Norðurland


Norðurland - 04.07.1917, Side 2

Norðurland - 04.07.1917, Side 2
» Nl. 102 Alþ i ngistíðindi. Alþingi var sett, eins og ráðgert var, mánudaginn 2. júlí. Séra Frið- rik Friðriksson prédikaði í dóm- kirkjunni við hina vanalegu guðs- þjónustugerð. Eftir það gengu þing- menn til alþingishússins og var þar fyrst settur fundur í sameinuðu þingi. wt>versum4,-menn og *Litla-þvers- um“-menn voru sem einn maður við forsetakosninguna og kusu Krist- inn Daníelsson fyrir forseta, hlaut hann 20 atkvæði eins og á auka- þinginu í vetur, en 18 atkvæðaseðl- um var skiiað auðum og voru þeir frá Heimastjórnarmönnum og banda- mönnum þeirra. þá gerði og wÞvers- um« Sigurð Eggerz að varaforseta. sameinaðs þings. í neðri deild var Ólafur Briem aftur kosinn forseti, Benedikt Sveins- son fyrsti varaforseti og Bjarnijóns- son frá Vogi annar varaforseti. Skrifarar: Qísli Sveinsson og Porst. Jónsson. í efri deifd var Q. Björn- son kosinn forsetí, Quðjón Quð- laugsson fyrsti varaforseti og Magn- ús Kristjánsson annar varaforseti. Skrifarar: Eggert Páisson og Hjört- ur Snorrason. — Þegar kosningun- um var iokið og búið að leggja fram stjórnarfrumvörpin var fundar- hvíld og þá sagt að þingmenn hefðu farið að wbræða“ ýmisleg áform. Varaði sá »bræðingur“ ailan síðari hluta mánudagsins og allan þriðju- daginn en í dag voru loks haldnir fundir í báðum deildum. Stjórnin lagði 20 lagafrumvörp fyrir þingið. Er þar fyrst að teija frumvarp til fjárlaga fyrir 1918 og 1919, ásamt hinum vanalegu fyigi- fiskum — fjáraukalagafrumvörpum tveimur. Um hin má í fám orðum segja að þau séu svo, að enginn ráðherrann hafi áður, síðan stjórnin fluttist inn í landið, haft hugsjóna- snauðara né stefnuiausara á borð að bera fyrir þingið, en það er þess- ir þrir leggja nú saman í og er það að vísu í samræmi við annað, en þó var ekki fjölgun ráðherra nauðsyn- leg til þess. Annars kvað þetta vera efni þessara frumvarpa: Breyting á iögum um sjúkrasamiög, um slysa- trygging sjómanna, um breyting á ellistyrktarsjóðslögunum, um lög- aldur (21 ár), um framkvæmd eigna- náms, húsaieigulög fyrir Reykjavík- urbæ, um þóknun til vitna, um laun og aukatekjur hreppstjóra, um dýr- tíðaruppbót embættismanna, um einkasölu á steinoiíu (heimildariög), löggilding mælis og vogar, heimild- arlög um frestun á sölu þjóðjarða og kirkjujarða, viðaukalög um korn- forðabúr til búfjártryggingar, um breyting á vegalögunum, um fiski- veiðasamþyktir og lendingastaði, um fyrirhleðslu Pverár og Markarfljóts, um samþykt landsreikninga. Þessar nefndir, sem lögskipaðar NÓTUBÆKUR (tvíritunarbœkur) fást í prentsmiðju Gdds fyörnssonar. Mikið af allskonar skófatnaði sem verður seldur mjög ódýrt eftir gæðum, kom með s. s. »Edina« í verzlun 3. Sigurðsson & 6. Sunnarsson. S. Sigurdsson. eru með þingsköpunum, voru kosn- ar í dag: Fjárhagsntfnd í Neðri deild: Gísli Sveinsson, Þórarinn Jónsson, Hákon, M. Quðmundsson, Þorsteinn. Efri deild: H. Hafstein, Haildór Steinsen, Sig. Eggerz. Fjárveitinganefnd N. d.: Pétur á Gautlöndum, Matthías, Magn. Pét- ursson, Bjarni Vogi, Skúli, Jón á Hvanná, Þorleitur. E. d.: Eggert Pálsson, Jóh. Jóhannesson, Magnús Kristjánsson, Kari Einarsson, Hjörtur Samgöngumálanetnd. N.d.:Þórar- inn Jónsson, Oísli Sveinsson, Björn Stefánsson, Bened. Sveinsson, Hákon, Þorsteinn, Þorleifur. E. d.: Quðjón Guðlaugsson, HalHór Steinsen, Sig. Eggerz. Landbúnaðarnejnd. N. d. Sig. Sig- urðsson, Stefán Fagraskógi, Pétur Hjörsey, Einar Eyrarlandi, Jón Hvanná. E. d.: Guðjón Quðiaugs- son, Quðm. Óiafsson, Hjörtur. Sjávarútvegsnefnd. N. d.: Björn R. Stefánsson, Matth. Óiafsson, Pét- ur Ottesen, Jörundur, Sveinn í Firði. E. d.: Magnús Kristjánsson, Kr. Daníelsson, Karl Einarsson. Mentamálanejnd. N. d.: Magnús Pétursson, Stefán Fagraskógi, Bjarni Vogi, Sveinn Firði Jörundur. E. d.: Eggert Pálsson, Magn. Torfason, Ouðm. Ólafsson. Alsherjarnefnd. N d.: Einar Arn- órsson, Einar Jónsson, Pétur Otte- sen, M Quðmundsson, E. Árnason. E. d.: H Hafstein, M. Torfason, Kr. Daníelsson. Flokkaskifting á þinginu er svo að Heimastjórnarmenn eru 15 eins og áður og í kosningasambandi við þá: Oísli Sveinsson, Einar Arnórs- son og Magnús Pétursson. Þessir 18 tóku ekki þátt í forsetakosningu sameinaðs þings. Ýmisiegt er talað um óánægju yfir stjórninni en ekki mun í bráð vera líkur til breytinga á þeim svæð- um. X Frá blóðvellinum. Rússar hafa gert grimmileg á- hiaup nálega á ailri herlínunni að austan. Hafa unnið mikið á í Oali- zíu og tekið þar um tíu þúsund ósærða fanga. Fimm Þjóðverjar hafa verið tekn- ir fastir í Kaupmannahöfn fyrir að hafa njósnað víðsvégar í Danmörku. Bandamenn hafa nú Aþenuborg á sínu valdi og ráða þar öliu með Venezelos í fararbroddi. Qrikkir hafa slitið stjórnmálasambandi við mið- veldin og friðslitatilkynning aðeins talin ókomin. Utanríkisráðherra Svisslands olt- inn úr sessi, uppvís að því að reyna að koma á sérfriði milli Rússa og Þjóðverja. Kína er orðið keisaradæmi og Hsuan-Tung orðinn keisari. Finnlendingar krefjast af hinni nýju stjórn Rússlands að hún sam- þykki að Finnland fái að gerast lýðveldi tafarlaust. French tiikynnir að Bretar hafi unnið af Þjóðverjum stóra lands- spildu yið Vauxonillon. ll m l á ð o g t ö g. ” T — Guðm. T. Hallgrlmsson héraðs- lœknir á Siglujirði hefir dvalið i út- löndum í vetur til þess að kynna sér nýjustu framfarir t lœknisvisindum. Hann kom heim til héraðs sins (frá Reykjavik) á wEscondito“ um daginn. — Skipherra á wWillemoes“ er orðinn jón Erlendsson, sem undanjar- ið hefir verið yfirstýrimaður á „Gull- jossi“. — wEscondito“ leiguskip landsjóðs er fór frá Siglujirði um daginn hlað- ið sild til Englands var skotið niður á leiö þangað. Á skipinu voru tveir Islendingar (hásetar). Bryti var Nielsen jrá Baldurshaga við Reykjavik. Skip- verjar björguöust allir lijs af. — Seglskipið „ Akureyri“ er Pjóð- verjar tóku nýlega (hlaðið timbri til Sig. Bjarnasonar) á leið hingað hefir nú verið látið laust ajtur oger vœnt- anlegt i nœstu viku. — Skonnortunni wStar“ hefir ver- ið sökt í Norðursjónum. Hún var á leið til íslands hlaðin alskonar nauð- synjavarningi. wVesta“ kom til Hafnarfjarðar i fyrradag og hajði meðferðis mjög mikinn póstflutning frá útlöndum. — Nýkomið er til Reykjavikur jrá Ameríku eimskip er þeir fohnson & Kaaber keyptu þar. Pað var hlaðið matvörum og nauðsynjavörum. X /Ikureyri. >Edina< leiguskip Andrésar Guðmunds- sonar stórkaupm. í Leith, kom hingað á mið- vikudaginn með tunnur, salt, ullarballa o. fl. er Stefán Sigurðsson kaupmaður hefir í umboðssölu sbr. augl. í síðasta blaði. Hér tekur „Edina* síld og flytur til Englands. Pétur Jónsson alþingismaður á