Norðurland - 18.09.1915, Side 2
NI.
104
Peir, sem vilja kaupa
slátur
og
kjöt
af vænu fé, ættu að panta það sem
allra fyrst í
Carl Höepfners
verzlun.
Alþingistíðindi
Alþingi var slitið síðdegis á mið-
vikudaginn. Stjórnin hafði lagt fyrir
þingið 23 frumvörp og er þeirra allra
getið áður f »N1.«. 20 af þeim voru
samþykt, ýmist með eða án breytinga.
Þingmenn fluttu samtals 76 frumvörp.
Mörg þeirra voru aðeins ómerkilegar
breytingar á eldri lögum og fer mjög
f vöxt að þingið flaustri svo af laga-
smfðinni, að óhjákvæmilegt verði að
teljast, að grautað sé eitthvað f nýj-
um lögum, þegar á næsta þingi á
eftir. 38 — rettur helmingur — af
þingmannafrumvörpunum voru afgreidd
sem lög, 27 feld, 5 tekin aftur, 6
ekki útrædd. Lögin verða birt smám-
saman í »Nl.« eða sagt frá efni þeirra,
eftir því sem rúm vinst til. — Þings-
ályktunartillögur voru 34 alls, 11 um
nefndarskipanir, 14 atgreiddar, 6 feld-
ar, 2 teknar aftur og 1 ekki útrædd.
Rökstuddar dagskrár 23 alls, 13 sam-
þyktar og 10 feldar.
F’járlögin voru afgreidd með tekju-
halla, sem væntanlega vinst þó upp
ef að vanda lætur, því áætlun tekn-
anna virðist gætileg. Tekjurnar voru
áætlaðar 4,208,200 kr. en útgjöldin
4,496,942 kr. Fjárveiting til brúar-
gerðar á Jökulsá á Sólheimasandi var
feld með miklum atkvæðamun við urn-
ræðu fjárlaganna í sameinuðu þingi.
Greiðsiur og vextir af lánum lands-
sjóðs teljast samtals 491,221 kr., til
æðstu stjórnar landsins 117,000 kr,
til Alþingiskostnaðar og yflrskoðunar
landsreikninganna 78 þús. kr, dóm-
gæzla og lögreglustjórn 173 þús. kr.,
ýmisleg útgjöld (stjórnartfðindi, hag-
stofan, eftirlitsferðir, o. fl.) 298 þús.
kr., samgöngumál: póstkostnaður 267
þús. kr, vegacætur 390 þús. kr.,
samgöngur á sjó 150 þús., símamál
385 þús. kr., vitamál 125 þús. kr.,
andlega stéttin 115 þús. kr., kenslu-
mál 610 þús. kr., vfsindi, listir og
bókmentir 200 þús. kr., verkleg fyrir-
tæki 500 þús. kr., eftirlaun og öl-
musufé 170 þús. kr. og óviss útgjöld
20 þús. kr.
Aðflutningsbann áfengis. Um það
urðu harðar umræður, sérstaklega f
Efri deild. — Frumvörp þau er séia
Björn Þorláksson flutti, hafa verið
prentuð áður í »N1.« og lauk svo að
þau voru samþykt sem viðaukalög við
bannlögin með litlum breytingum. Þá
var og samþykt breyting á bannlög-
unum er Magnús Pétursson þingmað-
ur Strandamanna flutti, að undirlagi
»Læknafélags Reýkjavíkur* og hljóð-
ar sá viðauki sá: »Jafnskjótt og lög
þessi öðlast gildi, skal stjórnarráðið
löggilda til lækninga, með viðauka við
lyfjaskrá landsins þessa áfengisvökva:
rauðvfn, malaga, sherry, portvín og
kognak.*
X
jósep smiður — dáinn.
Allir Akureyringar þektu Jósep smið,
hinn greindarlega, alvarlega, þögla
mann, er ávalt bar öll einkenni mann-
úðar og hæversku, hvar sem hann
var og að hverju sem hann gekk,
hvort heldur hann starfaði að lifrar-
bræðslu eða stóð við steðjann sinn
í svörtum kolareyk. Nú er hann dá-
inn, saddur lífdaga og sáttur við »guð
og menn«.
Jósep hafði verið búsettur hér á
Akureyri nálega 40 ár og ávalt talinn
í röð »betri« borgara bæjarins, í þess
orðs beztu merkingu. Hann var kvænt-
ur Jakobínu Pétursdóttur frá Odds-
stöðum á Sléttu, mikilli greindar- og
atkvæðakonu, og átti með henni tvær
dætur er náðu fullorðinsaldri: Mar-
grétu konu Flóvents búfræðings Jó-
hannssonar og Brynhildi er lézt úr
berklaveiki á tvítugsaldri. Jakobína
andaðist 1904, en síðar giftist Jósep
Vigdísi Porgrímsdóttur frá Ormalóni
á Sléttu, er nú lifir hann.
