Norðurland


Norðurland - 12.05.1917, Síða 1

Norðurland - 12.05.1917, Síða 1
Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 18. blað. j ' Akureyri 12. maí 1917. J’ XVII. árg. In gólf u r Á rnaso n frá Þverá í Reykjahverfi. Að kveldi er seint af vcerum vonardraum að vakna og sjá að henni er bruggað tál; á meðan dagur býður gleðiglaum er gengin þjóðbraut — fram i sjávarmál. Vér lásum stutt i llfsins kenslubók og litum ekki þá á fremstu nöf, er roði vorsins risnu sína jók og rétti ungling blóm í sumargjöf. 1 foreldranna auga er scelu að sjá, þvi sjáaldrinu er yfir kvlða býr, er vordls jlytur Ijómann bernskubrá i brekkunni, er mót suðri snýr. En sporin vorra barna úr blómareit, þau beinast út á þessa og hina leið, er lenzkan kallar okkar œskusveit og ögrar henni fram á mentaskeið. Ef ájöll hitta unglingsbát í sjó, svo yfir gengur bceði skip og mann, er niðurstaðan jáfnan þessi þó. að þat) er bezt, sem fcest í heimarann. Og þá er barni gengna tiðin góð, og gott að rifja upp móður sinnar tal og þau hin dýru þrasta morgunljóð um þvera hlið og endilangan dat. Ef barnið okkar reynir þunga þraut og það er eitt og veit sér búið grand. þá finst þvi sérhver brekka og berjalaut og bvefarvarpinn heima dýrðarland. * * • Á valdí þess ar dregur dulartaum og dœgramótum veldur sí og ce, vér berumst eins og lauf með leynistraum er leitar óss og hverfur fram i sœ. Hve sliinum blómum frám um jarna leið er feykt og stráð, er vorið seldi grið; þvl sjaldan lengi sólmánuður beið, hann svignar fyrir þungum stormanið. Á sölnuð strá i sjálfs min vangareit er saga skráð um aldurtila manns, og unglingurinn fer i sinu sveit er sigðin gamla, reidda vitjar hans. 1 sporin djúpu flestir feður ná, er forsjá þeirra og móður umsjá lauk, með Agli á Borg að heimta hrönnumfrá og heim til moldar bera cettarlauk. Með byrðingsmönnum Böðvar heiman fór, þvi bláum unnum vildi kynnast sveinn; en honUm varð að kveldi sollinn sjór, að svacfli fenginn votur unnarsteinn. / fjarlœgðina, að stöðvum bjarma blám er börnum vorum stefnt — i menta reit. Við föður skilin, fjarlœg móðurhnjám, er flestum þeirra tvísýn gœfuleit. Þvi, menningin’ er margýgur við ós; i mardýpi; inn við fjarðahorn, sem ber i auga brennidepla ijós, er bezta dis að lofa — en efnda norn. Við brotsjó glaums er hlegið hátt i kvöld, en harmur á sitt mœtda brekkuskeið, er faðir hnipinn ber sinn brotna skjöld og brynju slitna móðir heim á leið. Pau grátnu augu fann eg mœna á mig, frá moldinni, er heim á leið var sótt. Par finnur loksins margur sjálfan sig, er sólarlagið býður — góða nótt. G. F. \ Dýrtíðar-hugvekja. Marga furðar á því og efcki minst Bandamenn í ófriðinum, að Þjóðverjar skuli ekki fyrir löngu hafa uppgefist vegna matarskorts og sultar. En það er að þakka því, að þeir tóku það ráð í tíma að fara sparlega með matar- forða sinn og nú er þjóðin öll, orðin æfð í því, að spara allar sínar nauð- synjar. Nýlega fekk eg bréf frá kunningja mínurn í Berlín 0. Norðmann) dags. snemma í aprfl; lætur hann þar vel af högum sínum, að þvf undanskildu að kolaskortur hafi verið mikill um tíma, meðan kuldinn var afarmikill. En hann segist fá nóg að borða og matarskortur ekki meiri en í fyrra, þegar eg var f Berlín. Eftir öllum fréttum að dæma mun