Norðurljósið - 28.07.1891, Síða 4

Norðurljósið - 28.07.1891, Síða 4
56 NORÐURLJÓSIÐ. 1891. ætlai' sér. Eg get með engu mót-i vitað hvaðan J. Ól. kem- ur þessi speki, eg hefi aldrei á æfi minni átt tal við Jón né ritað neina epinhera trúarjátningu um petta efni. svo þetta er svo heimskulegur sleggjudómur hjá J. Ól. sem írekast má verða. J. Ó1 segir, að eg sé „í vasa Benedikts sýslumanns Sveinssonar“. J>essa vizku skil eg ekki, og víst enginn sem til þekkir. Eg ann Benedikt Sveinssyni fyrir hina óbifanlegu ættjarðarást hans, og fyrir pað, hversu einbeittur og stað- íastur hanu er í pví, sem hann álítur sannast og réttast íyrir Guði og samvizku sinni, jafn örgerður maður og hann er, Og illa fórst J. Ól.. eins og margt annað, að ausa ó- sönnum svívirðu-orðum yfir B. Sv., þo að ekki hefði verið nema sjálfs J. Ól. vegua. B. Sv, hefir sýnt J. Ól. margar og miklar velgjörðir; B. Sv. hefir, — sjálíur þá í erfiðuin kringumstæðum —, tekið J. Ól. upp af götu sinni og reynt til að gjöra úr honum mann, þetta eru launin, þetta eru þakkirnar, sem J. Ól. veitir mestu velgjörðamönnum sinum! J. Ól. segir, að eg sé ekki verður til að leysa skó- þvengi Jóns á Stóru-Keykjum. |>etta kann vel að vera frá sjónarmiði J. Ól„ og tek eg þessi 'orð hans ekki nærri mér, — En lítinn greiða gjörir J. Ól. með þessu nafna sinum, er J. Ól. tældi ásamt fleirum til að bregðast fósturjörð sinni og gjörast liðhlaupi í einu hinu mesta velferðarmáli landsins 1889. Var slíkt hinn mesti skaði, einkum fyrir sjálfan Jón á Reykjum, sem er lipurt góðmenni og að mörgu leyti hæfileikamaður, að verða þannig uafna sínum að bráð. J>að er þannig J. Ól. sjálfur, og enginn annar, sem hefir valdið því, ef vér Nörður-Júngeyingar „getum eigi“, eins og J. Ól. kemst svo fallega að orði, „borið giptu til að nota krapta“ Jóns á Reykjum héreptir. Skinnastað 12/5 1891. J>. Jónsson. F r é t t i r 18. þ. m. andaðist Ásdís Jónsdóttir 60 ára að aldri, eptir langvinnan sjúkdóm, kona Sigfúsar kaupmanns Jónsson- ar hér í bænum. Helztu æfiatriði þessarar sómakonu verða birt seinna í blaðinu. Jarðarför hennar fer fram 30. þ. m. Einnig er nýlátinn Halldór Guðmundsson bóndi á Jódísarstöðuin, atorkusamur búhöldur. Dáinn er 26. þ. m. P á 11 E r 1 e n d s s o n, nær sjötug- ur að aldri, í húsi tengdasonar síns Einars Hallgrímssonar hér i bænum. Páll sál. hafði lengi verið gildur bóndi og komið upp mörgum mannvænlegum börnum. öynir hans eru þeir nafnkunnu bræður Vilhelm Pálsson og Magnús Pálsson í Ameríku. Verzlun hefur verið hér í bæuum all-lífleg. Aðflutn- ingur og sigling með meira móti. Eptir því sem kunnugt er, hefur verðlag á íslenzkri vöru veriðþetta: hvít vorull 0,70, heilsokkar 65—70, hálfsokkar 35, vetlingar 35, hákarlslýsi 30 kr. tn., saltfiskur 12 —15au. pd. Útlend vara: [rúgur 17 kr. tunnan, grjón 25 kr., baunir 24 kr. tn., kaífi 1 kr.