Norðurland - 11.04.1918, Blaðsíða 1

Norðurland - 11.04.1918, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. Ritstjóri og útgefandi: JÖN STEFANSSON. 12. blað. Akureyri 11. apríl 1918. ] XVIII. árg. Sagnfræðaskólinn i jfikureyri. Kensla til undirbúnings árs- og gagnfræðaprófi í skólanum byrjar mánu- daginn 15. þ. m. - Árspróf í 1. og 2. bekk byrjar 10. maí n. k. kl. 9 árdegis en gagnfræðapróf 21. s. m. kl. 9 árd. og verður lokið p. 29. áð- ur en Sterling fer austur um. Inntökupróf f fyrsta bekk verður 10.-11. maí og næstu daga. Þeir nemendur, sem vilja fá heimavist í skólanum meðan á prófinu stendur eða pann tíma, sem þeir dvelja hér við skólann í vor, ættu að hafa með sér rúmföt, að minsta kosti yfirdýnu, rekkjuvoðir og kodda. Sykur og kornvöruseðla sína ættu þeir og að koma með og gott væri að þeir hefðu með sjer svo sem mánaðarforða af smjöri eða öðru góðu feitmeti. Oagnfræöaskólinn á Akureyri 5. apríl 1918. A I þ i n g i var sett í gær, miðvikudaginn 10. apríl, eins og ráðgert var. 8 þing- menn voru fjarverandi og var því öllum kosningum frestað og þing- fundum sömuleiðis. Hannes Hafstein ætlar ekki að sitja þetta aukaþing ogerhinn fyrsti Iandkjörni varamaður, Sigurjón Frið- jónsson, kominn til Reykjavíkur, til þess að taka sæti hans. - Matthías Ólafsson alþm. er á leið frá New- York á „Oullfossi" væntanlegur til Reykjavíkur næstu daga. Félagið »Sjálfstjórn" krefst þess að Alþingi haldi fánamálinu fram með feslu og alvöru. jóhann Sigurjónsson. Oeorg Brandes veitti Jóhanni Sig- urjónssynir 3. febrúar síðastl. skálda- styrk þann, er hann úthlutar úr „Otto Benzons Legat" til ungra rithöfunda og þykir mikils um vert, að vera dæmdur hæfur af Qeorg Brandes til þess að njóta styrksins (sem er 1000 kr. að upphæð), þvf Brandes veitir hann, án þess að nokkur fái færi á að sækja um hann.—Þá er »Fjalla- Eyvindur" »kominn á kvikmynd- ir« og fer nú sigurför um Norður- lönd í þeim búningi og ennfremur hefir Gyldendals bókaverzlun gefið »FjaIla Eyvind" út nýlega með 40 myndum eftir kvikmyndunum. Er sú útgáfa 10,000 eintök og kostar kr. 3,50 eintakið í góðu bandi. — Loks hefir Njálu leikrit Jóhanns (»Lögneren") verið leikið á konung- lega leikhúsinu í Khöfn hvað eftir annað síðustu vikurnar (síðan um tniðjan febrúar) fyrir fullu húsi á- horfenda stöðugt og hrósa danskir leikdómarar (Sven Lange o. fl.) því á alla vegu. I Friðrik Sigurður Einarsson I stud. art. andaðist á sjúkrahúsinu á Vffilsstöð- um 23. marz síðastl. — Hann var fæddur á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði 28. júlí 1900, þar sem foreldrar hans bjuggu þá; Einar Einarsson, nú verzlunarmaður á Oddeyri, og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá þeirn, fór í gagnfræða- skólann á Akureyri haustið 1912, útskrifaðist þaðan vorið 1915 með I einkunn, fór svo í mentaskólann í Reykjavík um haustið og ætlaði að taka stúdentspróf í vor. í fyrra veikt- ist hann af brjósthimnubólgu og náði sér ekki til fullnustu eftir það enda las hann áfram af kappi sem ekkert væri að. í vetur lagði hann á stað hingað á wLagarfossi", ætlaði að ráði kennara sinna að hvíla sig frá námi síðari hluta vetrar, en skip- ið lenti í hafvolki úti fyrir Austfjörð- um og sneri við suður aftur og mun heilsu hans þá hafa hnignað, svo að þegar hann kom suður aftur, fór hann á heilsuhælið og var þar unz hann andaðist þar skyndilega af blóðspýtingi. Friðrik sál. var sérlega álitlegt mannsefni, mjög duglegur náms- maður, samvizkusamur og ósérhlíf- inn að hverju sem hann gekk, reglu- samur og vel látinn af öllum sem kyntust honum. Er fráfall hans mik- ið harmsefni foreldrum hans og öðrum vandamönnum, sem með rökum gátu gert sér mikSar vonir um að hann ætti fyrir höndum mik- ið æfistarf og glæsilega framtíð. 18— is. Gísla Sveinssyni yfirdómslögnianni er veitt sýslu- mannsembættið í Skaftalellssýslum. — Umsækjendur Voru auk hans: Páll jónsson frá Seglbúðum og Sigurður Lýðsson fulltrúi ( stjórnarráðinu. