Norðurljósið - 08.08.1891, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 08.08.1891, Blaðsíða 4
60 NORÐURLJÓSIÐ. 1891 járnbrautarlest, er var hlaðin fólki. 120 manns fórst og 150 lemstruðust. Scavenius kirkju- og kennslumálaráðgjafi Dana fékk lausn frá embætti sínu snemma í júli. Nellemann var settur til bráðabirgða til að gegna eiubætti hans ásamt sínu. En háskólakennari í lögfræði, Goos að nafni verður nú kirkju- og kennslumálaráðgjafi. Nýjasta uppfundning Edisons er einskonar töfra- skuggsjá, er nefnist Kinetograf. |>essi vél lætur menn sjá og heyra viðburði, sem fara fram i fjarlægð, svo sem leiki á leikhúsum, og sýnir petta svo nákvæmlega að sjá má allar hreyfingar og svipaskipti leikendanna eins og peir væru rétt hjá áhorfendunum. J>etta er rafurmagnsvél, en myndirnar koma fram við ljósmyndun, og getur vélin tekið 46 slíkar myndir á sekúndunni. Brúðkaup dverga og risa. í sumar giptist enskur sönglistamaður Hedley, sem er fullar 3 álnir á hæð dyrgju einni sem að eins var 32 pml. á hæð. í brúðkaupinu var risi einn 4 álna hár og skessa frá Ameriku, sem er 616 punda pung, ennfremur örlítill dvergur og handleggjalaus maður, sem skrifaði undir hjúskapargjörningiun og hafði pennann milli tannanna. — Allt petta íólk er á ferðalagi saman að sýna sig og listir sínar. «Sögur liðsmannaiæknisins», heitir alkunn skemmtibók eptir hinn fræga tinuska hötund Zakarius Topelius. J>að eru frásagnir á sænsku í allmörguni pörtum úr sögu Finn- lands og Svípjóðar í skáfdlegum og skemintileguui búningi, sem byrja á afreksverkum Gústafs Adólfs í prjátiuára stríðiuu, og halda síðan áfram með nokkurskonar samanheugi fram að pessari öld. Sögur pessar pykja svo íróðlegar, einkum fyrir Norðurlönd, og svo Ijómandi skemmtilegar að lesa, að pær mega heita komnar í hvert hús á ölluin Norðurlöndum. jþað er pví æskilegt fyrirtæki af herra Sigfúsi Eymuudssyni, að hann hetír samið við séra Mattías Jochumsson að fá hjá hon- um pýðingu pessa ritverks og gefa siðan út í heptum. Mun pvl og etíaust verða tekið feginshendi um allt land, ogóskuin vér peim sem að pví standa til beztu heilla með pað fyrir- tæki. At sögulegum skemintibókum seiuui tíma eigum vér nálega enga enu, sem iistaverk geti heitið — ekki einusinni I pýðingum. (Presturinn á Vökuvöllum er ætísöguróman), enda eru pessar sögur einkarvel lagaðar til að vekja listasmekk og aðrar góðar og trúar tiftínuingar hjá alpýðu. Z. Topelius er nú talinn bezti alpýðurithöfundur á öll- um Norðurlöndum. J>ess má geta, að dauska pýðingin af sögum pessinn, sem hér á laudi er helzt kunn, er eptir hinn danska sagnameistara og fagurfræðing Er. Winkel Horn. Vs-91- Herra bóksali Frb. Steinsson! J>að eru nú liðnar 7 vikur síðan nokkrar fréttir hafa komið til vor frá útlöndum, og mánuður síðan siðustu fréttir og blöð bárust úr Reykjavík, að undanteknu hinu stutta ágripi af pingfréttum, sem pér birtuð í Norðurlj. siðast. — Og hvenær getum við svo búizt við að írétta nokkuð frá heiminum í kringum oss? Að viku liðinni frá Kaupm.höfn, (alltsvo með hér um 8 v i k n a millibili), og eptir hálfan mánuð frá Reykjavík, alltsvo 6 vikum eptir að siðustu fréttir bárust paðan. Og petta um h á s u m- a r i ð og um sjálfan pingtímann. J>etta er ópolandi. Eg kenni sunnlenzku blaðastjórunum mest um petta — Norð- urljósið og jbjóðviljinn