—1,15, melís 30—32 au., Kandís 35 au., munntóbak 2,00, rjól 1,50. Grasspretta víðast hvar góð og sumstaðar á útkjálkum afbragðsgóð. Tún slegin, en lítið hirt af töðum, sökum óþurka næstliðna viku. Hákarlsafli góður, á stöku skip komið allt að 20 tunn. lýsis í hlut. — Sitt úr hverri áttinni. Bismarck karl er tóbaksmaður mikill. í París 1870 mætti Russel lávarður Arnim greifa, sem kom ut úr her- bergi Bismarcks, Arnim skók og hristi klút fyrir nösum sér og sagði: ., J>að yfirgengur minn skilning hvernig hann Bismarck getur dregið andann í slíkum tóbaksreyk; jeg- varð að biðja hann að opna gluggann.s Russel kvaddi Arnim og gekk inn til kanslarans. J>á sagði Bismarck: „J>að er Ijótur ávani á honum Arnim þessum, hann atar sig svo út í ilmvatni, að menn ná ekki andanum í dag var ilmbrælan svo megn að jeg varð að hrynda upp gluggauum". — Áreiðanlegt ráð til að láta taka eptir sér er að koma inn í kirkjuna á stigvélum þegar presturinn er kominn upp á stólinn. — Kennarinn (er að tala við börnin um vonda sam- vizku); „Hvað er það, Manga litla, sem pínir og kvelur mann, sem byltir sér á yrasar hliðar í rúminu, þegar bann er háttaður, en getur ekki sofnað?“ Manga: „það er víst fló, sem bítur hann.“ — Samlagningardæmi. Barnakennarinn segir við 6 ára gamlan strák: „Ef þú ert í sokk á öðrnin fætinum, og fer svo í sokk á hinn fótinn, hvað marga sokka hefurðu þá ?“ Drengurinn: „Eg er aldrei í sokkum.“ Kennarinn: „Ef faðir þinn ætti grís, og keypti ann- an til?“ Dr.: „Faðir minn á enga grísi.“ Kenn : „En ef þú ættir nú treyju, og amma þín gæfi þér svo aðra í jólagjöf ?“ Dr.: «|>að er víst ekkert hætt við það verði.“ Kenn.: „En ef þú ættir þér epli, og mamma þín gæfi. þér annað til — hvað væru það mörg?“ Dr.: „Eplin ekkar eru svo vond, að eg vil þau ekki.» A u g 1 ý s i n g a r. Nýkomið á prent: „Brot af æfisögu Ásbjarnar ágjarna11, þýdd af Pétri biskup Péturssyni. í bókaverzlun Frb. Steinssonar, verð 50 aurar. ELDAVJEL nýleg er til sölu. Ritstjóri visar á seljanda — J>ú, sem tókst á fitinni utan og neðan við Litla- Eyrarland, steðjann nefjalausa með köntuðu gati i gegnum stakkinn, viltu ekki gjöra svo vel og skila honum til rit- stjóra Korðurljóssins eða eigandans sjálfs, það kostar kannske minna J a k o I) Gislason. setur tilbúin föt mjög ódýr eptir gæðum. skóleður gott og ódýrt. Einnig ágæt vín af mörgum sortum. LEIÐRÉTTING. I siðasta blaði „Nl.“, fyrsta dálki, hefir misprentazt s i 1 f u r n á m a n n a fvrir silfurbergsnámanna. — Eitt blað af «J>jóðriljanum» kemur hér út næstu daga. Ejármark Yilhjálms Einarssonar á Jarðbrú i Svarfaðar- dal: sneiðrifað fr. hægra og sneitt aptan, vagl- skorið framan vinstra. Brennimark: Vilh. ----Sigurðar Hallgrímssonar á Hálsi í Oxnadal: hamarrifað hægra, tvístýft apt. biti fr. vinstra. NORÐURLJÓSIÐ hafa borgað: Páll Draflastöðum, Jón J>verá, Hermann Varðgjá, Magnús Eagraskógi, Benidikt Hóli, Sigfús J önsson Akureyri, Gluð- mundur Klauf. Eigandi og ábyrgðarmaður: Frb. Steinsson. Prentsmiðja: B. Jónssonar.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.