Norðurljósið - 25.03.1893, Page 4

Norðurljósið - 25.03.1893, Page 4
36 Saga, sem aliir kunna. Eptir Mána. (Framh.). Eu eitt sagði Ólöf að væri nauðsynlegt fyrir þau að fá sjer, það væru trúlofunarhringir, því án þeirra gæti þó enginn maður komizt skamm arlaust inn í hjónabandið og ekki færu þeir held- ur með neinn út á húsganginn, þó þeir kostuðu svo sem tuttugu krónur eða rúmlega það. — Ur var líka nauðsynlegt, að Ingimundur fengi sjer; sjálf átti hún vandað úr, sem húsbændur heíinar einhvern tíma höfðu gefið henni i sumargjöf. Að vísu átti hann gamlan hjall, bráð ónýtt skrifli, sem aldrei undi annarsstaðar en hjá úrsmiðunum, og þegar það var heima, gekk það ekki nema meðan því var haldið upp við eyrað. Nýtt úr allgott má þó fá fyrir 26 kr. og ekki eru það heldur öll ósköpin. En svo voru það stígvjel, sem þau mættu til að fá sjer áfæturna, því að ganga á islenzkum sauðarbjórum, væri þó hin mesta ó- svinna fyrir nýgipt hjón og stigvjelakaup eru heldur ekki svo tilfinnanleg ef skóararnir gefa æfilanga »krit«. Þar á móti er það presturinn, sem borga verður í beinhörðum peningum, sjálf- sagt 10 kr. op gott ef hann gerir sig ánægðan með það, — og svo organistanum einar fjórar kr. eða hvað ? En þá er heldur ekki eptir nema krónan hringjarans og einhvern veginn verður komizt út af henni, eí hægt verður að borga allt hitt. »Það er annars ekki svo fátt, sem við þurfum að fá okkur», sagði Ingimundur einhverju sinni, skömmu fyrir brúðkaupið, þegar Ólöf var að telja upp ýmislegt, sem þau vantaði, og hún áleit, að þau naumast gætu án verið. »Jeg sje ekki hvern- ig við förum að kljúfa fram úr öllu þessu». »En við ættum eins og aðrir að geta fengið okkur lán í svipinn», sagði hún, »og borgað það svo þegar við verðum rík. Ef heppnin yrði með ættum við að geta komizt áfram eins og aðrir. Ekki hafa allir byrjað með miklum efnum, sem þó hafa komizt í álnirnar. — En eitt gróðabragð hefir mjer dottið í hug, og það er, að halda stór- veizlu þegar við giptum okkur og bjóða til henn- ar öllum höfðingjum bæjarins. Þeir gefa okkur náttúrlega s'.órfje og það er ekkí lengi að draga sig saman, ef við bjóðum svo sem 60 eða 70 manns í veizluna; og setjum nú svo, að þeir gefi okkur ekki nema svo sem 10 kr. hver, sem þó líklega er það allra minnsta. þá eru það — látum okknr sjá — tíu sinnum sjö? — verða sjö hundruð kr. — og það er þó ekki svo lítið sem kaupa má fyrir þær, ef vel er á haldið. Við getum sjálf- sagt borgað allan kostnaðinn og haft þó talsverð- an afgang». »Ja, þetta sýnist mjer vera óskaráð*, sagði Ingimundur. »Jeg gæti kannske keypt mjer hlut i skipi fyrir afganginn». «Eða jeg fengi mjer saumamaskínu*, sagði Ó- löf; »en nýja hanzka megum við til með að fá okkur og mjallahvíta brúðarskó verð eg að hafa daginn sem við giptum okkur; þá megum við sjálfsagt til að kaupa, því ekki getum við verið að biðja neinn að ljá okkur þá. Og svo er hatt- urinn þinn ekki orðinn neitt »dýrðardjásn», skinn- ið er farið að losna innan úr honum, borðinn slit- inn og börðin farin að ritna frá kollinum, þú verð- ur endilega að fá þjer nýjan hatt, helzt einn harð- an og kollháan svo hann gjöri þig ofurlítið hreyfi- legan. Það er annars ótrúlegt, hvað þið takið stakkaskiptum karlmennirnir, þegar þið hafið eitt- hvert laglegt höfuðfat á kollinum, og sannarlega er mikill munur að sjá ykkur þá, eða þegar þið eruð með einhverjar bannsettar gorkúlurnar, sem gjöra ykkur svo förumannslega, að við óm igulega getum horft á ykkur, ungu stulkurnar. Við skul- um nú fastráða það með okkur, að bjóða öllum embættismönnunum, kaupmönnunum og rikustu borgurunum i bænum«. »Já, og niðurjöfnunarnefndinni, svo hún vægi okkur með aukaútsvarið», bætti Ingimundur við. »Já, það er sjálfsagt«, sagði hún, »og jafnvel fátækranefndinni líka, ef við gætutn haft nokkurn hag af þvi. Ræddu þau síðan ýmislegt um þetta og gjörðu sjer hinar glæsílegustu vonir um framtíðina. Dag- inn eptir fór Ingimundur að bjóða og gekk á milli allra heldri manna í bænum. Sumir þekktu hann, en fleiri voru þó þeir, sem engin deili vissu á hon- um og þótti fvrir því kynlegt, að hann skyldi vera að bjóða þeim í brúðkaup sitt. Ymislegt hafði Ólöf og að starfa, meðan Ingi- mundur var úti um bæ að bjóða. Hún fór til gestgjafans, sem lofað hafði að selja þeim veizlu- kostinn og sagði honum fyrir um rjettina, sem hafa ætti. Svo hafði hún og ýmsa snúninga; hún varð að útvega sjer brúðarskartið og það varð hún að fá ljeð hjá kunningjastúlkunum og grann- konum sínum; en óðum nálgaðist brúðkaupsdag- urinn. (Meira). SJjp0 Minni svarðar og legsteinar af ýmsri gerð, tröppusteinar og annað steinsmíði úr islenzku grjöti, fæst eptir pöntun fljótt og vel af hendi leyst hjá undirskrifuðuni. Ennfremur rokkar og annað rennismíði. Sauðagerði við Rvik 20. marz 1803. Jón Þórarinsson. Nærsveil amenn mega vitja Norðurljóssins í IT. Christensens verzlun í Reykjavík, að undan teknuni Hafnfirðingum og Alptnesingum, sem vitja þess á Skóla- vörðustíg 6, hjá herra Matthíasi Matthiesen. Forngripasafnið opið hvern miðvikud. oglaugard. kl. 11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 111 /a—2l/a Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán mánudag, miðvikudag og laugardag kl. 2—3 Málþráðarstöðvar opnar í Reykjavík og Hafnarlirði hvem rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 og 'á—5 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánudag í hverjum mánuði kl. 5—6. Ritstjóri: Hjálmar Sigurðarson realstúdent. Prentsmiðja ísafoldar 1893.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.