Óðinn - 01.07.1908, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.07.1908, Blaðsíða 2
26 ÓÐINN eftir því, að þeir Jónas Thorsteinsen sýslumaður og faðir minn sátu saman og voru að Jesagrein í »Norðra« og veltust um í hlátri báðir. Jeg sal hjá og hlýddi á, og þá er þeir voru upp staðnir og gengnir út, þaut jeg í blaðið og las og las greinina aftur og aftur. Það var grein Konráðs »Um Guðbrenzku«. — Jeg var í þriðja hímni, °g jeg mintist þess að Jónas liafði sagt: »Svona getur enginn lifandi maður skrifað nema Konráð«. Já, þessi Konráð! Hann fór ekki úr huga mjer. Jeg hafði ekkert lesið áður þessu líkt. Svona meinfyndið! Veturinn 1861—62 var jeg (þá 11 ára) á Hólmum hjá síra Haligrimi. Úr skólanámi varð þar lítið fyrir mjer, en þeim mun meira úr lestri annara bóka. Þar hitti jeg gamlan vin minn »Fjölni« á ný. Þá fór jeg að lesa staf- setningar-hætti Konráðs, ræðuna hans um ís- lenskuna og alla ritdóma í »Fjölni«. Nú vará- hugi minn að vakna fyrir móðurmálinu, og upp frá því elskciði jeg Konráð Gíslason, þótl jeg hefði aldrei sjeð hann. Með ársbyrjun 1868 byrjaði »Baldur« að koma út; í hann ritaði jeg stundum greinar án nafns með höfundar-merkinu »l-s-n«. Utgef- endurnir höfðu sent Konráði, blaðið, eins og íleirum merkurn íslendingum erlendis. Um sumarið kom Einar prentari til min eitt sinn með nokkur kver, sem send höfðu verið í um- slagi til »útgefenda Baldurs« og þeir beðnir að koma til skila, en framan á hverju stóð: »til l-s-n« og vinsamleg kveðja frá höfundinum. Þetta voru sjerprentanir af málfræðiritgerðum eltir Konráð, er hann sendi mjer óþektum. Jeg var heldur en ekki upp með mjer af þessu, og auðvitað ritaði jeg honum þakklæti mitt fyrir. 1877 kom jeg til Hafnar og var þar til vors; við Indriði Einarsson, systursonur Konráðs, vorum mjög samrýndir vinir í þá daga, og hafði Indriði sagt honum frá að jeg væri í Höfn, en Konráð hafði spurt hann, hvort jeg mundi ekki ætla að heilsa upp á sig. Jeg fór því einn dag út til hans með Indriða; hann tók mjer einkar-ljúfmannlega, spurði mig um föður minn, sem hann sagði að Jónas hefði sagt sjer frá, og mintist þess, að hann hefði verið einn af þeim er tekið hefðu »Fjölni« vel og viljað styðja liann. Konráð var mjög hlýr, og eina ílösku af port- víni urðum við að tæma, áður en jeg fór, en jeg var hálffeiminn, og varð minna fjör í sam- talinu, en jeg hafði við búist. Hann hað mig að lokum að senda sjer »Skuld«, þegar hún kæmi út (jeg var þá að kaupa Skuldar-prent- smiðju), og gerði jeg það, en hann borgaði liana jaínan með 10 kr. á ári (hún kostaði 4 kr.). Sumarið eftir fjekk jeg langt hrjef frá hon- um, einar 2—3 arkir; er hann þá að segja mjer frá láti konu sinnar, og var alt brjefið um hana. Jeg man meðal annars að liann komst svo að orði, að þá er hann sá hana fyrsl og kyntist henni, hefði sjer þótt hún »schönste Madchen unter der Sonne, schönste Sonne unter der Madchen«* Hann taldi sjer þá slokknað alt yndisljós í heimi þessum ; hann var svo yfirkominn af söknuði, að hugurinn var allur hinum megin grafarinnar. 1880—81 var jeg í Höfn og kom þá eitt sinn til hans snemma vetrar, og var jeg þá einn. Þá þótti mjer einkar-hugljúft að tala við hann, einkum er jeg leiddi talið að Fjölnis-árunum; en um það sem nú var að gerast var leiðara við hann að tala. Hann var orðinn afturhalds- maður megn í skoðunum á samtíðarmálum þá; jeg forðaðist að styggja öldunginn, sem jeg elsk- aði og virti; en jeg misti alla löngun til að tala við hann aftur þá. Þegar jeg kom heim um kvöldið, gerði jeg vísurnar : Til gamals manns : »Já, þú ert orðinn gamall nú og grár« o. s. frv. Um vísindastarf Konráðs er ekki mitt færi að rita. Yísindamennirnir munu meta að verð- leikum hans frábæru skarpskygni, þekking og elju. En islenskri alþýðu ætti að vera hann kærastur fyrir það fegurðar-dæmi í meðferð móðurmálsins, sem hann hefur eftir sig látið i því sem hann ritaði á íslensku, þóll ekki sje mikið að vöxtum, og þau áhrif, sem starfsemi hans í »Fjölni« hafði til að endurfœða íslensk- una. Konráð var enginn forneskju-tyrfingur; enginn maður fyr nje síðar hefur haft jafn-næmt eyra fyrir óbrotnu, hreinu daglegu máli, sem hann; hann var ekki hræddur við að nota dag- leg alþýðu-orðtæki, þótt eigi liefðu fornrita- heimildir, ef enginn útlensku-keimur var að þeim. Hjá engum manni er jafn-hreinn hljóm- ur i málmi móðurmálsins; þar eru engir fals- tónar. — En ekki veit jeg hvort honum hefði legið nær að gráta yfir eða hlægja að þeim van- ') I5 e. wFegursli svanui undir solu, sólfegurst allra ineyja«.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.