Norðurland


Norðurland - 11.10.1915, Side 2

Norðurland - 11.10.1915, Side 2
Nl Stríðsfrjettir. Kaupmannahöfn 8. okt. Rússar hafa ógnað Búlgörum með ófriði og sett þeim tvo kosti. Búlg- arar hafa enn þagað við, en haldið er að þeir muni vera viðbúnir að veita Þjóðverjum. Frakkar hafa sett á land mikinn her nálægt borginni Saloniki á Qrikklandi og ætla sér með hann áleiðis til Tyrklands yfir land Búlg- ara. Venizelos forsætisráðherra Orikkja hefir enn á ný sagt af sér. Gríska þjóðin vill ólm fara í ófriðinn og veita Bretum, en konungurinn er því mótfallinn og er því ósamþykk- ur ráðherrum sínum og meiri hluta þingsins. Sendiherra Austurríkis í Banda- ríkjunum hefir verið kallaður heim frá Washington. Kaupmannahöfn 9. okt. 400,000 Þjóðverjar og Austurrík- ismenn hafa ráðist inn í Serbíu. Frakkar vinna mikið á að vestan. Aðstaða Englendinga og Belgja er óbreytt. Tyrkir hafa byrjað nýtt blóðbað í Armeniu og hafa þegar brytjað niður 800,000 menn, konur og börn. Síðasta símskeyti. þ. 11. okt. Qrikkir hafa lagt út í ófriðinn. ■< ýlkureyri. Gagnfrceðaskólinn var settur þ. 1. okt. og voru þá ekki nærri allir pilt- ar komnir. 22 nýsveinar voru teknir inn í skólann. Skólameistari segir tölu pilta þeirra, sem nú eru mættir 93 og á enn von á 5. Eftir því mun tala pilta þenna vetur ekki ná 100 og er langt síðan að svo fáir hafi verið á skólanum. í raun réttri gegnir furðu að aðsóknin skuli vera svona góð þrátt jyrir »blessað stríðið*. Það hefði mátt halda að margur bóndinn vildi heldur fæða syni sína heima heldur enn kaupa þeim fæði hér í kaupstaðnum í vetur. Málverkasýning. Ungfrú Kristín Jóns- dóttir málari sýndi hér í barnaskólan- um allmörg málverk eftir sig, er hún hún hafði málað síðan í fyrra. Það var auðséð að hún hafði ekki legið á liði sínu, þrátt fyrir það, að veikindi hefðu hamlað henni um tíma. Bezta málverkið þótti oss vera, myndin af innri hluta Akureyrarbæjar (eign Antons Jónssonar). Annars skal það tekið fram, að vatnslitamálverk hennar taka yfir- leitt hinum fram. Rammarnir um flest málverkin voru mjög óásjálegir og óprýddu myndimar. Petta er ætíð leiðinlegt og spillir fyrir málaranum. Veðráttan. Haustið er ágætt. Oaml- ir menn muna ekki aðra eins gæðatíð á þessum tíma árs. F*ó er nú ekki vel að marka það, því gamlir menn eru oft minnisdaufir, en hvað um það — tíðin er góð og auðgar bændur engu síður en kjötprísarnir. e.s Botnia norskt gufuskip er land- stjórnin hefir leigt, fór héðan til New York þ. 2. þ. m. hlaðið fiski og síjd. Yfir skipinu ræður stórkaupmaður Ól- afur Johnsen með umboði stjórnarinn- ar og á hann að kaupa vörur fyrir landssjóð, hafragrjón. hveiti og kaffi, Asamt Ólafi kaupmanni fóru þessir vestur: Jón Bergsveinsson síldarmats- maður, Guðm. Thorsteinsson málari og Jón Þorsteinsson leðursali frá Rvík. Mr. Geo. H. F. Schrader vildi einnig komast með skipinu vestur, en fekk ekki far. Björgunarskipið „Geir* fór héðan suður til Reykjavíkur þ. 6. þ. m. Með því fóru nokkrir farþegar héðan, þar á meðal ritstjóri þessa blaðs. Hann er væntanlegur heim aftur eftir nokkra daga. X Símskeyti frá Reykjavík. Reykjavíkurbær hefir veitt starfs- mönnum sínum dýrtíðaruppbót eft- ir sama mælikvarða og þingið veitti embættismönnum landsins. Ráðherra sigldi með »Flóru« og ráðgjörir að dvelja mánaðartíma erlendis. Einar Gunnarsson byrjaði um mánaðamótin að halda út nýju dag- blaði er hann kallar „Fréttir". íslenzkir botnvörpungar hafa byrj- að að sigla til Englands til að selja fisk sinn þar. Allir skipstjórar á