Norðurland - 20.03.1918, Síða 1

Norðurland - 20.03.1918, Síða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 9. blað. | Akureyri 20. marz 1918. | XVIII. árg. Undirritaðir hafa til sölu ágæta rakhnífa, rakvélar, r a k v"é 1 a b 1 ö ð, skcggsápu, skeggkústa, slíp- ólar og álúnssteina. v4gæt meðul við f 1 ö s u í h á r i o. fl. Seljum aðeins það sem við höfum g ó ð a r e y n s 1 u fyrir að er VÖNDUÐ VARA. Sendist gegn póstkröfu. Reykjavík í febr. 1918. KJARTAN & SIQURÐUR ÓLAFSSYNIR rakarar. Landsverzlunin Málgagn óaldarflokksins (»Tím- inna) hefir mjög lagt sig í fram- króka til þess að reyna að rógbera hr. Olgeir Friðgeirsson í Reykjavík og gera starfsemi hans í þarfir Lands- verzlunarinnar tortryggilega á allan veg. Þessi mannskemmingar-tilraun »Tímans“ hefir að vísu orðið árang- ursiaus hér nyrðra og eystra, þar sem menn þekkja hr. Olgeir Frið- geirsson og vita hve duglegur, reglu- samur og æfður hann er í aliri verzl- unarstjórn, en þó telur *N1." rétt að flytja hér vottorð, sem endurskoð- unarmenn Landsverzlunarinnar hafa gefið um starfsemi hr. O. F. þann tíma, er hann vann i þarfir hennar. Með því að eg hafði á hendi, siðastliðið ár, að gera reikning um hag og rekstur Landsverzlunarinn- ar, frá þvi að hún var stofnuð (1914) og fram til aprílmánaðar- loka 1917, —- er mér kunnugt um, að i verkahring hr. Olgeirs Frið- geirssonar var ekki annað af bók- fœrslu verzlunarinnar en það, sem við kom sölunni. Stjórnarráðið hafði með höndum vörukaup og skipa- leigu, og sá um bókun þeirra reikn- inga, en af þeim hafði hr. Olgeir Friðgeirsson engin afskifti. Bœkur hans gáiu því ekki náð yfir nema aðra hlið viðskiftanna. Pær áttu ekki að sýna og gátu ekki sýnt allan hag verzlunarinnar. Útlátnar vörur voru bókaðar i frumbók, af- hendingarbók, höfuðbók og sióðbók. Eftir þessum heimildum fór eg við reikningsgerðina og varð ekki ann- ars var, en þœr vœri ábyggilegar, og itarlega Jœrðar". Fjárgreiðsl- ur allar greinilega bókaðar og sjóðbók œtið ,gerð upp“ nákvœm- lega. Reykjavík 3. jan. 1918. Þórður Sveinsson. / sambandi við ummœli herra Jórðar Sveinssonar 3. jan. 1918, um bókfœrslu herra Olgeirs Frið- geirssonar skulum við láta þess getið, að við höfum ekki orðið annars varir en að hún voeri á- byggileg það sem hún nœr. Eneins og tekið er fram af herra Pórði Sveinssyni, nær hún að eins yfir afhendingu og sölu á vörunum hér. Pað skal og tekið fram, að skýr grein er gerð fyrir öllum þeim pen- ingum, er hann hefir tekið á móti, og eru aldrei nema litlar upphœðir i sjóði degi lengur hjá honum. Reykjavík 3. jan. 1918. Ólafur Daníelsson. Þórður Bjarnason. Það er í fullu samræmi viö hina „heiðarlegu" framkomu „Tímans" í málefnum þjóðarinnar, að hann hef- ir neitað að flytja Iesendum sínum þessi vottorð, og geta menn þó séð, að þau eru ekki svo löng, að mik- ið rúm hefðu tekið í blaðinu. Er það, sem betur fer, sjaldgæfur níðings- háttur í íslenzkri blaðamensku, að blað leyfi sér að neita að flytja stutta, rökstudda vörn, með fullutn nöfnum þjóðkunnra manna undir, gegn aurkasti blaðsins á saklausan mann. En hvað er það, sem „Tfm- inn" telur sér ekki sæmilegt og les- endum sínum boðlegt? Skrifað ósjálfrátt. Eg er eins og margir aðrir, kvíð- andi fyrir gerðum aukaþingsins og hugsa oft um hvaða óhappaverk nú muni vera í vændum. Stundum „skriía eg ósjálfrátt" eins og nú er að verða móðins. Rétt áðan féll eg í dá og lét þá Qizur sálugi hvíti mig skrifa það sem hér fer á eftir: „Þótt enn sé ókunnugt um þau störf sem aukaþinginu er ætlað að vinna, finst mér alls ekki ó- sennilegt, að frá því sem það starfar, verði skýrt eitthvað á þessa leið, að þing’inu loknu: Fjárhagsbölið. Meiri hluti þing- manna sá þegar í þingbyrjun að þeir höfðu eytt altof miklum tíma í hrossakaup við atkvæðagreiðslur um fjárlögin á síðasta þingi, þvf vegna hins þrönga hags iandssjóðs er ó- hugsandi að nokkuð verði fram- kvæmt að ráði af brúagerð eða vega- gerð né nokkru hrundið í lag um samgöngur á sjó. Einnig sáu þeir að alt hjal þeirra 1917 um almenna dýrtíðarhjálp hefði átt að vera ótal- að vegna þess að féð vantaði er til átti að taka og tóku því það ráð að samþykkja lög um frestun allra verk- legra framkvæmda landssjóðs á