Norðurland

Útgáva

Norðurland - 30.09.1916, Síða 2

Norðurland - 30.09.1916, Síða 2
Nl. 162 í heild sinni í framkvæmd? Eða er E. Á. búinn að gleypa þá flugu »íslend- ings« að Heimastjórnarflokkurinn hafi nú orðið »engan tilverurétt* ! !!? Það er kynlega hugsað um flokk sem var í mestum hluta á sfðasta þingi, og sem vann glæsilegastan sigur við lands- kosningarnar, flokkinn sem unnið hef- ir nú f fleiri ár að mestu framfara- málum þessa lands, og mun óefað beita sér enn fyrir framfaramálin frekar en ómyndaðir flokkar og flokks- brot sem eru nú sum í dauðastrfð- inu. Eyfirzkir kjósendur! Þið [sem í mörg ár hafið notið þeirrar sæmdar að vera taldir einna fremstir af kjósendum þessa lands f stefnufestu með að fylgja þeim flokki sem öflugast hefir lyft landinu á framfarabrautina, og kosið þann mann til þings ár eftir ár sem hefir verið formaður Heimastjórnarflokksins, látið ykkur ekki þá skömm henda, að kjósa í hans stað, mann sem ekki vill bjóða sig fram sem Heimastjórn- armaður fyrir þetta kjördæmi, ekki neinn sem er eins og reir af vindi skekinn. Þetta er áskorun frá mér, og von- andi munu fleiri taka undir hana. Einar Sigfússon. $ llm láð og lög. i { « — Frú Kristjana Hafstein, ekkja Péturs amtmanns en móðir Hannesar Hafsteins varð áttrœð að aldri 20. þ. m. Hún hefir um mörg ár undanfarið dvalið hjá Hannesi syni slnum og er ern eftir vonum, þótt hún yrði fyrir þvi slysi aö fótbrotna slðastl. vetur. — fslenzka bibllufélagið varð 100 ára 10. þ. m., stofnað af brezkum presti, Ebeneser Henderson, er hér ferðaðist um land fyrir 100 árum og þá skrifaði góða ferðasögu frá íslandi. — Jón Helgason prótessor hefir verið á fyrirlestraferðalagi um Dán- mörku i sumar (eftir beiðni frá Dön- um) og er nú nýkominn heim. Um kosningarnar. í Suður-Múlasýslu bjóðá sig fram, auk þeirra, er getið var f sfðasta blaðij: Sveinn Ólafsson umboðsmaður f Firði og Ólafur Thorlacius læknir á Bú- landsnesi. Fylgjast þeir fyrv. sýslu- maður G. Eggerz og Ólafur læknir að kosningum og bjóða sig fram í nafni »Þversum«-flokksins. Sveinn Ólafsson er gamall Sjálfstæðismaður, en ekki veit »N1.« hvort hann er »þversum« eða »langsum«. í Árnessýslu eru tveir bændur komnir á sóknarsviðið, auk þeirra sem áður er getið. Þeir eru báðir gamlir Heipia- stjórnarmenn og heita Árni í Alviðru og Böðvar á Laugarvatni, én ekki veit »N1.« föðurnöfn þeirra. Jón Jónatans- son hefir dregið sig í hlé aftur og fylgjast þeir Einar ráðherra og Gestur fHæli nú að kosningum að sögn. Jón Þorláksson kvað fara einn sinna ferða og ein sagan segir, að Heimastjórnar- menn í sýslunni styðji Einar Arnórs- son til kosninganna og þá Jón Þor- láksson og Sigurð búfræðing með hon- um á vfxl. (Ilœslleirt timabll. Heimastjórnarfíokkurinn Eizti bióB- 1 Qreinileg og á- málaflokkur I , landsins, I kveðin . þjóðmála- .. ' flokkaskifting hér á landi kemur í rauninni fyrst til sög- unnar þegar við fengum innlenda ráðherrastjórn 1904. Þó er Heima- stjórnarflokkurinn eldri. Hann er í öllu falii stofnaður á þinginu 1901, svo að hann fylgir öldinni að heita má. Á þinginu 1903 var hann í sterkum meiri hluta, því kosning- arnar þá um vorið féllu honum mjög í vil. Hélztu menn hans, sem í kjöri voru þá, náðu flestir kosn- ingu, en ýmsir þeirra er mótstöðu- menn hans höfðu mest í broddi fylkingar, féllu eins og flugur. Það varð því hlutskifti Heimastjórnar- flokksins að ákveða um myndun fyrsta innlenda ráðaneytisins. Hann lagði til að Hannesi Hafstein yrði falið það starf og félst