Norðurland


Norðurland - 18.09.1915, Side 1

Norðurland - 18.09.1915, Side 1
NORÐURLAND. - — - t ^ — _r^-—!—irin — _!—j-^-i—!■-!. - 'ir~« ~i ^ “ * * * * ’.i * * — *m~ ** “ “• “m^^ mmm 34. blað. | Akureyri 18. september 1915. * XV. ár. v|s KÖBENHAVNS MARGARINEFABRIK íramleiðir hið vandaðasta smérlíki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, Og litar alls ekki margarínið, en selur það hvftt eins og ásauða- smér, svo allir geti fullvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað í það. — Margarínið fæst í i og 2 punda skökum, 5 og 10 punda öskjum og stærri dunkum og er þrátt fyrir gæði sín hið ódýrasta smérlíki sem flutt er til lands- ins, enda fer rieyzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist annaðhvort beint til verksmiðjunnar, Brolægg- erstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns Stefánssonar Akureyri. Þ V í eiga allir íslenzkir sauðfjáreigendur að eins að nota Coopers baðlyf? VEGNA ÞESS: Pau eru aðalsauðfjárbaðlyt heimsins; notuð full 70 ár og ár- lega framleitt af þeim nægilega mikið til böðunar á 260 mill- jónum fjár. Pau eru lögleidd til sauðfjárböðunar i öllum helztu fjárrcektar- löndum. Pau eru einu baðlyfin, sem Alþingi íslendinga hefir sérstak- lega mœlt með og óskað að yrðu notuð i landinu. Pau eru áhrifamikil; útrýma allskonar óþrifum, bæta og auka ullarvöxtinn. Á landbúnaðarsýningum hefir fé baðað úr þeim hlotið langflest verðlaun. Pau eru ódýr og handhæg í notkun; kosta 3 til 4 aura í kind; íslenzkar notkunarreglur á umbúðunum. Þau fást í stórkauþum hjá G. Gíslason & Hay LEITH og REYKJAVÍK. ONgr Áríðandi að pantanir séu sendar sem fyrst, svo hægt sé að koma baðlyfjunum um alt landið í tæka tíð. 1MB ,T—U—X—H—A—M‘ b r á 0 1 í u v é 1 er áreiðanlega bezt og lang ódýrust til notkunar og að verði sbr. ritgerð í fiskifélagsblaðinu »Ægir« 5 tölubl. þ. á. blaðsíðu 60—61 sem ennfremur var prentuð í 26 tölubl. »Norðurlands«. Umboðsmaður fyrir JJorðurland J. V. Havsteerj sem gefur allar nánari upplýsingar og tekur við pöntunum. Vefnaðarvöruverzlun Gudmanns E f t e rfl. Stærst úrval. Lægst verð. Saumastofa Gudm. Efterfl. saumar allan klæðnað handa körlum og konum eftir nýjustu tízku. Klæðaverksmiðjan Gefjun Akureyri. Eins og að undanförnu, tekur verk- smiðjan á móti ull og ullartuskum, til kembingar, spuna og vefnaðar, og afgreiðir allar sendingar svo fljótt sem unt er. Ný sýnishorn af dúkum eru til sýn- is á afgreiðslustofu verksmiðjunnar og hjá umboðsmönnum hennar. Þegar á alt er litið, eru VÍnnU- laun lœgri en hjá öðrum verksmiðjum landsins. Hanaungar eru keyptir hæsta verði í Apotheki —r, Akureyrar. (éz Jöi ð tilsölu Jörðin Neðstaland / Öxna- dal er til sölu ef viðunanlegt boð fœst. Lysthafendur snúi sér til Sigurðar bónda Jóns- sonar d Reynistað. Reynistað 30. ágúst 1915. Sigurður Jónsson. ÚRsMIÐjA Kristjáns Halldórssonar Hafnarsfræfi 35. leysir allar aðgerðir á úrum og klukk- um, fljótt og vel af hendi. Úr og úrkeðjur nýkomið. Baldvin Jónafansson alþýðuskáld úr Suður-Þingeyjarsýslu heldur kvöldskemtun í kvöld í sam- komusal Sig. Fanndals. Sérstaklega verður lögð áherala á að lesa upp »grfnkvæði«. Munið að fjölmenna! Frá blóðvellinum- Rússar yfirgefa Dúnaburg og skilja þar eftir fbúana er berjast við mikinn bjargarskort. Sænsk blöð telja víst að takmark Þjóðverja sé að ná Petrograd á sitt vald áður en til friðarsamninga komi. Serbía bíður að láta Búlgarfu fá allan þann hluta af Montastir sem liggur Búlgarfu megin við Vardarfljót- ið — ef að Búlgaría vilji taka þátt f ófriðinum gegn Þjóðverjum. Búlgarar heimta aftur á móti alt fylkið Mont- astir. Þjóðverjar hafa í þ. m. sökt þrem- ur brezkum, stórum eimskipum »Churs- ton«, Whitefield« og »Romalne«. Skipshöfnunum varð að mestu bjargað. Síðustu fréttir segja að Rússaher hafi flutt alla fbúana í Dúneburg burtu, áður en þeir yfirgáfu borgina. Svo hafi Rússar kveikt í borginni og brenni hún öll til ösku. Frakknesk blöð heimta öll af mikl- um móð að Bretar og Frakkar geri tafarlaust það sem þeim sé unt, til þess að taka Dardanellavígin og kom- ast að Miklagarði, því ekki muni það síðar vænna. X Saltvinslufélagið s t ofn a ð. Pjóðþarft þrekvirki unnið af P. J. Torfasyni. Eins og kunnugt er, samþykti Al- þingi 1913 að veita Páli J. Torfa- syni fjármálafræðing einkaleyfi til þess að