Óðinn - 01.02.1909, Side 3

Óðinn - 01.02.1909, Side 3
Ó Ð I N N 83 elsmenn kæmust undan Faraó. Og svo þjóta eim- lestirnar á brúm yfir götunnm, eða í göngum neð- anjarðar; umferðin er svo mikil, að gatan rúmar það ekki, heldur verða menn líka að smjúga jörð- ina. En stundum má sjá ljósleita loftbelgi sveima hátt uppi yfir húsunum, og á þessum síðustu tím- um ennþá furðulegri vjelar, loftherskipin, beina flugið, og taka stefnu eftir aðalgötunum. Og er ekki ofsagt að alt sje á ferð og flugi. Þegar kvöldar, tendrast óteljandi rafljós, svo að varla ber nokkurstaðar skugga á, og er eins og röð af tunglum að sjá uppi yfir miðjum aðal- götunum. Berlín er best uppljómuð af öllum höf- uðborgum Evrópu. En verst er götulýsingin í Lundúnum, mest gasljós. (Eins kvað eiga að verða í Reykjavík, þó ilt sje til þess að vita, fyrir margra hluta sakir, og ekki síst ef hinn lieims- frægi höfundur að »Anticipations«, H. G. Wells, er svo margt hefur sagt fyrir þess háttar, sem nú er fram komið, er einnig sannspár í því, að innan fárra ára verði rafmagn alment notað til eldnnar). Og er vjer lítum tif, sjest alt í einu eins og eld- straumur renna á húsahliðunum, eða feika uppi yfir þökunum; hann bregður í bugður og króka, uns eldlegir bókstafir loga við kvöldhimininn. Eru þetta tákn frá himnum, mene tekel, logandi við- vörun til þessarar spiltu Babýlonar? Nei, það eru auglýsingar um að þessir og þessir vindlingar sjeu bestir; eða þarna sje að leita skemtistaðar o. s. frv.; amors-salir má lesa úr einu logaletrinu, og glóandi ör sýnir slefnuna. Þarna á orðið aug- lýsa við. Vjer göngum inn á einn af þessum glóstafs- auglýstu slöðum, þar sem heitið er á leiksviði ýmsum af bestu glímumönnum heimsins. Iðk- endur grísk-rómversku glímunnar eru þeir íþrótta- menn, sem mestum vinsældum eiga að fagna hjá almenningi nú; eru þeir líkt og sverðungar (gladia- torar) voru i Rómaveldi forðum. Að vísu mun hafa ennþá meira þótt til sverðunganna koma, þótt öllum skemtunum betra, að sjá þá spriklandi f blóði sínu, sem fyrir skemstu höfðu hlaupið inn á leiksviðið með blikandi vopnum, fullir af afli og fjöri. Og svo var það undir áhorfendunum komið, hvort sigurvegarinn slálraði þeim sem fall- ið hafði óvígur. Nú falla raunar varla glímumenn svo, að þeir standi ekki upp aftur, og áhorfendur eiga ekki ráð á lífi þeirra. En það er þó ávalt ánægjan yfir því að sjá einhvern verða undir — eða þá sigra—, því að geta mætti þess til, að fremur væri það þetta, en sjálf glíman, sem mönnum þykir skemt- un að. Og þar sem þeir sitja yfir ölkollum sín- um og tóbaksglóðum — hvað það er í rauninni undarlegt að sjá menn gera sig að nokkurskon- ar reykháfum — þá finst þeim þeir eiga einhvern þátt í heljarafli kappanna, sem sveitast lýsi til að leggja, eða umflýja að vera lagðir, á báðar axlir. Og það var nú engin lýgi, þótt í auglýsingu stæði, að þarna væru saman komnir hinir gild- ustu glímukappar. Mátti þar sjá margan harðan aðgang og langan, og mikinn sveita til jarðar drjúpa, áður annarhvor var lagður á sitt breiða bak. Lögðu jötnarnir svo fast hrammana hvorir að öðrum, að hver meðalmaður hefði sjálfsagt fengið af beinbrot eður bana. Þar var Antonitch hinn serbneski, tröllið, sem í fornutn sögum sjálfsagt hefði verið talinn 7 álna hár; því að ekki vantar hann nema helming á þá hæð, og er raunar lygilega úr grasi vaxinn, þó að satt sje sagt frá. Náði enginn kappanna honum meir en í öxl; var jötuninn svartur og svipþungur og röddin draugslega dimm. Margir fjellu þar fyrir honum; en þó að hann væri afarstór og sterkur og mjög frægur -- eins og segir um Ajax Telamonsson, — þá komst hann þó í hendur á þeim, sem voru honum ofurefli, þótt varla bæru þeir kollinn hærra en við bringu honum. Nefni jeg þar einkum hinn afarsterka, nautumlíka Rússa Padúbny, líklega frægasla glímumann, sem nú er uppi. Flestir voru glímumenn dökkir á brún og brá, en Padúbny er Ijóshærður og bláeygur, herða- breiður og hálsdigur, svo að líkara er nauti en manni. Og svo mikið sem mjer hafði fundist um hvað maðurinn var þrekvaxinn, er jeg sá hann á leiksviði, þá óx mjer hann þó enn í augum, er jeg stóð nálægt honum í mannfjölda. Svo geisibreið- ar sem berðarnar eru og bakið, þá er þó svír- inn enn þá digrari en því svari. Hef jeg engan þann mann sjeð, sem líktist meir þeirri hugmynd er jeg hal'ði gert mjer um Gretti, en þennan Rússa, og kemur það ef til vill nokkuð af orðum Þor- bjargar digru, er bændur ætluðu að hengja Gretti: »Hver er þessi hinn hálsdigri?« mælti hún. Mætti af þeim orðum ráða, að þó allur hafi maðurinn verið býsna þrekinn, þá hafi þó einkum hálsinn borið frá því sem var um aðra menn. Þessi rússneski berserkur hafði auðsjáanlega afl fram yfir alla, sem móti honum voru sendir, og aðrins þeir allra sterkustu og mjúkustu, eins og Jakob Kocb, stóðu nokkuð verulega i honum; en við hina minni máttar Jjek hann sjer aðeins, og hafði gaman af að veifa kringum sig tveggja- mökunum, eins og Grettir á Hegranesþingi. En öðruvísi hefur verið að sjá í augu Gretti, en þessu rússneska nautmenni; því að Grettir var vitur maður, ef marka mætti það sem sagan segir af orðum lians, í bundnu máli og óbundnu. (Tröllasögur þessar eru nokkru lengri; er í öðrum kafla aðalbetjan Feitur hinn mikli — öðru nafni Daumas, 360 pund að þyngd -— þó að hann lægi að lokum fyrir Steingilsi sterka). Helgi Pjeturss.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.