Norðurland - 15.07.1915, Side 2
Nl.
86
F j ö 1 g u n e m b ætta.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá hér í blaðinu, er eitt af stjórn-
arfrumvörpunum, sem ráðherra legg-
ur fyrir Alþingi, um að eftirleiðis
verði tveir ráðherrar, er hafi á hendi
stjórn lands vors og þjóðar. Ástæð-
ur ráðherra eru prentaðar hér á
undan.
»N1." telur það óheppilegt að
ráðherra skyldi flytja þetta frum-
varp, einmitt nú. Að vísu hefir
þing og þjóð, hugsað um „fjölg-
un ráðherra'' sem möguleika, sem
fyrir gæti komið, en óhætt mun að
kjósendur í Iandinu kunna því illa,
ef að þeirri „fjölgun" verður nú
demt á þá, án þess að þeir hafi
fengið tækifæri til að láta uppi vilja
sinn um það. í öðru lagi mun það
hafa vakað fyrir flestum, sem um
málið hafa hugsað, að þegar breyt-
ing yrði gerð á þeirri skipun
stjórnarráðsins, sem nú er, að ráð-
herrar yrðu þá þrír, en ekhi tveir.
Pó allir væru einhuga um að á-
kvæði yrði tekið upp í hina nýju
stjórnarskrá, um að ráðherrum mætti
fjölga með einföldum lögum, var
það víst alls ekki ætlun þeirra, er
helzt fluttu þá breytingu á þinginu
1913, að núverandi fyrirkomulagi
yrði raskað svo snögglega. Væntir
því „Nl." þess fastlega, að þetta
stjórnarfrumvarp verði látið sofna
í þetta sinn, því svo margir þing-
menn eiga þó enn sæti á Iþingi af
þeim sem sátu þar 1913.-------
Ekki getur „Nl." heldur hallast
að því, að nauðsyn sé á því að
stofna enn í viðbót eitt bankastjóra-
embætti við Landsbankann. Þótt
siður sé við ýmsa útlenda stórbanka,
að þar séu margir bankastjórar,
hagar annan veg til hér á landi „í
fásinninu". Landsbankinn er nú svo
heppinn að hafa í þjónustu sinni
skarpan lögfræðing (O. Sv.) og á
því hægt með að fá allar nauðsyn-
legar Ieiðbeiningar og upplýsingar,
er hann þarf á að halda, þótt ekki
sé stofnað bankastjóraembætti, bein-
línis handa lögfræðingi, eins og
frumvarpið bendir á að tilgangur
þess sé. Er það og langt frá að
vera skoðun og sannfæring alþýðu-
manna á Islandi, að Iögfræðingar
séu öðrum mönnum sérstaklega
hæfari til flestra starfa, þótt þeir sem
eru lögfræðingar sjálfir (oft og ein-
att ekki nema að nafninu til) reyni
að troða þeirri kenning í menn eins
og þeir geta. Er það vafalaust mál,
að ef óhjákvæmilegt þætti að fjölga
bankastjórum Landsbankans, mundi
bankanum ólíkt meiri hagur og gagn
í því, að þá stöðu skipaði sá mað-
ur, er hefði víðtæka þekkingu og
reynslu í verzlun, viðskiftum og
meiri háttar atvinnurekstri, heldur
en ef þangað yrði settur einhver
stirðnaður lögfræðingsbusi, er a!d-
rei hefði nærri slíku komið og skildi
þar því hvorki upp né niður í neinu.
Þess má geta, að stjórnarfrum-
varpið um fjölguun bankastjóranna
kvað vera komið fram, án þess að
stjórn Lam'sbankans hafi átt nokk-
urn þátt í því eða óskað eftir nokk-
urri breytingu á stjórn bankans.
Sýnist það kynlegt af landsstjórn-
inni, að hafa ekki Ieitað álits henn-
ar að neinu um málið, úr því á-
kveðið var að ráða til breytinga.
Þetta frumvarp ætti einnig að fá
að sofna, í þetta sinn í öliu falli.
Einar Arnórsson sat svo örstutta
stund að stjórn áður en þing kom
saman, að engin minsta von var til,
að hann gæti fengið tóm til að
leggja nein verulega þýðingarmikil
stjórnarfrumvörp fyrir þingið er vel
væru hugsuð og undirbúin af hon-
um sem ráðherra.
'í
/tkureyri.
Haraldur Níelsson prófessor í guð-
fræði, við háskólann í Rvík, kom hing-
að í vikunni landveg, og auglýsir að
hann haldi þrja fyrirlestra andlegs
efnis í lejkhúsinu. Hinn fyrsta um
svipi lifandi manna, annan um kraíta-
verkin fyr og nú og hinn þriðja um
áhrif sálarransóknanna á hinar kristi-
legu trúarhugmyndir. — Haraldur pró-
fessor er mæta vel máli farinn og
aefður fyrirlesari og ræður »NI.* bæj-
arbúum til að nota tækifærið og heyra
erindi hans.
