Norðurland - 20.03.1918, Blaðsíða 3

Norðurland - 20.03.1918, Blaðsíða 3
Nl. 28 / gapastokknum. Frh. • 163. Skýrsla sú, sem yfirskoðunarmenn hafa fengið frá hr. Þórði Sveinssyni, var send honum, ásamt öðrum verzlunarskjöium, frá fjármáladeild stjórnarráðsins, og er samin þar, en nokkru síðar en landsreikn- ingurinn sjálfur. Réttara þykir að skýra frá þessu, til þess að það valdi ekki mis- skilningi. Að öðru leyti er þéssari athugasemd svarað með svarinu við 149. grein hér að framan, enda snertir skýrsla þessi eigi beinar tekjur og útgjöld landssjóðs. Yfirskoðunarmenn víkja síðan mál- inu til Alþingis, með tillögum dags, 2i. júlí 1917. Það var LR. vísað, eins og getið hefir verir, til íjárhags- neíndar (í henni voru í Nd. þeir G. Sv., Þór. J., H. Kr., M. G. og Þorst. M. J.). 1 nefndaráliti hennar um frum- varp til laga um samþykt landsreikn., dags. 10. ág. 1917, segir svo um á- minst atriði (þingskj. 412 við gjaida- bálkinn í LR. 1915): 149, 163 (247 og 250 1914). Eftir því, sem ráða má af athugasemd- um yfirskoðunarmanna og svörum ráðherra, er svo mikill ruglingur á reikningsfærslu landssjóðsverzlunarinnar, að eigi má við una. Til þess að kippa þessu í lag, virðist eigi annað fært, en að landsstjórnin láti gera nákvæma reikninga yfir verzlun þessa frá byrjun, og fái þá síðan, að lokinni um- boðslegri endurskoðun, yfirskoðunarmönn- um til athugunar, og láti þeir síðan at- hugasemdir með svörum og tillögum fylgja landsreikningunum. Með þessum íormála tór fram sam- þykt landsreikninganna á Alþingi; en nú er svo komið, eftir þvi, sem lesa má í »Tímanum«, að það blað treyst- ir eigi stjórn sinni með hinum háloj- uðu ráðsmönnum landsverzlunarinnar (sem blaðið þó ella segir, að komið bafi öllu í lag), til þess að tramkvœma þenna vilja þingsins — um einialda reiknings-endurskoðun! Af fiamanskráðu er það nú Ijóst, að hér er um að ræða rugling í teikn- ingsjœrslu, eins og fjárhagsnefndin kemst að orði, i viðskiftum landssjóðs og landsverzlunar, talsvert mikinn, en heldur eigi nokkurn skapaðan hlut annað en rugiing í reikningsfærslu. Og enginn maður á þingi var í vaia um það, né heldur hefi eg heyrt gerð ar getsakir um annað af nokkrum manni, nema nú af þeim óvandaða strákahóp, sem iylking »Tímans« virð- ist að nokkru mynduð af. — Flestir munu nú geta áttað sig á, að reikningsskekkjur muni geta kom- ið fyrir í öðru eins bákni og lands- verzlunin er, þar sem aðal forstaða hennar hefir að mestu leyti fram að þessu verið f höndum þeirra manna, er aldrei haía áður við þvíhkt feng- ist, og sérstaklega hefir óhæfum mönnum verið beitt þar til verka, sfðan er þrfmenningsstjórnin (»Tím- ans«) kom tii valda í byrjun fyrra árs (1917) — enda hefir þar einmitt alt verið í sukki sfðan, vitleysurnar hrúgast hver á annari og bókfærsla í engu lagi, eins og vafalaust mun sýna sig á sfðan. Stjórnin lofaði Alþingi á sfðastliðnu sumri, eftir beinni kröfu þess, að koma góðu lagi á landsverzl- unina og setja hana undir hæfa for- stjórn, en hún hefir svikist um það — og á því á ráðherra »Tfmans«, atvinnumálaráðherrann, aðalsökina —, en langt verður þangað til að séð er íyrir endann á þessu óforsvaranlega