Norðurljósið - 27.06.1891, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 27.06.1891, Blaðsíða 3
1891 NORÐURLJÓSIÐ. 47 stóð við; brá henni þá heldur en ekki í brún, er hún sá að hún þekkti sig ekki. En rétt í pví hún ætlaði að snúa við, sá hún par dálitla hurð, sem var nærri því hulin af grasi og runnum. Hún gekk að hurðinni, og bægði kvist- unum frá, og sá þar skrá og ryðgaðan lykil í skránni. J>reytu- og punglyndis-blærinn hvarf þegar aí andliti kongs- dóttur, því að aldrei hafði hún fyrri orðið fyrir slíku ævin- týri. Hún sneri pegar lyklinum, og hrökk hurðin undir eins upp. |>ar fyrir innan opnuðust fyrir henni göng, og sá hún í einhverri rökkurbirtu tröppur liggja ofan á við. Helga var á tveim áttum, hvort hún ætti að halda áfram eða ekki, én forvitnin knúði hana áfram, svo að hún réð af að halda áfram. Hurðin skall i lás á eptir henni. fvi lengra sem hún kom ofan eptir tröppunum, pvi bjart- ara og hreinna varð uppi yfir. Hún var punnklædd, og og kom í hana kuldahrollur, en hún skeytti ekkert um pað. Hvergi sá hún annað en múrana beggja vegna við tröppurnar, og voru peir ískaldir átektum. Loks komst hún alla leið, og ætlaði að fara að skygnast um, en pá andaði um hana svo ískaldur vindur, að henni fannst allt blóðið storkna i æðum sér. Hún fór að iðrast eptir ó- gætni sína, og varð svo pungt um hjarta af pessu, að hún hneig í ómegin. Hún kom til sjálfrar sinnar aptur við pað að pýður vindblær lék um andlit henni. Húu skygndist pá um, og sá pá að hún lá undir afarstóru grenitré; sýndist henni ekki betur en að pað væri í mjallhvítum klæðum; allt sem hún sá í kringum sig var hvítt, en hún lá eins og í dúnhrúgu. Himininn var ígrár á litinn, og kastaði sólin paðan daufri birtu. Hún stóð nú á fætur til pess að sjá betur í kringum sig, og brá eigi lítið við, pví að hún sá allt í einu ungan mann standa rétt hjá sér. Hann var bláeygur og bjartur á hár og fríður sýnum, og var klædd- ur alhvítum fötum. Helga horfði stundarkorn á hann, og vissi ekkert hvað hún ætti að segja; hann stóð pegjandi í sömu sporunum. Loksins mannaði Helga sig upp og sagði: „Hvar skyldi eg annars vera?“ Hann hló við og sagði: „pú ert komin í ríki Vetrar konungs — hefirðu nokkurn tíma heyrt hann nefndan; eða ertu komin til pess að kynna pér dýrð hans?“ Hún neit- aði. „En hvenjig hefirðu farið að villast hingað í pessum punnu fötum; pú hefðir sjálfsagt orðið úti hefði eg ekki fundið pig og koinið pér hingað. J>ú lást eins og ofurlítil fönn parna niðri við dyrnar, par sem peir eru vanir að mætast norðanvindurinn og austanvindurinn, og eg átti fullerfitt með að ná pér frá honum Norðra. Nú er pér víst ekki kalt ?“ — ,.Nei mér líður nú vel“, svaraði Helga; „og pað er pér að pakka: en vel skal pér verða launað ef pú fylgir mér til föður míns aptur; eg er dóttir Guð- mars kongs hins ríka.“. „J>angað get eg ekki fylgt pér“, svaraði hann góðmótlega, „pví að enginn á apturkvæmt, sem komið hefir inn í ríki Vetrar konungs nema hann leyfi pað sjálfur“. Helga varð nú hálfskelkuð, en herti pó upp hugann og spurði hann, hvar hún gæti fundið Vetur konuug, og bað hann að fylgja sér til hans, pað var hann fús á að gera, en sagði henni að pað væri löng leið pangað, og stuttir dagar, en eitt yrði hún samt að segja sér, ef hana ætti að gera pað, pað væri að segja sér hvað húa héti Helga gerði pað. Síðan spurði hún hann að lieiti- „pað er nú æði margt“, svaraði hann; „vita skaltu pað, að eg er sonur Vetrar konungs, og hefi eg svo mörg nöfn, að eg er farinn að ruglast í peim ; sumir kalla mig Erosta, sumir Snjólf, sumir Kaldyndi, en móðir min kall- ar mig optast Isleif; en venjulegast er eg samt kallaður Vetsirliði kongsson, og geturðu