Norðurland - 11.04.1918, Blaðsíða 2

Norðurland - 11.04.1918, Blaðsíða 2
3« N1, Bnspitiflin ú álucepi 1918. Undirrituð sýningarnefnd leyfir sér hér með að gefa til kynna, að »Heimilisiðn- aðarfélag Norðurlands« hefir ákveðið að stofna til íslenzkrar iðnsýningar á Akureyri nú í sumar komandi. Verður sýningin opnuð sunnudaginn 23. júní og stendur til sunnu- dagsins 30. júní, að þeim degi með töldum. Heimilt er mönnum úr Norðlendingafjórð- ungi, að senda muni á sýningu þessa. Það er staðreynd í öllum menningarlöndum heimsins, að sýningar séu betur til þess fallnar en flest annað að vekja áhuga manna fyrir vandaðri framleiðslu og að útbreiða þekkingu á hvers konar framförum. Sýningar auka eigi aðeins fegurðar- tilfinning og bæta smekk almennings, heldur hafa þær og efnahagslega þýðingu. Þær lyfta þjóðfélögum á hærra menningarstig en þau án þeirra megna að hefja sig á. Flestar þjóðir verja því árlega stórfé til margvíslegs sýningahalds. Telja þær sýningar hinn tryggasta þjóðfrömuð. í þessu efni, sem mörgu öðru, erum vér fsiendingar eftirbátar flestra annara menn- ingarþjóða. í byrjun þessarar aldar hefir þó nokkur breyting orðið á þessu hjá oss til stórra bóta, sem mörgu óðru. Má þar nefna iðnsýninguna á Akureyri 1906, lands- sýninguna í Reykjavík 1911, og fjöldann allan af stærri og smærri héraða- og hreppa- sýningum víðs vegar um land á dauðum munum og búpeningi. Hefir þessi menningar- hvatning borið góðan árangur. Sýslufélag Skagfirðinga hefir t. d. síðastliðið ár keypt spildu til sýningarsvæðis handa kvikfjársýningum Skagfirðinga. Er þetta alt gieðilegur vottur um vaxandi manndáð og drenglund með þjóð vorri; gefur það vonir um glæsi- legri framtíð þessa lands en nokkru sinni áður. Nú eru á margan veg örðugir tímar. En >Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands< litur svo á, að því meiri ástæða sé til þess fyrir landslýð allan, og eigi sízt oss Norðlinga, að vera vakandi og á verði, og að nú beri oss að hefjast handa, halda höfði réttu og heyja baráttu hins daglega lífs með mannrænu og framsýni. Má og segja að litt ami oss, saman borið við hag annara þjóða um þessar mundir. — Mælumst vér nú til þess, að sem flestir mætir menn og konur vilji vinna með oss eftir megni að því, að sýning þessi megi verða oss Norðlingum til vegs og gengis, og stuðli að því, að sýningunni verði sendir sem flestir vel unnir munir í hverri iðngrein sem er og af öllum tegundum heimilisiðnaðar. Mætti skifta sýningunni i þrjá flokka: Iðnað, heimilisiðnað og listiðnað. — Senda má vandaða eldri sém nýrri muni og gam- alt listasmíði. Munir, er þykja skara fram úr i sinni grein, verða sæmdir heiðursviðurkenningu. Vel þarf að vera um hiutina búið og þeir greinilega merktir, þannig: lönsýningin á Akureyri. — Hlutirnir þurfa að vera komnir til sýningarnefndarinnar fyrir 15. júní; kvittun verður gefin fyrir móttöku rnunanna. — Skal tekið fram, ef unt er, um hvern hlut, hver hefir gert hann, hvers virði hann er og hvort eigandinn vill selja hann. Annast sýningar- nefndin um söluna, gegn 10% sölulaunum. Félagið greiðir flutningskostnað með skip- um, nema um umfangsmikla hluti sé að ræða, og eru munirnir í ábyrgð félagsins, meðan þeir eru hér. — — Loks vill >Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands< vekja athygli almennings á, að það hefir útsölu hér á Akureyri á hvers konar heimilisiðnaði. Hefir' verzlun þessi aukist stórum með ári hverju, síðan hún hófst. Félagið kaupir vel unna muni gegn borgun út i hönd, eða tekur þá til útsölu gegn 10% sölulaunum, á þvi sem selst. — Væri vel, að sem flestir sendu heimilisiðnað á útsölu félagsins hér.