin á heimsenda 1.00 B. Sæmundsson: Dýrafræði 3.80 Matth Joch. Smáþættir 0.90 P. Þorkelsson: Frönsk samtalsbók 3.00 — — Frönsk orðabók 5 00 Valdimar Valvesson : Eðlisfræði 0.80 Alþingistfðindi 1914 2.00 Sýrpa 2. árg 1914 2 50 Sunnanfari 1914 2.50 Á refilstigum 2.25 Þúsund og ein nótt Y. Bd. 3.00 Ólaíur Daníelsson Reikningsbók 1.35 Þjóðvinafélagsbækur 1914. Schaudorp: Ur borg og bæ. M Bruhu: Hjónaband. G Kamban: Hadda Padda. Ennfremur alskonar ritföng sem eru seld mjög ódýrt. Frá Amsterdam er símað: Pjóð- verjar sendu í fyrrinótt tvær nýjar herdeildir, til styrktar herliðinu við Courtenber, eftir ófarir þess fyrir Belgjum. Belgir drógu sig til baka, í skjól virkja sinna þegar liðsaukinn kom móti þeim því þeir voru hræddir um að verða umkringdir af þýzka hernum á alla vegu. í París var opinberlega tilkynt í gærkvöldi, að þrátt fyrir tröllaukna þrautseigju og vörn fjandmannanna (Pjóðverja) hafi her sambandsmanna farið yfir Aisne og tekið fjölda af þýzku herliði til fanga. Frá yfirher- stjórn Frakka er tilkynt, að fimti aðalher Þjóðverja, sem þýzki krón- prinsinn stýrir, hafi verið neyddur til að láta undan síga og sé nú á undanhaldi. London, miðvikudag 16: sept; Símað er frá Gent. Áreiðanleg fregn frá Bryssel tilkynnir að Pjóð- verjar hafi aukið mikið setulið sitt í Bryssel. Pað sé nú 6000 einvala- liðs. Ennfremui hafi þeir gert þar ýmsan herútbúnað. Meðal annars sett vélafallbyssur á mörgum stöð- um svo hægt sé að senda fallbyssu- skot eftir endilöngum höfuðgötum borgarinnar. Komið er upp alvarlegt sundur- Iyndi í þýzka hernum sérstaklega milli hersveita frá Prússlandi og Bæ- heimi. f götu-uppþoti í Bryssel voru ný- lega drepnir 30 menn. Óvíst um hverjir hafa verið vegendur. Frá Berlín er opinberlega tilkynt, að í gær hafi brezkur neðansjávar- og köfunarbátur ráðist að miklu þýzku beitiskipi »Hela« og sökt því. Hvert mannsbarn sem á var lét Iíf sitt. Bretar sigldu frá þeim fáu sem komust upp á vatns-yfir- borðið svo allir drukknuðu. Petta gerðist sunnarlega í Norðursjónum. í London er opinberlega tilkynt: Pjóðverjar halda enn fastri herstöðu fyrir norðan Aisne í Frakklandi, en Bretar og Frakkar sækja á af mestu hreysti. Frakkar hafa fengið svert- ingjahersveitir frá Algier, sem sækja mótiPjóðverjum af hamslausri grimd og gersamlegu skeytingarleysi um líf eða dauða. Síðustu dægur hefir verið alveg hvíldarlaus orusta eftir allri herlfnunni. Her þýzka krón- prinsins hefir enn verið hrakinn lengra aftur. Hreppsgjaldaseðlar, Sóknargjaldaseðlar, Byg§*n§arbréf jarða, Húsaleigusamningar Hjúasamningar, fást í prentsmiöju Odds Björnssonar;

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.