matarskortur vera orðinn eins mikill f sumum hlut- lausum löndum eins og í Þýzkalandi. Og í öllum blöðum útlendum sem maður les, eru hugvekjur um sparnað í hvívetna. Þó sumum máske virðist óþarfi að prédika sparnað á íslandi þá mun þó vaíalaust að mörgum muni þörf á að spara, því lengi kann vont að versna, og tel eg þvf vel til fallið að skýra frá því, sem eg hefi lesið um eldsneytis- og matarsparnað í út- löndum. Það er orðið alsiða að nota hey- kassa eða moðsuðu, sem kallað er. Þetta er svo einfalt mál, að allar hús- mæður gætu tekið það upp. Um það skal eg ekki fjölyrða hér, heldur vísa til matreiðslubókar eftir ungfrú Jóninnu Sigurðardóttir. Þar er nákvæmlega gerð grein fyrir aðferðinni. Erlendis tíðkast nú mjög hentugir suðukatlar. Þeir eru gerðir úr sterku efni, svo að þeir þola að vera settir inn f sjálft eldhafið, hvort sem er á ofni eða eldavél og kemur upp suðan f þeim á augnabliki. Þesskonar katla þurfa kaupmennirnir að panta hingað við fyrstu hentuglcika því þeir eru mjög til búdrýginda. í stórbæjum á Þýzkalandi, f Kaup- mannahöfn og vfðar, hafa bæjarstjórn- imar gengist fyrir stofnun matsölu- húsa þar sem matur er eldaður handa mörg þúsund manns og seldur eins ódýrt og hægf er. í sumum þýzkum bæjum fara vagnar um göturnar með tilbúinn beitan mat og geta allir sótt sér málsverð sem óska þess. Eftir stríðið verður þessu sennilega haldið áfram því í þessu e? mesti sparnaður fólginn. Það þarf ekki mikinn skarp- leika til að sjá hve mikið eldsneyti, hve mikil fyrirhöfn og hve margar vinnukonur mundu sparast ef t. d. allur matur handa Akureyrarbúum væri eldaður á einum stað, í einu eldhúsi f stað þess eins og nú er f mörg hundruð stöðum á mörg hundruð eld- stæðum af mörg hundruð vinnukonum. Og hugsa sér al!a potta og sleifar, uppþvott, I-arklúta, pottabrúkun, reyk, sót og sút sem þar við sparaðist—og eldhúsin sjálf væri hægt að leigja út! Væri ekki þægilegt að geta sent eftir heitum tilreiddum miðdegisverð með jafniftilli fýrirhöfn og við núna send- um í búðina eítir eldspítum, eða brauði í bakarfið. í Kaupmannahöfn er nú eldaður matur sameiginlega handa 50,000 manns. Væri þá ekki smáræði að elda fyrir 2000 f Hvað ódýrt mataræði snertir, hefir enginn vfsindamaður ritað af jafnskyn- samlegu viti og danski læknirinn Hindhede, sem eg hefi áður skrifað um, bæði í þessu blaði og vfðar. Þjóðverjar hafa hagnýtt sér kenningar hans langt um betur en Danir sjálfir og gæti eg trúað þvf, að næst Hind- enburg verði Hindhede þakkað mest hve Þjóðverjar hafa staðið sig vel í stríðinu. Með ftarlegum tilraunum, bæði á sjálfum sér og öðrum hefir Hindhede sýnt það og sannað óhrekjanlega, að heilbrigður maður getur f heilt ár lifað eingöngu á kartöflum og smjör- líki, V2 ár eingöngu á rúgbrauði og smjörlíki og >/2 ár eingöngu á bygg- grjónagraut með sykri og smjörlíki. Við þessa óbreyttu fæðu hafa menn haldið fullri heilsu og Ifkamskröftum og verið í góðu skapi. Til drykkjar höfðu þessir menn, hvorki öl, mjólk, kaffi eða te, heldur aðeins vatn og meðal annars það vatn, sem kartöfl- urnar voru soðnar í, því bæði þótti þeim það sælgæti og holt til neyzlu, enda hefir það verið talið læknislyf og varnarlyf gegn gigt, frá gamalli tíð. Það er að vísu engin nýjung að kartöflur séu góð fæða, sem nægi því nær eingöogu til matar Fátækt fólk á írlandi og Þýzkalandi hefir sannað það fyrir löngu. Og márgir munu kannast við orð Friðriks mikla: »með- an til eru kartöflur, blý og púður f landinu, er engin ástæða til að gefast upp.