Norðurland - 10.02.1916, Blaðsíða 2
22
Kl.
Islendingar erlendis.
Finnur Jónsson prófessor hefir ný-
lega gefið út áttunda heftið af hinu
mikla ritsafni sínu: Rímnasafn (Sam-
ling af de ældste islanske Rimer). í
þessu hefti er framhald og endir af
Ulfhamsrímum, en þá Geðraunir eða
Hrings rímur og Tryggva. Vísnaskýr-
ingar eru nálega á hverri biaðsíðu
neðanmáls og þarf ekki að efa að þær
munu gerðar með vanalegri vísinda-
legri nákvæmni höfundarins. Þetta
Rímnasafn mun vera í mjög fárra
manna höndum hér á landi, en bóka-
söfn og lestrarfélög ættu að útvega
sér það. Þessi átta hefti sem út eru
komin, kosta rúmar 20 krónur
/óhannes A. jóhannesson læknir frá
Rvík, hefir verið herlæknir í Serbfu
lengi undanfarið >Politiken« getur
þess, 22. desbr. að þá sé nýkomin
símfrétt um að hann og fjórar nafn-
greindar danskar hjúkrunarkonur séu
í borginni Krusevac og starfi að því
að hjúkra særðum hermönnum á þýzku
hermannasjúkrahæli. Er svo að sjá
sem Jóhannes sé aðal-læknirinn eða
yfirmaður á hælinu.
Galdra-Loftur, eftir Jóhann Sigur-
jónsson var leikinn á Þjóðleikhúsinu í
Kaupmannahöfn fyrri hluta desember,
af sænskum leikendum er áður höfðu
sýnt leikinn í Svíþjóð. Var leikcum
tekið mjög vel og klöppuðu áhorfend-
ur »svO að húsið ætlaði að hrynja«,
er »N1.« skrifað. »Jóhann var kallað-
ur fram á leiksviðið hvað eftir annað
og fagnað með lófaklappi og fagnað-
arópum sem aldrei ætlaði að linna. <
Breidafjordsfolk, hin sfðasta bók
í stað þess að rannsaka þau eða
gera a. m. k. sjálfum sér Ijós, til
þess að geir geti gengið frá þeim,
svo að skammlaust sé, gera þeir
sér létt verk og lítið fyrir að varpa
»ábyrgðinni« á framgangi málsins
— óundirbúnu — á kjósendurnal —
Pann veg geta vanhugsuð og skað-
leg mál komist fram og á hinn
bóginn líka góðar og nýtar hug-
myndir hindrast, eftir því hvernig
»atkvæðin« falla. Pví að hvernig á
alþýða manna alt í einu að gera
sér fulla grein fyrir því, sem aldrei
hefir verið rakið til hlítar og sjálfir
löggjafarnir sýnilega ekkert grynna
í? Er það ekki ósvífni og ósómi
að ætlast til slíks?
Hugsanlegt væri það meira að
segja, og reyndar alls ekki ólíklegt,
að þeir, sem greiða kynnu atkvæði
með pvi að »lögbjóða< skuli eitt-
hvað — t. d. þegnskylduvinnuna —
menn, sem fylgjandi væru hug-
myndinni, hugsað eða í hugsunar-
leysi, að þeir, þegar til kæmi, jeldu
sig alls ekki við fyrirkomulagið eða
lögin sjálf. Um það eru þeir sem
sé ekki spurðir ráða. Þeir greiða
atkvæði sín gersamlega í blindni
um þetta atriði.
Pess vegna er öðru máli að gegna
um þá aðferð, að bera fullbúin lög,
afgreidd frá Alþingi, undir þjóðina,
til samþyktar eða synjunar. Um
það á almenningur að geta myndað
sér ákveðna skoðun, skjótlega, hvort
hann vill þessi lög, eins og þau
eru úr garði gerð, eða ekki. En
um slíkt verður ákvæði að vera í
stjórnskipunarlögum, og hjá oss er
það rú að eins »sambandsmálið«,
er þeirri tilhögun hlítir. —
Pví verður ekki neitað, að »bann-
málið« liggur hér nærri til saman-
burðar (við þegnskyldumálið), ekki
Jónasar Guðlaugssonar, sem hlotið
hefir mikið lof í ýmsum dönskum
blöðum, er að koma út í hollenzkri
þýðingu eftir skáldkonuna frú L. Koe-
fod. — Jónas Guðlaugsson er nú sem
stendur á ferðalagi um Noreg en er
búsettur í Kaupmannahöfn.
Trúlofuð eru ungfrú Jakobina Ja-
kobsdóttir stórkaupmanns Gunnlaugs-
sonar í Khöfn og Tr Marthinsen gim-
steinakaupmaður í Kristjaníu.
X
lim láð og lög.
— Sæsíminn slitnaði á mánudag-
inn skamt frá Pórshöfn á Færeyj-
um, eftir þvi sem nœst verður kom-
ist. Búist við að aðgerð á honum
verði lokið, að forfallalausu, seint í
næstu viku.
