Norðurland


Norðurland - 17.10.1914, Side 4

Norðurland - 17.10.1914, Side 4
 133 {NL Hrottaskapur ófriðarins. Borgarstjórinn í smábænum Lins- meau í Belgíu hefir skrifað til ýmsra blaða eftirfylgjandi sögu: Pýzk hersveit tók sér bólfestu hér í bænum, undir stjórn eins lautinants. Skömmu síðar kom belgisk hersveit og réðist á hana, drap lautinantinn og tók dátana til fanga og hélt svo leið- ar sinnar burtu. Rétt á eftir komu svo 200 þýzkir hermenn með þrjá fall- byssuvagna og sökuðu bæjarbúa um að hafa myrt lautinantinn, tóku tvo helztu borgara bæjarins og skutu þá umsvifalaust til hefnda. Því næst tóku þeir eiganda hússins, þar sem lautin- antinn hafði fallið fyrir utan, og konu hans, drápu þau bæði og kveiktu í húsinu og fleygðu svo líkum hjónanna inn í eldinn, en neyddu börn þeirra til þess að horfa á aðfarirnar. Svo fóru þeir og rændu í ýmsum húsum, en kveiktu í sumum, drápu enn tvær manneskjur og tóku þá karlmenn sem þeir náðu og neyddu þá með byssu- stingjum til þess að krjúpa niður við lík hins fallna lautinants. Einn mikils- háttar borgari reyndi að flýja frá þeim leik, en dátarnir skutu þegar á eftir honum, tvær kúlur hittu hann, svo nann féll niður hálfdauður og andaðist skömmu sfðar. Síðast tóku þeir tíu borgara og bundu þá fyrir fallbyssu- vagnana eins og hesta. Nokkrir þeirra voru eldri menn og gátu ekki farið eins hart og hinir vildu. F*á settu þeir bifreiðir fyrir vagnana, en bundu taug- ar við fætur borgaranna, og drógu þá svo höfuð sumra þeirra drógust eftir götunni og þeir rotuðust smátt og smátt. f útjaðri bæjarins skutu þeir þrjá menn og 10 lík fundust þar af mönnum, sem ekki er kunnugt um á hvern hátt þeir hafa drepið, en hefir verið misþyrmt til bana. (Berl. Tid. 15. ágúst.) 5» Ymislegt frá ófriðinum. Eftir að Þjóðverjar tóku Lúttich, bönn- uðu þeir íbúum borgatinnar að fara út fyrir húsdyr í þrjú dægur. Álitið er að þetta hafi verið gert til að forðast að þeir tækju eftir, hvert Þjóðverjar sendu her sinn þaðan. Verðir þeir, sem Þjóð- verjar höfðu við járnbrautarstöðvarnar, voru þýzkir sjómenn, og það virðist benda á, að ekki hafi þeir of margt af mönnun- um. Sárír hermenn, skozkir, sem komið hafa til Glasgow, láta af því, að Þjóðverjar beri sig ilia undan byssustingjaáhlaupum Skota, og jafnframt falli þeir venjulega á kné, er þeir séu handteknir, af ótta fyrir, að þeir verði vægðarlaust drepnir. Jarlinn af Rosslyn, sem er einn af stærstu kolanámueigendum á Skotlandi, hefir sagt mönnum þeim, sem fóru úr námum hans í stríðið, að hann mundi, meðan ófriður- inn stæði yfir, líta til með konum þeirra og börnum, og húsaleigu verði ekki kraf- ist af leigendum sínum fyr en ófriðnum sé lokið. Geta má nærri hvílíkt tjón þetta er jarlinum, þareð fjöldi af verkamönnum hans er þegar fítrinn til ófriðarstöðvanna. Sárir Englendingar tala mjög um grimd- arverk Þjóðverja. Meðal annars, að þeir skjóti á >Rauða krossinn. (hjúkrunarliðið) er það sé að hjálpa særðum og sjúkum, og jafnframt að særðir menn séu drepnir í valnum. Verzlunarhús eitt í Belfast hefir boðið skylduliði þeirra manna, sem frá því fara í ófriðinn, að borga því 5 shillings á viku, meðan ófriðurinn stæði yfir. Jafnframt