— Vér væntum góðra undirtekta almennings og stuðnings, þessu þjóðþrifamáli, iðnsýn- ingunni til liðs. Akureyri 11. apríl 1918 í sýningarnefndinni: P. Porkelssoit. Páll /. Árdal. Sig. Sigurðsson. Halldóra Bjarnadóitir. Hulda Stefánsdóttir. Rannveig Bjarnardóttir. Anna Magnúsdóttir. Eltsabet Friðriksdóttir. N. W. Hansen. Kristján Sigurðsson. Oddur Björnsson. Sambandsfundur norðíenzkra kvenna verður haldinn á Akureyri dagana 27., 28. og 29. júní n. k. Nánar auglýst síðar. Stjornin. Hrein og heil ins og annara fiska, sem eltir henni sækja. Er þeim fiskum öllum miklu meiri eyðileggingarhætta búin af mannavöldum en sfldinni. Þessi rök eru næg móti kákrann- sóknum á sfldarveiðum og sfldaraldri En auk þess tel eg hiklaust allar rannsóknir á þessu efni óþarfar, vegna þess að sfldveiðin sjálf kringum alt landið er næg og ábyggileg rann sókn. Þegar svo væri komið, að ár- um saman sæist varla hin fullorðna — Stóra — bafsíld, heldur smæiri sfld einungis, er aðeins tyldi f vörp- unni, þá sæi menn að eitthvað væri á seyði. En eg bygg að þessa muni verða langt að bfða. Eitt er gott f grein hr. Þ. Hann bendir þessu máli til Fiskifélags ís- lands. Eg treysti því félagi vel til þess að athuga þetta mál til hlýtar áður en það fleigir út stórfé, frá nauðsynlegum framkvæmdum til dýrra rannsókna á þessum hlutum. Og treysti eg þvf til þess að hefjast ekki handa til káktilrauna f þessa átt. En Alþingi sem lætur frá sér fara aðra eins >svf- virðing fjáreyðslunnar* eins og fjárlög sfðasta þings trúi eg vel til að veita einhverjum landssjóðslim, sem varla hefir sjó séð og ekki þekkir hafsfld frá karfa, einhverja fúlgu til þess að fúska við rannsóknir Ifkar þeim, er hr. Þ. vill hefja láta, og útreikninga sam kvæmt þeim, og er ekki ólfkiegt að árangurinn yrði, að sá hinn sami reikn- aði sjálfan sig >norður og niður«, eins og sagt er að talnameistarar hafi gert >forðum tfð«, en alt yrði f sömu vissu og óvissu sem áður um fjölda sfldar- innar f sjónum, fækkun hennar og fjölgun. Ritað % 1918. Árni Árnason (frá Hö/ðahólum). i Frá blóðvellinum. 8/«. Þjóðverjar gera djöfulóð á- hlaup á öllum vesturvígstöðvunum. Mannfallið i liði þeirra er ógurlegra en orð geti lýst. — Japanskar og brezkar hersveitir leggja upp frá Wladiwostock. 9I*. Frakkar halda undan af ásettu ráði á víglínunni Obbecourt—Couc til varnarvirkja sinna, en sókn Þjóð- verja er nú hörðust á svæðinu Arras—Armentiers. — Hvíta her- sveitin hefir tekið Tammarfors. Þjóð- verjar senda herskipaflota til Finn- lands. 10/4. Þjóðverjar hafa tekið La Basse, gera tröllaukin áhlaup við Somme og hafa tekið par nokkur þorp. Lioyd George ætlar að gefa opin- bera ský slu í parlamentinu á morg- un um undanhald bandamanna í Frakklandi. — Fulltrúar frá banda- mönnum og öllum hlutlausum pjóð- um koma bráðlega saman í Oenf til þess að ræða um viðskiftamál. X Friðbjörn Steinsson dbrm. og fyrv. bóksali andaðist að heimili sínu hér f bæn- um, klukkatv 10 síðdegis hinn 9. þ. m og var þá fjórum dögum betur en áttræður að aldri. Hans verður nánara getið í næsta