Norðurland - 27.05.1916, Page 4
*vo hin ntuðsýnlegu næringarefni verði
ýmist of eða van, en það er vitan-
l«ga haettulegt.
Reynsla er fengin fyrir því, að
vandalftið er að gefa flestar fóður-
tegundir, án þess að raeira misétist,
en þá hey er gefið og hafa menn til
þess ýmsar aðferðir. Lýsi er bezt að
gefa þannig að ýra því yfir heyið eft-
ir að búið er að gefa í garðinn, f
stað þess að láta það liggja f heyi
sem svo er hrist saman við, eins og
sumir gera. Rúgmél er auðvelt að
gefa á sama hátt með þvf að hræra
það út f nógu vatni og getur það þá
gert sama gagn og lýsi, sem fóður-
bætir á vondu beyi. — Síld hefir og
verið gefin talsvert hér um slóðir á
þann bátt að sjóða hana f graut og
dreifa yfir heyið og þykir afbragðs-
fóður handa öllum skepnum og til-
tölulega ódýrt, þrátt fyrir hið háa verð
sem á henni er. Þannig mætti fleira
telja, en það er óþarfi, þvf menn
finna ætfð nóg ráð, þegar til fram-
kvæmda kemur.
Eg veit það vel, að hér er við
ramman reip að draga, þar sem er
gömul og rótgróin aiðvenja, að setja
á guð og gaddinn og láta reka á
reiðanum, en eg treysti þvf samt, að
skynsamir og nýtir bændur geri nú
hið bráðasta tilraun til að brjóta
þenna gamla fjanda á bak aftur, þeg-
ar hægt er að sýna fram á með ljós-
um dæmum, að kostnaður og örðug-
leikar eru hverfandi, samanborið við
alt það tjón, sem ógætilegur ásetn-
ingur er búinn að baka þjóðinni og
á eftir, ef sama búskaparlag heldur
áfram.
Þó sumir skelli skuldinni á lög-
gjöfina, segi að hún eigi að ráða bót
á þessu máli og telji flest hennar
unnin verk f þarfir þess ónýt, þá er
eg ekki fyllilega þeirrar skoðunar, þvf
sjái almenningur ekki sinn haginn f
þvf að bæta ásetninginn, þá þýða Ift-
ið ströng Iagaboð, þvf sem kunnugt
er, er það ekki siður á íslandi að
fara mikið eftir þeim lögum, sem á
einhvern hátt koma f bága við manns
eigin skoðanir og þá er ekki heldur
siður að klaga, þó einhver fari ekki
nákvæmlepa eftir Iagabókstafnum, enda
eru íslendingar engir bókstafstrúar-
menn.
Bezt mundi það hrífa, að einstakir
dugnaðar- og framtaksmenn gengju á
undan f sfnum sveitum f þvf að leið-
beina þeim og liðsinna, sem örðugra
eiga og miður sjá hvað f húfi er, þvf
sé hægt að koma þvf inn hjá þjóð-
inni hvflfk nauðsyn er á lagfæringu
þessa máls og jafnframt að það er
tiltölulega auðvelt og ódýrt, þá er
stór sigur unninn. Auðvitað geta góð
lög gert mikið gagn, með góðum vilja
á því að nota þau og færa á betri
vég, f stað þess að leitast sffelt við
að finna á þeim smugur, en óneitan-
lega væri það skemtilegra og lýsti
meiri þroska hjá þjóðinni að hún lag-
aði þetta sjálf, án strangra lagaboða
og framfylgingu þeirra.
Eg vil að endingu skora á alla
góða Þingeyinga fyrst og fremst, og
svo alla þá menn þessa lands, sem
nokkurs megna f þessu máli, að stfga
á stokk og strengja þess heit að gera
sitt ftrasta til þeíta verði seinasta fell-
isárið á fslandi.
