Norðurljósið - 10.08.1886, Side 4

Norðurljósið - 10.08.1886, Side 4
4 — um allan heim; emla er liann orðlagður mælskumaður og stjórnvitringur, og þar að auki hinn drenglyndasti í hvi- vetna. Loksins var þó frumvarp hans fellt, og póttu það ill tiðindi öllum frelsismönuum, því Irar hafa um margar aldir verið undir ánauðaroki Englendinga, og eru varla dæmi til í sögunni, að menntuð þjóð hafi íarið eins skamm- arlega með nokkra siðaða þjóð, eins og Englendingar með íra. Hvernig mótstöðumenn Gladstones snúast við íi-ska málinu, ef þeir komast til valda er enn óvíst. En vili þeir í engu vægja, má búast við upphlaupi og allskonar óspektum af hendi íra. Sjaldan sitja Eússar og Englendingar lengi sáttir. Nú hafa Eússar gefið tilefni til nýrrar þrætu, með því að af- nema frjálst verzlunarleyfi á einui höfn við Svartahatið, er Batum heitir. Var þó samið um það í Berlínarfriðnum 1879, að höfn þessi skyldi frjáls, en undir umsjón Bússa. 24. júlí var fangelsisvist þiugskörungsins Bergs i Kaupmannahöfn lokið. Hefir hann setið í fangelsi í 6 mán- uði fyrir sakir, er hægri menn báru á hann, og hann var dæmdur fyrir. Ætluðu vinstri menn að halda honum stór- veizlu þegar hann slyppi úr varöhaldinu. Rusla skrína. J>að er Ijótur vani, sem margir hafa, að draga andann um raunninn en ekki nefið. En það er líka óhollt, og getur verið orsök brjóstveiki og fleiri sjúkdóma. Indiánar í Ámeríku halda aldrei munninum opnum, því að þeim þykir það Ijótt. J>eir kalla Evrópumenn „hvitmunna“ (white mouths). Konur þeirra láta ávalt aptur munninn á börnum sínum- þegar þau sofa, og neyða þau þannig til þess að anda um nefið. Indíánar eru góð fyrirmynd í þessu. Mæður ættu af fremsta megni að venja börn sín á að sofa með aptur munninn. Enda sofa börnin þá jafnan værast. Hrot, sem bæði er leiðinlegt og óþægilegt fyrir mann sjálfan, kemur optast, til af því, að menn sofa með opnum munni. jþegar Schiller var drengur, lærði hann að leika á hörpu. Einusinni, þegar hann lék á hörpu sína, kom maður til hans, sem var eitthvað illa við hann, og sagði: „þú leikur á hörpu, en þú leikur ekki eins og Davíð“. „Og þú talar, en þú talar ekki eins og Salómon“, svaraði drengurinn. Einusinni kom maður í kaupstaðinn, og bar á bakinu í poka kjöt, er hann ætlaði að selja. Mætti hann þá manni, er spurði hann, hvað hann bæri í pokanum. „7 krónur og 50 aura“, svaraði aðkomumaðurinn, því hann heyrði ákaflega illa en hélt að hinn væri að spyrja sig að því, hvað það kostaði, sem var í pokanum. Kaup- staðarbúinn varð íokreiður við svarið og sagði: J>ú ert fallegur þorskur, það væri réttast að berja þig, bannsettur dóninn“. „Og engum hefir nú enn komið til hugar að bjóða mér minna en þetta, og þetta var mér boðið heima hjá mér og víða á leiðinni“, sagði aðkomumaðurinn, því honum svndist á hinum, að hann mundi vera að raga kjötið. „Kú, til hvers komstu þá eíginlega hingað, eða viltu láta berja þig meira?