Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 1
OÐINN :í. blau JUNI 1»0«. V. AR Einar Helg’ason ga r ð y rk j u fr æ ð i n gu r og gróðrarstöðin í Reyk.iavík. Þeir, sem koma til Reykjavíkur utan af landi uin sumartímann, ættu engir að láta hjá líða að skoða gróðrarstöðina sunnan við bæinn. Það er fallegur blettur og einstak- ur hjer á landi, þegar alt er þar í blóma. Hún er sunnan í Skólavörðu- hæðinni, vestan við »Gull- mýrina«, sem svo er nú kölluð á siðustu árum, í lialla mót suðvestri. Neðst eru sáðreitir og jarðávaxta- garðar, en ofar trjáraðir, runnar ogblómabeð. Trjen eru þó enn í æsku, því ekki eru nema 9 ár síðan gróðrartilraunir voru byrj- aðar þarna. Gróðrarstöðin er eign Rúnaðarljelags íslands. En verk Einars Helgasonar garðyrkjufræðings er hún, og hefur hann verið um- sjónarmaður hennar frá því hún var ^stofnuð og ráðið allri tilhögun þar. Einar Helgason er fædd- ur 25. júní 1867 á Krists- nesi í Garðsárdal í Eyja- firði. Foreldrar hans eru bæði á lífi og nú hjá honum hjer í Reykjavík. Hann var fyrst settur til náms hjá Guðmundi Hjaltasyni í tvo vetur, fyrri veturinn í Laufási, en hinn síðari á Akureyri. Þar næst var hann á Eiðaskólanum í tvö ár, 1885—87. Eftir það var hann ráðinn umferðabúfræðingur í Eyjafjarðar- sýslu tvö næstu vor, var þá í Siglufirði, Olafsfirði, og víðar. Til Reykjavíkur kom hann fyrst 1890 og var þá um vorið við garðrækt hjá Schierbeck landlækni og aftur var hann hjer voiáð 1894, og þá meðal annars hjá Tr. Gunnarssyni bankastjóra við Þinghúsgarðinn, er hann var bygður. Haustið eftir sigldi Einar á garðyrkjuskóla í Vilvorde í Charlottenlund, skamt frá Kaupmannahöfn, og var þar til vors 1897. Á þeim tíma fór hanti í sum- arleyfi um Jótlandsheiðar með styrk frá Land- búnaðarfjelaginu danska. Vorið og haustið 1897 var hann við gróðrarstöðina í Askóv á Jótlandi, en um sumarið ferðaðist hann um Svíþjóð, til þess að kynn- ast jarðrækt í Norðurbotn- um, og var þá á landbún- aðarsýningu í Stokkhólmi. En veturinn eftir, 1898, kom hann heim og var þá ráðinn í þjónustu Bún- aðarfjelags Suðuramtsins. Hjá því, eða Búnaðarfje- lagi íslands, þvi svo heitir það nú, liefur hann starf- að síðan. Veturinn 1898 —99 var hann aftur við nám ytra og las þá jarð- ræktarfræði við Landbún- aðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Einar hefur verið ráða- naulur Búnaðarfjel. í gróð- urrækt alla tíð, síðan hann rjeðst til þess, og hefur verið í ferðum fyrir fjelag- ið um landið oft á sumrum. Nú i sumar verður hann um tíma í Orkneyjum og Skotlandi, í erind- um fyrir fjelagið. En aðalstarf hans er þó bundið við gróðrarstöðina hjer, og er það svo gott og þjóðnauðsynlegt starf, sem þar er unnið, að þess manns, sem á nafn sitt fast tengt við það, bæði stofnun gróðrarstöðvarinnar og þroska liennar fyrstu árin, — hans verður_ minst bæði _vel og Elnar Helgason garðyrkjufræðingur.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.