hafa pó einstaka sinnum fundið að samgöngu-tilhöguninni, en Reykjavikur ritstjórarnir mjög sjaldan, og pá krapt- og gagnslitið J>eim stóð pó sannar- lega næst að átelja petta fyrirkomulag, ekki sizt ritstjór- um ísafoldar og J>jóðólfs, hefðu peir talað, talað i tíma og talað eins og ritstjórum öflugustu blaðanna bar, hefði lands- og póststjórninni aldrei haldizt uppi að bjóða oss aðrar/eins samgöngur. En úr pví pær eru svona bágborn- ar héfðu peir átt, undir pessum kringumstæðum, að senda mann gagngjört með blöðin hingað. — En peir hugsa minna en svo um „fólkið“ blessaðir í pessu efni. Franska herskipið kom hér nýlega með nokkur prívatbréf frá Reykjavík, en ekkert blað. Eg læt yður nú vita, herra bóksali, að eg segi mig hérmeð frá kaupi á sunnlenzku blöðunum frá næsta nýári. |>egar eg ekki á von á neinu blaðinu verða voubrigðin ekki eins mikil pó fréttirnar berist seint. Jeg er ineð virðingu yðar — — J>að hafa komið fleiri bréf til bókaverzlunar Frb. St. en pað sem liér birtist, sem hóta pví, að hætta kaupi á blöðum af pví peir fái pau svo seint, en petta tekur tví- mælin af, sem er frá manni hér i grend, er kaupir öll blöð og rit jafnótt og pau koma út. — J>að er heldur ekki um skör frain, að kvarta undan hinum ónógu og óhentugu póJgöngum. Ritst. Akureyri, s/s Gufuskipið Magnetic kom hér 5. p. m. með kol til consul Havsteen. Hún fer héðan i dag með ull frá pöntunarfelögum og um 150 hesta, er Sliinon og Zöllner hafa látið kaupa liér norðanlands. — Hestarnir hafa verið keyptir fyrir 40—80 kiónur. Póstskipið »THYRA« kom á réttuiu tíma í gær- kvöld. Með henni kom bakari og póstafgreiðslnmaður Schiöth, er fór kynnisferð til Danmerkur i Apríl. Engin stórtíðindi frá útlöndum. Friður í heiminum. Yorzlun heldur fjörug. — Rúgur kominn í hátt verð, kennt um uppskerubrest í Rússlandi. — Eu par á móti lítur út fyrir góða uppskeru í Danmörku og viðar, svo líklegt er, að verðhækkunin staiuli ekki mjög lengi. — ísl. saltfiskur í háu verði. en ull og prjónasaumur ekki. — Útiit ineð fjársölu ekki gott. Islendingar í Winnipeg og nýlendunum paríkring héldu pjóðhátíðardag sinn 18. júni. Höfðu margar skemmt- anir og leiki, er parlendir menn dáðust að, - og unnu margir verðlaun. Yesturfarar uin 150 komu til Winnipeg 11. júlí; höfðu fengið erfiða ferð, svo lipurð og dugnaður leiðsögu- manns peirra, herra B. L Baldvinssonar, kom peim í góðar parfir. Seinustu fréttir frá R vík segja að stjórnarskrárfrv. hafi verið sampykkt í neðri deild 31. júlí. Hér með leyfum við okkur að votta vort innilegasta pakklæti öllum peim hinna fjölda mörgu er fylgdu okkar ástkæru konu og móður Asdísi Jónsdóttur til grafar, sem og alla pá viðkvæmu hluttekningu er okkur var sýnd við sorgarathöfnina. Akureyri 3. ágúst 1891. Sigfús Jónsson. J»ói*a M. Siufúsdóttir. Aðalftmdur Gráiuifelaijsins er ákvebinn á Yestdalseyri mibvikndag 9. dag septembermán. næst- komandi. Þetta auglýsist hér mcb til athugunar þeim sem kjörnir eru í hverri deild lelagsins til að sækja. abalfund. Oddeyri 1. dag júnímánaðar 1891. Davíb Gubmundsson, Frb. Steínsson. J. Gunnlögsson. — Héraðsfundnr Eyjafjarðarprófastsdæmis verður haldinn fimmtud. 10. sept. n. k. á Akureyri, byrjar kl. 11. f. m. Eigandi og ábyrgðarmaður: Frb. Steinsson. Prentsmiðja: B. Jónssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.