Óðinn - 01.03.1908, Síða 7
ÓÐINN
99
Bóndinn Björn hinn gamli1)
ballur klerkum þótti
og heldur hlutsamur,
með braki og tygjabramli
á biskupsstólinn sótti
háfur handóður,
af honum var og Helgafellsstaður rændur,
hrifsað margt og rúðir smærri bændur,
um yfirgang af þegn og' þýi vændur. —
Vjer þurfum ekki’ að hlífast við þá frændur.
Af þeim ættlegg standa
alt á vora daga
dýrri Christi kvon
eg fann ærinn vanda,
er það rakin saga
að þungs var þaðan von;
reyndar er Björn Þorleifsson oss þægur2 3)
— því hef jeg orðið honum lengstum vægur,—
en Björn í Ögri aldrei var oss hægur,
ófyrirleitinn, berorður og slægur.
Harka og hyggjan kalda
hans i löngu stríði
oss var óþörf skrift,
líkt og undiralda
cirarlaus á víði
upp hefur öllu lyft,
buldri hann og uppsteyt öllum veldur,
allur lýður virðist makt hans seldur,
brýnir leikmenn, bætur engar geldur
og — bannfæringar taka’ ekki’ á hann heldur.
Er því ekki úr vegi,
að þess ljái kostinn,
sje til raunar reynt,
hvort kirkjan megna megi
meir eða ættarrostinn,
þótt sózt liaíi lijer til seint.
Þá er víst, fyrst ekki’ er öðru’ að ýta
og engin lög nje dómar mega lilíta
og svcrðin ekki bannfæringar bíta,
bezt að láta aílið þrætum slíta,
Og efndir á því gera
afdrif málin hljóti,
fylgt með kappi fram,
enda ör upp skera
austur að Markarfljóti
og suður að Hvítskeggshvamm;
mcð Fúsa8) munum vjer eiga við austan-hali,
ábótinn4) yfir Nesjamönnuin tali,
1) F. e. Björn Forleifsson ríki (d. 1467) móðurfaðir Björns íögri.
2) Björn Porleifsson yugri á Reykhólum gaf sig undir áraburð
Stefáns biskups, móti Birni Guðnasyni frænda sínum.
3) Vigfús lögmaður Erlendsson á Hllðarenda (d. 1521).
4) Ögmundur Pálsson ábóti í Viðey, síðar biskup.
en sonur Snorra1) Snæfellingum smali
og snúi síðan móts við oss i Dali.
Af mun ekki veita,
og aldrei valda baga,
gerist glíman hörð,
víðar liðs að leita
og láta saman draga
bragna’ um Borgarfjörð,
er ekki smcikir kikni’ í geira glammi
og gæti sjeð, þótt dreyrði’ úr eins mannshrammi.
Þar er bezt að síra Helgi í Hvammi2)
hafi sig um liðsafnaðinn frammi«.
II.
Sól yflr láði leikur,
ljómi og' sumarblíða
fyllir löndin fríð,
jóa rís upp reykur,
reið er um hjerað víða
frá ægi’ að instu hlið;
til Skálholtsstaðar strej'ma rekkar hrönnum,
stefnt er þangað öllum helztu mönnum,
hirt er lítt, þótt öðrum slept sje önnum, -
er það skylda landsetum og grönnum.
Framla’ er ferðin knúin,
fengnar gerðir beztar
allri biskups öld,
glymja beizli búin,
blínnr og hringafestar,
skín á reiðaskjöld;
drifnir söðlar langa vegu ljóma,
logar alt í dýrum fararblóma,
á hjálma jafnvel gljár og skygða skjóma,
af skeifnaslætti þurrar grundir hljóma.
Bragnar hjá Reyðarbarmi
beygja’ á hægri síðu,
þar liverfur Hrafnagjá
gnöguð elris garmi,
og Goðaskógarnir fríðu
liylja hraunin grá;
gotar renna götur brunahranna,
getið cr eigi farartálmananna,
höldar taka hvíldir lið að kanna
á Hofmannaflöt og bíða Nesjamanna.
Undir Ármannsfelli
upp sjer jóreyk hnikla
flotnafjöld í senn,
eygir ærinn á velli
ábótann þar mikla,
Sunda- og Sunnanmenn, —
stór á hesti, glóir á gula lokka,
göfgi í svipnum blönduð hörku og þolcka;
hvort að lafi leggja bönd og sokka
er litlu skeytt, — en klárinn fær að brokka.—
4) Sira Einar Ölduhryggjarskáld, mágur biskups, sonur Snorra
i Skógarnesi.
5) Sira Helgi Jónsson i Hvammi í Norðurárdal, og síðan ábóli i
Viðey.