Óðinn - 01.03.1908, Side 5
ÓÐINN
97
Gísli J. Johnseo,
bretskur konsúll og' kaupmaður í Yestmanneyjum,
er fæddur 10. mars 1881. Foreldar lians voru
Jóhann J. Johnsen veitingamaður í Vestmanneyj-
um (f 1892) og eftirlifandi ekkja hans, Sigríður
Árnadóttir, bændaættar úr Öræfum, Þegar eftir
lát föður síns varð Gísli móður sinni mjög til
styrktar með því að hafa mesta umsjá með veit-
ingum, og smámsaman að gæta bús hennar, og
liafa eftirlit með öllu utan stoks og innan.
Árið 1899 byrjaði G. undir nafni móður sinn-
ar dálitla verslun, og rak hana fyrstu árin fyrir
hana. Verslunin blómgaðist óðum undir stjórn
hans. Að fjórum árum
liðnum sótti hann um
og fjekk lögaldursleyfl,
og tók þá að reka versl-
un í sínu eigin nafni;
fjekk liann þá útmæl-
ingu á lóð fyrverandi
verslunarstaðar »Godt-
haab«, en þá verslun
hafði etatsráð Bryde, eig-
andi Garðverslunar í
Eyjum.keypt fyrirnokkr-
um árum, lagt hana svo
niður* og riflð öll versl-
unarhúsin. Verslun Gísla
lók skjótum framförum,
enda hefur fiskiafli ver-
ið ágætur í Eyjurn, síð-
an hann hóf verslun, og
árferði golt. Gísli liefur
l'ærst mikið í fang, bygt
allstóra og skrautlega
verslunarbúð með rúm-
góðu geymslulofti og kjallara undir, auk þess 2
stór vörugeymsluhús, ennfremur fjölda smáhýsa
til að salta tisk í, er hann svo hefur leigt út til
ýmsra manna, bæði af meginlandi og úr Eyjum,
sem sjó slunda þar; og í ár er hann að láta byggja
mjög væna uppskipunarbryggju, sem er að miklu
leyti steinlímd, og nær miklu lengra út í sjó
en liin fyrri bryggja verslunarinnar.
Verslun Gísla er nú orðin svo mögnuð, að
liann fyrra ár mun hafa haft meiri verslunarveltu
en hinn gamalgróni kaupm. þar í Eyjunum, etatsráð
Bryde, eða jafnvel eins mikla og bæði Bryde og
Norðmaðurinn Höydal, sem er 3. kaupmaður í
Eyjum, og verslað hefur þar í fáein ár.
Áður Gísli tók að versla hafði um nokkur ár
að eins verið ein verslun í Eyjum, sem sje Brydes,
og þótti mönnum allilt að búa undir þeirri ein-
okun. Gísli tók strax að bæta verðlag á útlendri
vöru, og er eg þess viss, að það hefur munað við-
skiftamenn Eyjakaupmanna svo tugum þúsunda
króna skiftir, sem G. hefur bætt vöruverð frá því
hann hóf verslun. Hann hefur og breytt mjög
verslunarlaginu, tlutt miklu fjölbreyttari varning
af ýmsum tegundum, en áður gerðist, og svo byrj-
aði hann á því, að halda húð sinni opinni til kl.
8 á kvöldum, og neyddist hin verslunin (Brydes)
þá til að taka upp hinn sama sið, í stað þess
sem hún áður allan fyrri
liluta vetrar að eins
liafði búðina opna til
viðskifta 3—4 stundir á
dag.
Gísli er maður hæg-
látur í dagfari og mjög
umgengnisgóður, en þó
fjörmaður; hann hefur
svo mikla stjórn á geði
sínu, að eigi veit jeg til
að neinn hafi sjeð liann
skifta skapi, og mun
hann þó á stundum hal'a
haft fulla ástæðu til
þess, því eigi hefur hann
fremur en aðrir komist
hjá ýmiskonar áreitni
annara manna. Yfir
höfuð er viðmót hans
með hinni mestu lipurð
og háttprýði bæði við
viðskiftamenn lians og
aðra. Jeg þori eftir minni reynslu að fullyrða
að hann er maðurorðheldinn og áreiðanlegur í við-
skiftum, þótt einhver öfundarmaður kunni að liafa
hermt annað. Auðvitað sjá stöku menn of-
sjónum yfir velfarnan hans, og því, að hann nú
er kominn í mjög góð etni, sem er að þakka
gætni hans, framsýni, stjórnsemi, frábæru starfs-
þreki, árvekni og dugnaði.
Gísli hafði eigi við neina verslun verið, áður
hann tók að stjórna verslun; hann hefur í engan
skóla gengið, nema barnaskóla Eyjanna. IJó mun
liann að ííýti við reikning og skriftir jafnsnjall