Norðurljósið - 27.06.1891, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 27.06.1891, Blaðsíða 1
Stærð 24 arkir Yerð: 2 krónur. Borgist fyrir lok júli. NORÐURLJÖSIÐ. Yerð auglýsinga: 15 aura linan eða 90 a. hver þml.dálks. 12. blað. Akureyri 27. júní ls9l. 6. ár. Pétur Mskup Pétursson lézt 15. maí síðast liðinn, pá á 83. aldursári. Hann var fæddur á Miklabæ og ólst upp með foreldrum sínum, Pétri Péturssvni prófasti, og J>óru Brynjólfsdóttur; fór í Bessastaðaskóla 1824; útskrifaðist paðan 1827; tók em- bættispróf í guðfræði við háskólann 1834 með 1. einkunn. 1836 var honum veittur Breiðabólsstaður á Skógarströnd; 1837 varð liann prestur að Helgafelli og 1838 að Staðar- stað og sama ár prófastur í Snæfellsuess- og Hnappadals- sýslu; forstöðumaður prestaskólans varð hann 1847; settur biskup 1855—56, en skipaður biskup landins 1866 og hélt pví embætti í 23 ár. Hann var kjörinn af konunginum til að sitja á pjóðfundinuin 1851 og síðan alpingi til 1886, og var forseti efri deildar frá 1875; forseti bókinennta- félagsdeildarinnar í Reykjavík var hann frá 1848 til 1868. Pétur biskup var tvíkvæntur. Pyrrikona hans var Anna Sigríður Aradóttir frá í'lugumýri (-j- 1839). En siðari konan, sem lifir enn, er Sigríður Bogadóttir Bene- diktssen frá Staðarfelli. Pétnr biskup var mikilmenni á flestan hátt, gáfumaður hinn mesti og lærdómsmaður, stilltur vel og hinn ljúfmann- legasti, prekmaður til sálar og líkama, og einn hinn af- kastamesti rithöfundur vor á pessari öld. Hinar ágætu guðsorðabækur lnins eru allri alpýðu kunnar. Auk pess ritaði liann og margt annað, sumt á útlendum tungum, par á meðal kirkjusögu íslands á latínu um tímabilið 1740— 1840. Honum hlotnaðist meiri heiður og rteiri nafnbætur, en flestuin öðrum Islendingum. Jarðarför hans framfór i Revkjavík 3 p. m. með mestu viðhöfn. i»iiigmálafuiidir. Árið 1891, 12. dag júním. var pingmálafundur settur og haldinn að Skinnastöðum sainkvæmt áskorun sýslunefnd- arinnar i Norður-|>ingeyjarsýslu, með fundarboði dagsettu 15. apríl þ. á. Var Arni Arnason í Höskuldarnesi kosinn fund- arstjóri með öllum porra atkvæða og tók hann sér til skrifr ara Björn G. Blöndal á Raufarhöfn. J>að sem kom til umræðu var petta : 1. Var rætt um afnáin vistarskyldunnar, og var pað niðurstaða fundarins eptir nokkrar umræður, að gjöra enga ályktun um pað að svo síöddu. Búseta fastakaupmanna. • Sampykkt í einu hljóði að pistakaupmenn skuli vera búsettir i landinu sjálfu. 3. Eptirlaunalögin. Sampykkt að skorað sé á pingið að halda málinu áfram í sötnu stefnu eins og sampykkt var í neðri deild alpingis 1889 með öllum porra atkvæða. 4. Landsbankinn. Var sampykkt í einu hljóði: a) að bankastjórinn og aðrir starfsmenn bankans megi engin opin- ber eða alinenn störf á hendi hafa, auk bankastarfanna, b) að bankinn stofni útibú á Seyðisfirði, Akureyri og ísaörði, c) að bankinn komist sern fyrst í samband við banka í Daninörku og Englandi, d) að bankinn geri seðla sína svo fljótt inn- leysanlega sem auðið er. 5. Skorað á pingið ineð ölluin atkvæðum að framfylgja báskólamálinu. 6. Æðsti dómstóll í íslenzkum málum skal vera í land- inu sjálfu. Samþykkt með öllum atkvæðum. 7. Rekaítök kirkna. Eundurinn skorar á alþingi að semja lög, sein afnema öll rekaítök á landinu, pannig, að jarðeigendum verði geönu kostur á að kaupa pau með sann- gjörnu verði. 8. Um dýralækningar. Sampykkt með meiri hluta at- kvæða, að hafa 1 dýralækni á landinu. — 9. Skjálfandafljótsbrýr. Pundurinn ályktar að skora á þingiðað láta landssjóðinn taka að sér til eignar, umsjónar og viðhalds brýrnar yör Skjálfaudafljót, með öllum peim skulda- kvöðum, er á brúnum liggja nú. 10. Jökulsárbrú. Halda pví máli áfrain samkværat pingsályktun 18S7. 11. Helgidagahald. Alyktað með meirihluta atkvæða að afnema aniian í jólum, annan í páskum og annan í hvítasunnu og kongsbænadag. eu skerpa helgidagalögiu að öðruleyti. 12. Stjórnarskrármálið. Fundurinn skorar á alpingi að framfylgja stjórnarskrármálinu með festu og eindrægni, á þeim grundvelli, sem lagður er í hinni endurskoðuðu stjórnarskrá frá 1885 —1886, sérílagi livað snertir skipun á löggjöf og stjórn hinna sjrstaklegu íslaudsmála gagnvart Danmörku. Eptir nokkrar umræður var pessi fundarályktun sam- pykkt í einu hljóði og greiddi alpingismaður kjördæmisins einnig atkvæði með henni. 13. Fundurinn skorar á alpingi að framfylgja málinu um stofnun ullarverksmiðju samkvæint frumvarpi pví, er koin frá nefndinni í málinu 1889. 14. Fundurinn felur pingmanni sinum að koma pví til leiðar, að albingi, ef pörf gjörist, hlutist til uin, að aðal- póstleiðin liggi héreptir um Húsavík til Skinnastaða. 15. Kom fram uppástunga frá pingmanninum um að kjósa mann á fdngvallafund í sumar, en sú uppástunga var felld og pess minnst, að ineiri nauðsyn mundi verða að halda J>ingvalla(und næsta ár. 16. Kom fram uppástunga um að skora á alpingið að semja lög uin að binda framfærsluskylduna við erfðaréttinn, og var pað fellt með meiri hluta atkvæða. Fundi slitið. Arni Arnason. Björn G. Blöndal. Fimmtudaginu 18. dag júnimánaðar var pingmálafundur haldinn á Espihóli. Fundinn hafði boðað Bened. sýslumaður Sveinsson, pingmaður Eyflrðinga. Fundarstjóri var kosinu Eggert bóndi Stefánsson á Glerá, en skrifari Jónas prestur

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.