nú valið úr pessu pað sem pér sýnist“. „Eg held eg kalli pig pá helzt Veturliða“, sagði Helga, ,.pví að eg treysti pví, að pú verðir mér að liði hjá Vetri kongi föður pínum — en nú skulum við halda af stað. Veturliði kongsson tók nú blístru eina litla upp úr vasa sínum ; kóm pá fram sleði einn lítill, alsettur frost- rósum, en í sleðanum voru loðnir dýrafeldir mjög hlýinda- legir að sjá; fyrir sleðanum gengu tveir hvítabjarnarhúnar. Kongsson lypti Helgu í sleðann, settist hjá henni, og tók taumana og ók af stað. Húnarnir fóru mjög fljótt yfir; fyrst var allt mjög eyðilegt, en pví nær sem fór að draga heimkynnum Vetrar kongs, pvi líflegra fór að verða um- horfs. Stórir hvitabirnir voru par á rölti, og litu óhýru hornauga til sleðans; hreindýr voru að pjóta par fram og aptur með marggreinóttum hornum, og drógu sum peirra sleða á eptir sér. Hrafnarnir voru að hoppa innan um snjóinn og krunkuðu sultarlega, en snjótitlingarnir flögruðu fram og aptur tístandi, og drápu sér allra snöggvast niður og flugu svo óðara burtu aptur. Svo fór Helga að sjá til manna; peir voru allir mjög dúðaðir í fötum, en flestir alvörugefnir að sjá. „J>etta er hirð Isneggar drottningar, móður minnar“, sagði Veturliði, „hún vill hafa alla ráð- setta og alvarlega, og setur einatt ofan í við mig fyrir pað, hvað eg sé gáskafullur11. Nú hvarf sleðinn inn í pykkan eikiskóg; limarnar hvolfdust yfir höfði peirra, og var par breitt yfir nær pví samfeld, hvít blæja. Lítið va^ par um líf, nema hrafnar og snjótitlingar, og svo einstöku tóa, sem skauzt öðruhverju fram hjá peim og leit svo aptur. J>egar pau komu út úr skóginum, var par margt fyrir ungra manna; voru peir allir í snjókasti og höfðu mjög hátt; einn snjóköggullinn kom í hár Helgu, og var pá Veturliði ekki lengi að stökkva upp i sleðanum og kalla „Eg skal kenna ykkur pað, porpararnir ykkar, að láta petta vera“, og preif saman mesta sæg af snjókögglum og grýtti í strákana, og fuku peir pá eins og mojdviðri út í buskann. Helga hló svo dátt að peim, að henni vöknaði um augu. (Niðurl. næst). F r é t t i r Slysfarir og mannalát. Snemma í pessum mánuði fórst bátur nálægt Sauðárkrók á leið frá Drangey. 4 meun drukknuðu. Nýlega drukknaði við Blönduós verzlunarmaður Arni Knudsen, uugur og efnilegar maður. Er sagt að hann hafi verið að synda að gamni sínu í sjónum. Haldið er að hann hafi fengið krampa. Háinn er síra Jón Steingrímsson í Gaulverjabæ, einn hinna efnilegustu yngri presta, mjög gáfaður inaður og vel lærður. — 29. apríl dó í Stykkishólmi Arni Ólalsson Thor- lacius, fyrrnm kaupmaður, 87 ára gamall. Skipakomur. 16. p. m. kom gufuskipið Magnetic hing- að sunnan og vestan um land með nálægt 140 vesturfara. Hér bættist við hópinn töluvert. Með skipinu var útHutn- ingssjóri S. Eymundsson, línuagentinn Franz, og B. L. Baldvins- sou, er nú fór alfarinn til Ameríku í petta skipti. Póstskipin Laura og Thyra komu hingað 19 p. m., en urðu að liggja hér í 2 daga, pvi ekki varð skipað upp fyrir sunnanhvassviðri. Með peim var fjöldi farpega, par á meðal nokkrir alpingismenn með Lauru. — Frá Kaupmannahöín koin hingað með Lauru kaupmaður Jakob Gíslason. Hitar og blíðviðri eru nú á hverjum degi, og purkar óvanalega miklir. Allt útlit fyrir að flæðaengjar, er nóg vatn hafa, verði afbragðsgóðar, en harðvelli sára-lélegt. «Landneminn» heitir nýtt blað, er fylgir sem auka- blað með Fjallkonunni. Á að flytja frétlir frá Ganada og íslendingum þar. — (Fjallkonan með aukablöðum læstkeypt hjá Frb. Steinssyni). Próf í lögum hafa tekið við háskólann í Kaupmannaböfn Jón Magnússon, Lárus Bjarnason og Jóhannes Jóhannesson, allir með 1. einkuun.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.