Norðurland - 11.04.1918, Blaðsíða 3

Norðurland - 11.04.1918, Blaðsíða 3
 VERKAMANNAFATNAÐUR nýkominn, haldgóður og ódýr eftir gaeðum. Verzlun KARLS GUÐNAS0NAR Oddeyri. Með síðustu skipsferðum komu miklar birgðir af alskonar dönskum skófatnaði í verzlun KARLS GUÐNASONAR Strandgötu 11. Sérstaklega skal bent á kvenskó og ýmsan léttan skófatnað. Verð á skófatnaði hvergi lœgra í bænum þegar tillit er tekið til vörugæða. aðar til söltunar, en allir ættu að sjá hve fráleitt það er að miða »premíu« aðeins við tunnutölu, án tillits til stærðar, og hversu mikið misrétti get- ur komið fram gagnvart sjómönnum, sé ekki tekið tillit til þessa atriðis, er eg hefi minst á. Það er ekki of hátt áætlað, þó gert sé ráð fyrir að 25 síldum fleira fari í skozka tunnu en norska, og taki mað- ur dæmi af skipi sem flskar 4000 tn. er hægt að sjá hverju það munar hvern mann á veiðiskipinu. Skal geng- ið út frá kjörum útgerð; rmannafélags- ins Og ætla hásetum 22 aura af tn. veiðiform 40 au. og sKipstj. 44 au. af tn. Köllum skipið »Rán« og ætlum því að veiða 2666^/3 mál, sem samsvarar 4000 tunnum norskum, en aflinn er seldur Páli síldarkaupmanni, sem salt- ar f skozkar tunnur og verður þá mismunurinn á öllum aflanum rúmlega 270 tunnur, sé gengið út frá 360 síldum í tunnu. Þetta rýrir »premfu« hvers háseta um kr, 59 40, veiðifor- manns um kr. 108.00 og skipstjóra um kr. 118.80. Sé nú gengið út frá að 14 hásetar séu á skipinu, munar þetta alla skipshöfnina um kr 105840 sem rennur þegjandi í vasa sildar- kaupmannsins, af þvi hann saltar í skozkar tunnur en ekki norskar, auk söfuverðs 270 sfldartunna, eigi skips- höfnin sk pið. Nemur þessi upphæð kr. 324000, sé gengið út frá að tunnan af nýrri sfld sé seld á 12 kr. Selji »Rán« aítur á móti Pétri sfld- arkaupmanni aflann, en hann saltar f norskar tunnur, gengur skipshöfnin öllu betur frá þeim viðskiftum. Þá græðir skipshöfnin á því að selja Pétri: »Premía« af 270 tn. kr. 1058 40 Söluverð — — — — 3240 00 Samt. kr. 4298.40 Það hefðí þótt dáfallegur skildingur til að »rota« vertíðina með hér á brennivínsárunum og mundi reynast þægil gur búbætir fyrir fátæka fjöl- skyldumenn núna í dýrtíðinni. Eg efast reyndar ekki um að mörg- um síldarkaupmönnum muni þykja þetta góður búbætir Ifka, en þó mundi margur þeirra vilja taka tillit til þessa, ef farið væri fram á það. En eg get varla búist við að það verði, eða að þessu verði kipt í lag, fyr en hér (r. stofnað hásetalélag og stjórnir begs'ja félaganna semja. Ætti þetta auk margs annars að verða ttl að vekja sjómennina til meðvitundar um nauð- Syn sl ks félagsskapar, því þá fyrst getum við sjómenn haldið íram full- um rétti okkar, þegar við stöndum sameinaðir, en ekki sundraðir eins Og nú. Vilja ekki fleiri athuga þetta mál ? K.J. Athuaas. ritsti. Það sem mestan matinn gerir í reikningnum hér að ofan er söluverð hinna 270 tn. er höl gerir kr. 3240.00 en það atriði skiftir skipshöfnina eða sjómennina litlu, fyr en þeir eru orðn- ir útgerðarmenn. — En hitt ætti að vera ákveðið fyrir tram, hvorl »pre- mfa« skuli goldin af »norskri« eða »skuzkri« tunnu. s f )ón Jósefsson óðalsbónöi Ytrahóli á Skagastr. Hinn 29 júní f. á. andaðist á heim- ili sínu Ytrahóli á [Skagaströnd at- orku- og dugnaðarmaðurinn jón Jós- efsson 46 ára gamall. Hann var fædd- ur á Finnstöðum á Skagaströnd 7. okt. 1871, ólst hann upp hjá toreldr- um sfnum, Jósef Jónssyni frá Háa- gerði, sem var einn af hinum mörgu Háagerðissystkinum, og Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Finnstöðum. Bjugpu þau hjón um allmörg ár á föðurleifð hennar, þar til íaðir Jóns andaðist 20. marz 1889, eftir það vann bann hjá móður sinni sem vinnu- og ráðsmað- ur í 5 ár, eða þar til að bann flutt- ist með henni að Þverá f Hallárdal, var móðir hans þá að mestu þrotin að efnum og heilsu, svo Jón varð að vinna að miklu leyti fyrir henni og yngstu systir sinni sem þá var á ó- magaaldri. Kostaði Jón þá allmiklu til heilsubótar móður sinnar, bæði með- ölum og sjúkrahúsvist Um það skeið henti hann og sjálfan vanheilsu sem ágerðist svo að hann varð að fara tii Akureyrar og leggjast á sjúkrahús til uppskurðar, var sjúkdómurinn sullur í lifrinni, var hann skorinn af þáverandi spítalalækni