Jósep nam ungur járnsmíði í Kaup-
mannahöfn og var þar búsettur all-
mörg ár. Hann var svo mikill afkasta-
maður við járnsmíði, að félagar hans
töldu hann tveggja manna maka við
það starf, á yngri árum hans. Eftir
að hann flutti hingað, stundaði hann
þá iðn sína hér með hinum mesta
dugnaði, og liggur ýmislegt af góð-
um smíðisgripum effir hann. Auk þess
hafði hann iengi umsjón með hákarla-
lifrarbræðslu Gránufélagsins á Odd-
eyrartanga.
Pað mun einmæli að Jósep hafi
aldrei viljandi gert á hluta annara,
enda naut hann ávalt vinsælda sam-
ferðamanna sinna. Hin síðustu árin
var hann nálega farinn að heilsu,
háaldraður einnig orðinn, rúmlega
hálfáttræður. Og þá fór nú eins og
oft vill verða, að kunningjarnir týndu
tölunni, smátt og smátt. Við jarðar-
för hans var sárfátt af borgurum bæj-
arins. Pess varð varla vart útfarardag
hans, að «einn úr hópnum* væri að
kveðja fyrir fult og alt, og síst að
það væri maður sem borið hefði hita
og þunga dagsins í Akureyrarbæ um
40 ára bil af þroskaárum sínum. Ef
til vill hefir annríkið við síldina verið
afskaplegt þann daginn?
X
Islenzkir söngvarar.
Skáldið H. Hamar (Haraldur Thor-
steinsson, sonur Stgr. skálds) hefir
ritað góða grein nýlega i »ísaf.« um
Pétur Jónsson söngvara og er þar
margt vel sagt. »NI.« leyfir sér að
taka upp kafla úr greininni er fjallar
um íslendinga sem söngþjóð.
>Það gat ekki náð nokkurri átt, að
íslenzka þjóðin væri ósöngvin. Litum
nánara á. Sönggáfur manna standa
venjulega í nánu sambandi við stað-
háttu. Þar sem þjóðflokkar mætast,
eins og t. d. í Mið-Evrópu, á mörk-
um Germana og Rómverja, hafa fæðst
flest öll mestu tónskáld jarðarinnar.
Og þar sem mikil náttúrufegurð er,
einkum nærri sjó, hafa fæðst mestir og
beztir söngmenn. Ekkert land hefir al-
ið jafnmarga ágæta söngmenn og í-
talfa, og engir hafa mýkri né blæfeg-
urri raddir, Þær bera blæ af bláma
Miðjarðarhafsins og töfrum ítalskrar
náttúru. — — Og hvernig hagar nú
til hjá okkur? Höfum við ekki öll
sömu skilyrði? Ætli við ættum ekki
jafnmarga ágæta söngmenn, ef við
værum eins gömul og fjölmenn þjóð
og ítalir? Eg eiast ekki um það. ís-
land er ekki síður litskrúðugt land.
íslenzk náttúra er ekkert annað en
litir. Alt verður að sjást f tjarska.
Það eru litir og aftur litir. Þúsundir
lita, þúsundir tóna, því það eru eng-
ir litir án tóna, engir tónar án lita.
ísland er litanna landl ísland er hið
syngjandi landl Það er umgirt af
voldugasta tónhafi jarðarinnar. Það
talar tungum undirdjúpanna, og ber
kveðjur frá leiðum • liðinna veralda.
Stiöndin stynur undir þunga þess.
Steinarnir tala.Straumþungar árstreyma
úr hjarta þess sem bundin blóðrás
tfmans, og fimbulháir fossar mæla á
flugtungu hinnar ósýnilegu sálar jarð-
armnar. En lagið liggur ekki altaf
jafnþungt á, stundum er það létt, —
leikandi! Bláir lækir liðast með létt-
um nið Iffsins, og bláar tjarnir, eins
og barnaaugu, spegla bláma himins-
ins og syngja honum þegjandi lof-
gjörð. Og jafnvel fram til fjallanna,
þar sem eyðiþögn eilífðarinnar ríkir,
er eins og náttúran hvfsli og ósýni-
legar raddir hljómi. ísland er fegursta
tónamfð jarðarimíar, en yfirgnæfir
myndin, móðir okkar allra, þetta Ijóm-
andi víða haf. Húnsyngur í tónum og
talar f litum. Hún talar í tónum og
syngur f litum. Hun er hið »sygj-
andi land«.-----
Við erum blóð af hennar blóði, og
bein af hennar beinum. Og við ætt-
um ekki að geta sungið! Okkur væri
þá illa úr ætt skotið. Blóðið væri þá
farið að þynnast. En sem betur fer er
það ekki svo. Við höfum átt og eig-
um enn marga ágæta söngmenn. Hver
hefir ekki heyrt getið um Astu Hall-
grfmsson, Geir Sæmundsson, Jón Jóns-
son, Valdemar Steffensen, o. s. frv.?