— / Skagafirði er svo jarðlaust
um þessar mundir, að Sigurður
skólastjóri á Hólum hefir t. d. tek-
ið alla hesta siná, um 60 að tölu,
í hús og á gjöf.
— Stefán Einarsson óðalsbóndi i
Möðrudal á Hólsfjöllum andaðist
nýlega úr lungnabólgu. Hann var
kominn á efri aldur, atkvœðamaður
um margt og duglegur. Kona hans
siðari er Arnfríður Sigurðardóttir
frá Ljósavatni, er lifir hann ásamt
mörgum börnum fullorðnum.
— Flóra kom til Seyðisfjarðar
rétt áðan. Fer til Reykjavíkur og
þaðan norður um land til útlanda.
— Stöðugar stórhriðar undan-
farið á Suðurlandi og mikill snjór
kominn þar.
X
að eins að því leyti, að bæði leggja
þau höft á frelsi einstaklinganna —
þótt ólíkum tilgangi sé saman að
jafna —, heldur líka hvað meðferð-
ina snertir. Eg og margir aðrir (í
rauninni bindindissinnaðir menn)
hafa verið og eru þeirrar skoðunar,
að engin nauðsyn hafi rekið til að
smella bannlögunum á; bindindis-
hreyfingin var, góðu heilli, orðin
svo útbreidd og hafði gripið þann-
ig hugi manna, að málið mátti telja
hér í bezta gengi, sigurinn vís, fyrir
upplýsing og frjálsa tilhneiging, þótt
ekkert lögbann væri við lagt. En
nú var því dembt út til »þjóðarat-
kvæðis«, og gat þá varla farið öðru
vísi en fór, því að allir vita, að
aldrei hafði verið rædd nema önnur
hlið málsins. »Umræðurnar« komu
fyrst eftir á. En er bannlögin voru
sett (hversu þörf eða óþörf sem
sumum kann að finnast þau), gat
ekki verið um annað að tala, frá
sjónarmiði allra heilbrigðra manna,
en að reyna þau, láta þau sýna sig
í framkvæmdinni,
Svo er því óg varið um þegn-
skyldumálið. Fram að þessum tíma
hefir ekki verið rædd nema önnur
hlið þess (og rnest í hugmyndum
og getgátum). Pað er með öðrum
orðum alveg órannsakað mál, því
að einhliða útmálun getur enginn
kaliað rannsókn. Petta ber að benda
á, áður en það er orðið um sein-
an.
Eins og of seint mun vera að
iðrast eftir dauðann, eins býst eg
við að lítið stoði að opna þá fyrst
augun, er alt er um garð gengið.
III.
Matth. Ólafsson skýrir frá því í
n.áliti sínu, að hann hafi gerst flutn-
Frá blóðvellinum.
Borgarar úr miðríkjunum hafa
flutt frá Bukarest. Margir búast við
að Rúmenir taki bráðlega þátt í ó-
friðinum með Rússum.
Zeppelins-loftskip L. 19 sökk í
Norðursjónum skamt frá Hollands-
ströndum. Áður hafði verið skotið
á það frá hollenzku vígi.
Þjóðverjar hófu stórkostlega loft-
skipaárás á England fyrsta febrúar.
Vörpuðu þar niður 300 sprengikúl-
um og gerðu afskaplegt tjón. Sama
dag gerðu þeir ennfremur loftskipa-
árás á vígstöðvar Bandamanna í
Saloniki og unnu þar mikið á.
X
BurOareiald til fslands
frá Danmörku, á framvegis að verða
hið sama fyrir almenn bréf og póst-
sendingar hvort sent er yfir Noreg
eða Bretland eða ekki, en áður hefir
jiað verið hálfu. meira. Yfirstjórn póst-
málanna í Danmörku tilkynnir þetta
opinberlega f auglýsingablaði dötisku
stjórnarinaar.
Nýkomið f bókaverzlun
Kr. Guðmundssonar:
CREPE-PAPPÍR f rúllum.
FJÓRAR SÖGUR, þýddar af Davíð
Jóhannessyni, verð 35 aurar.
Handkerru
hefir rekið af sjó f Glæsibæ. Eig-
andi gefi sig fram og greiði áfallinn
kostnað.
ingsmaður málsins fyrir tilstilli fé-
lags Mentaskólanemenda. Heyrzt
hefir, að Ungmennafélögin, er næst
standa málinu, hafi ekkert uin þetta
vitað (eða njósnir þeirra), og að
framkoma þess nú, eins og hún er,
sé / óþökk þeirra eða leiðtoga þeirra,
er telja málið allsendis ótimabært
um slnn. Sé þeim næst skapi að
ætla, að gráðugir þing-krummar hafi
gripið hugmyndina, af því að þeir
hugðu hana eitthvert fylgi hafa »með-
al lýðsins«, hafandi lítið til brunns
að bera af sjálfsdáðum, er þeir gæti
»skreytt« sig með (sbr. krákuna með
rupluðu fjaðrirnar)! — Ef þessu er
þannig háttað, er það víst, að Ung-
mennafélögin bera enga ábyrgð á,
hvermg nú er komið, enda þótt
æskilegt hefði verið, að þau hefðu
gefið þetta þegar til kynna, síðastl.