Aðkomumenn. Árni Árnason kaup-
félagsstjóri og Sveinn Einarsson kaup-
maður frá Raufarhöfn, Theodor Jen-
sen borgarstjórafulitrúi í Reykjavík,
Helgi Jónsson bóndi á Grænavatni og
kona hans.
Vald Steffensen læknir og frú hans
fóru til Siglufjarðar á »Goðafossi«
snögga ferð.
Raflýsing og rafhitun Akureyrar-
kaupstaðar er málefni, sem Frímann
B. Arngrímsson ber mjög fyrir brjósti
og hefir hann þegar gert ýmsar mæl-
ingar í þeim tilgangi. í gærkvöldi hélt
hann fyrirlestur um málið í samkomu-
sal Sig. Fanndals er sagt verður nán-
ar frá síðar.
Hallgr. Rristinsson erindreki Sam-
bandskaupfélaganna, kom Irá útlönd-
um til Reykjavíkur á Pollux á mánu-
daginn og heldur áfram ferð sinni
hingað bráðlega.
Misletrað var i síðasta blaði, nafn
Viggo Hansen klæðskera hjá Gudrn.
Efterfl. Þar stóð Larsen en átti auð-
vitað að vera Hansen.
Eggert M. Laxdal málari kom frá
Khöfn á »Botníu« í fyrradag. Fór í
land af skipinu í Hrísey og svo land-
veg hingað
X
Alþingistíðindi.
Pingsályklunartillögu svolátandi fly:ja
þeir Sigurður Eggerz, Skúli Thorodd-
sen og Bjarni frá Vogi: »Neðri deild
Alþingis ályktar að lýsa yfir því að
hún telur larrdið ótundið af öðrum
skilmálum, fyrir staðfesting stjórnar-
skrárinnar, en þeim sem felast í fyrir-
vara Alþingis frá 1914«.
Hér er því enn þá framhald á
skrípaleik »Sjálfstæðisins.«.
Fjárlaganefnd efri deildar skipa:
Karl Einarsson (form.) Magnús Péturs-
son, (skrifari og framsögum.) Jósef
Björnsson Björn Þorláksson og Sig-
urður Stefánsson. Ekki er ólíklegt að
ýmsum þyki hlægilegt að sjá þá K.
E og M. P, »figurera« sem embætt-
ismenn neíndarinnar, úr því deildin
lét þó svo lítið, að setjá þá B. Þ. og
Sig. St. • í nefndina, og verður það
varla til þess að styrkja álitið á fjár-
málaráðsmensku efri deildar.
X
Steinhús
mikið ætlar Steíán Jónsson óðals-
bóndi á Munkaþverá að byggja á bæ
sinum í sumar. Jóh. Kristjánsson bygg-
ingameistari stýrir verkinu og ættu
bændur her í firðinum að nota tæki-
færið og finna hann.
llm láð og lög.
— Á þingmdlafundi i Reykjavík
var samþykt með nálcegt 500 atkv.
tillaga frá Gisla Sveinssyni yfirdöms-
lögmanni, er vottaði ráðherra þakk-
lœti fyrir að hann hefði haft dug til
að ráða stjórnarskrár- og fánamálinu
til lykta, þrátt fyrir þann ærslagang
er hafinn hefði verið gegn honum.
Bjarni frá Vogi og Sigurður Eggerz
hömuðust móti tillögunni, en aðeins
13 atkv. fengust gegn henni.
— Haflshella llggur að sögn frá
Horni, inn með Ströndum fast að
landi, og langt austur á Húnaflóa
en þó auður sjór á innflóanum.
— / Hnífsdal og Bolungarvik er
ágœtur fiskiafli á vélarbáta.
X
Skilnaðarsamsæti
héldu Fljótamenn sfra Jónmundi Hall-
dórssyni á Barði, frú hans og börn-
um, 27. maí i Haganesi. Tóku þátt
í því um 40 manns, en lasleiki hindr-
aði að fleiri yrðu. Fyrir hönd sam-
sætismanna talaði fyrst Benedikt Guð-
mundsson kennari, fyrir minni heið-
ursgestsins, og afhenti honum silfur-
búinn göngustaf að gjöf frá þeim.
Ennfremur flutti hann heiðursgestun-
um kvæði.
Þá talaði Rögnvaldur búfr. Gísla-
son frá Stóru-Þverá og flutti einnig
kvæði. Jónas Jónasson frá Molastöð-
um talaði nokkur orð og flutti eitt
erindi. Sungið var loks að skilnaði
kvæði til heiðursgestanna frá hús-
frúnum Jórunni Stefánsdóttur og Lo-
vísu Grímsdóttur 1 Haganesi og er
þar í þetta erindi.
Við fögnum hér með hlýju kœrleiksgeði —
og híngað bjóðum velkomna í dag —
þeim vinum, sem oss ennþá veita gleði
og vildu jafnan bæta okkar hag.
Með alúð hreinni eðlistrygð og jestu,
sem ávalt hafa kynt sig Fljóta-lýð.
Pað eru: heiðurshjónin, kosta mestu,
er setið haja Barð um langa tíð.
