Norðurland - 24.07.1920, Page 1
Forsikrings-&Genforsikrings-A/s
U RAN I A
Köbenhavn.
Stríðsvátrygging. Sjóvátrygging.
Brunatrygging.
Athugið: Iðgjöld hvergi lægri.
Aöalumboösmaður á íslandi:
Jón Stefánsson,
Akureyri.
Umboðsmenn óskast í flestum stærri
kauptúnum.
Jarðarför
föður míns Stefáns fónassonar,
sem lést þann 19. þ, m. fer fram frá
heimili mínu Lundargötu 1, miðviku
daginn 28. þ. m. kl. 12 á hádegi.
Tryggvi Stefánsson.
Horfurnar.
Eg hefi tekið fram, að verð-
fallshorfur væru fyrir dyrum,
væru að verða augljósar og litl-
ar líkur til að verðið hækkaði
aftur fyrst um sinn.
Enda eru nú líkur til að sölu-
tregða á íslenzkum vörum frem-
ur ágerist en réni er frá líður.
Við megum því búast við, að
erfiðir tímar fari í hönd, því
verðfallinu fylgir ýmisleg kreppa,
t. d. peningakreppa, lánstrausts-
rénun, sparifjáreyðsla, svo um-
setning bankanna minkar, og
þá jafnframt harðara gengið
eftir skuldum, en útlán meira
af skornum skamti. Fram-
kvæmdastarfsemi lamast, og svo
fellur vinnukaupið þegar frá
líður.
Pegar þannig horfir ætti al-
þýða að fara skynsamlega og
gætilega að ráði sínu, draga
saman seglin í tíma og aka
þeim eftir vindi, ætla sér af,
en flana eigi fyrirhyggjulaust út
í skuldafen og öreigaástand.
Eg vil t. d. bend á eitt, sem
eg hefi heyrt að sumum Iand-
bændum hafi komð til hugar,
en sem eg tel vanhugsaða og
varasama stefnu, en það er að
lóa sem fæstu búfé F'haust, og
leggja kapp á að útyega sér
sem mest fóður til að geta
fjölgað til muna, í þeirri von,
að verðið liækki aftur næstu ár-
in. Peir bændur, sem eru svo
efnum búnir, að geta þetta án
þess að hjeypa sér í skuldir, er
ekki beint hægt að álasa, þótt
þeir reyndu þetta, hafi þeir trú
á því að þetta verði búhnykkur.
En þeir sem ekki geta gert
þetta með öðru móti en að
hleypa sér í skuldir, eða auka
skuldir, er hægt að lá slíka
breytni, þar sem engar líkur
eru til að verðlagið hækki aftnr,
en vinnan við að afla fóðurs-
ins afardýr, og erlent kraftfóð-
ur ekki kaupandi. Pegar þess
er og gætt, að vextir af öllu
lánsfé eru orðnir afarháir og ef
til vill halda áfram að hækka,
er auðsætt að það dregur dilt
eftir sér að fara í skuldir til að
geta fjölgað búpeningi. Enn
fremur tná taka tilli.t til, að bú-
fé bænda er þegar orðið svo
margt, að margir þeirra urðu
að kaupa nokkuð af dýru kraft-
fóðri síðastliðinn vetur til að
geta haldið lífinu f skepnum
sínum, er hætt við að sumir
hafi farið í skuldir fyrir þau
fóðurkaup. Því nær engar hey-
fyrningar eru heldur til frá fyrra
ári. Hvaða vit væri í því,
að fara nú alment að fjölga
kvikfé í haust vegna verðfalls-
ins. Pótt vel heyist í sumar,
sem enn er þó engin vissa fyrir,
þá veitir bændum eigi af að
vera öllu betur undir veturinn
búnir en í fyrra, svo eigi þurfi
að kaupa dýrt, útlent fóður til
að fóðra með fénað, sem svo
er fallinn í verði, að eigi fer að
borga sig að kaupa dýra mat-
vöru til að fóðra hann með.
Áður en nokkur alvarleg til-
raun væri gerð, til að fjölga bú-
fé í landinu mikið fram úr því,
sem nú er, þarf heyafli vor að
aukast til muna og trygging
vetrarfóðúrsins í hörðum vetr-
um að komast í betra horf en
nú er, þótt ekki svo lítil fram-
för hafi hinn síðasta mannsaldur
orðið í því efni.
©o
'é
Stoðir þjóðfélagsins.
bjóðfélögin (ríkin) samanstanda af
eiustaklingum. beir af þeim sem heil-
brigðir eru og ná fulltíða aldri, verða
flestir stoðir þjóðfélagsins, að minsta
kosti einhvern tíma æfi sinnar, en mis-
jafnlega eru þessar stoðir styrkar og
burðamiklar. Mörgum er hætt við að
viðurketina ekki gaknsetni ýmsra ein-
staklinga fyrir heildina eins og vert er.
Menn sjá síður kosti og gagnsemi ná-
unga sinna en ókostina. Af þessu
myndast einatt stéttarígur. Oftfinstafl-
minni einstaklingunum þeir þróttmeiri
og sem betri aðstöðu hafa náð, hlífa
sér ofmikið við að bera þjóðfélags-
byrðarnar svo hún leggist of þungt á
sig minni máttar.