vinna salt úr sjó hér við land. Árið eftir, eða vorið 1914, fór hann til útlanda til þess að vinna að framkvæmdum málsins, og var kominn vel á veg, með að stofna félag, er tæki það að sér, þegar heims-styrjöldin hófst í fyrra sum- ar, er auðvitað lamaði öll fyrirtæki um allan heim. Það horfðist því ekki vel á fyrir Páli með framkvæmdir á þessu um hríð, en nú er svo komið að félag- ið er slofnað. Páll er kominn heim til Reykjavíkur og hefir sagt „Morg- unblaðinu" þar, frá því hvernig málinu er nú komið, á þessa leið: »Félagið heitir á dönsku *Islands Salt og kemiske Fabrikker«, en á ís- lenzku hefir þvf ekki enn verið gefið nafn. Hlutafé þess er 2*/2 miljón krón- ur og eru það flest.danskir auðmenn sem eiga hlutina. Eg er sjálfur for- maður f stjórninni, það er að segja millibilsstjórninni, því hin endanlega stjórn hefir ekki enn verið fullmynd- uð. Framkvæmdarstjóri félagsins er danskur maður, Lútken að nafni, og á hann sjálfur marga hluti f félaginu. Félagið verður skrásett hér, aðalskrif- stofa þess verður í Reykjavík, og þegar því hefir öllu verið komið f kring, mun stjórnin verða skipuð, Þá er og f ráði að sérfræðingur ferðist hér um landið, um þau svæði, sem helst geta komið til greina. — Hann mun gefa skýrslu til stjórnar félagsins, en sérfræðingaráð mun verða Iátið skera úr því, hvar taka eigi fyrst til starfa. Ef alt gengur vel, sem við vonum, mun sjálf verksmiðjan taka til starfa að hausti næsta ár, 1916. Næsta vor verður sendur hingað verkfræðingur til þess að bora og rannsaka nánar þann stað, sem ákveð- inn hefir verið aðalbeikistöð félagsins fyrst f stað. Verkfæri eru þegar keypt og ekkert það ætti að geta komið fyrir, sem hindraði að úr þessum fram- kvæmdum verði Við viljum framleiða að minsta kosti alt það salt, sem íslendingar þarfnast, en það er talið f verzlunarskýrslunum 50 þús. smálestir. Verð þess mun nú vera um 2V2 miljón krónur, en við kaup á fslenzku salti mun landinu spaiast alt að einni miljón kr. í bein- an hagnað. En þar að auki er ætlun vor að vinna hér olíu úr surtarbandi, en nota aftur tjöruna og koksið til þess að búa til kol — »briketter« — sem það er nefnt erlendis. Hér er með mér danskur námu- verkfræðingur, Lútken að nafni, bróð- ir framkvæmdarstjórans. Hann er að kynna sér staðháttu hér og ætlar að ferðast hér dálítið um landið. Hann hefir dvalið allmörg ár í Kongo í þjón- ustu Kongofélagsins og hefir stjórnað fyrir það félag mörgum leiðangrum f Kongo.« Endimis-salan á Hrafnagili var til umræðu á eldhúsdegi þingsins og verður ekki annað séð af umræðunum en að Sigurður Eggerz sé að mestu sýkn af afglöpum trúnaðarmanna þjóðar- innar í því máli, en að ráðgjafar hans eigi að mestu sök á því, er honum hefir verið kent um, meðal manna hér nyrðra. — Dettur »Norðurl.« f hug í þessu sambandi orð biskups í »Kirkju- blaðinu* ekki fyrir löngu, er hann ræddi um ráðsmensku á opinberu fé, og hljóðuðu einhvernvegin á þá leið að efni til, að þeir væru greiðugastir á alþjóðarfé sem mestir grútarháleistar væru á sínu eigin. — »Mbl.« segir svo frá eldhúsdags-umræðunum um Hrafnagil: »Magnús Kristjánsson gerði fyrir- spurn um, hvað komið hefði til þess, að Hrafnagil hefði verið selt með svo lágu verði, sem raun var á. Kvaðst hann vita til þess, að jörðin Espihóll, sem er þar rétt hjá og mjög lík að gæðum og Hrafnagil, hefði verið seld um sama leyti fyrir 28 þús. króflur. En stjórnin hefði látið sér nægja að fá 4500 krónur fyrir Hrafnagil. Sig. Eggerz svaraði því, að jörðin hefði verið seld eftir tillögum bisk- ups og eftir mati eiðsvarinna dóm- kvaddra manna. Hefði stjórnin eigi séð neitt athugavert við verðið og það því fremur, sem landritari hefði álitið það hæfilegt, og væri hann þó vel kunnugur þar nyrðra.« Altaf batnar I! Barraud fallinn. Frakkneski háskólakennarinn okkar, hr. B a r r a u d, sem tók við á eftir Courmont og kallaður var heim f fyrra vegna strfðsins, er nú fallinn f viður- eigninni við Þjóðverja segir »Vísir«. Hafði hann verið flokksforingi, getið sér góðan orðstír fyrir frækna fram- göngu og verið sæmdur heiðursmerki, er sent var móður hans að honum Iátnum. — í Reykjavík var Barraud vel látinn af öllum er þektu hann, enda var hann fljótur að skilja fslenzk- an hugsunarhátt og orðinn góðurímálinu

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.