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum andlát okk- ar ástkæra eiginmanns og tengdaföður Friðbjarnar Steins- sonar. Jarðarförin fer fram frá heimili hins látna laugardag- daginn þ. 20. þ. m. kl. 12 á hád. Akureyri io, apríl 1918. Guðný Jónsdóttir. Anna Guðmundsdóttir. Carl F. Schiöth. Síldarrannsóknirnar og hr. Þ. £g hefi fyrir löngu lesið grein í 42. tbl. »íslendings« 19/io f. á., er nefn- ist »Sí!din og sf!dveiðin« eftir Þ. — Ræðir hún um nauðsyn rannsókna á aldri síldar um veiðitfmann fyrir norð- an land f þvf skyni að sjá hvort sfld- inni sé hætta búin vegna ofmikillar veiði, og það er auðheyrt að höf. hefir á þessu ugg ekki alllftinn. — Eg hefi áður ritað nokkuð um þessa hluti f tveim andsvörum til Böðvars yfirdóms- lögmanns Jónssonar út af tillögum hans um landseinokun á sfldarsöltun og síldarverzlun, og fært þar rök, er ekki hafa verið hrakin, fyrir því að engi hætta sé á að sfldinni fækki vegna ofmikillar veiði af mannavöld- um og ætla eg ekki að taka þau rök upp hér, en af því að eg hefi verið við þetta mái riðinn leyfi eg mér að gera nokkrar athugasemdir við grein þr. Þ., og skal reyna að vera ekki mjög langorður. Eg skal þegar geta þess, að hr Þ. fullyrðir ekki hættuna á fækkun sfld- arinnar, en álftur aldursrannsóknir á henni mjög nauðsynlegar til þess að komast að sannleik þessa máls. En við þetta er tvent að athuga og fieira þó. í fyrsta lagi það, að slíkar rann- sóknir sem hr. Þ. gerir ráð fyrir geta ekki orðið ábyggilegar, enda full- yrðir hr. Þ. það ekki fiekar en svo að reikningurinn sem út af þeim yrði gerður gœti orðið »talsvert ábyggi- legur*. En í þessum efnum dugar ekkert »talsvert« og ekkert kák. Og eg þori að fullyrða, að rannsóknir þessar og útreikningurinn út af þeim hlyti að verða mjög Óábyggilegt hvorttveggja, nema til rannsóknanna væri varið stórfé og þær færi fram kringum alt landið og um margra ára bil og miklu lengur árlega en um sum- arveiðitímann. Eru þau rök til þessa að áraskifti eru að fiskigöngum ölium, bæði hve mikill fiskur gengur og hve vænn. Að minsta kosti er þetta svo hér fyrir norðan lai\d Hygg eg að 6ins muni vera um síldargöngurnar. Nokkrar birgðir hefi eg hér á staðn- um af eftirtöldum vörum, er eg sel kaupmönnum og kaupfélögum J h e i 1 d s ö 1 u: Sagfosrrjón pokinn um 100 kilo. Kartöflumjöl pokinn um rookilo. Kex f trékössum, kassinn um 10 kilo. Epll f tunnum, tunnan um 60 kilo. Rúsínur, kassinn um 10 kilo. Kaffi, pokinn um 63 kilo. Skófatnaður karla og kvenna. Höfuðfatnaður karla og kvenna, hattar og húfur. Waterproof-kápur karia og kvenna Handsápa 25 tylftir f kassa. Þvottasápa 30 kilo kassar. Eldspýtur ioo^pakkar f kassa. Fiskilínur og Önjgflar. Bráðlega fæ eg, að forfallalausu, talsverðar birgðir af karlmanna- fatnaði aiskonar, skósvertu, svinafeiti, tóbaki og glugga- gleri. Jón Stefinsson Mureyri. — Sfmi 9*. Nenni eg ekki að færa sérstök dæmi um þetta, en skal geta þess, að frá þvf eg man fyrst eftir hefir hér við Skagaströnd verið mikill munur á væn- leik fiskjar, svo að árum saman hefir veiðst míkiu rýrari fiskur en önnur, hvert af öðru. Hefir þá gosið upp sama hræðslan og uggurinn þeirra Böðvars og Þ. um sfldina; og menn hafa haldið að nú væri búið að eyða þorskinum, þegar Htið hefir fengist annað en smælki, en svo þegar sá gamli guli hefir komið aftur, þá hefir mönnum fallið allur ketill f eld. Ann- ars eru göngur flestra fiskitegunda hér nyrðra svo misjafnar og dutlunga- fullar, að það væri gaman að sem flestir, er tekið hafa eftir þeim hlut- um, vildu segja nokkuð frá þeim, og skyldi eg leggja þar orð í belg, en nú er ekki tími eða rúm f blaði fyrir þessháttar skrif. Hr. Þ. kemst út á þá galeiðu til þess að styðja mál sitt að fara að bera sfldveiðar og sfldarrannsóknir saman við alólfka hluti, svo sem kolaveiði í Norðursjónum og rannsóknir á fækk- un kolans. Hann gætir þess ekki, að þarna er að ræða um lítið svæði út- sævar og ekki heldur þess, að kolinn er botnflskur og f hinni sömu hættu fyrir hinu ógurlegasta veiðarfæri, sem enn þekkist, botnvörpunni, eins og aðrir botnfiskar, en sfldin er alsævis- fiskur og getur farið leiðar sinnar eins og ekkert hafi f skorist undir og f kringum þúsundir af kastnótum, Þetta er ein hinna miklu trygginga sfldar- innar gegn vélum mannanna og mörg- um öðrum. Aðra trygging hefir hún, eins og eg hefi bent á áður, og ekki lakari: hið miskunnarlausa dráp þorsks-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.