Guðmundi Hannessyni, tókst það svo vel, að Jón fékk góða bót á meinsemd sinni, en var þó eft- ir það óhraustur og kendi öðruhvoru vanheilsu af innanmeinsemdinni, sem mun hafa dregið hann til dauða. En þrátt fyrir viðvarandi heilsubrest hlffð- ist Jón lítt við vinnu þótt erfið væri á stundum Vorið 1905 flutti hann frá Þverá og að Fossi á Skaga, kvænt- ist hann þar 24. nóv. s. á. ungfrú Þórunni dótlur Sigurðar bónda þar, var hann einn aí þeim mörgu börnum Gunnars Gunnarssonar á Skfðastöðum. Eignaðist Jón 1 son með þessari konu sinni, en misti hana eftir tæpra þriggja ára sambúð. Árið 1912 24. maí kvænt- ist Jón í annað sinn ungfrú Sigrfði dóttur Árna Jónssonar hrcppstjóra og dbrm. frá Þverá f Hallárdal, sem lifir mann sinn ásamt stjúpsyni hennar. Vorið 1915 flutti Jón að Ytrahóli og keypti samtímis jörðina ’sem mjög var þá í niðurnfðslu Þá þegar flutn- ingsárið tók hann til óspiltra málanna að bæta og prýða hina nýju eignar- og ábýlisjörð sína á ýmsan hátt svo sem með stórkostlegum túnasléttum, girðingu um tún og engi, svo og mikl- um húsabótum, sætti það furðu hve miklu hann fékk afkastað á jafnstutt- um tfma, aðeins tveim árum, en Jón var maður duglegur með afbrigðum, jafn hagsýnn og vandvirkur sem hann var afkastamikill að vinna, enda fjöl- hæfur smiííur og lagði alt á gjörfa hönd, vann oft að timbursmfði við húsabyggingar og þótti jafnan ágætur verkmaður, jafnt við smlði sem aðra vinnu. Það var hreinasta unun að sjá Jón vinna, hann var svo glöggsær og verkséður og sá þar skjótt úrræði er aðrir sáu ekki við vandasöm störf. Einn af hans mörgu kostum var það, hvað hann var bóngóður og fljótur til hjálpar hver sem f hlut átti, hann var jafnan boðinn og búinn til liðsinnis nágrönnum sfnum með eitt eða annað er við þurfti, vatt hann þá svo skjót- lega að þvf að hann var kominn þang- að sem hans þurfti áður en mann varði. Jón sál. var trúfastur eiginmað- ur og ástrfkur faðir, þýður f viðbúð og Ijúfur í lund, en þó geðríkur, hvers- dagslega glaðvær, þvf vinsæll og vel þokkaður af hjúum og öðru heimilis- fólki, sem heimilisfaðir var hann eink- ar umhyggjusamur og kom ráðdeild hans og hyggindi einnig fram f þvf, að birgja heimili sitt af öllum nauð- synjum enda var ætíð gnægð f búi hans, þrátt fyrir allmikinn tilkostnað við umbætur jarðarinnar. — Það má óhætt segja að Jón sál. var sannur beiðursmaður, drenglyndur á alla grein, verðskuldaði þvf þá virðingu sem hann naut af þeim sem þektu hann og höíðu tækifæri til að kynnast upplagi hans hugarfari, en hann lét það lftt uppi við ókunnuga. Sem dæmi þess hve mætir menn virtu og viðurkendu Jón fyrir kosti hans, er haft eftir einum mikilhæfum prófessor við Háskóla is- lands sem þekti hann, að hann tæki með ánægju djúpt ofan fyrir JóniJós- efssyni. Hið óvænta og skyndilega fráfall Jfótur fyrir píanó og harmoníum ný- komnar. Einnig mikiö úrval af sönglögum. Finnur jónsson. Rifvélar af fyrsta flokki selur Sigm. Sigurðsson. Epli fást í verzlun Snorra Jónssonar. Miðvikudaginn 27. marz s.l. tapað- ist silfurbúin svipa úr geymsluskúr ‘Caroline Resf« á Akureyri, merk: J. Jónsson. Sá sem tekið hefir svipuna er vinsamlega beðinn að skila henni til Benedikts Einarssonar frá Skógum. þessa fyrirmyndarbónda á bezta aldri vekur sorg og eftirsjá ekki aðeins hjá nánustu ástvinum, heldur og hjá sveit- ungum hans sem nutu samvinnu við hann og ávaxtanna af bans dáðríka starfi í sveitarfélaginu. Slíkir menn sem Jón eru sú trausta máttarstoð sem heill sveitarfjelagsins og um leið þjóðfélagsins ótvfrætt byggist á. Minning Jóns sál. Jósefssonar við- helst í heiðri hjá öllum þeim, sem kynni höfðu af honum. B.J. Nokkrar brúkaðar hurðir til sölu. Verzlun Sn. Jónssonar. F 1 o n e 1 og t v i s t-t a u ódýrust og bezt í verzlun Péturs Péturssonar. Tvær brúkaðar e 1 d a v é 1 a r til sölu í verzlun Sn. Jónssonar. Uppboðs- ouglýsing. 6> maf næstkomandi verður á Geir- hildargörðum í öxnadal haldið opin- bert uppboð og þar seldir ýmislegir búshlutir, 40 kindur, 1 kýr og 3_4 hross, alt tilheyrandi dánarbúi Krist- ins sál. Magnússonar. Söluskiimálar verða auglýstir á upp- boðsstaðnum. Hrauni 3. apríl 191S. Stefán Berg8son,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.