Óðinn - 01.03.1910, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.03.1910, Blaðsíða 5
O Ð I N N 93 Nýja bryggjan í Stykkishólmi. 18. júlí síðasll. var njr hafskipabryggja vígð í Slykkisliólmi og er lnin með stærri mannvirkjum, sem hjer á landi hafa verið gerð af því tægi. Bryggjan er á lengd, frá aðalgölu út á bryggju- liaus, (503 fel; breidd bryggjuhaussins 44 fet, lengd 128 fet. Breidd bryggjunnar sjálfrar 15 fet. 12 steinstöplar bera bryggjuna, auk trjáverks. Tveir járnsporvegir liggja eftir henni og handrið utan með, úr járni, með vírneti. Til byggingarinnar veitti landsjóður 10 þús. kr. styrk og 10 þús. kr. lán, sýslusjóður 2 þús. lu\, sparisjóður Stykkis- hólms 1 þús. kr., kaupmenn kaupstaðarins um 5 þús. kr., en hitt lagði hreppurinn til, sem þá vant- aði á af tilkostnaðinum, en hann mun hafa orðið alls um 45 þús. kr. Hafnarsjóður Stykkishólms annast viðhald, afborgun og rentur. Myndin hjer sýnir bryggjuna vigsludaginn og er það gufuskipið »SterIing«, sem við liana liggur, þegar myndin er tekin. Þrjú stór gufuskip geta legið við bryggjuna í senn. Það var Stykkishólms- húum og bygðinni þar í kring lengi mikið áhuga- mál, að koma bryggjunni upp, og var það fyrv. þingmaður Snæfellinga, Lárus H. Bjarnason Iaga- skólastjóri, sem mest vann að því, að lirinda mál- inu áfram, með því að gangast fyrir útvegun styrks og láns til fyrirtækisins á alþingi. En enginn hefur þó fylgt málinu fram og stutt það lil hins siðasta jafnfast og Magnús Blöndal hreppstjóri og kaupmaður í Stykkishólmi, og hefði mynd hans átt að fylgja hjer, þótt það geti eigi orðið nú að þessu sinni. Bryggjusmiðurinn var Guðmundur E. Guð- mundsson, og fylgir hjer mynd af honum. Hann hefur lært bryggjusmíðar erlendis og lengi fengisl þar við þá vinnu. Hann er fæddur hjer í Reykja- vík 18(52, sonur Gnðnnindar Erlendssonar í Hlíð- arhúsum. Fór hjeðan til Danmerkur 187(5 og lærði þar fyrst snikkaravinnu í 4 ár, en síðan timburmensku og hefur mest unnið að lienni síð- an. Hann vann meðal annars við byggingu Frí- hafnarinnar í Khöfn. 1884—85 var hann í Rúss- landi við timbursmíðar, í Riga og Sl. Pjetursborg. Var liann erlendis samfleytt frá 1876 til 1904, en kom þá til Eskifjarðar til þess að byggja þar bryggju fyrir Tuliníus. Settist svo að í Reykjavík. Síðan hefur hann hygf Edinborgar- bryggjuna stóru á ísafirði og svo bryggjuna í Stykk- ishólmi, sem mynd- in hjer er af. Guðmundur er kvæntur danskri konu, Ceeilie f. Storgaard frá Nýköbing á Mors, og var faðir hennar bóndi þar.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.