ráðleysi. Nú fyrst hefir landsstjórnin, tilneydd, gert gangskör að þessu, og hefir nú, eftir því sem sjálfur *Tím- inn< segir á öðrum stað, orðið að skipa sérstaka rannsóknarnefnd á það fyrirkomulag verzlunarinnar, sem stjórn- in hefir haldið henni f, og lið hennar tjtlið hina mestu fyrirmynd, alt þang- að til í óefni var komið. Þessi rani - sóknarnefnd á nú að taka að sér Í01- stöðu landsverzlunarinnar, en eigi hef- ir það heyrst, að henní hafi verið fal- ið það nauðsynjaverk, að sópa út þeim hóp ónytjunga, er þar hafa verið sett- ir inn sem hátaunaðir brauðbftar úr klfku atvinnumálaráðberrans, en von- andi er að hún hafi heimild til þess. Ef nú gengið er á lag »Tímans« og athugað hverjum þessi ruglingur eða reikningsskekkja (í landsverzlun- inni) sé að kenna, þá er ekki í nein- ar grafgötur um það að fara, að það er þeim að kenna, er gengið hafa frá Og gert upp þessa rcikninga. Nú veit hver maður, sem ekki er fábjáni, að það eru ekki ráðherrarnir, sem hafa reikningsfærslu landsins á hendi og þvf sízt landsverzlunarinnar, nema þá að svo sé, að hinn ágæti atvinnumála- ráðherra okkar hafi nú tekið hana að sér. Um reikningsfærsluna hafa að þessu annast skrifstofur stjórnarráðs- ins, landsféhirðir, og svo skrifstofa landsverzlunarinnar. En ef nú nokkur sérstakur ráð- herra ber »ábyrgð« (manni er spurn: hverskonar ábyrgðf) á þessari reikn- ingsskekkju, sem yfirskoðunarmenn telja vera f þvf fólgna, ekki að neitt »vanti«, heldur að •landssjóður er ial- ina eiga meira i verzlun sinni, heldur en sézt i landsreikningi, að hann hafi til hennar lagt<, þá er það vitanlega sú síjórn, er gerir upp reikn- ingana og afhendir þá slíka. En það var hin nýja stjórn, hin þrfhöfðaða — stjórn »Tímans«, eins og bent hefir verið á hér á undan. Hún sezt í sessinn með ársbyrjun 1917, og skilar þessum reikningum til yfir- skoðunarmanna ekki fyr en 24 febr. s. á. Um vorið fær þessi sama stjórn tækifæri til þess að athuga reikning- ana á ný og hefir þá látið endurskoða alla landsverzlunina. Svarar hún yfir- skoðunarmönnum þann veg, að eigi verður annað séð en að hún telji sig jafnvel gera fullnœgjandi grein fyrir því, að hér sé í raun réttri ekki (leng- ur) um neina reikningsskekkju að rœdal Nú sé alt komið f lag. Það virðist því, samkvæmt yfirlýs- ingu stjórnarinnar, sem menn ætla að »Tfminn< meti enn nokkurs, ekki annað eftir, en að þessi leiðrétta reikn- ingsfærsla komi glöggar fram, f næstu landsreikningum, eins og Alþingi ætl- aðist til. En á maður að trúa þvf, að hin virðulega og hágáfaða — og sér- staklega reikningsfróða — stjórn treysti Sér ekki til þess, ogaðsérstaka »rann- sókn« samkvæmt kröfu, sem •þing- málajundir« (/) eigi að gera, þurfi til þess að koma þessu þrekvirki f fram- kvæmd? Nei, f hyldýpi heimskunnar sér ekki til botns. Eða ætli menn eigi að fá að lfta þingmenn >Tfmans« bera fram tillögu um þetta á þingi I Við sjáum hvað þeir gera, kempurnar. .Framtíðar'-skemtunin siðasta. í 10. tbl. »íslendings«, er greinar- korn með þessari fyrirsögn, eftir ein- hvern H. H. Þykir honum óhæfa hin mesta, að félagið skuli bjóða fólki slfka skemtun, er hann f öllu telur ó- merkilega. Undanskilur hann þó að nokkru leyti Pál Árdal, en segir að endingu: »Þó ágóðanum af slíkum skemtisamkomum sé varið til góðgerða, sem er góðra gjalda vert, þá geta þó sannarlega verið takmörk íyrir þvf, sem boðlegt er almenningi.