Norðurljósið - 26.10.1893, Side 3

Norðurljósið - 26.10.1893, Side 3
119 Grænlendingar eru mjög sólgnir í brennivín, bæði konur og karlar, og segja þeir það sje ekki af því, að sjer þyki brennivín gott, heldur vegna. þess, hve inndælt sje að verða drukkinn, og það verða þeir þegar þeir komast höndunum undir. En til þess að geta orðið drukknir, hafa kifakarnir hagað því þann ig, að einn drekki fyrir alia eptir röð, svo hver þeirra gæti orðið drukkinn með vissu miilibili, en þegar hús- bændur þeirra komust að þessu, komu þeir í veg fyrir drykkjuskap þeirra á þenna hátt. Þvert á móti því, sem tíðkast bjá oss, þykir græn- lenzkum konum menn sínir svo yndislegir þegar þeir eru orðnir drukknir, enda eru þeir engan veginn eins óhemjulegir eða viðþjóðslegir við öl eins og Evrópu- menn. Þegar Evrópumenn voru nýkomnir þangað, þekktu Grænlendingar ekki áhrif áfengra drykkja, og þegar leið að jólum, spurðu þeir Niels Egede að, hve langt væri þangað til að menn hans yrðu vitlausir, því þeir hjeldu æði þeirra komið af hátíðarinnar völdum. Smámsaman komust þeir þó að raun um, að þetta væri brennivíninu að kenna, og kölluðu það þess vegna silaerunartok, þ. e. það »sem menn missa skyn- semina af«, en nú nefna þeir það almennt snapsemk. (Meira). Þjófnaður hefir gengið hjer í bænum í haust. í Landakoti var nýlega stolið allmikiu af hangikjöti, rifið gat á húsið og kjöt tekið þar út um. Enn frem- ur stolið ýmsu af kjötmeti í húsinu nr. 11 í Þingholts- stræti. Auk þess þykjast hinir og þessir hafa orðið varir við grímuklædda menn hingað og þangað í út- kjálkum bæjarins síðla á kvöldin, og hafa sumir þótzt svo sannfærðir um að þeir hafa sjeð þá, að þeir hafa sótt lögregluþjónana til að veita grímumönnum eptir- för; en enginn getur enn þá sannað, að sjer hafi sýnzt rjett. Arás. A sunnudagskveldið var, kl. 8x/2 var hjer í bænum ráðizt á dreng, sem er í neðsta bekk latínu- skólans, þar sem hann var á gangi á götunni sem liggur inn á »Batteríið«. Segist hann hafa mætt þrem mönnum, hafi heilsað þeim en þeir ekki anzað, en er hann var kominn fram hjá þeim, rjeðust þeir á hann og vörpuðu honum til jarðar; tók drengurinn þá að æpa svo heyrðist víðsvegar um bæinn og runnu þá þrír menn á ópiö er næstir voru, og björguðu drengn- um, en þeir er á hann höfðu ráðizt hiupu þegar í burt, er þeir sáu til fleiri manna. Meira hefir ekki fengizt upp úr sveininum og má vera, að hann hafi orðið svo hræddur, að hann hafi ekki getað áttað sig á neinum einkennum á þeim er á hann rjeðust. En hvar voru lögregluþjónar bæjarins? Hvers vegna gátu þeir ekki heyrt neitt? Eða heyrðu þeir ópið og ljetu það af- skiptalaust? Yirðist annaðhvort sjálfsagt að heimta, að lögregluþjónarnir verndi eignir manna betur en nú á sjer stað eða fjölga lögregluþjónum ef það virðist auðsætt, að þeir sem nú eru geti ekki komizt yfir starfa sinn. Veðrátta var nokkuð hryssingssöm vikuna sem sem leið, slydda og útsynningur; nú hægt frost og lítið snjóföl á jörðu. Þorskafli liefir verið síðustu dagana jafnvel hjer inni á höfninni. Ekki hægt að róa lengra vegna ógæfta. Skipstrand. »Svanen«, skip frá Tangsverzlun á Isafirði, sleit upp í Oiatsvík frá 2 keðjum 6. þ. m., 3. skipið er strandað hefir þar í haust, 118 ára gamalt, byggt