Óðinn - 01.05.1908, Page 8
16
ÓÐINN
Kristján sál. byrjaði manna fyrstur hjer á
jarðabótum í stærri stýl, sljettaði alt túnið og girti,
bygði þar margar heyhlöður og á síðustu árum
reisulegt timburhús. Hann Ijet og síðari árin gera
allmiklar jarðabætur á hinum fornu Rútsstöðum,
girða þar, sljetta og plægja. 3 árum eflir að hann
kom að Þorbergsstöðum varð hann hreppstjóri
Laxdælinga, og gengdi hann því starfi æfdangt á-
samt oddvita-, sýslunefndarmanns og sáttasemjara-
störfum. Rækti hann öll þessi störf með mestu
alúð, dugnaði og skyldurækni; enda naut liann
alla tíð trausts og álits hjá hreppsbúum sínum,
jafnt þeim, er gjöld áttu að greiða, sem hinum, er
þyggja áttu. Kristján sál. var einhver fundar-
ræknasti maður sem jeg hef þekt; hann ljet sig
aldrei vanta; hann var svo metnaðargjarn, að hann
vildi aldrei að sagt yrði með sönnu að neitt stæði
upp á hann, er honum bar að gera. Kristján sál.
hafði ekki notið sjerstakrar mentunar, enda var
hennar lítill kostur á uppvaxtarárum hans; lífið
og reynslan voru að mestu leyti hans einu kenn-
arar; en af því að honum var svo margt vel gef-
ið, hæfileikarnir og framkvæmdirnar svo miklar,
þá sómdi hann sjer jafnan vel, einnig í þeirra lióp,
er meiri mentun höfðu ldotið, og var prýði sinn-
ar stjettar. Hann var maður frjálslyndur og fram-
faramaður 1 hvívetna, og álti hvert gott fyrirtæki
þar vísa styrks von er hann var. Og eins og
hann var nýtur og góður fjelagsmaður, eins var
hann og tryggur og skyldurækinn safnaðarlimur.
Hann var enginn hjegómamaður og hafði ekkert
til sýnis að eins, en í lijarta sínu bar hann djúpa
lotningu fyrir honum, sem stýrir vorum gangi og
gefur oss lífið og lífsins kosta val. Hann var
tryggur og einlægur vinur vina sinna. Kross eða
heiðursmerki fjekk hann engin og var þó mak-
legri en margir, er hljóta. En heiðurslaun fjekk
hann af styrktarsjóði Kristjáns konungs níunda,
og eins úr Ræktunarsjóði fýrir framúrskarandi
dugnað í jarða- og húsabótum.
()l. 01.
*f-*!*■
Kvciii’jettiníltii íi í»la,mii. Til viðbótar
því, sem sagt er um kvenrjettindamálið hjer framar í
blaðinu, skulu til fróðleiks tekin hjer upp nokkur at-
riði úr sögu þess, eftir yflrlitsgrein, sem »Kvennablaðið«
flutti um aldamótin síðustu.
1847 kom það fyrst til umræðu á þingi að breyta
erfðalögunum þannig, að konur fengju jafnan arf móti
karlmönnum, og 1850 voru þau lög samþykt. Pað var
7 árum áður en slíkt komst á í Danmörku.
1861 urðu konur hálfmyndugar 18 ára og almynd-
ugar 25 ára.
1881 samþykti alþingi lög um, að ekkjur og aðrar
ógiftar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt
ættu með sig sjálfar, skuli hafa kosningarrjett til hrepps-
nefnda, sýslunefnda, bæjarstjórna og safnaðarnefnda, ef
þær eru 25 ára og fullnægja að öllu leyti öðrum þeim
skilyrðum, sem lögin ákveða fyrir jþessum rjettindum.
12. maí 1882 voru þessi lög staðfest af konungi.
Litlu seinna var konum veitt leyfi til að ganga
undir 4. bekkjarpróf og burtfarari>róf i lærða skólanum,
og til að hlusta á fyrirlestra við læknaskólann. En
rjctt til embætta fengu þær þó ekki.
1899 samþykti alþingi lög um fjármól hjóna. Aðal-
rjettarbótin í lögunum er, að giftar konur skuli hafa
sama fjárforræði og ógiftar. Mcð lögunum var ætlast
til, að hægra yrði að gera kaupmála milli hjóna en áð-
ur hafði verið, en með honum mætti á ýmsa vegu tryggja
fjárhagslega hagsmuni konunnar í hjónabandinu. Pau
takmarka að nokku lejdi rjett húsbóndans til að ráða
yfir fjelagsbúum án samþyklcis konunnar. Pau selja
ýmsar ákveðnar reglur um sjereign hjóna, einkum til
hagsmuna fyrir konuna. Þau veita hjónunum, og þó
einkum konunni, rjett til að geta slitið fjelagsbúinu, án
þess þó að það hafi skilnað hjónanna í för með sjer,
°g h-yggja eigur konunnar gagnvart skuldunautum
mannsins.
Næsta sporið er Iög þau frá síðasta þingi, sem frá
er sagt hjer að framan. Með næstu stjórnarskrárbreyt-
ingu, sem nú er fyrir dyrum, fá konur að líkindum
bæði kosningarrjett og kjiirgengi til jafns við karlmenn.
< )rlaga-fylgj ui'.
(E r f i 1 j ó ð).
Ilvatráð laiisiuu/ lífs hans fræ-glóð kveykti.
Lundgrá örbyrc/ð kjarksins þyrna hvesti.
»Stían« garpi styrkum varp að sorpi.
Stríðlynd rán hann gerði’ að león fránum.
Heljar mundfang manndóms grómi brendi.
Myrksýn gröf hann tungna stungum græddi.
Fólát sorg mót sól ljet mynd hans fölna.
Svalorð minning fal hann glcymsku bráðri.
Þ. e. b.
*-'A-(U'l^(7>)-vV-*
»Bóndiiin á Hranni« lieitir nýtt leikrit, sem
Jóhann Sigurjónsson frá Laxamýri hefur samið á
dönsku, og á að sýna það næsta vetur á Dagmar-
leikhúsinu í Khöfn,
»Leysingu« eftir Jón Trausta er nú verið að
þýða á þýsku. Það gerir H. Erkes, hinn sami
sem þýtt hefur nýlega »Upp við Fossa« eftir Þor-
gils gjallanda.
Prentsmiðjan Gutenberg.