F*ótt það sé eigi alment, þá eru
þess dæmi, að það er talað um efna-
menn og auðmenn nærri eins og þeir
væru eitthvert átumein þjóðfélagsins.
Pótt það álit sé, sem betur fer, eigi
alment, þá þykir oft lítið til þeirra
manna koma, sem virðast hafa allan
hug á að nurla saman fé, en vilja eigi
festa það í ótryggum fyrirtækjum eða
taka með því þátt í fjárhættuspili við-
skiftanna, eða festa það í tvísýnum
framleiðslufyrirtækjum. Pessir menn
hafa yndi af því að safna fé, það verð-
ur stundum þeirra mesta ánægja í líf-
inu, þeir eru oft sparsamir og neita
sjálfum sér um ýmiskonar þægindi til
að geta auðgast. Pessir menn eru eigi
síður. heldur oft fremur stoðir þjóðfé-
lagsins og heildarinnar en ýrnsir aðrir,
þeir borga skatta og skyldur til heild-
arinnar frekai* en þeir fátækari, eru
venjulega skilvísir menn, eiga sinn þátt
í því að efla viðskiftatraust þjóðarinn-
ar út á við. Þeir eiga oft fé í bönk-
um, sem gerir peningastofnanirnar fær-
ar um að veita lán og hafa fé í velt-
unni og þeir lána stundum til þarf-
legra fyrirtækju, sé trygging næg. Með-
an eignarrétturinn er viðurkendur frið-
helgur, er ástæðulaust að lá slíkum
mönnum, þótt þeir vilji ekki leggja
fé til hvers sem vera skal og trúi sjálf-
um sér bezt fyrir fé sínu. Hins er skylt
að minnast, að þeir eru einátt með
sterkari stoðum þjóðfélagsins.
Annar flokkur efnamanna eru kaup-
sýslumenn, gróðabrallsmenn og út-
gerðarmenn. Pessum mönnum safnast
sumum fé og verða oft öflugar stoðir
þjóðfélagsíns. Sumir nefna þá auðvalds-
sinna og þykir þeir einatt harðdrægir,
er þeir vilja sjá sér farborða, og finst
þeir oft hafa góðan hagnað af kaup-
skap sínum, þegar séð eru út og sætt
hentugum tækifærum til innkaupa og
sölu, eða þegar atvinnufyrirtæki og
framleíðsla er rekin með dugnaði og
hagsýni, svo hún gefur góðan arð.
Þessir menn seilast oft út fyrir sitt
eigið þjóðfélag með viðskiftabrask sitt
og mata þar krókinn í taflbrögðum
viðskiftanna. Menn gæta þess ekki, að
þessir menu tapa stundum og eiga ein-
att mikið fé í liættu og missa vstúnd-
um aleigu sína, því að ætla sér að
sækja gúll í greipar Ægis og útlend-
inga er eigi hættúlaust og margir hafa
á því flaskað.
hefir ódýrast og langstærsta úrval af alls-
konar trjám, plönkum, borðum í ýms-
um lengdum breiddum og þyktum,
klæðningu,. gólfborðum innan þylþu-
borðum, dyra- glugga- og loftlistum'o.
m. fl. til bygginga.
Sig’. Bjarnason.
k starfsárum sínum eru þessir menn
oft með öflugustu stoðum þjóðfélags-
ins, koma hreyfingu á atvinnuvegina,
gera oft tilraunir, sem margt má læra
af, veita einatt mikla atvinnu og eru
þá ekkert að gráta, þótt eitthvað fari
að forgörðum og alt hepnist eigi. En
til almenningsþarfa leggja þeir einatt
drjúgan skerf.
Þótt eg hafi bent hér á tvo flokka
manna, sem eg' tel með öflugum stoð-
um þjóðfélagsins og finst þe/r fyrir
þaö verðskulda virðingu og velvild
meðborgara sinna, viðurkenni eg, að
margar eru fleiri veigamiklar stoðir
þjóðfélagsins, þótt ekki séu auðsafns-
menn. Mennirnir sem ala upp kyn-
slóðina og manna hana, rækta landið
og hirða búféð, stunda veiðiskap, dæma
misklíðarmál manna, hugsa og ræða
um viturlegt skipulag milli manna, reka
iðnað og vinna nytsama vinnu, alt eru
þetta stoðir þjóðfélagsins, sem halda uppi
þeim hlífðarskjöldum, sem vernda með-
limi þess fyrir tortýningu og ýmiskon-
ar hörmungum, sem verndar ungviðið
meðan það er að ná þroska, mýkir
hörmungar sjúklinganna og styrkir hina
ellihrumu, sem ekki eru sjálfbjarga.
Menn ættu því eigi að hafa horn í
síðu efnamannanna fyrir það eitt, að
þeir eru eða taldir vera ríkir. Hitt er
annað mál, þótt reynt væri að fyrir-
byggja, að þeir noti auðinn (afl þeirra
hluta sem gera skal) til að aftra því,
að aðrir meðlimir þjóðfélagsins geti
aflað sér hins daglega brauðs og rek-
ið nytsama atvinnu. Að aftra slíku
heyrir undir verksvið þeirra, sem marka
hvert skipulag ríkja skuli í þjóðfélag-
inu.
CO