á seinasta áratugi einokunarverzlunarinnar. Stamford fór 18. þ. m. til Newcastle hjeðan með um 2000 tjár til Englands frá kaupfjelögunum. Voðaskot. Guðm, Gottskálksson vinnupiltur í Reykjakoti í Ölfusi hrasaði á rjúpnaveiðum, 13. þ. m., með hlaðna byssu í hendmni, en þá hijóp skotið úr byssunni gegn um höfuð hanum. Vegagjörðir í sumar: A Mosfellsheiði var verk- stjóri Eriendur Zakaríasson; fullgjörðir V/2 kilometrar (hver 1591 alin), ekki borið ofan í 2y2 kilometra, 5 kilometrar ólagðir unz komið er á gamla veginn. Að verkinu unnu 36 menn í 20 vikur. Arni Zakaríasson sá um gegagjörð norðan við Hvítárbrú, 2Y2 kilometra, og Páli Jónsson vann a Austfjörðum. Nýdánar eru 20 þ. m. Guðrún Vigfúsdóttir áÖnd- verðarnesi í Grímsnesi ekkja eptir Þorstein sál. Guð- mundsson, er þar bió áður; og 22 þ. m. Sigriður kona Jóns Magnúsonar bónda á Snæfoksstöðum í sama hreppi báðar merkiskonur rosknar að aldri. í barnaskólanum á Eyrarbakka eru í vetur 25 börn. Kennarar Pjetur Guðmundsson realstudent og Jón Pálsson. Á Stokkseyrarskólanum eru 20 börn. Kennari Guðm. Sæmundsson. í Garðinum mun Ögm. Sigurðsson kenna sem fyr. í Keflavík kennir Sigurður Jónsson ættaður úr Gríms- nesi. Ókunnugt um nemendafjölda í skólum þessum. Styrkur til búnaðarfjelaga sem hafa sent fullnægjandi skýrslur hefir verið úthlutað í ár þannig: í Suðuramtinu 29 búnaðar- eða framfarafjelög, tek- in til greina 18,032 dagsverk, veittar 7,480 kr. 80 aur. í Vesturamtjnu 21 fjeiög, tekin til greina 5,844 dagsverk, veitt 1,776 kr. 30 aur. í Norðuramtinu 31 fjeiag, tekin til greina 9,024 dagsverk, veittar 2,742 kr. 90 aur. Mest hafa unnið; Jarðræktarfjeiag Reykjevíkur 2.904 dagsverk. ÞáBúnað- arfjelag Öifushrepps 1,916, og Búnaðarfjelag Stokks- eyrarhrepps 1,021 dagsverk og svo Austur-Landeyja- hrepps 780 dagsverk. Norðaniands er Búnaðarfjelag Svínavatnshrepps langbæzt 702 dagsverk, og í Vestur- amtinu Búnaðarfjelag Miðdalahrepps 656 dagsverk. Járnbrautar-æfintýri. Eptir Max Nordau. (Niðurl.V Það hiaut að vera liðið langt fram á nóst þegar jeg raknaði við aptur. Jeg lauk upp augunum, og sá yfir mjer dimmbiáan himininn og tunglið í fyllingu. Jeg fann til sviðaverkjar aptan til í höfðinu, en er jeg ætlaði að þreifa á þvi, fann jeg að jeg var bundinn á höndum og fótum. Jeg reyndi að komast til sjálfs mins, og loks rám- aði mig í, að á mig hefði verið ráðizt. Ottalegur grunur flaug í hug mjer, svo mjer fannst hjartað hætta að slá. Jeg fann að jeg lá yfir tvær brúnir er láu samhliða hvor annari, og olli það mjer mikils sársauka, og þegar jeg hlustaði vel eptir, heyrði jeg hægan vatnsnið langt undir mjer. Jeg var nú úr öllum efa, jeg lá þvert yfir járnbrautar- teinana á Cayugabrúnni bundinn, svojeg gat hvorki hrært legg nje lið og sá, og sá að yfir mjer vofðu þau óttalegu forlög, að vera skorinn og molaður sundur í þrjá hluta af' fyrstu járnbrautarlestinni, er færi yfir brúna. Jeg varð öldungis utan við mig af ótta. Pyrst fjell jeg nærfeilt í dá af skelfingu, en loks herti jeg mig upp og jeg hamaðist svo í fjötrunum af örvæntingu, að jeg skar sjálfan mig á þeim til blóðs — jeg æpti og jeg grjet eins og barn. Jeg reyndi að velta mjer svo jeg lægi öðruvísi,

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.