Heiðursgesturinn talaði langt erindi
Og snjalt og þakl aði fyrir sína hönd,
konu sinnar og barna ræðumönnum
og samsætisgestum í heild sinni, en
síðast talaði Eðvald Fr. Möller verzl-
unarstjóri nokkur orð og þakkaði heið-
ursgestunum fyrir góða viðkynningu.
Samsætið fór vel fram að öllu.
Viðstaddur.
X
Um bátavélar.
A síðustu árum hefir orðið æði-
mikil breyting á bátaútvegi íslendinga,
þar sem róðrarbátar hafa víða lagst
niður, en vélabátar verið teknir upp
í staðinn. Það er eigi furða þótt eitt-
hvað hafi mistekist meðan verið var
að koma breytingunni á, enda hefir
það komið glögglega í Ijós, eigi síst
á vali og meðferð bátavélauna. Má
óhætt fullyrða, að í því efni hafa
margir beðið tilfinnanlegt tjón fyrir
vanþekkingu sína. Nokkrir hafa ráð-
ist í að velja sér vél upp á eigin ein-
dæmi, án þess að hafa nokkurt vit
á því efni, en hinir munu þó vera
fleiri, sem hafa leitað sér aðstoðar hjá
umboðsmönnum, sem útvega vélar,
og má nærri geta hvernig þær hljóða.
Það er hverjum manni auðsætt að
þetta er mjög óheppilegt, og harla
varasamt fyrir kaupendur. Engin minsta
trygging fyrir því, að menn fái beztu
vélarnar, sem á boðstólum eru, nema
leitað sé álits þeirra manna er vit
hafa á bátavélum, og ekki hafa um-
boð á neinnri sérstakri tegund véla,
r
Ursmiðja
Kristjáns Halldórssonar
Hafnarstræti 35
Ieysir allar aðgerðir á úrum og
klukkum, fljótt og vel af hendi.
Úr og úrkeðjur koma með næstu
skipaferðum.
því «það er lakur kaupmaður sem
lastar sína vöru«. Það verður að
krefjast þess, að upplýsingarnar séu
frá þeim mönnum, sem vit hafa á
vélunum, og ekki hafa neinna eigin
hagsmuna að gæta, er þeir gefa upp-
lýsingarnar. Pess eru dæmi að um-
boðsmenn, alls ófróðir um gerð á
vélum, hafa útvegað mönnum vélar,
sem þeir voru alls ófærir að segja
um að væru betri en aðrar vélar á
sama eða svipað verð. Líka er þess
að gæta, að framförin í umbótum á
vélunum er mjög mikil, svo að vélar,
sem áður þóttu ágætar, hafa orðið að
þoka fyrir öðrum nýrri og betri. Má
í þessu efni benda á vélina Tuxham.
Hún hefir verið reynd hér og ekki
náð hylli, sem eflaust kemur af því,
að menn þekkja ekki nýjustu gerð af
henni. Eg hefi sérstaklega kynt mér
þá gerð, og hefi sannfæringu fyrir
því, að hún hefir ýmsa kosti fram
yfir aðrar bátavélar, sem eg þekki.
Og með því hún hefir orðið hér
fyrir röngum dómi, sem hefir bakað
hlutaðeigandi fiskimönnum skaða og
óþægindi, þá vil eg leyfa mér að
benda á nokkra kosti hennar fram
yfir aðrar vélar, sem eg hefi fengist
við.
Aðalkostir vélarinnar eru þá þessir:
1. Vélin er svo sparsöm að hún eyð-
ir um 40 % minna en flestar þær
vélar, sem hér eru notaðar. Hún
er tvígengisvél og brennir jarðolíu.
2. Vélin er endingargóð vegna þess
hve slitfletir eru langir og vel
slíptir.
3. Vélin gengur með mjög jöfnum
hraða, rykkjalaust og rólega eftir
vild. Er það mikill kostur ef and-
æfa þarf í kviku, leggja að bryggju
eða bóli, eða nota línuspil.
4. Vélin er öll vel traust og
5. Hún er einföld og sérstaklega auð-
velt að komast að öllu, bæði við
eftirlit og hreinsun, og það er skil-
yrði fyrir því, að vélarnar gangi í
góðu lagi. Einfaldar og traustar
vélar eru beztar í fiskibáta.
Pessar fáu upplýsingar hef eg álitið
nauðsynlegt að birta, því eg þekki
enga vél, sem mér líkar betur í fiski-
báta. Frekari upplýsingar er mér á-
nægja að gefa þeim, setn þess kynnu
að óska.
Stokkseyri 8. maí 1915.
B. Kristinn Grimsson.
ATH. Vér spurðum hr. B. Kristinn
Grímsson, hvort hann væri umboðs-
maður fyrir Tuxham, hann kvað nei
við, en sagðist hafa verið erlendis í
fyrra, farið til mótorkaupa, og skoðað
í þeirri ferð ýmsar tegundir þeirra, en
hann sagði að þetta væri sannfæring
sín, og að hann af eigin reynslu mælti
með þessum mótor sjerstaklega, og að
sér virtist það rétt að benda mönnum
á slíkt. Ritstj. Eftir »Ægir.«
X