« En þenna sannleika um kart- öflurnar, á Hindhede heiðurinn skilið fyrir, að hafa rifjað upp fyrir mönnum. Fæstir sem geta, munu láta sér nægja með kartöflur og smjörlfki til matar eingöngu. Hindhede hefir því upphugsað þann mat, sem fjöldi fólks myndi geta látið sér nægja með, en þó er einhver sá ódýrasti sem völ er á. En hann er þessi: Til morgunverðar: 1 diskur af bygggrjónagraut með sykri út á og 6 hálísneiðar af smurðu rúg- brauði (Smjörlfki er eins nærandi og smjör). Til miðdegisverðar: S vænar kartöflur ásamt vatninu sem þsr eru soðnar f. Til kveldmatar: 1 diskur af bygggrjónagraut með sykri út á og 6 hálfsneiðar af smurðu brauði Þessi dagfæða gefur manni 3040 hitaeiningar og er talin nægja hverjum meðalmanni, en sennilega þurfa þeir sem hafa stranga vinnu, að fá meira, eða um 4000 hitaeiningar. Verð þessarar fæðu á dag var í Danmörku f haust. 42 aurar en eftir verðlagi eins og nú er hér, nemur hún 67 aurum. Hindhede telur þenna mat fuilboð- legan hverjum manni þegar í neyðina rekur. Og er öllum fróðlegt að vita að hægt sé að komast af með þetta. Hafi menn ráð á mjólk út á grautinn, eða eitthvað af fiski eða kjöti með brauðinu, þá er vandalaust að lifa. Hér á landi, þar sem seint mun þrjóta kjöt og fiskur, langt um ódýrara en nokkurstaðar annarstaðar, verður minni vandi að komast af, en vfða erlendis. Steingrímur Maíthíasson. X Yfirlýsing. Með því að eg hefi heyrt, að það hafi verið borið út á sumum stöðum á landinu (t. d. Akureyri), að eg hafi beiðst inritöku í »Framsóknarflokkinn« svonefnda á Álþingi 1916 (aukaþing- inu), skal eg hérmeð lýsa yfir þvf, þótt eg telji það litlu máli skifta, að þetta er með öllu ósatt og tilhacfulaust. Ef hér er ekki farið með vfsvitandi ósannindi í þessum orðrómi, þá hlýtur hann að stafa af þvf, sem nú skal greina : í flokk út af fyrir sig skipuðu sér á þinginu þetsir fjórir: Undirritaður, Einar Arnórsson, Magnús Guðmunds- son og Magnús Pétursson, en við at- kvæðagreiðslur skiftust þeir af ásettu ráði með hinum stærri flokkum (Heima- stj. og »Frams.«), þegar um ýms meiri háttar atriði var að ræða (t. d. nefnda- kosningar). Magnúsarnir töldu sér hentast að vera f kosningasambandi við »Frams fl.«, og minnist eg þess. að M G., sem var á fundum þar, sagði okkur eitt sinn, að hann hefði orð- fært það á flokksfundi þeirra, hvað þeir segðu til þess, að reyna fá okk- ur alla til þess að verða með þeim— þvf að hann kaus helzt, að við vær- um allir í sama kosningasambandinu —, og eftir því sem mér skildist, kom það til atkvæða hjá þeim á fundinum, en — »meiri hluti* fundarmanna var þvf mótfallinn að fá okkur tvo, mig og E. A., í sambandið 1 Þetta mun vera alt og sumt, en eftir þessu falaðist eg aldrei (og heldur ekki E. A., eftir þvf, sem eg veit bezt). Heyrði eg síðar, að þeir »fram- sóknarmenn* hefðu verið hræddir um það m. a., að við gerðumst þeim »of- jarlar«,ef við kæmum í samfélag við þá! I Rvík, 20. raarz 1917. Qlsli Sveinsson.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.