hafa mennirnir fult kaup. Montenegro var illa undir ófriðinn búin, og óttuðust menn hungursneyð þegar fram í sækti. Frakkar hafa því sent þeim feikn matvæla og annara nauðsynja til að bæta úr skortinum. Samkvæmt skýrslum frá Kitchener her- málaráðherra Englendinga hafa Englend- ingar þann 7. þ. m. verið búnir að missa 15000 manns, en tap Þjóðverja í Frakk- landi nemi liðugum 50000. Oslitin orusta stóð milli Breta og Þjóðverja frá 23. á- gúst til 2. sept. og lengst afbarist af mik- illi grimd. T. d. féllu og særðust allir menn- irnir í einni stórskotadeild Breta, nema 4, sem at komust óskaddaðir. í frásögur er fært, að í orustu r. sept., er Bretar létu undan síga, hafi Þjóðverjar hjúkrað særð- um Bretum eftir föngum og þykir það ó- vanalegt í þéssum ófriði. (Daily Record 9. sept.) Smávegis frá ófridinum. Zeppelin greifi, sá er fann upp Zeppelinsloítskipin þýzku, vildi óvæg- ur fara í stríðið er það hóíst í sum- ar. Herstjórnin þáði þó eigi boðið sakir þess hve gamall hann er orð- inn, en karlinn fór samt til orustu- svæðisins upp á sinn kostnað og kvaðst ef til vill geta orðið þar að liði við loftskipin. Síðan hann fór frá Berh'n hafa engar fréttir borist af honum. Frakknesk kona nafnkend, Faore- Schwarz, ung, falleg og gáluð, gift frakkneskum auðmanni í Elsass, var stödd í Lorrich í Þýzkalandi og lét þar í Ijósi að hún væri mjög íylgj- andi málefnum Frakklands og að hún vonaði og óskaði að það bæri hærra hlut í ófriðinum. Hún var tekin föst og færð fyrir herrétt, kærð fyrir að hafa ætlað að sprengja járnbrautarbrú eina þýzka f loft upp — og skotin umsvifalaust þó hún neitaði og segð ist vera saklaus. Þegar hún var skot- in hrópaði hún: >Lifi FrakklandL Nýiendur Breta í Suðurálfu og Ást- ralíu, bjóða hver um aðra þvera, að senda þeim herdeildir til styrktar í ófriðinum, hvenær sem þeir vilja. — Sjálfboðaliðar í Búalandi (Transvaal) hafa safnast í mikla herdeild og eru að búa sig undu ferð til vígstöðv- anna, svo fljótt sem færi gefst til ferðarinnar Konungsbjónin á Englandi sendu hertogaynjunni í Vendome — systur Alberts Belgakonungs — 300 ster- lingspund (um 5400 kr ) sem þau báðu hana að gleðja særða liðsmenn Belgja með. Brezkir bændur í Ástralíu ætla að senda Englandi að gjöf eina miljón kindarskrokka (handa herliði þeirra), flutta í ís frá Ástralíu. Enskur auð- maður í Ástralíu sendi hermálaráða neytinu enska 100,000 krónur, til glaðnings dátunum sem tækju þátt f ófriðinum. Roald Amundsen suðurheimskauts- fari er hættur við íerð sína til norður beimskautsins að sinni. Hann hafði fengið 200,000 krónur veittar til ferð arinnar úr ríkissjóði Noregs, en nú hefir hann tiikynt stjórninni norsku að hann telji Noreg þurta fé þetta til nauðsynlegri hluta og hafi því ákveð- ið að hætta við hina fyrirhuguðu kost- naðarsömu ferð, í öllu falli þangað til séð verði fyrir endann á Evrópuó- friðinum. V Flóffi frá Anfwerpen. Símað er frá Antwerpen 8. september til Stokkholms að fjöldi fólks flýi daglega frá Antwerpen til Ostende. Mun það telja sig hultara þar fyrir árásum Þjóðverja. BalHanþjóðirnar. Sagt er í Berlín 7. september, að Tyrkir og Búigarar séu farnir að hervæðast og muni innan skams segja Gríkkjum stríð á hendur, Grikkir séu einníg að byrja að kaila her sinn saman. Sigurvinningar þjóðverja. 