blaði. < Gagnfræðaskólinn. Prátt fyrir dýrttðina og ýmsa aðra erfiíMe ka hvað mikla aðsókn vera að Gignfiæðaskólanum hjer. Ekki færri en 50 nemendur hafa sótt um upp- töku f skóianum f vor og haust. Á öðrum stað f blaðinu er auglýst að kensla byrji 15 þ. m. og árs próf byrji 10 mars n. k. gagnfræðapróf 21 sama m. Mun mörgum nemendum það gleðitfðindi að kensla hefjist nú bráðlega f skólanum. En bagalegt er það að kennara skuli vanta ( sumum helstu námsgreinunum. Er lí legt að aukaþing það, sem bráðum kemur sam- an telji það skyldu sfna að gera kenn- araembættin við skólann svo úr garði að nýtrr menn sjái sjer fært að sækja um þau Reynslan hefir nú sýnt að entjinn hefir treyst sér til að sækja um embætti það, sem séra Jónas slepti f haust. Munu fæstum þykja 1600 kr. átslaun lffvænleg nú sem stendur og jafnvel eigi þótt betur ári en nú. Þessu verður að breyta. Svo framarlega að menn hallast ekki að þvf ráði að leggja skólann alveg nið- ur, en á það munu fáir hyggja. Óhætt er að fullyrða að það sje almenn ósk bjer norðanlands að skólanum verði haldið átram með fullum krafti fram- vegis og eigi verði framar gripið til þess óyndisúrræðis að loka honum sakir dýrtfðar.—Aðsóknin bendir ótví- ræðislega ( þá átt að þessi fullyrðing sje engan veginn út f bláinn. Heyrst hefir að Porkell kennari Porkelsson hafi ( byggju aú sækja burt frá skól- anum af þvf hann sjái sjer ekki fært að vera við þau launakjör, sem bann hefir. Hann hefir mikla fjölskildu en aðeins 2000 kr. að launum. Hefir hann þegar selt hús sitt, nýlega reist steinhús rjett við skólann, sjálfsagt fyrir þá sök að hann brast efni tii 'm e ð a 1 a g l_ö s kaupir Lyfjabúð AKureyrar. Heildverzlun Garðar5 Gíslason" Réykjavík hefir meðal annars til sölu: Kaffi. Epli í tunnum. Brauð í kössum. Rúsínur. Te. Eldspitur. Rúðugler. Pakjdrn. Sdpu (handsápu, þvottasápu). Umbúðastriga. Smurningsoliu. Gjarðajdrn. . Fiskilínur. Manilla 2'h"—3". Frumbœkur, að búa f þvf. Lftur ekki efnilega út með framtíð skólans ef ‘ kenararnir týnast svona frá honum hver af öðr- um. Væri skólanum hin mesta eftir sjá að Þorkeli og vandfenginn maður f hans stað og jafnvel ófáanlegur hér á landi. X Kirkjan. Síðdegismessa á sunnudaginn. Til athugunar sjómönnum. Útgerðarmannafélagið hér f bæ, sem stofnað var fyrir nokkru sfðan, hefir gefið upp kosti þá, es hað býður sjó- mönnum í vor og sumar. Það er nú ekki ætlun mfn með Ifnum þessum, að grandskoða þessi kjör yfirleitt, þótt þess hefði ef til vill verið full þörf, en leiða aðeins athygli manna að einu atriði þeirra, >s(ldarpremfunni« svo- kölluðu. Mér er, sem sé, ekki fylli- lega Ijóst við hvaða tunnustærð út- gerðarmenn hafa miðað, þegar þeir ákváðu >premfuna«. Allir vita þó að töluverður munur er á þvf hvað fer meira f skozka tunnu en norska, og þar sem gengið er út frá þvi að borga >prem(u« af saltaðri sfldartunnu, en ekki af neinu vissu máli, er full þörf að athuga þetta atrfði, áður en geng- ið er til samninga; því ekki má ætla að sjómönnum standi alveg á 'sama, hvort saltað er í skozkar tunnur eða jafnvel þaðan af stærri, þar sem æfin- lega hefir verið venja ■ að miða við norskt >mál« eða norskan >strokk«, þegar sfld er mæld upp úr skipi. Það er ekki ætlun mfn að hafa á móti þvf, að skozkar tunnur séu not- Borgið »NORÐURLAND.«

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.