Norðurljósið - 05.01.1893, Side 2

Norðurljósið - 05.01.1893, Side 2
2 an farin ár; fjársala lítil til Englands, er orsakaðist einkum af skorti af fltandi fóðri handa sláturfjenaði á Englandi, sökum haustrigninga. Fiskmarkaðurinn á Spáni hartnær lokaður, tilraunirþó gjörðarfrá dönsku stjórnarinnar hálfu, til að fá lækkun á innflutningstoll á Spáni, en samningar ekki komnir í kring fyr en í nóvembermánuði. Heilsufar var almennt heldur gott. Af bókum, sem út hafa komið á Arinu má telja: Skáldskaparritin: »Guðrúnu Osvífsdóttur«, söguljóð, eptir Brynjólf Jónsson, »Randíði í Hvassafelli«, sögu frá lokum 15. aldar, eptir síra Jónas Jónasson og »Of- an úr sveitum«, nútíðar smásögur eptir óþekktan liöf- und, er nefndi sig Þorgils gjallanda — og sagnaritin: »Landfræðissögu íslands« eptir Þorvald Thoroddsen og »Sögu Jörundar hundadagakongs, eptir dr. Jón Þorkelsson (yngra). Yinaminnisskólinn; kvennaskóli sá, er frú Sigríður Magnússon í Cambridge stofnaði hjer í fyrra, lagðist niður aptur. Aðrir skólar hinir sömu og áður. Helztu tíðindi hjer má telja þingkosningamar. Voru þær sóttar með töluverðu kappi af þingmannaefnum, en lakar af kjósendum, nema í Rangárvallasýslu. Sýndu kjósendur þar lofsverðan áliuga á að njóta kosningarrjettar síns. Ymsir öldungis óreyndir menn eru væntanlegir á þingmannabekkina að sumri kom- auda, og er því ekki hægt að ætla á, að svo komnu, hvernig þingið muni skipað. Bindindismálinu heflr þokað allmikið áleiðis á ár- inu sem leið. Að sönnu hefur ekkl fjölgað til muna i Templara-Reglunni, sem nú er aðalbindindisfjelagið hjer á landi, en á hinn bóginn hafa margir prestar riðið á vaðið og gjörzt algjörðir bindindismenn. Af látnum merkismönnum hjer á þessu ári má telja meðal annara: ísleif Gíslason prest í Arnarbæli, einn hinna skörulegri kennimanna og hiklaust einn hinn bezta barnafræðara þessa lands; Jón Björnsson prest á Evrarbakka, valinkunnan mann, Sigurð Vigfússon fornfræðing, Svein Sveinsson búfræðing á Hvanneyri og Sigurð ísleifsson bónda á Barðarstöðum, alkunn- ngt ljúfmenni og sómamann. Úr flokki landa vorra í Danmörku höfum vjer misst þá bræður: Yilhjálm Finsen hæstarjettardómara í Höfn og Hannes Finsen stiptamtmann í Rípum, er getið er | hjer síðar .í blaðinu. -----3se----- Vátrygging á búfje. í illviðrum þeim, sem náðu yfir allt land í byrjun f. m. heflr orðið stórtjón á fjenaði að ótöldum mann- sköðum þeim, er illviðri þessi hafa valdið. — þaið er hörmulegt, þegar einn maður missir þannig meiri hluta fjár síns, sem opt og einatt er aðalbústofn hans, og stendur svo blásnauður eptir. En vanalega eru engin úrræði önnur á útigangsjörðum, en halda fjenu sem allra lengst á haga, og getur þá hríð skollið á fyrr en varir, svo fjenu verði ekki borgið. Mun ekki ráð, að taka að minnsta kosti til íhugunar, hvort ekki væri tiltækilegt að stofna almennan vátryggingarsjóð fyrir búfje bænda um allt land, til þess að bjarga þeim, er þannig verða hartnær öreigar á einum degi? — Vjer munum síðar minnast á þetta efni, og væntum því eptir góðum bendingum frá