* Það virðist óþarft að skriía »kritik« um þessa skemtun og niða hana nið- ur, fremur en aðiar slikar skemtanir, sem haldnar hafa verið hér í bænum, og til hefir verið stofnað í Ifkum til- gangi, enda mun engum hafa það í hug komið, nema þessum H. H. Iðnaðai- sýningu hefir „Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands" ákveðið að halda# á Akureyri síðustu dagana í júní næstkomandi. Óskað er eftir sem flestum, góðum og gagnlegum, íslenzk- um munum. Nánar upplýst síðar. Stiórnii). Allir vita, að litlu má hér kosta til, svo að ágóði verði nokkur, sem telj- andi sé, og eru það aðalskilyrðin fyrir félögin. Var almenningi það fullljóst, hvað í boði var, þar sem skemt- anin hafði verið auglýst á götunum og þar tekið fram, hvað sýnt yrði, og hverjum því í sjálfsvald sett, hvort hann vildi vera þar viðstaddur, og styðja með því gott málefni. Annars er næsta hlægilegt að fara f þessu tilefni að fjargviðrast út af þvf, hvað boðlegt sé hér á Akureyri. Væý H. H. nær að veitast að ýmsu öðru skemtanarusli, sem »boðið hefir verið upp á« hér f bænum, ekki í góðgerða- skyni, heldur til bagsmuna einstakra manna. Furðar mig á því, að ritstjóri »ís- lendings« skuli Ijá rúm f blaði sfnu fyrir greinar, sem stílaðar eru til þess að sverta góðgerðafélagið »Framtíðin«, sem einmitt nú fyrir nokkru hefir ráð- ist f að gefa um 50—60 fátæklingum þessa bæjarfélags að borða það sem eftir er af vetrinum, og léttir með því undir með mörgum fátækum fjölskyld- um f bænum. Minnist eg ekki, að rit- stjóri »íslendings« hafi getið þess í blaði sfnu. Kolur. % t ólafur Kristjánsson bóndi f Hólum f Eyjafirði. Oft birtast f blöðunum æfiminning- ar framliðinna manna, sem að ein- hverju eða mörgu leyti hafa þótt framúrskarandf. Þótt nú sumir telji æfiminningar þessar þýðingarlitlar, þá má þó tilfæra hér eina eða tvær á- stæður. Fyrst er þá, að þær gleðja eftirlifandi ástvini, er þeir sjá að hins látna er minst að vérðieikum, og verða lfka jafnframt sem nokk- urskonar minnisvarði. í öðru lagi ættu æfiminningar að verða lesendum til hvatningar, þegar upp eru taldir mann- kostir hins látna. Virðist ekki ósenni- legt að einhver hugsi sem svo er hann les þær: »Þarna hefir fatlið frá maður sem vert væri að breyta eftir«. Ef nú þetta er rétt ályktað, þá er alts ekki hægt að segja að æfi minningar séu þýðingarlitlar, og þess vegna ekki einungis rétt, heldur sjálf- sagt, að draga opinberlega fram þau Störf, sem unnin eiu f kyrþey með dugnaði og hyggindum, og samkvæmt þvi birtast hér nokkur atriði úr æfi Ólafs sál. Kristjánssonar bónda frá Hólum f Eyjafirði, er andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 5. febr. s. I. eftir langa og þunga legu. Ólatur sál. var fæddur á Ánastöð- um f Sölvadal 28. okt. 1878. Ólst hann upp hjá foreldrum sfnum til fermingar aldurs. Fór hann þá burt úr foreldrahúsum og var f ýmsum stöðum, ýmist sem vinnumaður eða lausamaður, og þótti ávalt mikið koma til verka