Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 3
ÓÐINN 19 amerísk næpa (meðalþyngd 1,90) pnd.), blánæpa (1,49 pnd.), Greystone (1,40 pnd.), White globe (1,34 pnd.) o. s. frv. — og geta menn sjeð ná- kvæmar skýrslur um þetta í Búnaðarritinu. Með tilbúin áburðarefni eru gerðar allítarlegar tilraunir. Ekki segir E. H. það gcrt í því skyni, að hann útrými búpeningsáburði, heldur til þess, að vita, hvort eigi svari kostnaði að kaupa hann þar sem hinn þrýtur, þ. e. þegar meira á að rækta, en hinn hrekkur til. Reynslan sýnir, að vel borg- ar sig að kaupa útlendan áburð á alla brotna jörð, síður á tún. Helst skal nota þessar þrjár Af runnum þrífast best: rauðberjarunnur eða ribs, nokkrar rósategundir og geitblað. Á gróðrarstöðinni ætti að vera nokkur trjárækt, segir E. H., vegna þess að trjáræktin hepnast ætíð best nálægt bústöðum manna, þar sem hægt er að hirða um hvern einstakling, en slíkri umönn- un verður eigi við komið á skógræktarstöðvunum. Blómrækt var framan af lítil, en er altaf að aukast. í gróðrarstöðinni fer garðyrkjukensla fram sex vikna tíma á hverju vori. Nú eru þar 12 nemendur, konur og karlar. Blómræktin og trjá- ræktin laðar menn best að stöðinni, segir E. H., og 2. mnd. tegundir saman: köfnunarefnisáburð, fosfórsýru- áburð og kalíáburð. Fosfórsýruáburðurinn sýnir þó einna mest gagn, og þá köfnunarefnið. Full- kominn áburður á dagsláttu af þessum þremur tegundum kostar um 30 kr. Lítið segir E. H. gert að trjáræktinni, mest vegna þess, að mönnum þótti rjett að lofa skóg- ræktarstöðvunum einum að fást við það fyrst um sinn. En samt hefur verið gróðurselt þarna nokk- uð af trjám. Hið fyrsta setti Halldór Kr. Frið- riksson yíirkennari, lengi formaður Búnaðarfjelags Suðuramtsins, niður vorið 1900. Var það bjórk og var skírð Halldóra, eftir honum. Hún er nú 3 álnir á hæð. Best þrífast reyniviður og birki. garðyrkjunemendum er eigi síður ant um að fá til- sögn íþeirri ræktun, en ræktun matjurta og fóðurjurta. Sáðlands-sýnisreitum hefur nú verið komið upp lil og frá, til þess að rækta þar þær jurtir, sem best hepnast í gróðrarslöðinni. Þessir sýnis- reitir eru á Útskálum, í Þjórsártúni, í Birtingaholti, á Hvanneyri og á Sauðafelli. — Fullkomnari sj7ni- stöðvar eru að koma upp á Selfossi og í Deildar- tungu. Hin þriðja er væntanleg í Rangárvallasýslu. Á þessum fullkomnari sjmistöðvum verða ræktuð þau afbrigði, sem best reynast í gróðrarstöðinni, og verða þar bæði sáðreitir, kartöflugarðar og runnar. Þessar sýnistöðvar eru valdar þar sem umferð er mikil.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.