sumar, er málið kom fram í þing-
inu, því að líklegt er, að meiri var-
úðar hefði þá gætt hjá þingmönn-
um, er sjálfsagt hafa haldið, að þarna
ynnu ,þeir sér þó hylli »ungu kyn-
slóðarinnar*. Pað er og einatt, að
óhjákvæmilegt er að hafa gát á, að
vinir einhvers máls leiði það ekki á
glapstigu með gönuhlaupum; þeir
geta orðið hættulegri en »óvinirnir«.
Pað gefur nú að skilja, að gera
verður ýmsar kröfur til fylgismanna
málsins, eða þeirra, sem varpað hafa
því fram í »pólitík dagsins«. Af
þeim verður að krefjast þess, að þeir
sýni fram á með rökum, en ekki ein-
tómum orðum og tilgátum, til hvers
þegnskylduvinnan muni leiða í fram-
kvæmdinni. Pessu getur hún ekki
verið undanþegin fremur en hvert
annað mál, er hagkvæmt gildi á að
hafa. Og öllum kemur víst saman
um, að hér er um þýðingarmikið
mál að ræða, er á að baka þjóðinni
byrðar (frelsishöft og tilkostnað),sem
Dýraverndarinn,
málgagn Dýraverndunarfélagsins í
Reykjavík, kostar 5 0 aura og
fæst í bókaverzlun
Kr. Guðmundssonar.
Styðjið gott málefni
og kaupið blaðið.
Bezta J----£----1---0 er frá
Hornemann.
Biðjið þvf kaupmann yðar ætfð um það.
Einkasalar til íslands:
Carl Sœmundsen & Co.
Reykjavík — Akureyri.
Ptjónavél
með 140 nálum, dálítið brúkuð er
til sölu nú þegar. Kostaði ný 310
kr. en fæst nú með tækifærisverði
mjöff ódýrt. Ritstj. vísar á.
Island og styrjöldin.
Sykur og hunang flæðir yfir
Sögu-eyjuna.
Vér hittum á Austurgötu f gær
íslenzkan stóreignamann sem var ný-
kominn hingað frá hinum volgu »Geya-
ir«-um. Hann staldraði við hjá oss og
sagði oss ýmislegt um hina óvæntu
góðu daga sem menn eiga nú á hinni
annars mögru Söguey.
— Við erum hin einá þjóð í heim-
inum, sem ekki höfum útgjöld til hers
og flota og sem aðeins vitum um af-
leiðingar ófriðarins á þann hátt, að
við fáum tvöfalt verð fyrir vörur okk-
ar, kjöt og fisk, við það sem vana-
meðmælendur þess telja þó eðlilega
að ágóðinn vegi á móti eða meir.
Pað, sem þeim ber fyrst og fremst
að gera grein fyrir, er 1) beini kostn-
aðurinn eða útkoma hans gagnvart
2) hinum beina ábata. Svo og í
hvaða hlutfalli 3) óbeini kostnaðurinn
muni standa við 4) hinn óbeina á-
bata eða hagnað.
Að sjálfsögðu verður þetta aldrei
»áætlað« nákvæmlega fyrirfram.
Beini kostnaðurinn er fjárframlög-
in, er ganga verða til undirbúnings
og framkvæmdanna, þar með undir-
búningur »lærimeistaranna«, verk-
færi og viðurværi í víðtækasta skiln-
ingi. Allar líkur eru fyrir því, eftir
reynslu í öðrum efnum að dæma,
að þessi útgjöld fari langt fram úr
því, sem þegnskyldumenn sýnast
gera ráð fyrir.
Beini ábatínn er verkið sjálft sem
unnið verður (og landið fær). Pegar
tekið er með í reikninginn, að þessa
vinnu eiga að framkvæma ungling-
ar, óharðnaðir og óreyndir og van-
kunnandi í verkunum, sumir nauð-
ugir eins og gengur (en til skyldaðir)
— um fárra mánaða tíma, svo koma
»nýir« —, þá er ekki vel trúlegt,
að »verkið« nái því, að vega upp
kostnaðinn! Og til munu þeir vera,
er telji, að þessu hljóti að fara mjög
fjarri. -
Öbeini kostnaðurinn þ. e. öll þau
óþægindi, frelsisskerðing, vinnutap
m. m. (þar á meðal ef til vill ein-
hver útbúnaður), sem beðið er við,
að þetta fólk er tekið út úr sínum
verkahring, frá ■ þeim störfum, sem
það ella á að vinna o. s. frv. Pað
skal játað, að þótt þetta yrði metið
til einhvers verðs, þá mundi hver
einstaklingur verða að hafa þar »yfir-
mat«, hvað hann sjálfan áhrærir. En