2. sept. segja þýzk blöð að alls hafi Þjóð- verjar þá tekið til fanga 140 þús. manna (þar af 70 þús. Rússa) og 800 falibyssur. Ekki er þetta samt tilkynt af stjórninni svo það er ekki sem ábyggilegast. Tundurkúlum ^astað niður á París. Hinn 1. september var 2 tundurkúlum kastað niður á París úr þýzkri flugvél. Þær gerðu lítinn skaða. Sendiherra Bandaríkjanna bað um sannanir fyrir því að Þjóðverjar hefðu kastað þeim og þegar hann hafði fengið þær, kvaðst hann telja skyldu sína að tilkynna stjórn Bandaríkjanna þetta, því hér væri um að ræða ekki einungis brot á siðferðislögum þjóðanna, heldur einn- ig samningsrof af hendi Þjóðverja á hern- aðarsamningi sem gerður hefði verið í Haag og Þjóðverjar þá undirskrifað, þessurn aðförum yrðu því Bandaríkin að mót- mæla kröftuglega þrátt fyrir hlutleysi sitt. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar, EngSand, Þýzkaiand og Belgía hafa bannað útflutning skotvopna, en fyrst um sinn get eg þó selt hinar heimsfrægu Í!í!2SU!S£í!«LJí£52!!— sem hver skotmaður þarf að eiga. Verðið hækkar ekki í bráð og eg Set útvegað alskonar skotvopn upp að 600 króna verði. Tii þess að tryggja sér af- greiðslu ættu pantanir að sendast mér sem allra fyrst. /akob Gunnlögsson Kaupmannahöfn K- Konungleg hirðverksmiðja. Bræðurnir Cioeífa mæla með sínum viðurkendu SÚKKULADETEGUNDUM, sem eingöngu eru búnar til úr finasta kakao, sykri og Vanille. Ennfremur kakaópúlver af beztu teg. Ágætis vitnisburðir frá efnarannsóknarstofunum Reynið ljín rjýju ekta lltarbréf frá liíarverksmiðju Buchs. Nýtt, ekta demantsblátt. Nýtt, ekta dökkblátt. Nýtt, ekta meðalblátt. Nýtt, ekta sæblátt. Allar þessar 4 nýju litartegundir lita fallega og ekta í aðeins einum leei bœsislaust). Annars mælir verksmiðjan með sinum viðurkendu -" 'rku op allegu litum, með allskonar litbrigðum, til heimalitunar. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi BUCHS FARVEFABRIK, Köbenhavn (stofnuð lö?2 og verðlaunuð 1888). Hansen & Co. Frederiksstad Norge. selur SJÓFATN AÐ af beztu gerð. Verksmiðjan, sem brann 1906, var endurreist eftir amerísku nýtízkulagi og býr nú til ágætasta varning af beztu tegund. Biðjið því þá sem þið verzlið við um sjófatnað frá Hansen & Co. í Frederiksstad. SKAJVDIA MOTORNN- (Lysekils Mótorinn) er af vélafróðum mönnum viðurkendur að vera sá bezti báta- og skipamótor sem nú er bygður á Norðurlöndum. „SKANDIA" er endingarbeztur allra mótora og hefirgengið daglega í meir en 10 ár án viðgerða. „S K A N D I A“ gengur með ódýrustu, óhreinsaðri olíu, án vatnsinns- prautunar, tekur lítið pláss og hristir ekki bátinn. „S K A N D I A“ drífur bezt og gefur alt að 50% yfirkraft. Biðjið um hinn nýja, stóra íslenzka verðlista. Einkasali: Jakob Gunnlögsson, Köbenhavn, K. ^ Hið íslenzka steinolíuhlutafélag Akureyri. Talsfmi 96. • Hafnarstrœti 100. • Símnefni: Steinolía H Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir Oddeyri kaupa háu verði fyrst um sinn haustull vel skotnar rjúpur Oddeyri 16: október 1914. Einar Gunnarssoi)-

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.