Norðurljósið - 05.01.1893, Qupperneq 1

Norðurljósið - 05.01.1893, Qupperneq 1
Kemur út þrisvar i mánuí)i (5.—15.—25.), 36 blöT) á ári. Verð 2 kr. (erlendis 3 kr.). Gjalddagi 15. júlí. NORÐDRLJÓSIÐ Afgrei5slustofaí>mí///oiíss/r.5, Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. október. VIII. ár. Keykjavík fimnitudaginn ð. jan. 1893. 1. biað. Gleðilegt nýár, heiðruðu kaupendur! í stað þess að biðja fyrirgefningar á því, að vjer höfnm tekizt á hendur að verða blaðstjóri, og í stað þess að koma fram fyrir yður vælandi og skælandi yfir hörðu árferði, peningaeklu og öðru þess konar, hikum vjer eigi við að koma fram fyrir yður hug- glaður og vongóður um framtíð vor ogyðar, framtíð landsins og þjóðarinnar, framtíð hvers þess manns, sem þorir að reyna á sig og leggja krapta sina í söl- urnar fyrir gott málefni. í stað þess að afsaka, að vjer, óþekktur og óreyndur byrjum á starfa þessum, og þrátt fyrir það, þótt Pjetur og Páll kunni að spá oss ófarnaðar, hikum vjer eigi við að sýna yður Norðurijósið, í því trausti, að allir góðir drengir Ijetti undir bagga með oss, til að styrkja að því, að blað vort fái útbreiðslu, svo það geti óhikað barizt fyrir þeim málefnum, er það mun taka sjer fyrir hendur að hreyfa við. í stað þess að þegja, munum vjer tala. I stað þess að líða svik og svívirðu, tælandi loforð við almenn- ing og árásir gegn kristindóminum, hvort heldur er í riti eða ræðu, munum vjer hefjast handa af öllum mætti, og berjast vægðarlaust gegn hverjum þeim, er þorir að ráðast á þá kenningu, er framar öllu öðru vekur mannkynið tii meðvitundar um köllun sína. I- myndið yður ekki, að vjer munum lygna aptur aug- unum og segja: »Það er allt blessað og gott«. Þegar annað eins birtist, eins og t. d. þegar ráðizt er jafn- vel á grundvallaratriði alls siðgæðis, eða annað þvi líkt. ímyndið yður ekki, að vjer álítum satt og rjett að biðjast friðar, slá úr og í eða ganga í samband við annað eins. Vjer viljum þúsund sinnum heldur bardaga, hlifðarlausan, hvíldarlausan, en svikulan frið. Blöðin eiga ekki og mega ekki synda á milli skers og báru. Það er skylda þeirra að taka í hnakka- dramb lyginnar, þegar hún læðist inn í híbýli manna, afklæða hana sínum fölsku fjöðrum og kasta henni út undir bert lopt, út á hlað, til þess að hver ærleg- ur maður sjái til að troða hana undir f'ótunum. Blöð- in eiga að fræða almenning fremur um það, er til menningar horfir, og til þess að kenna lesendum sín- um satt og rjett, gott og göfugt, en að lýsa fyrir þeim spillingu og svívirðu, þegar það er gert á þann hátt, að kitla tilhneigínguna til hins illa. Blöðin eiga að innræta mönnum ættjarðarást og þor og þrek til að berjast gegn örðugleikum lands þess, er þeir eru fæddir í og hæfastir að lifa í samkvæmt líkamsbygg- ingu sinni, í stað þess að styðja að því, að menn fleygi frá sjer öllum hug og dug, og gani fyrirhyggjulaúst í lítt kunna heimsálfu, þar sem reynslan hefir sýnt, að »ekki er allt gull sem glóir«. Blöðin eiga þar að auki ekki að eins að flytja skoð- anir ritstjórans til allra þeirra, er þau lesa, heldur einnig skoðanir lesendanna hvers til annars. Blöðin eiga að vera