Norðurljósið - 27.06.1891, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 27.06.1891, Blaðsíða 2
46 NORÐURLJÓSIÐ. 1891 Jónasson á Hrafnagili. Fundurinn var all-fjöisóttur, 'fundar- menn um 60. þessi mál voru rædd; 1. StjórnarskrármáHð. Fundurinn var mjög mótfallinn miðlunarstefnunni. J>annig orðuð tillaga var samþykkt: Fundurinn skorar á alþingi að framfylgja eindregið þeirri stefnu í stjórnarmálinu, er liggur til grundvallar fyrir hinni endurskoðuðu stjórnarskrá, sbr. frumv. alþingis 1887, en mótmælir gersamlega binni pólitísku undirstöðu, er hin svonefnda miðluuarstefna frá 1889 er byggð á, eða hverri helzt stefnu, er fer fram að gefa nokkuð eptir af sjálfstjórnar- kröfum Islands. 2. Samgöngumálið. Svolátandi tillaga var samþykkt; Fundurinn skorar á alþingi að veita serstakt athyggli sam- göngnmálum íslands við önnur lönd, í sambandi við tilsvar- andi breyting á verzlunarlöggjöf landsins. Enda er fundur á því, að þingið léti fúslega hæfilegan skerf til, ef til mála kæmi að málþráður yrði lagður til íslands. 3. Gufuskipamálið. Fundurinn komst að þeirri niður- stöðu að skora á þingið að leitast við að ná betri samningum en hingað til hafa verið um gufuskipaferðir til landsins, og bindi sig ekki við hið sameinaða gufuskipafélag, ef samning- ar tengist betri hjá öðrum — og hlutast til um að hlutað- eigendur ábyrgist að standa við samninga sína, bæði er snertir mannflutning og vöruflutning. 4. Atvinnumálið. Fundurinn leggur það til, að þingið hlutist til um það, að stutt væri sem bezt að atvinnumálum landsins, landbúnaðurinn væri styrktur og sjávarútvegurinn studdur. í sambandi við það lagði hann það og til, að einn eða fleiri efnilegir búfræðingar fengi styrk af landsfé, til þess að læra garðyrkju af Schierbeck, svo að þeir gætu kennt haua út frá sér. 5. Búseta fastakaupmanna. Fundurinn lagði það til, að lög yrðu sett um að fastakaupmenn hér á landi væru skyld- aðir til þess, að hafa búsetu í landinu sjálfu. 6. J>jóðjarðasala. Fundurinn leggur það til, að þjóð- jarða- og kirkjujarðasala verði heimiluð með aimennum lögum að áskyldum ábúðar- og forgangsrétti leiguliða. 7. Brunabótarábyrgð. Fundurinn leggur það til að innlend brunabótarábyrgð komizt á í landinu sjálfu. 8. Eptirlaunalögin. Fundurinn leggur það til að eptir- laun embættismanna skuli takmarka sem allra mest. 9. Bankamálið. Fundartillögur voru þessar: a. að bankastjórinn og aðrir starfsmenn bankans megi engin opinber eða almenn störf hafa, auk bankastarfanna. b. að bankinn stofni útibú á Seyðisfirði, Akureyri og Isafirði. c. að bankinu komist sem fyrst í samband við banka í Danmörku og Englandi. d. að bankinn gjöri seðla sína svo fljótt innleysanlega, sem auðið er. — 10. Háskólamálið. Fundurinn samþykkti þessa tillögu^ að skora á alþingi að sjá til þess að háskóli yrði stofnaður í Beykjavík, er hefði í sér að minnsta kosti 3 deildir: guð- fræðisdeild, læknaskóladeild og lagakennslugrein. 11. Ullarverksmiðjur. Fundurinn skorar á alþingi að framfylgja málinu um stofnun ullarverksmiðju, samkvæmt írumvarpi því, er kom frá nefndinni i málinu 1889. 12. Alþýðumenntun. Fundurinn skorar á alþingi: (i. að það leitist við að koma á sem nánustu sambandi milli allra skóla í landinu. b. að auka fjárframlag til alþýðufræðslu, einkum til um- gangskennara. 13. Fundurinn snmþykkti og að skora á þingið að sjá trm ,að æðsti dómstóll í íslenzkum málum skyldi vera í Ian4imi sjálfu. 