konungur á það. Heimastjórnarflokkurinn réði því stjórn landsins eða bar ábyrgð- ina á henni fram til þess er ráð- herraskiftin urðu 1909 að afstöðn*- um kosningunum 10. september 1908. Þegar Iitið er yfir þær framfara fram- kvæmdir sem orðið hafa hér á Iandi síðan í ársbyrjun 1904, getur engum manni dulist að glæsilegasta tímabi liðer frá 1903 og til síðari hluta ársins 1908 eða þau árin er Heimastjórnarflokkurinn var sterkastur og réði einn öllum fram- kvæmdum. Þá er síminn lagður, þá er vegamálum landsins komið í fast framkvæmdaskipulag, brýr eru bygð- ar yfir hverja stórána á fætur ann- ari, vitar eru reistir með ströndum fram, skólamálum óg fræðslumálum þjóðarinnar er kipt í betra horf en áður, og skattamálin tekin til með- ferðar síðustu árin og rækilegri rannsóknar en átt hefir sér stað áð- ur og síðan. Með öðrum orðum: Þá var framkvœmt mikið af þeim um- bótum og framförum sem þjóðin hafði áður látið sér nægja að tala um að væru nauðsynlegar. Hniznun - j Allir íslendingar vita að sambandslagafrum- varp milliríkjanefndar- innar frá 1907 varð Heimastjórnar- flokknum að fótakefli og hálfgerðu fjörtjóni við kosningarnar 1908. Hann varð þá í algerðum minni hluta og annar flokkur tók við stjórninni yfir landinu og þjóðinni. Þá fékk vald- boðs- og þrælaupppeldisstefnan í fyrsta sinn byr undir vængi í lög- gjöf þjóðárinnar, »bannlög" eru gefin út og staðfest tii þess að kúga þjóð- ina, margt er fært úr skorðum af því sem komist hafði á fastan grund- völl síðustu árin, löggjöfin öll á reiki, framkvæmdir til þjóðnytja Iitl- ar 0. s. frv. Haustið 1911 fóru aft- ur fram kosningar og fóru þær svo að Heimastjórnarflokkurinn fékk aft- ur álitlegan og fjölmennan meiri hluta, en sá meiri hluti var sund- urlaus í sjálfu sér. Flokkurinn tók aftur við ábyrgð á stjórn landsins á aukaþinginu 1912, en bæði þá og sérstaklega á þinginu 1913 sýndi lcyrstaða. það sig að nauðsynlegt var fyrir flokkinn að fá dálítinn tíma til þess að kippa í lag því sem aflaga hafði farið á síðustu árum, áður en hann gæti verulega hafist handa til þess að beita sér fyrir nýjum fram- kvæmdum í þarfir lands og þjóðar. En það ráðrúm fékst ekki, því við kosningarnar er stjórnarskrárbreyt- ingin olli og fóru fram 10. apríl 1914 varð flokkurinn aftur í minni hluta ©g Iét af stjórn landsins. — Þeir atburðir er gerst hafa undir stjórn þeirra manna er síðan hafa farið með völdin eru öllum í fersku minni og munu fáir þar geta bent á margt nýtilegt þegar frá er skilin síðasta stjórnarskrárbreyting og út- vegun fánans, sem þó var oddvita Heimastjórnarflokksins mest að þakka sem kunnugt er. Þlóðartraust. Þjoðin hefir stöð- Vandræðamenn. Ugt haft eindregið traust á Heimastjórnarflokknum. Það hefir sýnt sig hvað eftir annað, þeg- ar hún hefir fengið tóm til að átta sig á málunum, þótt fyrir hafi kom- ið, að snurða hafi hlaupið á. Nú er hátt látið af ýmsum, um að öll flokka- skifting þurfi að breytast, gömlu' flokkarnir eigi engan tilverurétt leng- ur og að nýir þurfi að rísa upp. Hverjir halda þessu fram? Svarið er við hendina. Það eru vandrœða- menn þeirra flokka, sem Heimastjórn- arflokkurinn hefir sigrað, þeir sem nú vita ekki hvar þeir eiga að vera í umræðum um þjóðmálin, þeir sem enga hugsjón bera fyrir brjósti til almenningsheilla, en leggja alt kapp á að sundra Heimastjórnarflokkr.um til þess að geta svo freistað hinnar pólitisku gæfu með ólátum í grugg- inu. Ekki er neinn vafi á, að Heima- stjórnarflokkurinn kemst óskemdur yfir þær