Óðinn - 01.05.1908, Síða 6

Óðinn - 01.05.1908, Síða 6
14 Ó Ð I N N Grísli dbrm. Oddsson. Gísli dannebrogsmaður Oddsson frá Lokin- hömrum er fæddur í Meiragarði í Dýrafirði 21. maí 1836, en íluttist með foreldrum sínum, Oddi Gísli Oddsson bónda Gíslasyni og Guðrúnu Brynjóifsdóttur, að Lokinhömrum vorið 1856. Við búi i Lokin- liömrum tók hann 1865, en hafði og' undir jörð- ina Hrafnabjörg, og bjó þar síðan í 29 ár, eða þar til vorið 1894 að hann flutti til Akureyja á Breiða- firði. Hann undi sjer þó eigi í Akureyjum og flutti því aftur vestur vorið 1898. Á Lokinhömr- um bjó Gísli, heitinn stórbúi, liafði jafnan í heim- ili 20—30 manns. Sjerstaklega stundaði hann fiski- veiðar á opnum bátum, og það með frábærum dugnaði. Jörðina bætti hann stórum og liagnýtli svo, að á hans búskaparárum fram fleytti hún meira en helmingi meiri peningi en dæmi voru til áður. Hann ljet og byggja mjög reisulega á jörð- inni. Við landsmál fjekst Gisli eigi mikið opin- berlega, og var það bæði, að hann bjó svo afskekt og svo hitt, að honum fanst hann eigi mega skifta kröftum sínum, en í hreppsstjórn var hann öll þau ár, er hann bjó í Lokinhömrum, ýmist lirepp- stjóri, ýmist hreppsnefndaroddviti, og sýslunefndar- maður um mörg ár. Við konungskomuna síðast- liðið sumar var hann sæmdur heiðursmerki danne- brogsmanna. Gísli heit. öddsson var mjög trygg- ur vinur sínum og áreiðanlegur og vandaður í orði og verki, og að öllu samanlögðu mun án efa mega telja hann meðal hinna nýtustu bænda þessa lands. Gísli var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, dannebrogsmanns Brynjólfssonar á Mýrum, systur þeirra bræðra Guðna læknis á Borgundarhólmi, sem nýlega er dáinn, og Jóns heit. kaupm. í Flat- ey, og liflr hún mann sinn, ásamt 3 börnum þeirra Guðrúnu, ekkju síra Ólafs Ólafssonar, Oddi mála- ílutningsmanni og Maríu, sem er gift vestra. Gísli andaðist hjer í Reykjavík síðastliðinn vetur, 18. janúar, úr hjartasjúkdómi; var fluttur hingað veikur að vestan og lifði hjer að eins fáa daga. Við jarðarför lians var sungið þetta kvæði eftir Þ. G. Hjer er til hvíldar heiðursmaður borinn, parfur maður úr þarfri stjett. Höndin, sem stirðnuð hjer á fjölum hvilir, Juin græddi’ upp urð i gróðrarblelt. Horfir mót hafi hömrum girt frá skaga býlið hans góða á berri strönd. Grænteigur mitt i grjóturð ber par vitni um ötult skap og iðna hönd. Margt ber par vestra menjar um æfi pessa starfsama merkismanns. Höfðingi var hann hjeraðs sins og stytta. Par geyma margir minning lians. Eignist hans líka íslands sveitir marga ; brátt mun pá hefjast pess bændastjett. Viða er kalið, víða parf að rækta og gera úr urðum gröðrarblett. Kveðjum með pökkum pá, sem tiafa unnið langan æíidag líkt og liann. Far svo i friði! Foldin okkar blessar æ hvern pami mann, sem vel hjer vann. I. Sturlungn er nú byrjað að prcnta hjer á kostn- að Sigurðar bóksala Kristjánssonar og er pað sams- konar útgáfa og aí íslendingasögunum. Dr. Björn Bjarn- arson sjer um útgáfuna. Leiðr j etting. Rangt mánaðarnafn var á sið- asta tölubl.: mars fyrir apríl.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.