Helztu menn í hverjum hrepp ættu
að taka sig saman um það að halda
fundi, brýna þetta fyrir mönnum og
bindast sfðan órjúfanlegum samtökum
um það að vera sér úti um nægan
vöruforða að baustinu ef þörf krefur
og róa að þvf öllum árum að enginn
skorist undan Hér má engin eigin-
girni koma til greina; þeir sem bet-
ur eru stæðir mega ekki horfa f að
leggja á sig nokkurra aura gjald til
bjargræðis sveit sinni, sé það nauð-
synlegt; það margborgar sig, meira
að segja f þessu lffi, því almenn vel-
megun léttir byrðar þeirra, sem nú
bera þær þyngstar.
Skrifað á páskum 1916.
Sigurður Egilsson,
frá Laxamýri.
M Zadigs
pvottadufc
með fjóluilm
er ómissandi hverri húsmóður. Hin
gamla aðferð að nudda þvottinn upp
úr sápuvatni er orðin úrelt, allir vita
að fatnaður og dúkar slitna óhæfilega
með þeirri þvotta-aðferð og eru því
að hætta við hana, en taka upp þvotta-
aðferð með M. Zadigs þvottadufti f
staðinn. Duftið er leyst upp í vatni
þvotturinn svo lagður í þann lög og
þegar hann hefir legið þar hæfilega
lengi, er aðeins skolað úr honum,
ÁN þess hann sé nuddaður. ZADIGS
ÞVOTTADUFT SPARAR þvf mikið
erfiði og tfma, SPARAR sápu og sóda
og slítur ekki þvottinum. Biðjið því
kaupmenn yðar um ZADIGS ÞVOTTA-
DUFT. Það fæst f öllum vel birgum
verzlunum og ryður sér hvervetna til
rúms. Því það er margfait ódýrara og
betra en sápa og sódi
Sápur og ilmvötn ,tannmeðalið » Oral«,
Lanolin Hudcréme, raksápuna Barbe-
r*n> og gólfþvottaduftið fræga frá
JVI. Z a d i g
konungl. hirðverksmiðju f Malmö
ættu allir, yngri og eldri að kaupa.
Síldarolíuverksmiðjan
ÆGIR
í KROSSANESI
kaupir hrein, óskemd og góð
STEINOLÍUFÖ T
hœsfa verði
og ættu pví allir sem eiga ó-
seld steinolíuföt að snúa sér
pangað. Þeir sem ekki eiga leið
fram hjá verksmiðjunni, geta
samið um söluna í talsíma frá
Akureyri og afhent svo fötin
eftir pví sem um semur. Kaup-
menn í nærliggjandi verzlunarstöð-
um ættu að grenslast um verðið.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
Sænskt
timbur
nýkomið í
verzlun
CáRL HÍ0EPFNERS
Skófatndður,
eftir nýjustu tízku, margar tegundir og miklar
birgðir, nýkomið í verzlun
HARALDAR jÓHANNESSONAR.
Verð afarlágt eftir gæðum.
Vínber
fást enn þá
í verzlun
Péfurs Péfurssonar.
Heitar kerlaugar
geta menn fengið á sjúkrahúsinu »GUDMANNS
MINDE« daglega, þó með einnar klukkustundar
fyrirvara.
Kosta eina kr. fyrir manninn.
Min
Kommissionsforrefning’
for Salg af Sild, Tran, Fisk, Rogn og andre Islandsprodukter
anbefales. — Reelle og prompte Opgjör.
Ingvald Berg, Bergen. Norge.
Referance: Landsbankens Filial, Isafjord. Telegrafadresse:
Bergens Privatbank, Bergen. Bergg, Bergen.
Vanan og duglegan
nófabassa
vantar við síldveiði í sumar, — R. v. á.
Kaupamaður
óskast f sumar, helzt nú þegar, á
gott heimili. Hátt kaup í boði. —
Uppl. gefur afgr. »NI.« og Sigurður
Friðriksson f Brekku.