Óðinn - 01.03.1908, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.03.1908, Blaðsíða 4
96 ÓÐINN Gunnar Ölafsson, verslunarstjóri í Vík, er fæddur 18. febrúar 1864, í Sumarliðabæ í Holtum, sonur Ólafs sál. Þórðar- sonar og Guðlaugar Þórðardóttur konu hans. Ól- afur er dáinn fyrir nokkrum árum, en Guðlaug lifir enn ásamt 9 börnum þeirra af 14, er þau eignuðust, og er Gunnar elstur þeirra er lita; en bræð- ur hans eru þeir Jón skipstjóri í Reykjavík og Bogi, sem er við nám í mentaskólanum. Gunnar ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann var 23 ára; fór hann þá til Reykjavíkur og stundaði þar skósmíði 2 vetur fram að vertíð, en stundaði sjó um vertíð- ina. Veturna 1891—92 var hann að einhverju leyti við bóklegt nám í Reykjavík ; í'jeðst hann þá um vorið 1892 versl- unarmaður til Sturlu kaupm. Jónssonar og var þar til 1896, er hann íluttist til Víkur ogvarð þar bókhaldari við versl- un J. P. T. Brydes. En 1899 tók hann við for- stöðu verslunarinnar og hefur gengt því starfi síðan. Af því, sem að fram- an er sagt, sjest að G Ól. hefur rutt sjer þá braut sem fáum um- komulausum unglingum er fær, sem leita gæfunnar í höfuðstaðnum, enda er hann hæfileikainaður mikill og dugnaður, starf- semi og staðfesta eftir því; hefur hann mörgum og margbreyttum störfum að gegna, auk verslun- arinnar, og má þar til nefna, að hann hefur verið kjörinn oddviti hreppsnefndarinnar, í sýslunefnd, sóknarnefnd og í skólanefnd allra 3ja barnaskóla hreppsins; hann er formaður sparisjóðsins í Vik, sem hann er og aðalstofnandi að, formaður mál- fundafjelagsins »Ármanns« og íshúsfjelagsins og lestrarfjelagsins, í stjórn rjómabúsfjelagsins o. fl. Sýnir þetta best, í hve miklu áliti hann er hjá sveitungum sínum, og hve almenns trausts hann nýtur. Hann er og svo vinsæll, að þar mun eng- inn lengra komast innan þessa hjeraðs, nema ef vera kynni Halldór Jónsson í Vík. Gunnar er mikill áhugamaður um allar fram- farir og hefur oft verið hvatamaður að ýmsum framfarafyrirtækjum. Hann tekur mikinn þátt í öllum almennum málum og sækir alla fundi manna best. Hann er og rnjög vel máli farinn og glöggur á rök fyrir máli sínu. Hversdagslega er hann mjög prúður í allri framkomu, og jafnlipur við alla, æðri sem lægri. En hins vegar getur hann verið þjettur ' fyrir, ef því er að skifta. Umbætur þær sem gerðar hafa verið í land- búnaði í Mýrdalnum má óeíað þakka honum til jafns við þá, er þar mest hafa að unnið; liann er áhugasamur um alt slíkt og hefur sjálfur komið sjer upp laglegu túni þar við sandbreið- una, og heyjar eins og margir smærri bændur, þótt það sje erfitt og langt að sækja hey frá Vík. Hús fyrir áburð og skepnur liefur hann reist svo góð að betri eru óvíða. Hann hefur einnig veitt vatni heim í kaupstaðinn um all- langan veg; er það leitt í sementspípu neðan- jarðar og er vatnsmagn- ið svo mikið að nægir öllum Víkurbúum, og er slíkt mikið hagræði og hreinlætismeðal, og mun það lengi halda nafni hans á lofti. Að sjálfsögðu má að nokkru þakka hamingjusömu hjónabandi og góðu heimilislífi.hve afkastamikill og nýturmaður hann er. Kona hans er Jóhanna Eyþórsdóttir kaupm. Felixssonar. Gestrisni þcirra bjóna og hjálpsemi við alla, er eitlhvað eiga bágt og til þeirra leita, er mcð þeim hætti, að seinl mun fyrn- ast þeim er þangað hafa þurft að leyta. V. F. m GUNNAH ÓLAFSSON.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.