Norðurljósið - 15.12.1893, Page 1

Norðurljósið - 15.12.1893, Page 1
Kemur út þrisvar mánuT)i 5.,—15..—25.), 36 blöð á ári. Verð 2 kr. (erlendis 3 kr.). Gjalddagi 15. júli. NORÐURLJOSIÐ. Afgreibslustofa Þingholtsstr. 3 Uppsögn skrifieg, bundin við áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. októbor. VIII. ár. Reykjavík, föstudaginn 15. desember 1893. 35. blaö. Leiðtogar lýðsins. ni. Allir menn hafa meiri eða minni löngun til að fá frjettir af því, sem skeður nær og fjær og leita sjer frjetta þessara á ýmsan hátt. Á fyrri öldum meðan prentlistin var ekki fundin upp og samgöngur voru margfalt ógreiðari, en nú á sjer stað, voru engin tök á, að fá frjettir langar leiðir að nema endrum og sinn- nm, en nú er komin sú breyting á þetta, að hægt er •að frjetta helztu viðburði um mestallan hinn menntaða lieim á rúmum sólarhring með frjettaþræðinum. En til þess, að íjjöldi manna gæti orðið frjetta þessara að njótandi, hefir verið tekið það ráð, að prenta þær ■og senda þær út meðal manna jafnharðan og mögulegt hefir verið, og þannig hafa blöðin risið upp, sem smám saman hafa orðið fleiri og stærri. Smátt og smátt hafa blaðamennirnir tekið sjer jafnframt fyrir hendur, að hreifa við ýmsu því, er þeim þótti fara aflaga í stjórnarháttum, embættisfærslu embættismanna, atvinnu- vegum, siðum og venjum, látið álit sitt í ljósi á nýjum ritum, með mörgu fieiru, svo þannig hafa blaðamenn- irnir smátt og smátt tekizt á hendur að verða andleg- ir leiðtogar lesendanna, ekki að eins í einu eða sjer- stöku, heldur yflr höfuð nærfellt í hverju einu. Þar eð blaðamennirnir hafa svo margbreytt störf á hendi, segir sig sjálft, að sje störf þeirra leyst vel af hendi, hljóti þau að vera til mikils gagns, en verði það gagn- stæða ofan á, verður ekki með tölum talið ógagn það, ■er blöðin geta valdið. í meiri hluta hins menntaða heims má svo að orði kveða, að blöðin hafi svo mikið vald, að þau sje einskonar ríki í ríkinu, sem taki í strenginn í flestum málum, sem nokkru varða. í þau safnast skoðanír flestra merkismanna þjóðanna, og er því eðlilegt, að sú hafl smátt og smátt orðið raunin á, að almenningur hafi leitað í þeim að ráðum í flestum vandamálum. Hjer á landi verður ekki sagt, að neitt blað hafi enn þá náð slíkri hylli, enda þótt því verði ekki neitað, að kenningar blaðanna hafl haft og hafi stöðugt töluverð áhrif á skoðanir manna, þótt ekki sje nema til þess, að tfenda á ýmislegt, sem þurft hefir endurbótar við. En eíns og góð blöð geta smátt og smátt komið þjóð’ inni áleiðis til hins betra, eins er hvergi hægara að sá fræjum, sem beri banvæna ávexti í andlegu lífl þjóðanna. Blaðamaðurinn heflr því tekizt þá leiðsögu á hendur í mannfjelaginu, sem er ef til vill sú ábyrgð- mesta. Sí og æ má hann eiga á hættu að særa skap sumra kaupenda, ef hann hræi’ir víð því, sem aflaga fer, en á hinn bóginn býður skyldan honum, að henda á lopti hvert tækifæri, sem býðst, til þess að rista í öll fúasár mannfjelagsins. Tíminn krefst þess, að hann segi frá öllu, sem hann veit að satt er og almenning varðar, að hann gæt.i að hverju spori, sem löggjöfin og landsstjórnin stígur, frá þeim hæsta til hins lægsta, og segi skýrt og skorinort frá öllu því, sem hann sjer að aflaga fer. Hann má ekki skoða málin frá einni hlið, heldur verður að liða ef'nið