sá ræðustóll, þar sem þjóðin ræðir um þarfir sínar, bæði í almennum og einstök- um atriðum, bæði fyrir sjerstök hjeruð og landið í heild sinni. Blöðin eiga að vera opin fyrir öllum þeim, er rita satt og rjett, án þess auður eða metorð hafi þar nokkur forrjettindi, en lokuð fyrir öllum þeim, er með lygar fara. Biöðin eiga að fræða um lífið, ekki að eins veðuráttufar, aflabrögð og fjárheimtur, heldur um allt, sem setjandi er í letur bæði andlegt og líkamlegt, og geturvakið fegri hugsunarhátt,meira siðgæði, öflugra þrek—ekki að eins uœ ráðherraskipti og þingaþras erlendis, heldur jafnframt um öll þau málefni, er geta rýmkað vorn einangraða og afskekkta andlega sjóndeildarhring. Hvernig Norðurljósinu tekst að f'ylgja þessu, verð- ur tíðin að sýna. I stjórnmálum mun því fylgt hiklaust, að þjóð vor megi ekki þreytast að berjast fyrir því, að fá í'ull og óskert yfirráð yfir öllum þeim málum, er oss eina varðar, og vjer eigum með hyggni og stillingu en þó ótvíræðri einurð að halda saman í þessu máli og láta ekkert tækifæri ónotað til þess, að því þoki áleiðis, hversu langur tími sem líður þar til vjer fáum allar kröfur vorar uppfylltar—, að oss beri að styrkja að því, að hvert hjerað landsins, sem hefir eitthvað sjer- eðli í atvinnuvegum, ólíkt því sem á sjer stað annars- staðar á landinu, eigi að fá sem rýmstan rjett til að útkljá sín eigin mál, en að oss beri jafnframt að styðja að því eptir megni, að þjóðin noti því betur frelsið, sem hún verður frjálsari á pappírnum. Norðurljósið mun mæla með atvinnumdlum, sam- göngum á sjó og landi, gufuskipa-strandferðum og brúabyggingum eptir megni. Norðurljósið mun flytja frjettir, útlendar og innlend- ar svo fjölbreyttar, sem hægt er og rúm leyfir. Og Norðurljósið hefir margt fleira að minnast á, t d. verzlunarmál, bindindismál og menntamál,—en nóg mun lof'að að sinni. Látum þá lof'a meiru, er ætla sjer ekki að efna helminginn. -----sse------ Árið sem leið má telja eitt af hinum harðari árum hjer á landi á þessum mannsaldri. Yeturinn sem leið var allharður og þar á of'an bættist, að vorið var eitthvert hið harð- asta sem menn muna. Að sönnu var ekki hafís land- f'astur til lengdar nema á stöku stað, en sökum kuld- ans var grasvöxtur afarrýr víðast hvar. í júlímánuði brá til rigninga sunnanlands og mátti því ekki heita, að sláttur byrjaði þar fyr en í ágústmánuði, en nyrðra var miðsumarið betra, einkum austan Eyja- fjarðar. í ágústmánuði var blíðviðri yfir land allt, en þó fremur kalt, en svo tóku við hríðir í september- mánuði, og varð því nýting engan vegin góð, þá tókvið bliðviðri í október og loks hríðir, er ollu fjár- sköðum og mannsköðum, einkum í Húnavatnssýslu og Borgarfirði. Fiskiafli við Faxaflóa var hartnær enginn á vetrar- vertíðinni, og sama má segja um sumaraflann á Aust- fjörðum. Aptur á móti var óvenju góður vorafli og þó einkum haustafii á Faxaflóa. — Þilskipaflinn var frábærlega góður, eitt skip af Vestfjörðum aflaði 77 þús. fiskjar yfir sumarið. Verzlun var með óliægasta móti: öll íslenzk vara i lágu verði en kornvörur í hærra verði en mörg und-

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.