lesendunum. N orðlendingar! Um leið og vjer sendum yður Norðurljósið, sem þjer haflð borið á herðum yðar næstliðin sjö ár, leyf- um vjer oss að láta það flytja yður sjerstaka vinar- kveðju með fullu trausti til yðar, að þ.jer sýnið því hina sömu velvild og áður, að minnsta kosti meðan þjer eruð að reyna það. Oss dottur alls ekki í hug að amast við liinu nýja blaði, er nú er að komast á fót hjá yður. Lifl það, ef mögulegt er; en vjer von- um, að þjer sýnið oss þann drengskap, að bregðast ekki Norðurljósinu, enda þótt þjer kaupið hið nýja Akureyrarblað. Þeir hafa verið tímarnir, að tvö blöð hafa hai't nóg að vinna fyrir Norðurland. — Vjer ef- umst ekki um, að sami dugnaðurinn, er hélt tveim blöðum uppi hjá yður fyr, livoru við annars hlið, lifl enn,— og að þjer getið haft nóg að láta oss flytja í Norðurljósinu, sem þurfl að berast ekki að eins fyrir yðar augu, heldur allra landsmanna. Vjer treystum því, að þjer sendið oss fyrst og fremst frjettir um á- stand yðar, og þar næst ritgjörðir um ýmislegt, sem liggur yður á hjarta og þykir áriðandi að hreyft sje op- •inberlega.—Vjer vonum að yður iðri ekki samvinnan við oss, og hún verði betri og greiðari eptir því sem fram líða stundir. Andrúmsloptiö. Brot úr fyrirlestri. Öll líkamleg éfni, hverju nafni sem þau nefnast, geta komið fram í þrennskonar mynd fyrir skilning- arfærum vorum — þau eru ýmist föst, fljótandi eða loptkennd og er það komið undir því, hvort hitinn er xneiri eða minni. Þegar lilutir brenna, likami dýra rotna eða plönt- urnar visna, eða þegar vatnið gufar upp, verða hin föstu og fljótandi efni ekki að engu, heldur taka á sig aðra mynd, — þær verða aö ósýnilegri gufu eða loptefni. Þegar vjer höfum tæmt ílát að einliverjum legi eða föstum efnum, segjum vjer í daglegu tali, að ílátið sje tómt, enda þótt það sje fullt engu að síður. Það hefir að eins tekið á móti ósýnilegu •efni í stað hina fasta eða fljótandi efnis. Þetta ósýnilega ef'ni er loptið. Loþtið fer inn i hverja smugu, þar sem annað efni er ekki fyrir, enda þótt ekkert op sjáist með berum augum. — það ryður sjer jafnvel braut milli hinna einstöku vatnsdropa í ám og lækjum og það er meira að segja sameinað hafinu í hinum dýpstu hyljum út- sæfarins. Það á heima í hinum allra smæstu háræð- um líkama vors og allra dýra og það fer út og inn um hina allra smágjörfustu hvolfavefi plantnanna. Það klæðir allan jarðarhnöttinn í þykkan, ósýnilegan hjúp,— jafnt úti á reginhafi; eins og innst yflr meginlöndun- um,,jafnt yfir hinum köldustu eins og hinum heitustu löndum. Að sönnu sjáum vjer það ekki, en vjer verðum ]x'y varir við það á ýmsan hátt, einkum er það kemst í hreyfingu. Vjer finnum þrýsting þess á líkama vor- um og heyrum þyt vindarins. — Stundum bærist það ekki, en stundam rennur það áfram með undra hraða. Hinn óðasti fellibylur, er kastar húsunum um koll, rekur fljót og vötn úr farvegi sínum og rýfur trjen- upp með rótum, fer 150 fet á hverri sekúndu. En jörðin, sem vjer búum á, þeytist aptur á móti

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.