Gautlönd- um, varð fyrir pví slysi er hann var á ieið hingað, til þess að ná í >Botníu< er hann fór á til þings, að hestur sló hann og fót- braut, (brotnaði önnur pípan). Hann hélt samt áfram ferðinni, svo á sig kominn norður úr Ljósavatnsskarði og hingað og var þá bundið um brotið. Aðalfundur „Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga* var haldinn hér á Akureyri 19. og 20. f. m. Þar vat fjöldi fulltrúa mættur og 5 ný félög geugu í sambandið. Þar var samþykt að félagið setti á stofn aðalskrif- stofu í Reykjavík á þessu ári og mun ráð- gert að Hallgr. Kristinsson flytji búferlum þangað. í stjórn sambandsins var kosinn Ingólfur Bjarnason kaupfélagsstjóri í Fjósa- tungu í stað Sigurðar Jónssonar ráðherra. »Islands Falk< kom á þriðjud. og dvaldi hér nokkra daga. Honum stýrir nú Malthe- Brun yfirliði f sjóliðinu danska, sem hefir verið oft áður hér við land og er mörg- um íslendingum að góðu kunnur. „I'álk- inn" fór héðan til Þórshafnar á Færeyjum en þaðan aftur til Reykjavíkur og verður þar nokkra daga en þaðan kvað hann fara til Kaupmannahafnar, snögga ferð í þessum mánuði. SLysfarír. Á fimtudaginn var vildi það sorglega slys til, að drengur 6 ára gamall, Sveinbjörn Vilhjálmsson að nafni, druknaði í sundpollinum f Grófargili. Slysið skeði síðari hluta dagsins, eftir að sundkenslunni var hætt, en annar drengur iitlu eldri en Sveinbjörn, var viðstaddur og sagði frá. Var líkinu þá tafarlaust náð, en allar lífgunartil- raunar urðu árangurslausr. X Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis var hald- inn á Möðruvöllum f Hörgárdal sunou- daginn i. júlí og hélt Geir vígslubiskup þar langan og snjailan fyrirlestur um Luther. Þar voru hin venjulegu mál afgreidd, en auk þeirra var samþykt tillaga frá saínaðarfulltrúa Akureyrar, Lárusi kaupm. Thorarensen, um að kjósa nefnd er starfaði milli héraðs- fundanna, til þess að búa ýmisleg mál undir meðferð þeirra, auglýsa dag- skrá fundanna með góðum fyrirvara og svo framvegis. í nefndina voru kosnir: Geir Sæmundsson prófastur, Lárus Thorarensen og Kristján Jóns- son I Glæsibæ. Fiárræktarmenn munu Þingeyingar vera taldir beztir hér á landi og er nú farið að tfðkast að Sunnlendingar sendi etnilega unga menn norður, til dvalar vetrarlangt, til þess að kynna sér fjárhirðing þar. Sfðastl. vetur dvaldi Guðmundur Jóns- son frá Efranesi í Mýrasýslu á Þverá f Reykjahverfi, hjá Árna bónda Jóns- syni sem talinn er með beztu fjár- mönnum Þingeyinga. Sagði Guðmund- ur, er hann var á heimleið, það vera álit sitt, að flestir íslendingar mundu geta lært eitt og annað af Þingeying- um við meðferð og hirðing sauðfjár og taldi síg hafa varið vetrinum vel. Afgreiðsla ,Norðurlands‘ sem undanfarið hefir verið á skrifstofu blaðsins í Hatnarstræti 11 er flutt þaðan. Kaupendur blaðsins í Kræk- lingahlíð, Þelamörk, Öxnadal, Hörgár- dal, Möðruvallasókn, Hjalteyri, Ár- skógsströnd, Hrísey, Svarfaðardal, Ól- afsfirði, Látraströnd, Höfðahverfi og Svalbarðsströnd eru beðnir að vitja þess í sölubúð hr. kaupm. Sveins Sig- urjónssonar. Kaupendur þess f Öngulstaða- Saur- bæjar og Hrafnagilshreppum eru beðn- ir að vitja þess í sölubúð hr. kaupm. Kristjáns Sigurðssonar. Skrifstofa ritstjórans er á sama stað og verið hefir, Hafnarstræti n.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.