hans. Vorið 1910 réðist hann til ekkjunnar Kristjönu Pétursdóttur í Hólum sem ráðsmaður. Var hún þá í erfiðum kringumstæð- um hvað efni sneiti og mikil tvfsýni á að hægt væri að halda búinu áfram. En er Ólafur sál. tók til búsforráða með henni skifti skjótt um. Sá sem þetta ritar fluttist f nágrenni við Hóla vorið 1911 og þekti þar nokk- urnveginn vel til frá því. Þá strax á öðru ári voru ekki orðnir sýnilegir erfiðleikar með neitt viðvfkjandi bú- inu, og einmælt var að fáir mundu efnilegri til búskapar. Venjulega var það viðkvæðið um verk þau sem unnin eru tilheyrandi sveitabúskapn- um, er rætt var um hvort þetta eða hitt væri búið nokkurstaðar: »Ólafur f Hólum er búinn«. Þótt þetta sé ekki löng setning felst þó æði mikið í henni. Þetta, að vera búinn með verk sín f tfma eða á undan öðrum, vita flestir hversu heillavænlegt er. Árangurinn af þessu var líka auð- sær þarna, þvf búið blómgaðist stöð- ugt og voru þó bæði hann og ekkj- an heilsutæp. Hann var skjótur til úrræða og ráðagóður og þar af leið- andi voru mistökin fá hjá honum. Bóngóður og hjálpsamur var hann einnig, og dæmi til að hann hjálpaði öðrum (borgaði skuldir o. fl.) án þess að hann væri beðinn. Að hann hafi hugsað um hag sveitarinnar, má bezt sjá á þvf, sem presturinn gat um f ræðu sinni við jarðarförina, að hann — meðan hann var þjáður af veikindum á sjúkrahúsinu — hefði verið að hugsa um það, að sveitarfé- laginu yrði á einn eður annan hátt tryggður fóðurauki handa búpening sfnum, þá var útlitið og harðindin sem verst. Vorið 1915 giftist hann ekkjunni Kristjönu og eignuðust þau tvo drengi, sem báðir lifa. Var hann þeím ástrfkur faðir, sem einna bezt kom þó f ljós f veikindum konu hans sfðastliðið sumar, er hann varð að miklu leyti að hugsa um þarfir þeirra bæði sem móðir og faðir, og þar að auki þarfir alls heimilisins og mun ekki hafa skort á að alt færi vel og öllum heimilisþörfum sá hann fyrir og ráðstafaði til síðustu stundar. Kona hans hefir orðið fyrir óvenju- miklum ástvinamissi; var áður búin að missa tvo menn sfna og tvö börn af mið-hjónabandi, og nú þennan þriðja mann sinn, þennan trausta bú- höld og góða eiginmann, sem altaf var jafnglaður og spaugandi hvort sem vegurinn var erfiður eða sléttur. Er þvf engin furða þótt hans sé saknað, ekki einungis af konu hans og vandamönnum heldur og sveitar- féiaginu í heild sinni, VIII. »þjóðólfur« gamli á nú að fara að koma út aftur f Reykjavfk og verður ritstjóri hans sá maður sem er einhver hinn penna- færasti af yngri íslendingum: Sigurð- ur Guðmundsson mag. art frá Mjóadal. Mannslát. Húsfrú Gróa Blöndal á Brúsastöðum í Vatnsdal andaðist 27. f. m. Hún var ekkja eftir Björn Blöndal frá Hvammi og hafði verið ekkja f mörg ár, en búið rausnarbúi á Brúsastöðum og var heimili hennar orðlagt fyrir ge-trisni. Hún var vel látin og hin mesta sæmdarkona um alla hluti. Börn hennar - eru Margrét kona Kristjáns bónda Sigurðssonar á Brúsastöðum og Benedikt einnig til heimilis á Brúsa- stöðurn. Vatnsdœlingur. Húseignin f Grundargötu 4 er til sölu nú þegar, ásamt fjósi og hey- skúr og stórum kartöflugarði. Even /ohannessen.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.