14. Dýralækningar. Fundurinn leggur það til að þingið veifti v.i»ðunanlegan fjárstyrk. að minnsta kosti tveim mennt- mðum ínónnum til þess að stunda nám á dýraiækningaskóla í úfiönditm, og sjái þeim fyrir lífvænlegum launum á eptir með því skilyrðj, að þeir hafii kennslu á’ hendi í þeirri grein. við búnaðarskólaws,. 15. Tollamál. Fundurinn leggur 'pað til að tollur sé’ fagður á smjörlfki (Mangarinj 15 aura hár á pundið, en fer fram á það, að kaffi- og sykurtollur verði lækkaður ofan í það, sem stóð í stjórnarfruanvarpinu síðast eins og' fillaga var á undirbúnirigsfundi undir þing 18 9 hér úr kjördkeminvr og víðar. Lagt var og til að hækkaður væri vintbllurinn, en ábúðar- og lausa fjárskatturinn1 afnuminn, ef þingið1 sæi sér það fært vegna fjárhags síns. 16. f>ingv allafundur. A þingvallafundi vav kosinm Eggert Stefánsson bóndi á Efri-Glerá. S ðan fundi slitið. E. Stefánsson.- Jónas Jónasson.- í>a«n 20 þ. m. var haldinn þingmálafundur á Hjalteyri, sem alþm. B. Sveinsson bafði boðað til. Fundarskýrslu þaðan vantar. Vetrarsaga* Fyrir löngu, löngu var enginn vetor til á jörðunni;: þá var einlægt vor og sumar, grasið var einlægt að spretta og allar skepnur höfðu nóg að bíta; það kom aldrei frost og aldrei snjór, og alltaf var friður og ánægja meðal mann- anna, allir höfðu nóg að borða, og enginn var að1 ásælast aðra því að hann þurfti þess- ekki. |>á í-éði voldugur kongur yfir mestöllum' heiminum; fór mikið orð af því hvað hann væri auðugur, vitur og góður maður; hann átti sér eina dóttur, sem Helga hét; öllum kom saman um það, að hún væri bezti gripurinn í eign hans, enda þótti honum svo vænt um hana að hann mátti ekki af henni sjá. Hún álst upp með föður sínum í mestu dýrð og gleði; allt sem hún vildi, rar þegar í té, og fjöldi af skemmumeyjum varsettur til þess að þjóna henni; það mátti segja að hamingjan hefði veitt hermi allt, sem hún vissi bezt. Nú voru teknir hinir beztu kennarar, til þess að mennta hana sem bezt; enda sást það á kongsdóttur að hún tók hinum beztu framförum. En því meir sem hún eltist, því fálátari varð hún og alvörugefnari. Leið svo til fullorð- insára hennar. Föður hennar þótti þetta mikið mein. Fóru þá að safnast til hirðarinnar göfugir riddarar og tignarmenn, því að svo mikið orð fór af fegurð kongsdóttur að sem flestir vildu fá hennar. Kongurinn faðir hennar tók vel við þeim, lét halda veizlur og leiki, og ætlaði með þvi að hafa af dóttur sinDÍ; en það heppnaðist ekki; iþrótt- ir riddaranna og hreystiverk urðu henni eígi til ununar, og þunglyndi hennar fór dagvaxandi innan um allan veizlu- glauminn. Einn morgun var ljómandí gott veður eins og vant var 1 þá tíð. Helga gekk út snemma morguns,.. og var í þungu skapi eius og vant var; hún var klædd þunnum fötum. og féll hárið laust og dökkt niður eptir- herðum hennar. Hún gekk út í aldingarð föður síns, og horfði sorglegum augum á útsýnið í kringum sig. Henni sárleiddist. „Leiðinlegt er þetta“, tautaði hún við sjálfa sig, „að trén þau arna skuli alltaf vera eins, og loptið alltaf svona heiðríkt. Eg vildi held eg helzt það kæmi eitthvert óvina- vald yfir, sem kollvarpaði því öllu saman; það væri þó að- minnsta kosti hreyting í því“. Og svo gekk hún út í garð- inn lengra en hún var vön; en garðurinn var svo stór, að það var margra daga leið að fara um hann allan. Húrt gekk inn í þétt laufagöng, sem hún hafði aldrei komið I fyrri inn i, og hélt svo áfram, án þess að hún vissi al- I minnilega hvað hún fór. Loksins fór hún að þreytast, og

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.