“ „Meira, já, það er jeg líka viss um, að eg fæ í búð- inni“. Auglýsingar. irér, sem enn skuldið úrsmið Páli Eirikssyni á Sauð- árkrók, íyrir úraðgjörðir og fleira, síðan hann var á Ak- ureyri, eruð beðnir að borga hið bráðasta til ritstjóra blaðs þessa, eða á einhvern hátt gjöra grein fyrir skuldunum. Yestrfarir! Fyrir milligöngu Allílll-Iíniinilíir lét Kanada stjórn gera ráðstafanir til að vestrfarar þeir, er kæmu heðan af landi í sumar með A11 an-1 í n u nn i fengi atvinnu hvar helzt sem þeir tækju sjer bólfestu í Kanada. Að þessu starfaði nefnd manna í Wránipeg, er stóð í sambandi við menn á ýmsum stöðum í Kanada. Var þetta tilkynnt agent Kanadastjórnar og leiðsögumanni vestrfaranna með Allan línunni, hr. Baldvin L. Baldvínssyni, og hann beðinn að senda hraðskeyti frá Leith um, hve margir vestrfarar kæmu, hve nær þeir kæmu, og hve margir þörfnuðust atvinnu. Með Camoens fóru nú í síðustu ferð c. 350 vestrfarar og leið þeim öllum vel. Nægilegt rúm handa 400 vestr- förum var á skipinu, samkvæmt vottorði sýslumanns á Seyð- isfirði, og allir heilbrigðir samkvæmt vottorði læknisins þar, en þaðan lagði skipið siðast hér frá landi. Allir vesturfarar voru á einu máli um það, að duglegri og liprari leiðsögumann væri eigi unt að fá en hr. Baldvin Baldvinsson, og munu þeir síðan auglýsa þa , þegar ferð- inni er lokið, Ef nógu margir skrifa sig til vestrfarar á næsta ári og tílkynna mér það nógu snemma, helzt fyrir októbermán. aðar lok í haust, þá mun jeg sjá uin, að hr. Baldvin Bald- vinsson vei-ði einnig leiðsögumaður vestrfara með Allánlín- unni á komanda sumri, og verð ég því að skora á alla þá, er ^yggja á Ameríku för að sumri og vilja hafa gagn af svo góðum leiðsögumanní, að skrifa sig sem allra fyrst til ferðarinnar bjá mjer eða undir-agentum mínum. Sigfús Eyxnumlsson umboðsmaður Allan-línunnar. Xýjar bækur. Við bókaverzlun Frb. Steinssonar á Akureyri. Sálmabökin nýja Ev. 1886 . . bundin 3.75, í alsk. 4,00 í skrautbaudi 8,00 Sálmnsnfn eptir sr. P. Guðmundss. með mynd, Rv. 1886 b. 2,65 Formálabök lögfræðisleg eptir M. Stepb. og L. Sveinbjörn- sen. Rv. 1886, í kápu 3,75 . . . í bandi 4,50 Hjálp í viðlögum, eptir J. Jónassen Rv. . . - — 1,00 Fornaldarsögur Norðurl. 2. bindi .... - — 4,25 Ltanför Kristjáns Jónassonar Rv. ... - kápu 0,70 Eirkjusaga eptir sr. H. Hálfdánarson Rv. 1883—5 1. og 2. bepti . . . - — 3,00 Hugvekjur til tímaskipta, eptir síra Stefán M. Jónsson. Akureyri 1885 - — 0,50 Eyrbyggja saga Akureyri . . . í bandi 1,25 Robinson Krúsóe, skemmtisaga. Rv. 1886. í bandi 1,25—1,50 Kjartan og G-uðrún skáldsaga eptir frú Torfbildi Hólm Rv. 1886 í kápu 0,15 - — 0,35 - — 0,25 — 0,25 — 0,40 — 1,25 . . 0,15 baudí 0,35 Maðvizkan indversk saga. Rv. 1886. Um Harðindi eptir Sæm. Eyólfsson. Rv. 1886 Leiðarvísir til að rækta rófur eptir Sebierbeck Rv. 1886 þingsályktun eptir þorlák Guðmundss. Rv. 1886. Mállysing ísl. eptir "Wimmer. Rv. 1886 . . . íslenzk sönglög eptir Helga Helgason, 1. og 2. h. Rv. 1886. Reikningsbók handa byrjendum eptir Jóbannes Sigfússon. Rv. 1885 þjóðvinafélags bækur 1886: Almanak fyrir 1887. Rv. 1886. Andvari XII. ár. Rv. 1886. Frelsi Rv. 1886. Uppdráttur ísL 1 kr. og 4kr., limdur á lérept og kefli . 7,00 Enn fremur flestar eldri nauðsynjabækur, svo sem húslestrarbækur, fræðibækur og skólabækur, skemmtibækur og sögubækur, svo og margar útlend- arbækur, allmargar með niðursettu verði. Myndir af Jóni Sigurðssyni á 2,30 — — Steingrími Thorsteinssyni á Olíumyndir í fallegri umgjörð . Myndablöð og myndabækur, pappírsbækur og margs- konar ritföng. 1,00 5,00 Lítið íbúðarhús á Akureyri er til sölu. Ritstjór- inn vísar á seijandann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll iÓnSSOFI. Prentsmiðja B. Jónssonar.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.