íslenzku botn- vörpungunum hafa mótmælt veit- ingu hafnarstjóraembættisins. Telja Ouðmund Jakobsson óhæfan til starfsins. X Dýrtíðin 1 Kaupmanrjahöfn. Það er víðar dýrt að lifa en hér í Akureyrarbæ. í ágústmánuði var verð á neðan- töldum nauðsynjavörum í Kaupmanna- höfn, sem hér segir: Smjör kr. 2.91 — 3.00 kr. pr. kíló. Egg — 2 22 bver 20 egg. Nautakjöt kr. 1.63 — 2.55 kr. pr. kíló. Mjólk kr. 0.25 pr. líter. \ Gjöf til sjúkrahússins »Gudmanns minni«. Verksmiðjustjóri Holdö afhenti í dag mér undirrituðum 100 kr. að gjöf til sjúkrahússins frá hlutafélaginu »Ægir«, með þeim ummælum að sjúkrahúsnefnd- in mætti ráðstafa því fé eins og hún áliti bezt. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf vil eg hér með þakka stjórn hlutafé- lagsins. Akureyri 8. okt. 1915. Steingr. Matthíasson, héraðslaeknir. Skæðaskinn og sútunariðnaður. Eitt af því sem hefir hækkað geysi- lega í verði á þessum stríðstímum er útlendur skófatnaður. Fjöldinn allur af skósmiðum gengur atvinnulaus vegna þess að verkefni vantar, eða fæst ekki nema með afar verði. Þettaskæðaskinnsleysier hörmulegt í landi sem framleiðir jafnmikið af skæða- skinni og ísland, því hér er til nóg af skinnum til hverskonar þarfa, bæði sauðskinn, kálfskinn, húðir af hrossum og nautum, hundskinn, kattarskinn, tófuskinn, selskinn o. fl. Það er ömurlegt til að vita ef ís- lendingar þurfa að ganga berfættir þó menningarþjóðirnar berjist, en sann- leikurinn er sá, að menningin er ekki komin svo hátt hjá okkur íslendingum að við kunnum að notfæra okkur okk- ar skinnvörur. Það er jafnvel orðin sú afturför víða að vandræði eru að ná sér f íslenzka skó á fæturnar. Skæða- skinnið streymir alt út úr landinu og útlendingar vinna úr því dýrmætan varning, sem við svo kaupum aftur raargföldu verði. Árið 1910 fluttust út úr landinu 242,019 sauðskinn, 31278 lambskinn, 475 nauts- og hross- húðir, 6,160 selskinn og 59 tófuskinn. Mest af þessu fór til Danmerkur, og hafa Danir eflaust grætt á þeim varn- ingi. Vér íslendingar þyrftum sannarlega ekki að ganga á sokkunum ef vér kynnum að hagnýta okkur þessar góðu vörur. Það er sennilega enginn iðnað- ur sem ætti hér jafnvel heima og sútun á skinnum, og ekki skal eg trúa öðru en þvf að sútunarverksmiðja gæti borið sig vel. Heppilegast mundi vera til byrjunar að bjóða einhverri útlendri sútunar- verksmiðju að setja hér útibú. Ef sterkríkt félag fengist til þess að gera byrjunina er mjög Ifklegt að fyrirtæk- ið mundi daína vel og eftir nokkur ár mundi allur útflutningur á hráum skinnum hætta, en atvinna við sútun skinnanna lenda í höndum landsmanna. Skinnin sem vér flytjum út fara milli margra milliliða áður en þau komast til verksmiðjanna. Verksmiðja sem væri hér f Iandinu gæti keypt þau án milliliða, eða þvf sem næst. Hér er um stórt framtíðarmál að ræða fyrir oss ísiendinga, og hér er sennilega um stórgróðamál að ræða, sem eg vil skjóta til kaupmanna og kaupfélaga. Framtakssamir framfaramenn, takið þetta mál til vandlegrar íhugunar! Gaman væri ef fyrsta dugandi sút- unarverksmiðjan kæmist á fót hér á Aku-cri. s. Kafnökkvaherkví Þjóðverja um Bretland (Albion). 18. febr. 1915. Eftir Filopoemen. Germania varð geysireið, gráhunda vildi hún mola Albions viða lagarleið, lokaði’ hún Jóni Bola. Jónatan í brún þá brá, er bruddi’ hann Jriðarmolann, og þótti lœvís lymska’ og grá, að loka inni bolann: „Pú ert ðlltt vondu vön, vargur að Jornu og nýju, og frek“ kvað hann og fýldi grön framan i Germaniu. „Af gersemum ertu’ og gulli hálf og gleypir Mammons folann, en Amerika á aldrei kálf ef hún missir bolann.