Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.06.1909, Blaðsíða 4
20 ÓÐINN Fjórar myndir úr gróðrarstöðinni fylgja hjer með. Um 1. myndina segir E. H.: »Jeg hef sáð fræi af canina og fengið upp plöntur, sem eru 5 ára gamlar þegar myndin er tekin; þær eru á góðum vegi með að mynda limgarð, þjettan og fallegan; þær sjást á myndinni vinstra megin við götuna. Þar er þeim ætlað að mynda 18 álna langan limgarð meðfram götunni. Aðrir runnar, sem þarna sjást við götuna, eru ribs, sem var 5 ára gamalt, þegar myndin var tekin. Upp frá þeim vinstra megin eru ýmsir smárunnar og blóm- stóð«. Húsið, sem á myndinni sjest, er geymslu- hús gróðrarstöðvarinnar. 4. myndin sýnir bygg og hafra. Byggið hefur sprottið fult eins vel og hafrarnir. Hvorttveggja hefur gefið góðu slægju. Á dagsláttusvæði var ertum og flækja sáð með þessum korntegundum og spratt vel. Lítið hefur verið gert að því, að fá korn til að þroskast, en þó hefur flest sumurin eitthvað verið fengist við það. 3. mnd. Á 2. myndinni sjast til vinstri handar trje, reyniviður, birki o. fl. Hinu megin er blómstóð neðan til; þá sjást vermireitirnir þar fyrir ofan og er nú ílatarmál þeirra 75 ferálnir. Efst er gul- rófnaræklunin. Þar sjest ofan á mann, og stend- ur hann milli rófnareitsins og vermireitanna. Á 3. mynd sjást hægra megin við götuna til- raunablettir, sem sáð er í ýmsum grastegundum. Traðirnar, sem sjást á myndinni, þar sem dreng- urinn stendur, eru afmarkaðar með hestabaunum. Þær hafa orðið alt að 2 álna háar, þótt þær væru þarna á bersvæði. Beggja vegna út frá þeim eru rófna-akrar. Húsið, sem sjest á myndinni, er hús Einars Helgasonar, og sjest sunnan á það, hliðin, sem snýr frá veginum ofan við gróðrarstöðina. Um Jökuldal. Eftir Jón Pálsson. Nokkru fyrir 1500 flutti sá maður að Brú á Jókuldal er Þorsteinn hjet, og kallaðist jökull. Gamlar sagnir í ættinni segja, að hann hafl flúið Svartadauða með skyldulið sitt vestur í Arnardal, og búið þar á Dyngju i 2 ár, en hið 3. á Netseli í Brúarheiðinni. En það getur ekki verið rjett, því Þorsteinn hefur eigi verið fæddur, er Svarti- dauði kom hjer til lands 1402. Það er því líklega blandað málum þannig, að það hafi verið plágan síðari, 1494, sem varð litlu óskæðari, en greinileg

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.