Óðinn - 01.07.1905, Side 2

Óðinn - 01.07.1905, Side 2
26 ÓÐINN. Thor E. Tnlinins. Thor E. Tulinius, stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn og stofnandi og framkvæmdarstjóri gufuskipafjelagsins »Thore«, er á síðari árum orðinn þjóðkunnur maður hjer á landi. Skirn- arnafn hans er Þórarinn Erlendur Tulinius og hann er fæddur á Eskifirði 1860, sonur C. I). Tuliniusar kaupmanns og konsúls þar, sem and- aðist síðastl. vetur. Móðir Thor E. Tulinius and- aðist síðastl. ár; hún hjet Guðrún, dóttir síra Þórarins Erlendssonar prófasts á Hofi í Alfta- firði, sem dáinn er fyrir nokkrum árum á 100. aldursári. Er ætt sú góð og gömul, svo að Thor E. Tulinius getur rakið móðurkyn sitt upp til landnámsmanna. Faðir lians var Suður-Jóti að ætt og kom úngur til íslands um miðja síðast- liðna öld, varð síðar verslunarstjóri fyrir verslun Örum & Wulffs á Eskifirði, en eignaðist þá versl- un 1863 og rak hana þar til nú fyrir fáum ár- um, er hann fjekk hana í hendur syni sínum, Thor E. Tuliniusi. C. I). Tulinius kaupmaður var mikilhæfur maður og svo voru þau hjón bæði. Synir þeirra á lííi, auk Thor E. stórkaup- manns, eru þeir Axel sýslumaður á Eskifirði og Ottó kaupmaður á Akureyri, en dóttir þeirra, Axelína, er gift í Ðanmörk. Thor E. Tulinius var níu ára gamall sendur til Danmerkur; gekk síðan á lærða skólann í Hró- arskeldu og tók þar fjórða bekkjar próf, en hætti þá því námi, 1875; kaus heldur að nema versl- unarfræði og fór í kennslu til verslunarhússins P. F. Lagoni í Faaborg. Þegar námstíminn þar var útrunninn hjelt hann heim til toður síns og var síðan hjá honum á hverju sumri fram til 1886, en á vetrum var hann utanlands til þess að fullkomna sig í þekkíngu á verslunarmálum. FZinn vetur var hann sjálfkvaðarstarfsmaður í Prívatbánkanum í Khöfn. Vorið 1887 settist hann að í Kaupmanna- höfn og var fyrst 2 ár á skrifstofu G. Noacks, er hafði á hendi smjörsölu til útlanda, og ann- aðist Th. E. T. þar brjefaviðskifti skrifstofunnar við Eingland. Árið 1889 setti hann á stofn sjálf- stæða skrifstofu í Khöfn og gerðist umboðsmað- maður íslenskra kaupmanna. Viðskifti hans voru lítil í byrjuninni, en uxu brátt, svo að nú sá hann sjer fært að byrja verslun sjálfur. Hann stofnaði þá verslun í Fáskrúðsfirði, keypti verslun á Hornafirði og aðra á Akureyri; fyrir fáum árum bættist svo þar við verslun föður hans á Eskifirði, svo að nú á hann 4 verslanir hjer á landi. Gufuskipaútgerð Tuliniusar er aðeins 7 ára gömul. En áður hann keypti skip hafði hann 1896 leigt norskt gufuskip lilið, »Rjúkan« (250 lestir), til vöruflutnínga híngað til lands, til versl- ana sinna. Tveim árum síðar, 1898, rjeðst hann í að kaupa gufuskip sjálfur. Þetta fyrsta skip hans hjet »Hjálmar« (250 lst.) og' þótti honum þá i mikið ráðist og skipið helst til stórt. En það kom brátt i ljós, að »Hjálmar« nægði hon- um ekki, og strax á næsta ári, 1899, keypti hann »Víking« (400 lst.), sem strandaði næsta ár á Sauðárkróki. I slað hans var svo »Inga« keypt 1901 (300 Ist.) og sama ár »Mjölnir« (750 lst.), en »Hjálmar« var seldur lil Noregs. Loks var »Perwie« (550 lst.) keypt vorið 1902 í stað »Ingu«, sem strandaði. Jafnframt þessum skipum hafði Th. E. T. leiguskip i förum og hjelt uppi fösl- um samgaungum milli útlanda, Austurlands og Norðurlands. Eins og sjá má á þessu fer stærð skipanna stöðugt vaxandi. En nú vildi Tulinius einnig fá farþegaskip og jafnframt Iiefja fastar sam- gaungur við Reykjavík og' Vestíirði. Hann stofn- aði því vorið 1903 hlutafjelagið »Thore« og varð þar sjálfur aðalhlutaeigandinn og framkvæmd- arstjóri lýrirtækisins. Hlutafjelagið tók við skip- um hans »Per\vie« og »Mjölni« og keypti til við- bótar »Kong Inge« og »Skotland«, sem strand- aði í fyrra vor við Færeyjar. í stað þess keypti fjelagið »Kong Trygve«. Auk þessara skipa hefur tjelagið haft til jafnaðar 3—4 leiguskip i förum híngað til lands; árið 1904 flutti það 25000 tonn með eigin skipum og 18000 með leiguskipum. Á tölum þeim sem hjer fara á eftir geta menn sjeð íramfarir gufuskipaútgerðarinnar þau 7 ár sem liðin eru síðan hún var stofnuð: Ár Skipafjöldi Lestarúm, samt. Hestöfl, samt. 1898 1 250 120 1899 2 650 320 1900 2 650 320 1901 3 1300 710 1902 2 1300 660 1903 3 2200 1245 1904 4 3200 1930

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.