“ Skýringar: Gráhundar (oceans grey- hounds) eru þau hin miklu línuskip er ganga í milli Bretlands og Ameríku. Bróðir Jónaian er kýmnisnafn á Banda- ríkjaþjóðinni. Mammons foli táknar éinna helzt Frakka. X Qiftinar- Þann 4. þ. m. voru gefin saman f hjónaband á Möðruvöllum í Hörgár- dal: ungfrú Eleónóra Símonardóttir frá Krossastöðum og Baldvin skáld Jónatansson. Þann 6. s. m. tóku brúð- hjónin sér far með »Súlan« til Húsa- víkur, heimilis skáldsins. »N1.« óskar til lukku. sér nógu ilt, en hitt er þó verra að fæðingum fækkar mest meðal ment- uðustu og beztu manna þjóðanna meðan hins vegar lægstu stéttirnar fátækustu og lélegustu mennirnir halda nokkurnveginn jafnt áfram að auka kyn sitt. En af þessu ólagi mannfjölgun- arinnar leiðir óeðlilegt úival (gagn stætt náttúruvalinu). „Sjaldan kem- ur dúfa úr hrafnseggi". Fátæk, illa þroskuð og kaunum hlaðin kyn- slóð getur naumast getið af sér hraust og heilbrigt afkvæmi. Því er í flestum löndum þannig farið, að einmitt duglegustu, spar- sömustu, hugsunarsömustu og hin- ir framsýnni menn takmarka barnahópinn mest, en þeir heimsk- ari, tátæku og ver siðuðu fjölga mest kynslóðinni. Þetta óeðlilega úrval, sem veikir þjóðirnar, er aft- ur að kenna ólagi á mannfélags- skipuninni 0g kemur fram eins og refsidómur. Það liggur þá nærri að halda að ef vér gætum lagfært mannfélags- skipunina úr því sem nú er, þá mundum vér geta komið í veg fyrir eina aðalástæðu til hnignunar og afturfara þjóðanna. Pað sem nú mörgum kemur saman um, að sé versta meinið við þjóðfé- lagsskipunina í menningarlöndunum er auðvaldið með stéttaskiptingunni sem því fylgir. Æðri stéttirnar (þeir ríku) krefjast stöðugt meiri lífsþæginda og ótak- markaðra óhófsnautna. Fjöldi iefn- aðra manna þjáist af áhyggjum fyr- ir morgundeginum af því þeir geta ekki lifað eins ríkulega og þeir sem ríkari eru en þeir. En þetta hefir áhrif á alt fólkið, því »hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það". Yfirleitt finst nú verkamönnum í flestum löndum að þeir geti ekki lifað án tóbaks, kaffi og brennivíns eða annars áfengis. Bretar drekka nú t. d. áfengi fyrir 3000 milljónir króna. Eins og það er nú hefir það veriö. Æðri stétt- irnar hafa gengið á undan með iilu eftirdæmi til nautnar og spillingar. En jafnframt því hafa þeir sem voru gæddir beztum hæfileikum dregið sig í hlé og hlífst við að auka kyn sitt og styrkja þjóðstofninn — til þess að geta sjálfir átt góða daga. Nautnaþrá og sællífi var það sem steypti Qrikkjum og Rómverjum og er það sem nú virðist ætla að steypa hvíta kynflokknum. Það sem óbeinlínis bendir til að svona hafi verið í fornöld, er hin mikla andlega hreyfing, sem fór í vöxt á spillingartímum Orikkja og Róm- verja og kom fram í ýmsum mynd- um undir ýmsum nöfnum. Pýta- górear, Platóningar, Kyníkar, Stóík- ar, Ný-Platóningar og að lokum kristnir menn, prédikuðu allir af alefli sömu kenninguna um hófsemi og nægjusemi. Allir fylgifiskar þess- arar kenningar hömuðust á móti spillingu tímans, óhófi og eigin- girni og lifðu sjálfir fábreyttu og nægjusömu lífi til að geta enn bet- ur barizt á móti viðurstyggingu eyðileggingarinnar. Sumir hafa haldið fram þeirri skoðun — þar á meðal rithöfund- urinn Taine og skáldið Heine — að kristindómurinn og önnur fræði- kerfi er miða í svipaða átt, væru ó- heilbrigðar hugsanastefnur eða nokk- urskonar andlegar farsóttir í mann- félaginu; en þetta er fjarri öllum

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.