Þessa söngmenn af guðs náð! Þessar
sönnu listasálir, sem lifðu listinni einni
og létu sér nægja að syngja fyrir hið
»syngjandi land«. Það er eitthvað svo
göfugt og fallegt í þessu, en þó svo
grátlegt um leið. Þvf sungu þau ekki
landið út, borg úr borg, og hvísluðu
inn í hvert eyra: ísland, ísland, fs-
land. Þau hefðu getað það. En eg á-
saka þau ekki. Eg skil þau altof vel
til þess. En við sem heyrðum þau,
þökkum þeim, blessum þau. Og eg
veit, að yfir leiðum þeirra ómar um
eilífð „hið syngjandi land“ /«-------
X
llm láð og lög.
— / bankaráð íslandsbanka. kaus
sameinað Alþingi til þriggja ára, þá
Stefán skólameistara Stefánsson og
Sígurð prófast Gunnarsson.
— Yfirendurskoðanda Landsbank
ans kaus Alþingi Jakob Möller áður
bankaritara, í stað Bened. Sveinsson-
ar alþingismanns.
. — Gœslustjóra Landsbankans kaus
Alþingi Eirík Briem prófessor, í stað
Vilhj. Briem uppgjafaprests (bróður
Eiriks) er gegnt hefir þvi starfi nokk-
ur undanfarin ár.
— Forstjóra Söfnunarsjóðsins kaus
Alþingi Magnús Stephensen fyrv.
landshöfðingja í stað fúlíusar sál.
Havsteen amtmanns.
— Endurskoðendur landsreikning-
anna kaus Alþingi þá Matthías Ólafs-
son alþm. (i stað Lárusar H. Bjarna-
son prófessors), Guðm. Hannesson
alþm. (I stað Skúla Thoroddsen rít-
stjóra) og hinn þriðja samkvœmt fyr-
mœlum nýju stjórnarskrárinnar, Bened.
Sveinsson alþingismann.
— Fullyrt er l Reykjavík að Heima-
Stjórnarflokkurinn og fyrverandi Sjálf-
stæðismenn i þingflokki Einars ráð-
herra Arnórssonar hafi komið sér
saman um að ganga saman til kosn-
inga nœst.
— Kosningar til Alþingis eiga að
fara fram ö. ágúst til Efri deildar, en
kjördœrpakosningar fyrsta vetrardag.
— Kristján Þorgrimsson konsúll
og kaupmaður í Reykjavik andaðist i
gær eftir þunga legu.
— Þjóðvinafélagið. Forseti endur-
kosinn Tryggvi Gunnarssou og vara-
forseti fón Þorkelsson. Ritnefnd kos-
in: Guðmundur Björnsson, Hannes
Þorsteinsson og Magnús Helgason.
— Milliþingaforseti var kosinn Guð-
mundur Björnsson landlœknir.
— Opinberunarbók: Ólafur Þor-
steinsson hálssjúkdómalœknir i Reykja-
vik og ungfrú Kristin Guðmundsdótt-
ir verzlunarstjóra sál. Einarssonar á
Siglufirði.
— Guðmundi Finnbogasyni dr. phil.
i Reykjavik hefir verið boðin pró-
fessorsstaða við „fóns Bjarnasonar
háskóla" i Winnipeg. — Hann hafn-
aði boðinu.
«
ýlkureyri.
Talslminn. Til viðgerðar og endur-
bóta á bæjarsímakerfi Akureyrar hef-
ir Aiþlngi veitt 9000 kr. á næsta ári.
Kiæðaverksmiðjan >Gefjun< Alþingi
hefir enn hlaupið þar undir bagga á
alþjóð.arkostnað, með því að leyfa
Stjórnarráðinu að breyta »afborgunar-
kjörum« (I!) á tveim lánum úr við-
lagasjóði, sem verksmiðjan hefir feng-
ið (50 þús. kr. árið 1908 og 60 þús.
kr. áiið 1912), þannig að bæði lánin
greiðist með jöfnum afborgunum á 30
árum frá árinu 1918 að telja, en séu
afborgunarlaus þangað til.
Látinn er á sjúkrahúsinu Guðmund-
ur Jónsson frá Glerárholti, fátækur
ekkjumaður frá mörgum ungum börn-
um. Hann var duglegur og starfsam-
ur, en misti heilsuna f vor’ og hefir
legið oftast þungt haldinn sfðan.
Sjónleiki sýndi frú Stefanía Guð-
mundsdóttir f leikhúsinu á laugar-
dags- og sunnudagskvöldið og enn-
fremur til ágóða fyrir »Minningarsjóð
Margrétar Valdemarsdóttur* í gær-
kvöldi. Það eru aðeins smáleikir er
frúin hefir sýnt, en öllum áhorfendum
mun þó hafa orðið Ijóst að Ieiklist
frú Stefaníu er á svo háu stigi að
unun er á að horfa.