Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 5
ÓÐINN 21 merki hef jeg sjeð þess, að búið hafi verið á Dyngju. Með Þorsteini jökli hefst ný ætt á Jökuldalnum. Þorsteinn var sonur Magnúsar sýslumanns i Rauðu- skriðu, á lifi 1534, Þorkelssonar prests í Laufási 1449—1483, og áður á Grenjaðarstað, — fjekk það brauð 1431, — Guðbjartssonar flóka, prests í Lauf- ási fyrir 1391, og síðar á Bægisá, Asgrímssonar prests á Bægisá, er ljet þar af prestsskap 1399, Guðbjartssonar, Vermundarsonar, Loðinssonar, Vemundarsonar, Steinssonar, Höskuldssonar, Hauks- sonar. En móðir Hauks var Helga hin fagra systir Skúla Þorsteinssonar frá Borg, þess er barð- ist með Eiríki Jarli Hákonarsyni á Járnbarðanum í Svoldarorustu 9. september árið 1000. Um Helgu ansað, og að morgni var hann horfinn. Trúði Magni því, að þetta hefði verið huldumaður, en Iá þó þar í hellinum sem áður. Segja menn að hann hafi verið 70 ár á Efra-dal. Hefur hann því orð- ið gamall maður. Þorsteinn sonur hans bjó á Brú og síðar á Eiríksstöðum. Magnús Þorsteins- son á Eiríksstöðum. Þorsteinn Magnússon bjó á Kjólsstöðum í Möðrudalslandi 1703, en kominn er hann í Eiríksstaði 1723 og er gamall á Hákonar- stöðum 1734 í tvíbýli við Jón son sinn. Var Jón orðinn bóndi á Hákonarstöðum 1723. Þorsteinn sonur hans bjó þar og fyrst eftir föður sinn, en siðan lengi á Melum í Fljótsdal (f. á Hákonar- stöðum 1737, en varð bráðkvaddur á Aðalbóli 24. 4. nind. deildu þau skáldin Gunnlaugur ormslunga og Skáld-Hrafn, sem segir í Gunnlaugssögu. Sonur Þorsteins jökuls var Sigurður, faðir Magnúsar bónda á Brú, sem kallaður var Magni, fremur en hann hafi heitið það, því nafnið Magni var til, en Magnús var ættarnafnið, og það hafa menn heitið áður og síðan í ættinni. Við hann er kendur Magnahellir í Hafrahvömmum við Jökulsá á Brúardölum; lá hann þar í hellinum um nætur og gætti fjár um daga í Brúarskógi framan at vetri. Hefur hann líklega oft haft þar kalda búð, því ættarsagnirnar segja, að eina nótt eftir að hann var kominn utan frá Brú með vistaföng, hafi hann vaknað við það, að maður lá fyrir framan hann og var sá kaldur mjög. Segir þá Magni: »Þjer er kalt eins og mjer, veslingur«. Engu var því maí 1804, — þar sladdur í kynnisför hjá Guð- rúnu systur sinni). Þorkell Þorstcinsson var lika farinn að búa á Eiríksstöðum 1723, og 1749, þegar Gunnlaugur Áinason fórst í Hrafnkelsdal, bjó hann enn á Eiríksstöðum. Gunnlaugur gekk til hrossa í Hrafnkelsdalinn, er þá var í auðn langt skeið, eða alt frá Svartadauða til þess að Pjetur sonur Guðmundar prests Ingimundarsonar í Hofteigi bygði þar fyrstur á Vaðbrekku aftur um 1770. Síra Guðmundur faðir Pjeturs var seinasti prestur á Skriðuklaustri sjer í lagi, vígður þangað 1729. Fjekk Hofteig 1738 og prestur þar til 1774, (d. 1777). Fyrri kona Pjeturs á Vaðbrekku var Ólöf dóttir elsta Pjeturs forföður Hákonarstaðaættar. Pjetur Guðmundsson dó á Torfastöðum í Hlíð 1815, 88 ára. — Gunnlaugur þótti tilhaldsmaður í klæða-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.