Norðurland - 21.11.1914, Page 4
170
Nýkomið í verzlun
J- V Havsteens
Nýkomið mikið af prjónafatnaði í verzlun
Sn. Jónssonar
Oddeyri svo sem nærföt fyrir karla, konur og börn, peyS-
miklar birgðir af allskonar OFNUM og OFN- ^ öllum stærðum, sokkar fyrir kvenfólk og
RÖRUM frá »Hin sameinuðu járnsteypufélög« í b.a.rn.ak.áP.U.r:...!.et,i^ar’ smokl<ar o. m. fl.
Kaupmannahöfn. Alt selt með verksmiðjuverði að m /\ t
viðbættu flutningsgjaldi. 11 0 Li G
Hildarleikurinn.
Harðastir hafa bardagar verið þar
í vesturarminn, sunnan frá Roye til
Iandamasra Belgíu. Þangað drógu
hvorirtveggja mikið Iið og laust því
oft saman í stórum orustum. Um
borgirnar Lille og Arras var barist
lengi af mikilli grimd. Hvor vildi
komast á hlið við hinn, og sendu
jafnan stórar riddaraliðs fylkingar
norður á bóginn, á undan fótgöngulið-
inu, til þess að reyna að komast í
fasri, og virðist þar enn hafa verið
sókn af hendi Þjóðverja, þó mjög
væri vörnin hörð og röskleg af Frakka
hálfu. Mannfall er sagt mikið af
hvorum tveggja. Við ármótin þarsem
Ose og Aisne koma saman hafa enn
orðið blóðugir bardagar; þar voru
Bretar fyrir og reyndust torsóttir, en
játað er það, að skeinuhætt hafi þau
viðskifti orðið. Á hinum fornu víg-
stöðvum í Aisne-dalnum, er sagt að
sumstaðar hafi alls ekki verið barist
þessa viku. Þar er svo skamt milli
skotgrafa beggja sumstaðar, að ekki
nemur nema ioo yards; liggja hvor-
irtveggja þar hreyfingarlausir dag
eftir dag og láta ekki á sér bæra, en
kallast þó stundum á, til að stytta
sér stundir, eru þó á verði, ef nokkur
skyldi fara óvarlega og gefa höggstað
á sér. Austur lengra hafa Þjóðverjar
gert afarharða hríð þarsem heitir
Woevre, og orðið eitthvað ágengt, en
ekki er það nema lítið eitt, og hafa
orðið að hörfa þar undan annað
kastið. f Elsass er sagt að Frökkum
verði vel ágengt. Annars slær þeirri
frétt fyrir í biöðum, að Þjóðverjar
séu að flytja sig af vígstöðvum norður
eítir Iandi, sé ekki lengur vært f sín-
um fornu skotgröfum vegna þess,
hvað þar er fúlt af dauðra manna
leyfum, enda sé taugaveiki þar upp
komin í iiði þeirra. Þá sem falla
í liði þeirra fletta þeir klæðum nú
orðið, vegna þess að þeir hafa ekki
nóg herklæði handa hinu nýja liði,
svo ört draga þeir það að sér. Af
hinum prússnesia her eru fallnar
2ii,ooo að sögn, og er þá ótalið,
sem fallið hefir af Bæjara-Iiði og
Saxa-her svo og þeim her, sem
Wuertemberg sendi í stríðið. Má
óhætt telja að af Þjóðverjum séu
fallnar um 300 þúsundir. Af Rússum
eru sagðar fallnar og fangaðar og
særðar um 400 þús., en alls hafa
fallið, særst og týnzt um 1,116,000
vígra manna síðan stríðið hófst, eftir
því sem Þjóðverjar telja. Ef þetta
er nærri lagi, og haldi mannfaliið
áfram að sau,a skapi, þá er þetta
svo gífurleg blóðtaka, að stríðið getur
ekki staðið lengi.
Báðir hafa þeir ferðast til víg-
vallar, forseti Frakkiands og Rússa-
keisari, að hughreysta liðsmennina og
hrósa þeim fyrir vasklega framgöngu.
