Óðinn - 01.07.1905, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.07.1905, Blaðsíða 5
ÓÐINN. 29 L.andnáma og Egils saga. Svo heitir laung ritgerð, eftir prófessor B. M. Olsen, sem nýlega er komin út í Aarb. for nord. Oldkynd. og Hist. (1904. Bls. 1(57 — 24 6). Bitgerð- in tjallar um efni, sem mörgum Islending mun þykja gaman að fræðast um, og skal því skýrt lijer frá því í stuttu máli. Höfundurinn er að sýna fram á, að Egils saga Fyrst og fremst má það teljast óyggjandi, að höf. Egils sögu hafi verið af ætt Mýramanna, því að sagan er ættarsaga. Snorri Sturluson var, eins og kunnugt er, af Mýramanna kyni. Þá er landnám Skallagríms talið miklu stærra í Egils sögu en í þeim handritum af Landnámu sem höf. sýnir fram á að elst sjeu (í Melabók). Aftur á móti hafa höfundar ýngri handr. af Landn. (í Sturlubók og Hauksbók) haft Egils sögu fyrir heimildarrit, og þannig er það komið inn í ýngri Skallagrímssonar muni vera rituð af Snorra Sturlu- syni. Og hann geingur svo frá þessu máli, að erfitt mun reynast að hnekkja skoðun hans. Guð- brandur Vigfússon hafði kastað fram þessari til- gátu áður, án þess að reyna til að rökstyðja hana. En hjer eru færð svo Ijós og skilmerkileg rök fyrir henni, að Egils saga verður að líkindum fram- vegis talin með verkum Snorra Sturlusonar. Reynd- ar er það eigi annara meðfæri en fornritaskýrenda, að dæma um þetta el'ni; en jeg ætla að telja hjer helstu ástæðurnar, sem höf. færir fram máli sínu til stuðníngs. afskriftir af Landn., að Skallagrímur hafi numið miklu stærra land, en höf. telur rjett vera. Egils sagá, og þau handr. Landn. sem þaðan taka heim- ildir, segja, að Skallagrímur hafi numið land sunn- an frá Hafnarfjöllum og norður í Selalón (Kaldár- ós), þ. e. allt Borgarfjarðarhjerað svo vítt sem vötn falla þar til sjávar. í Melabók segir aftur á móti, að Skallagrímur haíi numið land milli Norð- urár og Hitár, frá fjöru til fjalls, en það er að eins nokkur hluti Mýrasýslu. Snorri Sturluson bjó fyrst á Borg, ættarsetri Mýramanna, og var eigandi hins forna Mýra-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.