feigðargrafir, sem þessir menn reyna að búa honum, og þó að ein og ein lítilsigld sál, sem til hans hefir talist, verði svo ósjálf- stæð, verði svo ósjálfstæð að hverfa undir merki vandræðamannanna, þá gerir það ekki til. Flokkurinn er svo mannsterkur, að hann þolir það tap. QrundvSIIur Það Sem ÞVÍ nÚ á að framtíBar- vera efst í hug allra huzsióna. sannra Heimastjórnar- manna við kosningarnar, sem eru að fara í hönd, er að efla tlokkinn með því að styðja einungis til kosninga þá menn, sem eru hreinir og sannir Heimastjórnarmenn í orðsins fylsta skilningi, svo að flokkurinn fái hrein- an meiri hluta að kosningunum lokn- um og geti tekið ábyrgð á stjórn landsins og hrundið til framkvæmda ýmsum þeim málum, sem menn að eins hafa látið sér nægja að tala um að undanförnu. Það er víst, að eng- inn annar flokkur hefir líkur til þess að geta þetta. Og eins er hitt víst, að Heimastjórnarflokknum ætti að vera það auðvelt. Hann er f raun og sannleika það afl, sem verður að vera grundvöllur undir framkvæmd fram- tíðarhugsjóna landsins beztu sona, ef vel á að takast. * Bókaverzlui) Kr. Guðmuijdssonar Oddeyri hefir fengið mikið úrval af allskonar ritföngum, höfuðbókum, pappírs- bsekur í folío og kvart, stílabækur skrifbækur o. fl. o. fl. Nýjar bækur: Jón Laxdal: Sönglög I, Hulda: Syngi, syngi svanir mfnir. Valur: Brot. Magnús Jónsson: Vestan um haf. Jules Verne: Ökuhúsið. Paul Heyse: Rómverska konan.. Glímubók. Knattspyrnulög. Þorl. H. Bjarnason: Fornaldarsaga. Skólabækur. Bókmenlafélagsbækur 1916. Þjóðvinafélagsbækur 1916. Iðunn 1916: I. og II. o. fl. o. fl. Bókmentafélagsmeðlimir utan Akureyr- ar eru beðnir að vitja bóka sinna sem fyrst og borga jafnframt tillagið. r Frá blóðvellinum. Rúmenar hafa unnið nokkurn sigur á sameinuðum her Búlgara og Þjóðverja. Frakkar og Bretar hefja svo á- kafa sókn á Þjóðverja í Norður- Frakklandi að talið er að aldrei hafi öðrum eins ógnum af tundri og blýi rignt niður síðan sögur hófust. Zeppelinsáhlaup á England. Nokk- urt tjón. Miklar friðarhreyfingar gera vart við sig í Austurríki. Þjóðverjar segjast nú hafa nóg brauð og kjöt, svo þeir séu af- Iögufærir. * »Ekki Heimastjórrjarmaður«. í sfðasta tölublaði »Nl.« eru nöfn þingmannaefna þeirra sem talin eru í Heimastjórnarflokknum prentuð með skáletri á fyrstu sfðu blaðsins. Eftir að sú hlið blaðsins var prentuð, en áður en önnur og þriðja sfða þess voru fullgerðar til prentunar, átti »N1.« tal við Einar á Litla-Eyrarlandi og spurði hvort ekki væri rétt hermt, að hann biði sig fram sem Héirnastjórn>- armaður, þar eð hann hefði talist til þess flokks síðustu árin, Blaðinu til mikillar undrunar, svaraði hann þvf eindregið ncttandi, sagði að svo væri alls ekki. Þvf var sett á þriðju síðu blaðsins, leiðrétting samkvæmt þessari skýrslu Einars og þar bætt við, að »kjósendur vissu þá á hvaða bekk þeir ættu að skipa honum* (nefni- lega: að þá gæti enginn sannur Heima- stjórnarmaður greitt honum atkvœði). Ut af þessari smáklausu biður É, A. blaðið fyrir eftirfarandi: Herra ritstjóri „Norðurlands"! Pér hafið i blaði yðar 23. þ. m. skýrt villandi frá viðtali okkar um þing- menskuframboð mitt. Eg tók það skýrt fram við yður, að eg byði mig fram hvorki sem héimastjórnar- eða sjálf- stæðismaður; og ef þér ætlist til að ummæli yðar verði skilin á þá leið, að eg fylgi „Pversum"mönnum að málum, þá er sú aðdróttun yðar al- gerlega heimildarlaus; ifyrsta lagiaf þvi, að eg er andvigur stjórnmála-

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.