Enn er það látið í veðri vaka, af
þeim sem eru kunnugastir stríðinu,
að sá muni be, a sigur úr býtum,
sem hafi mestu liði á að skipa í
iokin, þegar aðrir eru orðnir upp-
gcfnir. Markmið bandamanna hefir
verið, að hlffa liði sínu sem mest og
verjast miklu mannfaili, lofa óvinunum
að sækja á, og komast þannig f færi
til að fella lið af þeim. Sú aðferð
er ef til vill seinleg til
skjótlegs sigurs, ea vituileg og for-
sjáleg í mesta máta. Vel er látið yfir
líðan herliðs bandamanna síðan , rign-
ingum linti, upp á síðkastið hefir
verið góðviðri á vígvelli, en svalt á
nóttum. Vetrarfötum er nú ekið til
vígvallar, afarmiklum birgðum, og
bendir það á, að þeir sem völdin
hafa, búast við hernaði í vetur. (>Lb.«)
Drukknun í Héraðsvðtnum.
Á mánudaginn voru á hrossamaik-
aðsferð í Skagafirði: Jón kaupmaður
Pálmason, Skarphéðinn Símonarson óð-
alsbóndi f Litladal, Baldvin Jónsson
verzlunarstjóri á Sauðárkróki og Lár-
us Stefáns ,on frá Skarði. Þeir ætluðu
yfir Héraðsvötnin undan Syðstu-Grund
og komust það klakklaust, nema Jón
Pálmason er varð á ettir vegna þess
að hestur hans var hræddui1 að leggja
á ísinn. Fór þá Skarphéðinn yfir um
aftur til þess að hjálpa Jóni og héldu
þeir á stað, Skarphéðinn á undan, en
Jún á eftir, er teyrndi hest sinn við
hlið sér. Alt f einu hvarf Skarphéðinn
og á sama augnabliki féll hestur Jóns
í vökina. Jón hafði fært sig úr vatns-
stígvélunum sínum áður en þeir lögðu
yfir ísinn og gekk á sokkunum yfir.
Varð það honum til lífs að hann gat
stöðvað sig á vakarbarminum, en
annars var spegilhált. Jón slepti taf-
arlaust taumum á hestinum í þeirri
von að Skarphéðinn næði í hann og
hesturinn gæti haldið báðum uppi f
vökinni þangað til hjálp kæmi. En
svo fór að bæði mann og hest rak
út undir skörina og druknuðu báðir.
Hestinn rak daginn eftir nokkru utar
en maðurinn er ekki fundinn.
Skarpheðinn sál var á fertugs aldri,
einhleypur maður, duglegur, gætinn og
vanur ferðamaður, góður bóndi, vel
efnum búinn og vinsæll. Er mikill
mannskaði að honum.
Hrossamarkaði
hefir Bogi Danielsson haldið undan-
farna daga á Víðivöllum og Litladal
í Skagafirði. Keypti hann 43 hross
erverða send til útlanda með »Douro«.
Keypti Bogi hrossin fyrir Chr. Zimsen I
konsul í Rvfk, sem er að sögn erind-
reki danskra hestakaupmanna, en full-
trui hans hér á Akureyri, er Eggert
gæzlustjóri Laxdal. Hrossin höfðu
verið keypt háu verði og eru bændur
hinir ánægðustu yfir sölunni.
Jc
fæst í verslun
Diabolo
skilur 120 lítra á klst.
i Kostar 75 kr. Reynsla er
ífengin fyrir þ»ví, að hún
er bezta skilvindan, sem
nú er seld.
Auk pess er nú búin
til ný stærð, sem ný-
lega er komin hingað.
Er hún af sömu
gerð, en skilur aðeins 65
jlítra á klukkustund. Kost-
ar 55 kr.
Aðalumboðsmaður
Otio Tulinius.
Bdtamoíoia
af öllutn gerðum úlvegar með verksmiðjuverði
3n. Jónsson.
^tiát^verð^
liaustull
Rjúpur
Prjonasaumur
co
MÖTORA
í skip og báta af öllum stærð-
um frá beztu verksmiðjum út-
vegar undirritaður. Verðlistar og
teikningar eru til sýnis.
Oddeyri 21/,, IQl^
J* V, Havsteen,
er keypt háu verði í alt haust við verzlun
Offo Tulinius-
\Prjónasaumur\
Ritstjóri: Jón Stefánsaon. Prentsmiðja Odds Björnsson»r'