þessu fjárhagstfmabili, á fjárhagstimabilinu 1920 og 1921 og á fjárhagstíma- bilinu 1922 og 1923. Ennfremur skal framkvæmd dýrtíðarhjálparinn- ar frestað „til bráðabirgöa" öll þessi ár, nema framkvæmd „dýrtíðarhjálp- ar« þeirrar er þingmenn veittu sjálf- um sér í laumi á síðasta þingi, með því að hækka „dagpeninga" sína, er enginn hafði þó þrek til að stynja upp á þingi þá. Sú dýrtíðarhjálp skal nú hækkuð um 100 °/o og tii tryggingar skilvísri greiðslu hennar til þingmanna, skal hún ganga fyrir öllum greiðslum úr landssjóði. Af fremsta megni skal reynt að útvega landssjóði fé með lántökum — helzt hjá Dönum — til þess að borga bitlinga þá sem Alþingi hefir veitt eða kann að veita, en skattar þeir og tollar sem landssjóði bera, er á- ætlað að muni hrökkva fyrir laun- um embættismanna, fossanefndar og annara nauðsynlegra milliþinga- nefnda, alþingiskostnaði, þar með töidum fei ðakostnaði þingmanna og „farartáima"-réikningum, er eft- irleiðis skulu greiddir með þeirri upphæð er sé að minsta kosti sex- falt hærri en hinn lögákveðni ferða- kostnaður hvers einstaks þingmanns er nú. Stjórnarskffti. Um þau var nokkuð rætt í þinginu og gekk hvorki né rak langa hríð, en þegar þingmanna-„klikkur" þær er standa í hnapp utan um þá Sigurð-ana höfðu sannfært sig um að þær gætu ekki fengið þægri né auðsveipari „ráðherra" en þá, tjáðu þær þeim í kyrþey fylgi sitt og stuðning í hvívetna. I sama streng tóku og við þá nafna allar gírugustu bitl- ingasugur og „bein"-ingamenn með- al þingmanna og er talið líklegt að G. Björnson landlæknir hafi haft orð fyrir þeim. Höfðu þessir tveir „ráð- herrar" þá meiri hluta í þinginu. Sögðu þeir svo báðir af sér ráð- herradómi og létu blöð þeirra „Frón" og „Tíminn" hátt um valdalystar- leysi þeirra. Þó fór brátt að kvisast að Sig. Eggerz mundi vera fús til þess að verða yfirráðherra og loks fór svo, er „meiri hluti" þingsins hafði gefið þeim eindregna trausts- yfirlýsing, að þeir létu til leiðastog lofuðu því að vera við stjórnvölinn, þótt auðvitað væri þeim það mjög nauðugt og þvert um geð báðum. Rafn Pórólfsson. 'i Frá blóðvellinum. IJ/3. Þjóðverjar éru ekki ásáttir um framtíð Eystrasaltslandanna. í- búar þeirra viija helzt að úr þeim verði gert sérstakt konungsríki. Þjóð- verjar hafa tekiö Odessa og korn- birgðir sem eru ársforði handa Mið- veldunum. — Stöðugar stórskota- liðsorustur á vesturvígstöðvunum og búist við enn harðari sókn Þjóð- verja. — íbúar Álandseyja vilja að þær verði sameinaðar Svíþjóð. — Belgir hefja sókn í Flandern. — Mikil loftskipaárás á austurströnd Bretlands og margir drepnir og særðir. 14/3. Bretar mælast til að Hollend- ingar afhendi sér á leigu eða selji flutningaskip er beri samtals 50,000 smálestir, en vilja í staðinn láta þá fá kol eftir þörfum og aðrar vörur eins og unt er. „Times* telur þetta höfðinglegt tilboð en Hollendingar færast undan því. — Stöðugar stór- orustur í Frakklandi. 15/3. Austurríkismenn leysa upp landvarnarlið sitt. — Hollendingar reyna að semja við Breta um skipa- leiguna. Þjóðverjar lýsa yfir að þeir telji það hlutleysisbrot ef Bretar fái skipin og að þeir fari þá tafarlaust með her inn yfir landamæri Hol- lands. Hollenzkum skipum hefir verið neitað um kol í Amerlku þangað til málið er útkljáð. 16/3. Pan-Þjóðverjar heimta að öll Eystrasaltslöndin verði lögð undir Þýzkaland. Kúrland hefir verið gert að prússnesku stórhertogadæmi. — Þjóðverjar hafa skipað meðráðanda með rússnesku stjórninni með full- komnu neitunarvaldi. — Hvíldar- laus orusta í Frakklandi. 18/3. Búist við að Bretar taki skip af Hollendingum með valdi. — Þingið f Kákasus neitar að viður- kenna friðarsamninga Lenins. — Bráðabirgðastjórn er skipuð á Á- landseyjum. — Finska stjórnin hef- ir hafið sókn gegn rauðu hersveit- inni. — Alþjóðafundur í Rauða kross félaginu hefst í Genf 30. aprfl. — Æðisgengnar blóðsútheilingar og Iátlausar stórorustur á vesturvíg- stöðvunum. AukabinziO- Spakur maður, nokkuð aldraður, hér í bænum, kvað svo að orði, er hann frétti um aukaþingið. „Nú, það á þáað „setjast" ásama tima og hrafnarnir fara að verpa. Það verða víst líka sannarleg hrafnsegg tem það ungar út.« — !!

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.