Óðinn - 01.07.1908, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.07.1908, Blaðsíða 3
Ó Ð I N N 27 þekkingar op tilgerðar rembingi, sem þeir sýna nú af sjer sumir, er þykjast vilja rita hreina íslenskn og mega ekki heyra nefnda »Norð- menn«, en kalla Norðmenn heima í Noregi »Austmenn«, og tildra þannig röngum orðum, sem þeir vita ekkert hvað þýða. Annaðhvort hefði hann gert -— líklega hlegið, hlegið hjartanlega. Jón Olafsson. • I»síll Melatcfl 95 ára. í síðasta tbl. flutti »Óðinn« myndir af Jónasi Hall- grímssyni skáldi, og í þessu tbl. er mynd af Konráði Gíslasyni háskólakennara. Hundrað ára afmæli þeirra tveggja eru nú nýliðin hjá með rúmlega missiris milli- bili. Konráðs var 3. þ. m. Eini núlifandi maðurinn af fjelagsbrœðrum þessara mánna á yngri árum er Páll Melsteð sagnfræðingur, sem í ár verður 96 ára gamall, og fylgir bjer mynd af hon- um, tekin síðastliðið ár, þegar hann varð hálftiræður. Enn er hann málhress og minnugur sem fyr. »Óðinn« hefur áður flutt mynd af Páli Melsteð, í 11. tbl. I. árg., og má vísa hjer til þess sem þar er um hann ritað. En þessa yngstu mynd af honum munu margir af Iesend- um rita lians liafa ánægju af að sjá. Til Heliln.* Eftir Dr. Carl Roscnberg. Sá jcg sýn frá sævargota, er rennur röst reykfnæsandi: síðasta sinn sje jeg hórfa á hafslóðir Heklu bláa. Sá jeg þú varst í vetrarheimi kvik, þótt kyr og kalin sýndist; lijelt jeg hendi þjer að hjartastað, fann barm brenna und bcru svelli. Fönnum faldna fjalla-drotning, bindur þú fast brjóst mitt og hug. í dag er mjer heitt um hjartarætur, þótt köldum í kveld mig kvcðjir augum. Sól er að síga, sortnar kólga, dökknar djúp, en dimt í austri; • sje jeg þó enn yfir arni þínum hyrjar-eim ógna Fróni. Bar mig fákur að fótskör þinni, reið jeg um ramma regindali, fanst mjer ömurlegt um að litast, glottu gnípur og gráir sandar. I3ó mun mig langa frá lundum Dana hýrum til harðra Heklu brjósta. Heldur vil jeg hel lijá hugum stórri, en með of blíðri una lifi. Sá jeg þín afrek, hin ægilega! fjörvana flrn og fimbulauðnir; gagnslaust, gleðilaust, grátlaust, mállaust lá lielkalt hraun í liyrjar-storku. Æ mun jeg óðfús aftur að líta, sögufold, þina sæludali; þar munarlind minna drauma fann jeg og bót beiskra rauna. En með sólfald yíir snæhökli sastu sjálf i sigurljóma. Svo mig glaptir þú, þótt grimmleg sýndist, að faðmlag þitt fast jeg þráði. Hugðist jeg heyra liljóma kunna gengins lifs og gæfu minnar, þá er málfæri, móðir E d d a ! dýrstrar jeg nam dóttur þinnar. Gil eg kleyf og á gnýpu stóð, sá jeg hirð þinna herfylkinga; háir und gullnum hjálmum gnæíðu, stóð andkul af ísabrynjum. Fljelt jeg hingað harmi lostinn, og heim lil Sjálands sorg mig eltir. En svo skal böl bæta að bíða annað. — Sit þú, sögusnót, sæl á unnum! *) Höfundurinn var einn vor kærasti gestur 1874. Visur þessar scndi hann mjer eftir lieinikonui sína. Var islenskan viða rjett, en miður kveðandinn og lagfærði jeg það eem mjer þótti þurfa. Matth. Joclwmsson. PÁLL MELSTEÐ,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.