svo greinilega og samvizkusamlega í sundur, að jafnvel mótstöðumenn- irnir hljóti að játa, að hann hafi varazt alla hlutdrægni. Hann á að gjöra öllum stjettum jafnt undir höfði eins og rjettlátur dómari, yflrvöldum og undirgefnum, iærð- um og leikum, kaupmönnum og skiptavinum þeirra, sjávarbændutn og sveitabændum, rikum og fátækum. Hann á að reyna að lypta þjóð sinni til meiri fram- fara, meira frelsis, meiri kjarks og atorku, kenna henni trú á sjálfa sig og framtíð sína, reyna af fremsta megni að innræta landsins sonum og dærrum þá skoð- un, að þau eigi að gjöra allt, sem þau geti fyrir sitt eigið föðurland framst af öllu; að á hverjum manni hvíli sú siðferðislega skylda, að vernda eptir mætti þá staði, þar sem hann heflr lifað á æskuárum. Blaða- maðurinn á að revna að fá endurbótum komið á, fyrst og fremst með friði og stiliingu; þegar það dugar ekki er fyrst tími kominn að beita stóryrðum. En hann má heldur ekki hika við, að fletta ofan af svik- um og lýgi. Það má ekki ámæla honum fyrir það, þótt hann lofl ekki hið' iastverða, þótt hann hrósi ekki þjóð sinni fyrir þá kosti, sem hún heflr ekki. Skylda hans er að segja satt frá, eptir þvi, sem hann hefir bezt vit á. Hann á að varast dylgjur og óviðurkvæmi- leg ókvæðisorð, því blöðin eiga að vera rödd þess bezta, sem finnst í huga þjóðarinnar, þess göfugasta, sannasta, siðprúðasta. En fyrst og fremst hvíiir á honum sú skylda, að hann snerti ekki saurugri hendi við því, sem hverjum manni á að vera helgast og dýrmætast: trúarbrögðin og siðfræði sú, sem á þeim eru byggð, því »sá sem svívirðir trúarbrögðin er ekki teljandi í siðaðra manna röð«, sagði G. Brandes ekki alls fyrir löngu, og hvern þann, er gagnstætt gjörir, má álíta eins og varg í vjeum mannfjelagsins. I stað þess að sá þeim fræjum í huga þjóðarinnar, er beri blessunarríka ávezti, hefir hann sáð tortryggni, sundrung og úlfúð og meira eða minna graflð undan undirstöðu borgaralegs fjelagsskapar, enda munu verk hans á sínum tíma bera þá ávezti, sem hvern heið- virðan mann hryllir við að hugsa til. Hver heiðvirð- ur maður, sem vill þjóð sinni vel, á að gjöra það, sem í valdi hans stendur til þess, að slík blöð fari sem fyrst veg alJrar veraldar. Hvort blöðin hjer á landi fullnægja þeim kröfum, sem góðum blöðum ber, verða hinir heiðruðu Jesendur sjálflr að dæma um eptir þvi, sem þeir hafa bezt vit á, því Norðurijósinu er of náið nef augum til þess, að Jeggja þar á neinn fulJnaðardóm. Eins og við er að búast, eru þau meira eða minna merkt með bernsku- marki þjóðfjelags vors: fátæktar, fámennis, framkvæmd- arleysis og örðugra samgangna, — og eiga miklu örð- ugra með að verða óháð og sjálfstæð en mörg blöð í öðrum löndum. ---------------------- Slökkvitólaliús bæjarins, virðist auðsætt að þurfl að flytja á annan stað jafnskjótt og þinghúsgarð- urinn er byggður. Heppiiegast yrði að hafa slökkvi- vjelai’ á 3 stöðum, niður í miðjum bæ, ofanvert í bæn- um og vestur á Yesturgötu, og að þorri þeirra manna, er eiga að vinna við slökkvivjelarnar, ættu heima í nánd við þær. Mundi ekki veita af að »herinn« væri æfður ögn betur, vatnsburðarliðinu skipt í flokka með hverri slökkviyjel, sjeð um, að hægt væri að ná í vatn í frostum, því hvernig ætti að bjarga sjer,

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.